Morgunblaðið - 05.06.2018, Page 16

Morgunblaðið - 05.06.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds 5. júní 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.07 104.57 104.32 Sterlingspund 139.27 139.95 139.61 Kanadadalur 80.5 80.98 80.74 Dönsk króna 16.382 16.478 16.43 Norsk króna 12.835 12.911 12.873 Sænsk króna 11.889 11.959 11.924 Svissn. franki 105.64 106.24 105.94 Japanskt jen 0.9497 0.9553 0.9525 SDR 147.54 148.42 147.98 Evra 121.96 122.64 122.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.0249 Hrávöruverð Gull 1299.15 ($/únsa) Ál 2270.0 ($/tonn) LME Hráolía 77.37 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Sjö bjóða sig fram í fimm sæti í stjórnarkjöri á hlut- hafafundi Heima- valla sem haldinn verður föstudaginn 8. júní. Markmið fundarins er að kjósa nýja stjórn í kjölfar hlutafjár- útboðs félagsins og skráningar í Kaup- höll Íslands. Magnús Magnússon, stjórnarformaður, og Ari Edwald sækjast ekki eftir endur- kjöri, en þrír stjórnarmenn bjóða sig fram til áframhaldandi setu, þau Anna Þórðar- dóttir, Halldór Kristjánsson og Hildur Árnadóttir. Auk þeirra bjóða sig fram þeir Arthur Irving, Einar Símonarson, Erlendur Magnússon og Vilhjálmur Bergs. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu þau Anna, Hildur, Halldór, Erlendur og Arthur Irving njóta stuðnings stærstu hluthafa félagsins. Sjö bjóða sig fram í stjórn Heimavalla Heimavellir Ný stjórn eftir útboð. STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í nýrri útboðslýsingu sem gefin hefur verið út í kjölfar þess að ákveðið var að bjóða umtalsverðan hlut í Arion banka út og fleyta hon- um í kjölfarið á markað í kaup- höllum hér á landi og í Svíþjóð kemur fram að bankinn hafi aukið útlán sín um 52,7 milljarða króna á síðasta ári. Þannig hafi útlánin farið úr ríflega 712 milljörðum í árslok 2016 í ríflega 765 milljarða um síð- ustu áramót. Nemur útlánaaukn- ingin í krónum talið rétt ríflega 7,4% milli ára. Þegar rýnt er í nánari útlistun á lánabók bankans kemur í ljós að á árinu 2017 jukust útlán til þess sem bankinn skilgreinir sem „flutninga- starfsemi“ (e. transportation) um ríflega 10,4 milljarða króna eða 20% af allri útlánaaukningu bankans. Það vekur athygli þar sem hlutdeild útlána til þess málaflokks var að- eins 0,9% af lánabókinni í árslok 2016 en var komin í 2,2% um síðast- liðin áramót. Þannig námu útlán til hans 16,8 milljörðum í árslok 2017, samanborið við rúma 6,4 milljarða í árslok 2016. Innviðafyrirtæki í flutningum Morgunblaðið leitaði svara hjá Arion banka um hvaða fyrirtæki væru umsvifamest á því sviði sem tæki til „flutningastarfsemi“. Segir í svari bankans að þar sé um að ræða „innviðafyrirtæki í flutningum og skipafélög“. Þá leitaði blaðið einnig svara hjá bankanum um hver væri helsta ástæðan að baki hinni miklu útlána- aukningu til fyrirtækja í flutninga- starfsemi á nýliðnu ári. „Fyrst og fremst er það aðkoma Arion banka að fjármögnun stórs innviðaverkefnis,“ segir í svari bankans. Þegar spurt var hvort einhver þeirra aðila sem skilgreindir væru undir liðnum flutningastarfsemi skuldaði bankanum meira en 1% af lánabók hans var svar bankans á þá leið að svo væri. Þar ætti í hlut fyrirtæki sem hefði með höndum hið stóra innviðaverkefni sem áður var minnst á. Miðað við að lánabók bankans telur um 765 milljarða króna má því ganga út frá því að eitt fyrirtæki skuldi bankanum meira en 7,7 milljarða króna. Blaðið leitaði einnig svara við því hvort fyrirtæki á sviði fólksflutn- inga, s.s. rekstraraðilar hópferðabíla eða flugfélaga, væru áberandi í bók- um bankans undir fyrrnefndri flokk- un. Svar bankans var á þá leið að lánveitingar til þeirra væru „fremur lítill hluti“ heildarlánsfjárins. Fasteignirnar vega þungt Langstærsti útlánaflokkur bank- anna er sá sem tekur til útlána til einstaklinga. Í árslok 2017 námu út- lán til þeirra 365 milljörðum króna og höfðu þau aukist um 8% frá fyrra ári. Enginn flokkur jók hlutdeild sína í lánabókinni hins vegar með viðlíka hætti og „flutningastarf- semi“. Næst því komst þó sá flokkur sem tekur til fjárfestinga í fasteign- um og byggingastarfsemi en í hon- um nam aukningin 11,4%. Arion banki hefur stóraukið útlán til flutningastarfsemi Morgunblaðið/Eggert Útlánabókin Arion banki átti kröfur á hendur skuldunautum sínum sem nema 765 milljörðum króna í árslok 2017. Misjöfn þróun » Ekki jukust lán til allra geira atvinnulífsins á liðnu ári. » Þannig drógust útlán til upplýsingatækni- og fjar- skiptafyrirtækja saman um 6,3 milljarða. » Þá drógust útlán til opin- berra aðila saman um 898 milljónir.  Útlán til fyrirtækja á því sviði jukust um rúma 10,4 milljarða á síðasta ári Á milli áranna 2016 og 2017 varð lang- mest hækkun á verði sérbýlis á höfuð- borgarsvæðinu á Arnarnesinu í Garðabæ, að því er fram kemur í Hagsjá hagfræðideildar Landsbanka Íslands, eða 48%. Hækkunin er rúm- um 27 prósentustigum yfir meðal- hækkun sérbýlis á höfuðborgarsvæð- inu, og um 22 prósentustigum meiri en hækkun í Grafarvogi, sem var næstmest, eða um 25,8%, að því er segir í Hagsjánni. Eva Björk Jóhannesdóttir, sem vann greininguna, segir í samtali við Morgunblaðið að almennt komi hækkun á verði á sérbýli á höfuð- borgarsvæðinu ekki á óvart, hún sé í takti við undanfarin ár, en Arnarnesið hafi komið á óvart. Hún segir að svo virðist sem verðþróunin í hverfinu tengist gæð- um hverrar eignar, en ekki aldri eða stærð. Að meðaltali seldust þar 13,5 eignir á árunum tveimur. „Verð sér- býlis á Arnarnesi hefur verið svolítið eins og jójó í gegnum tíðina. Miðað við tölurnar núna þá virðist aldur eign- anna ekki hafa áhrif á verðhækkan- irnar,“ segir Eva, en eignirnar eru flestar byggðar um eða upp úr 1980. Minnsta hækkun í miðborginni Í Hagsjánni kemur einnig fram að minnsta verðhækkunin á tímabilinu hafi verið í miðborg Reykjavíkur, eða 11,2%. Þar var þó meðalverð sérbýlis hæst, eða um 502 þúsund krónur á fermetrann. Það er um 21% hærra verð en í næsta hverfi á eftir, Arnar- nesinu. Þriðja dýrasta hverfið á hvern fermetra er svo Seltjarnarnes. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Fasteignaverð Arnarnesið er frem- ur dýrt og hækkar hraðast í verði. Nærri 50% hækk- un á Arnarnesinu  Aldur húsa virð- ist ekki skipta máli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.