Morgunblaðið - 05.06.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16
Orf úr áli 25.980
Orf úr tré 17.400
Ljár 7.950
Heyhrífa 4.850
Orf og ljár
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Ný
vefverslun
brynja.is
Ljósmyndir/Sigurður Sveinsson
Hopp Anna Valdís Óskarsdóttir fór á flug á Hvannadalshnjúk og var með Ísland í allri sinni dýrð að baki sér.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
H
vannadalshnjúkur,
hæsta fjall landsins,
var vinsæll áfanga-
staður nú um helgina.
Um 100 manns úr
ýmsum hópum fóru á jökulinn en
bestu aðstæðurnar til þess eru um
þetta leyti árs. „Því fylgir ótrúlegur
sigur að komast á toppinn, þaðan
sem sést vítt yfir landið. Svo fylgir
því líka mögnuð tilfinning að vera í
hópi fólks sem hefur náð langþráðu
takmarki,“ segir Sigurður Sveinsson
á Hvolsvelli. Hann var í hópi jökla-
fara um helgina; einn af átta leið-
sögumönnum í leiðangri á Hvanna-
dalshnjúk. Það var lokaskrefið í
verkefni sem Vilborg Arna Gissurar-
dóttir stóð fyrir og nefnist #Fjalla-
tindar2018 Hún stendur jafnframt að
Tindum Travel en þar er innanborðs
fólk sem gengið hefur með fjalla-
drottningunni síðan í janúar og farið
upp óteljandi brekkur. Er því komið í
góða þjálfun eins og þarf þegar lagt
er til atlögu við hnjúkinn, sem er
2.111 metra hár.
Sextán stunda ferðalag
Tindafólk lagði upp frá Sanda-
felli í Öræfasveit undir miðnætti síð-
astliðið föstudagskvöld. Fyrsti spöl-
urinn er nokkuð á fótinn; brattar
brekkur og skriður. Þegar kemur inn
á jökulinn er Sandafellsheiði sleppir
taka við langar aflíðandi brekkur.
Þegar svo sjálfum hnjúknum er
mætt þarf að príla upp 30-40° brekk-
ur og sem reynast mörgum erfiðar.
Allir í Tindahópnum, alls 57 manns,
komust þó á toppinn og voru þar á tí-
unda tímanum á laugardagsmorgun.
Í það heila tók gangan alls 16 klukku-
stundir og því var fólk býsna lúið
þegar komið var til baka.
„Mörgum finnst brekkur á jökl-
inum sem ganga þarf upp vera
óendanlegar, þegar þú ert komin/n
upp á brún einnar tekur önnur við.
Þarna reynir á þolinmæði og sálræn-
an styrk, sem verður að vera í góðu
lagi. Svo þarf fólk að vera í góðri
þjálfun hafa úthald,“ segir Sigurður,
sem er stofnandi Midgard Adventure
á Hvolsvelli. Hann er þrautreyndur
fjallagarpur sem farið hefur víða og
þau Vilborg Arna hafa oft verið föru-
nautar. Má þar nefna leiðangur fyrir
nokkrum árum á Denali í Alaska,
sem er 6.190 m á hæð og hæsta fjall
Norður-Ameríku.
Sprunginn jökull
Gangan á Hvannadalshnjúk um
helgina var þriðja ferð Sigurðar á
Hvannadalshnjúk. „Aðstæður voru
ágætar en jökullinn er orðinn tals-
vert sprunginn nú þegar komið er
fram í júní. Því er mikilvægt að
göngufólk þekki aðstæður, haldi hóp-
inn, bindi sig saman með línum og sé
vel útbúið. En þetta er gjörsamlega
fyrirhafnarinnar virði og ég ætla aft-
ur á hnjúkinn,“ segir Sigurður.
Ótrúlegur
sigur á hæsta
fjalli landsins
Hvannadalshnjúkur er hár og heillandi og margir
hafa gengið þangað upp síðustu vikurnar. Góður
undirbúningur fyrir leiðangurinn er mjög mikil-
vægur og allir snúa til baka glaðir og sælir í sinni.
Halarófa Leiðin á toppinn er löng og
fólk gekk bundið saman með línum.
Förunautar Vilborg Arna og Sig-
urður Sveinsson saman á toppnum.
„Þessi bók er lýsing á því hvernig
sjávarbyggðunum á Íslandi hefur
blætt út. Með kvótakerfinu varð allt
til sölu, ekki bara veiðiheimildir. Eng-
inn stenst til lengdar freistingarnar
þegar gull er í boði. Lífsafkoman varð
föl og þar með brustu undirstöður
mannlífsins,“ segir Reynir Trausta-
son blaðamaður. Hann sendi frá sér á
dögunum bókina Þorpið sem svaf,
hvar er að finna tólf smásögur. Ís-
lensk sjávarþorp eru sögusvið bókar-
innar; kvótinn, virkjunaráform, pen-
ingamenn og alþýðufólk sem ótta-
laust mætir örlögum sínum.
„Sem Flateyringur þekki ég þetta
umhverfi vel; þorpið mitt er ekki svip-
ur hjá sjón miðað við hvað var áður
en allt var fest í fjötra kvóta sem svo
mátti selja. Um þetta skrifaði ég
óteljandi fréttir á sínum tíma og rann
til rifja hvað var í raun að gerast,“
segir Reynir. „Sögurnar í bókinni eru
í grunninn skáldskapur en þær eiga
sér stað í veruleikanum og að sjálf-
sögðu hefur nöfnum, staðháttum og
öðru verið breytt til þess að forðast
allar ótímabærar vangaveltur les-
enda um hver sé hvað. Sögurnar eru
broslegar en á prenti hafa þær ákveð-
inn boðskap.“ – Það er forlagið
Austurstræti sem gefur út Þorpið
sem svaf, en bókin er 189 blaðsíður í
kiljubroti. sbs@mbl.is
Ellefu smásögur í bók Reynis Traustasonar
Enginn stóðst freistingarnar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rithöfundur Reynir Traustason sendir nú frá sér sína 10. bók, Þorpið sem svaf.
„Þegar við komum upp úr skýjunum
vorum við undir bleikum himni sólar-
upprásar. Þetta tókum við skref fyrir
skref og að standa svo í morgunsárið
á toppnum og sjá vítt yfir landið var
algjör töfrastund,“ segir Inga Hlín
Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Ís-
landsstofu.
Rúmlega eitt ár er síðan Inga Hlín
byrjaði að stunda fjallgöngur af al-
vöru og var á liðnum vetri meðal
þátttakenda í Fjallatindum hjá Tindar
Travel hjá Vilborgu Örnu. Hafði að
markmiði að komast á Snæfellsjökul
í vor eins og henni líka tókst. Að
ganga á Hvannadalshnjúk var eðli-
legt framhald.
„Að ganga á hæsta fjall landsins er
hreint ekkert auðvelt, ég ætla ekkert
að leyna því. En þetta er ofsalega
gefandi. Ég hef alltaf haft mjög gam-
an af útivist og heillaðist síðan al-
gjörlega af fjöllunum. Ferðirnar á Úlfarsfell, Esjuna og fleiri fjöll síðasta ár-
ið eru orðnar mjög margar. Ég hef eflst við sérhverja ferð og held að
sjálfsögðu áfram. Það getur enginn verið annað en í góðu skapi á fjöllum
og að finna lífsgleðina í þessu öllu er mikilvægt. Mér finnst einnig í land-
kynningarstarfi gaman að geta sagt frá persónulegri reynslu minni af nátt-
úru landsins svo þetta spilar allt mjög vel saman hjá mér,“ segir Inga Hlín
Töfrastundin var á toppnum
HEFUR STUNDAÐ FJALLGÖNGUR AF KAPPI SÍÐASTA ÁRIÐ
Sigur Inga Hlín á Hvannadalshnjúk.