Morgunblaðið - 05.06.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018
Útgefandi:Eik fasteignafélag hf., kennitala
590902-3730, Álfheimum 74, 104 Reykjavík.
Eik fasteignafélag hf. hefur birt lýsingu, dagsetta
4. júní 2018. Lýsingin samanstendur af tveimur
aðskildum skjölum, útgefandalýsingu og verð-
bréfalýsingu, og er birt í tengslum við umsókn
útgefanda um að skuldabréf í flokknumEIK
161047 verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði
Nasdaq Iceland hf. Lýsingin hefur verið staðfest
af Fjármálaeftirlitinu.
Lýsingin er gefin út rafrænt á íslensku. Hún
er birt á vef Eikar fasteignafélags hf. á slóðinni
http://www.eik.is/fjarfestar og verður aðgengileg
þar í tólf mánuði frá staðfestingu hennar.
Útprentuð eintökmá panta án kostnaðar
í gegnumnetfangið gardar@eik.is.
Taka til viðskipta á Aðalmarkaði
Nasdaq Iceland hf.
Sótt hefur verið um aðNasdaq Iceland hf. taki
skuldabréfin til viðskipta á Aðalmarkaði ogmun
verða tilkynnt um slíkt með að lágmarki eins
viðskiptadags fyrirvara.
Nafnverð útgáfu
Gefin hafa verið út skuldabréf að nafnvirði kr.
15.780.000.000 en flokkurinn geturmest orðið
kr. 20.000.000.000 að stærð. Öll útgefin skulda-
bréf í flokknumhafa verið seld. Skuldabréfin eru
gefin út rafrænt hjáNasdaq verðbréfamiðstöð
hf. í kr. 20.000.000 einingum. Auðkenni skulda-
bréfaflokksins í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland
hf. verður EIK 161047. ISIN númer bréfanna er
IS0000029320.
Reykjavík, 5. júní 2018
Stjórn Eikar fasteignafélags hf.
Skuldabréfaflokkurinn
EIK 161047
Birting lýsingar
„Ég held að hvergi á þurrlendi jarðar sé
að finna gígraðir eins og á Íslandi,“ segir
Ómar Ragnarsson, sem tók meðfylgjandi
mynd af Langasjó aðfaranótt laugardags
í eindæma blíðviðri og 17 stiga hita.
Hann bætir við að það hafi verið nær
ólýsanleg tilfinning að sjá Langasjó þeg-
ar sólin er lægst á lofti. „Þetta var ein-
stök tilfinning að koma að þessu djásni
um eittleytið að nóttu og líða í loftinu inn
í næturdraumaheim íslenska miðsumars-
ins,“ segir Ómar.
Myndin er tekin úr um 2.000 metra
hæð vestur yfir Tungnaárjökli um borð í
flugvél Ómars Ragnarssonar, TF-ROS, en
vélin var á leið frá Sauðárflugvelli á
Brúaröræfum.
Vötn á borð við Langasjó eru afar
sjaldgæf sökum þess að móbergshrygg-
irnir beggja vegna vatnsins eru gígraðir
sem gusu undir jökli á ísaldartímanum.
Að sögn Ómars er slíkt afar sjaldgæft og
nær ómögulegt að finna álíka vatn er-
lendis.
Vatnið Langisjór séð úr um 2.000 metra hæð vestur yfir Tungnaárjökli í blíðskaparveðri aðfaranótt laugardags
Ljósmynd/Ómar Ragnarsson
Fangaði
fegurð vatns-
ins úr lofti
Sigríður Víðis
Jónsdóttir hefur
verið ráðin að-
stoðarmaður
Guðmundar Inga
Guðbrandssonar
umhverfis- og
auðlinda-
ráðherra.
Hún hefur síð-
astliðin ár stýrt
kynningarmálum
hjá UNICEF á Íslandi. Á árunum
2000-2011 starfaði Sigríður sem
blaðamaður, meðal annars á
Morgunblaðinu. Hún skrifaði bók-
ina „Ríkisfang: Ekkert“ um hóp
palestínskra kvenna og barna sem
flúðu Írak og enduðu á Akranesi,
heimabæ Sigríðar.
Maki Sigríðar er Leó Alexander
Guðmundsson líffræðingur og eiga
þau tvö börn saman, Hauk fjögurra
ára og Laufeyju átta mánaða. Sig-
ríður mun hefja störf í ráðuneytinu
í áföngum í sumar, samhliða því að
klára fæðingarorlof, og koma síðan
alfarið til vinnu 1. september.
Sigríður aðstoðar
Guðmund Inga
Sigríður Víðis
Jónsdóttir
Röng skilgreining
Í umfjöllun í blaði gærdags um sam-
starfsverkefni Brúarskóla og Dale
Carnegie mátti skilja að allt ung-
lingastig væri að útskrifast en í raun
var um einn hóp ungmenna að ræða.
Í Brúarskóla eru börn sem eiga í al-
varlegum geðrænum-, hegðunar eða
félagslegum erfiðleikum. Beðist er
velvirðingar á þessum rangfærslum.
LEIÐRÉTT
Björgunarsveitir í Eyjafirði voru
kallaðar út í gærmorgun eftir að
kona slasaðist á fæti við Landakot
upp af Eyjafjarðardal. Konan er er-
lend og var hluti af fimm manna
gönguhópi. Félagar hennar sendu
frá sér neyðaróp eftir að konan
slasaðist.
Davíð Már Bjarnason, upplýs-
ingafulltrúi Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, sagði við mbl.is í
gær að björgunarsveitarmenn
hefðu skipt sér í tvo hópa vegna
óvissu um færðina. Annars vegar
fóru þeir frá Hlíðarfjalli og hins
vegar úr Eyjafjarðardal. Þeir sem
fóru úr dalnum fundu gönguhópinn
um klukkan hálftvö í gærdag.
Ekki liggur fyrir hversu illa kon-
an slasaðist. Félagar hennar héldu
göngunni áfram eftir að hún var
flutt á brott til aðhlynningar.
Ferðamaður slas-
aðist á fæti nyrðra