Morgunblaðið - 05.06.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 05.06.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018 KRINGLU OG SMÁRALIND HERRASKÓR SKECHERS REGGAE HERRA SANDALAR EÐ MJÚKU MEMORY FOAM INNLEGGI, STÆRÐIR 41-47,5 VERÐ 8.995 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Þrír afar háttsettir norðurkóreskir hershöfðingjar, þeirra á meðal varnarmálaráðherra landsins, hafa verið settir af. Þetta fullyrðir banda- rískur heimildarmaður við frétta- stofu Reuters. Telja skýrendur þetta hafa verið gert til þess að gera leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong- un, auðveldara fyrir að hitta Donald Trump Bandaríkjaforseta á fyrir- huguðum fundi þeirra 12. júní. Var það Yonhap-fréttastofan í Suður-Kóreu sem greindi fyrst frá að þrír æðstu stjórnendur hers Norður-Kóreu hefðu verið leystir frá störfum og aðrir fengnir í þeirra stað. Ekki er með vissu vitað hvers vegna Jong-un einræðisherra fór þessa leið, en skýrendur Reuters fullyrða að þetta sé gert til þess að hann hafi enn betri stjórn á hernum. Menn trúir einræðisherranum „Ef Kim Jong-un er staðráðinn í að slíðra sverðin við Bandaríkin og Suður-Kóreu og hætta að þróa kjarnavopn, að hluta til hið minnsta, þá verður hann að setja lok á áhrifa- valda innan norðurkóreska hersins,“ hefur Reuters eftir talsmanni al- þjóðastofnunar sem sérhæfir sig í rannsókn og greiningu. „Þessi upp- stokkun hefur teflt fram þeim yfir- mönnum sem munu gera einmitt það. Þeir eru tryggir Kim Jong-un og engum öðrum.“ Engin opinber tilkynning hafði í gær komið frá stjórnvöldum í Pjongjang, en breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að No Kwang Chol sé nýr varnarmálaráðherra, Ri Yong Gil nýr formaður herráðsins og Kim Su Gil nýr yfirmaður stjórn- máladeildar hersins. Hinir nýju yfir- menn eru allir nokkuð yngri en for- verarnir. „Þetta er hluti af langri aðgerð Kim Jong-un við að skipta út þeim mönnum sem voru tryggir föður hans og setja í staðinn sína eigin,“ hefur Financial Times eftir Lee Woo-young, prófessor í háskóla í Seúl í Suður-Kóreu. „En ef við horf- um sérstaklega á tímasetninguna, þá er hún mikilvæg þar sem þetta sýnir Bandaríkjunum að Pjongjang sé staðráðin í að kjarnorkuaf- vopnast.“ Gæti haft miklar afleiðingar Verði ekkert af leiðtogafundi Bandaríkjanna og Norður-Kóreu er talið að það muni styrkja einræð- isstjórnina og samband hennar við Kína. Er þá líklegt að Kínverjar veiti Norður-Kóreumönnum meiri stuðn- ing en áður og slaki jafnvel á við- skiptaþvingunum. Þá telja skýrend- ur það einnig geta skaðað samband Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Einræðisherra Norður-Kóreu herðir tak sitt á hernum AFP Pjongjang Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, er sagður hafa skipt út þremur æðstu yfirmönnum hersins.  Æðstu yfirmenn hersins settir af og í staðinn komu menn hliðhollir leiðtoganum Árleg heræfing Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), Saber Strike, hófst sl. sunnudag undir forystu Banda- ríkjanna og stendur yfir til 15. júní. Æfingin er haldin innan landa- mæra Póllands, Lettlands, Litháen og Eistlands, en alls taka um 18.000 hermenn þátt frá 19 ríkjum. Ráðamenn í Kreml taka illa í æf- ingarnar og segja þær ekki til þess fallnar að stuðla að stöðugleika og friði í álfunni. Evrópustjórn Banda- ríkjahers segir æfingarnar hins vegar ekki vera ögrun við Rúss- land. Um sé að ræða eðlilegan lið í samvinnu bandalagsríkja. Að þessu sinnu munu hermenn frá Ísrael taka þátt í fyrsta skipti og greinir ísraelski fréttavefurinn Haaretz frá því að verið sé að senda „nokkra tugi“ fallhlífarhermanna til Austur-Evrópu. Á heræfingunni munu 18.000 hermenn, bryndrekar og loftför þurfa að stilla saman strengi sína í fjórum Evrópuríkjum. Munu meðal annars langdrægar sprengjuflug- vélar Bandaríkjanna, svonefndar B-52 Stratofortress og B-1 Lancer, æfa loftárásir á skotmörk. Vélar þessar geta borið gríðarlegt magn af sprengjum, s.s. kjarnavopn. AFP Hermáttur Árleg heræfing Atlantshafsbandalagsins er hafin og munu um 18 þúsund hermenn bandalagsins taka þátt auk hermanna frá Ísrael. Um 18.000 hermenn æfa í fjórum ríkjum Stjórnvöld í Kreml hafa boðið Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í heimsókn til Rússlands. Er það Dímítrí Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútíns Rússlands- forseta, sem staðfestir þetta við fréttastofu Reuters. Að sögn Peskovs er heimboðið í tengslum við efna- hagsráðstefnu sem haldin verður í september í borginni Vladivostok í austurhluta Rússlands. „Nánari tímasetn- ing og önnur atriði er snúa að heimsókninni verða af- greidd í gegnum hefðbundnar diplómatískar leiðir.“ Sergei Lavrov, utanríkiráðherra Rússlands, segist „hlakka mjög“ til að sjá Kim Jong-un í haust, en hann lauk nýverið viku- langri heimsókn sinni til Pjongjang. Boðið að sækja Rússa heim FER HUGSANLEGA TIL RÚSSLANDS Í SEPTEMBER Sergei Lavrov Átján ára tán- ingsstúlka var í Bretlandi fundin sek um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Eldri systir hennar, 22 ára, og móðir stúlkn- anna höfðu áður verið sakfelldar fyrir sama glæp, en þetta er í fyrsta skipti sem hópur kvenna er dæmdur fyrir brot á hryðjuverkalögum í Bretlandi. Er það SkyNews sem greinir frá. Hópurinn er sagður hafa heillast mjög af hugmyndafræði Ríkis ísl- ams og reyndi táningurinn að ferðast til Sýrlands í von um að gift- ast vígamanni. Þegar það gekk ekki eftir hóf hún ásamt systur sinni og móður að skipuleggja árás á British Museum í Lundúnum með sjálfsvígssprengjuvesti og skot- vopni. Við rannsókn lögreglu kom m.a. í ljós að stúlkan hafði safnað miklu magni af ljósmyndum sem sýna aftökur. Þá sagðist hún í yfir- heyrslum hafa átt í samskiptum við 300-400 vígamenn og stuðnings- menn þeirra á netinu. BRETLAND Mæðgur lögðu á ráðin um hryðjuverk Hani Mulki, forsætisráðherra Jórdaníu, gekk í gær á fund kon- ungs landsins, Abdullah II, og baðst lausnar frá embætti. Ástæða uppsagnar er sögð vera mikil mótmæli sem staðið hafa yfir í landinu að undanförnu. Höfðu mót- mælendur m.a. krafist uppsagnar Mulkis, en umdeilt frumvarp ríkis- stjórnar sem felur í sér skatta- og verðhækkanir kynti undir ófriðn- um. Fréttaveita AFP greinir frá því að konungurinn hafi beðið Omar al- Razzaz, menntamálaráðherra landsins, um að mynda nýja ríkis- stjórn við fyrsta tækifæri. JÓRDANÍA Steig til hliðar í kjöl- far mikilla mótmæla Hani Mulki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.