Morgunblaðið - 05.06.2018, Side 14

Morgunblaðið - 05.06.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018 LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag. OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkumætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. Fæst í öllum helstu apótekum landsins. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta var geðveikt stuð fyrir gamla konu! Við getum þetta öll,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, kampakát þar sem hún hampaði fyrsta laxi sumarsins úr Norðurá í Borgarfirði, sem hún landaði rétt fyrir klukkan níu í gærmorgun. Það var nýrunnin 79 cm hrygna sem var vegin slétt tíu pund í háfnum áður en Þórunn sleppti henni aftur út í strauminn. Hrygnan tók rauða Frances í hinum sögufræga Kon- ungsstreng fyrir neðan Laxfoss. Eins og undanfarin ár bauð Einar Sigfússon staðarhaldari góðum gestum að hefja veiðar, nú voru það Þórunn og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Það er full ástæða til að sýna bændum samstöðu og minna á baráttumál þeirra. Svo eru kjör eldri borgara erfið og sjálfsagt að leggja þeim lið,“ sagði Einar um valið á gestum dagsins. Og þau hófu veiðar klukk- an rúmlega átta, Þórunn í Konungs- streng og Sindri á Brotinu. Laxinn var mættur; kvöldið áður sáust einir 14 þegar Brotið var skyggnt. Og Sindri setti fyrst í sprækan lax sem hann togaðist lengi á við en fiskurinn lak af er Einar ætlaði að renna háfnum undir hann. Þá var Þórunn einnig með hann á. „Þetta var stórkostlegt. Ég veiddi síðast í Norðurá fyrir fimmtíu ár- um!“ sagði Þórunn hlæjandi þegar hún var komin upp á bakkann. Hún sagðist aldrei hafa lært að veiða á flugu en naut aðstoðar leiðsögu- manna við ána við að kasta. „Það er mikið vatn í ánni og botninn grýttur en þetta var ævintýri,“ sagði hún. „Nú prufa ég aftur – hann tók vel á því,“ sagði Sindri eftir að sá fyrsti hafði sloppið. „Það er sannur heiður að fá að veiða hér í byrjun, það er ákveðinn virðingarvottur vegna þess sem við hjá Bændasamtök- unum erum að gera. Árnar renna um samfélög bænda og hlunnindin af laxveiði eru bændum mjög mikil- væg.“ Og morgunvaktin var afar góð; gaf í allt 11 laxa á sex stangir og átta sluppu. Næstu daga og vikur hefst veiði í öðrum helstu lax- veiðiám. Morgunblaðið/Einar Falur Veiðigleði Laxinn í háfnum hjá Þorsteini Stefánssyni leiðsögumanni og Þórunn Sveinbjörnsdóttir fagnar, með eig- inmanninn Þórhall Runólfsson og Tryggva Ársælsson leiðsögumann sér við hlið. Laxfoss í Norðurá í baksýn. Þórunn setti í drottn- ingu í Konungsstreng  Laxveiðin byrjar vel í Norðurá  Ellefu á morgunvaktinni Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Ríkissaksóknari sendi nýverið frá sér tilmæli til allra ákærenda þess efnis að krafa um framlengingu gæsluvarðhalds berist héraðsdóm- ara eigi síðar en sólarhring áður en fyrra gæslu- varðhald rennur út. Umræða um framlengingu gæsluvarðhalds spratt upp þegar fanginn Sindri Þór Stefánsson yfirgaf fangelsið á Sogni. Úrskurð- ur um gæslu- varðhald yfir hon- um var útrunninn og beiðni um framlengt gæslu- varðhald hafði ekki verið sam- þykkt svo hann taldi sig frjálsan ferða sinna. Þorsteinn Víg- lundsson, þing- maður Við- reisnar, telur að beiðnir um framlengingu gæslu- varðhalds hafi oft verið bornar upp of seint í gegnum tíðina. Hann lagði fram fyrirspurn á Alþingi fyrir mán- uði þar sem hann bað meðal annars um upplýsingar um hversu oft óskað hefði verið eftir gæsluvarðhaldi þeg- ar 24 klukkustundir væru eftir af gildandi úrskurði síðastliðin fimm ár. Í svari dómsmálaráðherra, Sig- ríðar Á. Andersen, kom fram að ráðuneytið teldi of mikla vinnu að svara spurningunni þar sem þessar upplýsingar væru ekki til. Skyldug til að svara Þorsteinn kveðst ósáttur við svar- ið. „Ég furða mig á því að þetta sé ekki skráð og ég hefði viljað sjá meiri metnað í þessu svari. Ég hélt að það væri skylda framkvæmda- valdsins að finna þær upplýsingar sem þingið óskar eftir.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri segir upplýsingarnar ekki aðgengi- legar hjá fangelsismálayfirvöldum af þeim sökum að það eina sem þeim berist séu úrskurðir um gæslu- varðhald. „Við skráum ekki hvenær úrskurðirnir berast okkur eða hversu stuttur fyrirvarinn er. Við einfaldlega könnum að þeir séu komnir tímanlega og pössum að fólk sé ekki vistað hjá okkur án slíkra úr- skurða.“ Þorsteinn bendir á að lögreglan hafi verið gagnrýnd fyrir að krefjast framlengingar gæsluvarðhalds of seint. „Það virðist enn tíðkast og það er æskilegt að vita hvort það sé mjög algengt eða ekki.“ Lögreglu gert viðvart Páll staðfestir að beiðnir og úr- skurðir um framlengt gæslu- varðhald hafi stundum borist of seint. Ef líkur eru á að framlengja eigi gæsluvarðhald gerir starfsfólk fangelsisins lögreglu gjarnan við- vart. „Mitt starfsfólk hefur látið lög- reglu vita þegar gæsluvarðhalds- úrskurður er að renna út og líkur eru á að framlengja eigi gæslu- varðhald. Það er ekki okkar verkefni en við höfum engu að síður gert það.“ Dómari þarf umhugsunarfrest Þorsteinn segir gæsluvarðhaldi vera mikið beitt hér á landi og það sé umhugsunarvert. Ástæða þess að mikilvægt sé að beiðnir um gæslu- varðhald berist tímanlega sé sú að dómarar þurfi að hafa nægan tíma til að fara yfir beiðnirnar og ákveða hvort tilefni sé til þess að framlengja gæsluvarðhald. „Við eigum ekki að beita frelsissviptingu sem þessari nema rík ástæða sé til,“ segir Þor- steinn. Páll tekur í sama streng. „Það má ekki umgangast reglur um frelsi fólks með léttúð, það er ákaf- lega mikilvægt.“ Beiðni um varð- hald berist fyrr  Gæsluvarðhald endurnýjað of seint  Fyrirspurn þingmanns ósvarað Morgunblaðið/Ófeigur Fangelsi Hér má sjá inn í fanga- geymslu í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel Þorsteinn Víglundsson Alþjóðlegi umhverfisdagurinn er í dag og af því tilefni verður umhverfisdagur haldinn í Heiðmörk í dag frá kl. 17 til 19. Sendiráð Noregs, Landvernd og Skógræktar- félag Reykjavíkur standa fyrir viðburðinum. Hitt- ast á kl. 17 á bílastæðinu á milli Grenilundar og Furulundar. Saman á að hreinsa fjölskyldusvæðin og fara í léttan ratleik. Endað verður á Torgeirs- stöðum þar sem sendiráðið býður upp á kakó og kleinur, Landvernd og Skógræktarfélagið fræða um umhverfið og skóginn og það lið sem vinnur ratleikinn fær verðlaun. Allir eru velkomnir. Umhverfisdagur í Heiðmörk í dag Heiðmörk Gengið um skóginn. Hugarafl fagnar fimmtán farsæl- um árum í starfi að málefnum geðheilbrigðis sem róttæk gras- rótarsamtök og endurhæfingar- úrræði fyrir fólk með geðrask- anir. Af því tilefni býður Hugarafl í afmælishressingu í dag á milli kl. 13 og 15 að Borgartúni 22, 2. hæð og eru allir ungir sem aldnir Hugaraflsmeðlimir sérstaklega velkomnir. Í afmælisveislunni verður boðið upp á yndislega tón- list húsbandsins, flottar veitingar og hið sérstaka andrúmslofti sem einkennir Hugarafl, eins og segir í tilkynningu frá samtökunum. Hugarafl var stofnað í júní 2003 af iðjuþjálfa með víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum og fjórum notendum í bata. Morgunblaðið/Ernir Hugarafl fagnar 15 ára starfsafmæli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.