Morgunblaðið - 05.06.2018, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eftir að Don-ald Trump,forseti
Bandaríkjanna, og
Kim Jong-un, leið-
togi Norður-
Kóreu, höfðu um
hríð skipst á miður
vinsamlegum skeytum á Twitt-
er og víðar ákváðu þeir að hitt-
ast tólfta þessa mánaðar. Kim
þurfti á því að halda að Trump
slakaði á viðskiptaklónni sem
hann hefur beitt landið af vax-
andi festu, og Trump þurfti á
því að halda að Kim hætti að
ógna umheiminum, einkum
Bandaríkjunum en einnig
bandalagsríkjum þeirra, með
kjarnorkuvopnum.
Svo hætti Trump við fundinn
eftir dólgshátt Kims, en
skömmu síðar var fundinum
komið á að nýju eftir að Kim
hafði verið blíðari á manninn
og sent sveina sína víða til að
sannfæra umheiminn um að
hann væri viðræðuhæfur.
Aðdragandi leiðtogafundar-
ins, sem nú er útlit fyrir að af
verði, hefur sem sagt verið
ólíkindalegur að flestu leyti, en
vonandi verður fundurinn
engu að síður – eða ef til vill
þess vegna – árangursríkur.
Eins og áður segir vonast
þeir Trump og Kim eftir
árangri á sviði viðskipta og
vopna, en fleira þyrfti að ræða
á fundi þeirra þó að það virðist
hafa gleymst að mestu í orða-
skakinu í aðdragandanum. Það
má aldrei gleymast
þegar fjallað er um
Norður-Kóreu að
þar er ekki um að
ræða neitt venju-
legt ríki. Norður-
Kórea er í raun
risavaxið fangelsi
með um 25 milljónir fanga.
Íbúunum er í raun öllum haldið
föngnum og margir þeirra
reyna reglulega að flýja að við-
lögðum þungum refsingum.
Þeir flóttamenn sem nást,
auk annarra sem hlýða ekki
fyrirmælum yfirvalda í Lýð-
ræðislega alþýðulýðveldinu
Norður-Kóreu, eins og fang-
elsið heitir fullu nafni, eru svo
settir í fangelsi innan fangels-
isins. Í landinu eru fimm risa-
stórar vinnubúðir, sambæri-
legar Gúlagi Sovétríkjanna,
þar sem 100.000 manns er
þrælað út þar til margir láta
lífið og þeir sem sleppa bíða
þess aldrei bætur að hafa lent í
hryllingnum.
Óvíst er hvort þessi hlið
Norður-Kóreu, eða önnur
skelfileg mannréttindabrot
sem þar eru framin á hverjum
degi, koma til tals hjá leiðtog-
um hins frjálsa og hins ófrjálsa
heims á fyrirhuguðum fundi
þeirra eftir viku. En eitt er
víst, rík ástæða er til að ræða
þessi mál við Kim Jong-un og
beita hann þeim þrýstingi sem
þarf til að íbúar Norður-Kóreu
fái notið sjálfsagðra mannrétt-
inda.
Leiðtogar hins
frjálsa og hins
ófrjálsa heims
hyggjast hittast
eftir eina viku}
Það nægir ekki að
afvopna fangavörðinn
Fyrir helgigerði íslenska
ríkið samning við
Microsoft um kaup
á hugbúnaði.
Samningurinn
mun spara ríkinu tvö hundruð
milljónir króna á ári, sem er út
af fyrir sig ánægjulegt.
Þýðingarmeira til framtíðar
litið er þó væntanlega að í
samningnum felst að íslensk-
unni verði gert hærra undir
höfði en verið hefur og að hægt
verði að láta tölvu þýða ís-
lenskan texta á sextíu önnur
tungumál. Þá er stefnt að því
að láta hugbúnaðinn skilja ís-
lensku og ætlar Microsoft að
setja íslenska talvél framar í
forgangsröðina.
Á tímum þegar stór hluti
samskipta fer fram í gegnum
tölvur og vaxandi hluti sam-
skipta er við tölvur, skiptir
máli að íslenskan verði nothæf
í rafheimum til jafns við önnur
tungumál.
Augljóst er að enskan sækir
á hér á landi og íslensk ung-
menni eiga
greiðari aðgang að
efni á ensku en
nokkru sinni fyrr.
Þessi þróun verður
ekki stöðvuð, enda
ekki ástæða til. Íslendingar
þurfa ekki að óttast erlend
tungumál, en þeir eiga að
standa vörð um eigið tungu-
mál.
Varðstöðunni um íslenskuna
lýkur aldrei og hver kynslóð
Íslendinga þarf að gæta að
tungunni og tryggja að hún
gefi ekki eftir gagnvart þeim
ytri þrýstingi sem óhjá-
kvæmilegur er. Eitt af því sem
skipt getur miklu í þessu sam-
bandi, einkum eftir því sem
tölvur eflast og hægt verður að
eiga við þær munnleg sam-
skipti í meiri mæli, er að lands-
menn geti átt slík samskipti á
íslensku. Nýr samningur rík-
isins er skref í þessa átt og
verður vonandi til þess að
stuðla að því að íslenskan verði
fljótt orðin jafnvíg enskunni í
rafheimum.
Varðstaðan um ís-
lenskuna er skylda
hverrar kynslóðar}
Tölvutækt tungumál
U
ndanfarið hafa framhalds-
skólar víða um land útskrifað
nemendur af hinum ýmsu
námsbrautum. Útskriftar-
dagurinn er gleðidagur sem
staðfestir farsæl verklok á námi sem unnið
hefur verið að með þrautseigju og dugnaði.
Það er fátt eins gefandi og það að hafa lagt
á sig við nám og uppskorið eftir því. Sú
þekking og reynsla sem nemendur hafa
viðað að sér á skólagöngunni verður ekki
tekin af þeim. Þetta er fjárfesting sem
hver og einn mun búa að alla ævi.
Tímamót sem þessi opna líka nýja og
spennandi kafla, blása okkur byr í seglin til
þess að setja ný markmið og ná enn lengra
á lífsins leið. Foreldrar fyllast stolti og
kennararnir líka, þeir eiga sitt í árangri og
sigrum nemendanna.
Á dögum sem þessum verður mér hugsað til baka.
Sem barn hafði ég mikið dálæti á bíómyndinni um
ofurhetjuna Súperman. Leikarinn Christopher Reeve
fór með aðalhlutverkið og sveif skikkjuklæddur yfir
New York-borg, tilbúinn að bjarga deginum. Það
væri ekki í frásögu færandi nema að árum síðar út-
skrifaðist ég úr meistaranámi frá Columbia-háskóla í
New York og hátíðarræðuna þá hélt sjálfur Christ-
opher Reeve. Hann mætti á sviðið í hjólastól, þar
sem hann hafði lamast í hestaslysi nokkrum árum
áður. Ræða hans var mjög áhrifamikil og
ég man hana enn því boðskapurinn er mér
dýrmætur.
Í fyrsta lagi fjallaði hann um mikilvægi
þess að nýta þau tækifæri sem lífið býður
upp á og gera alltaf það besta úr þeirri
stöðu sem við erum í. Í öðru lagi lagði
hann áherslu á að sýna þakklæti og sam-
kennd gagnvart ástvinum okkar, kenn-
urum og þeim sem við hittum á lífsins leið.
Í þriðja lagi talaði hann um þrautseigjuna
og hvernig hún er oft forsenda þess að við
getum náð árangri.
Ég hugsa oft til þessara orða hans. Eftir
slysið varð Reeve ötull talsmaður fólks
með mænuskaða og hafði mikil áhrif sem
slíkur. Mér finnst hugvekja hans alltaf
eiga við. Hún er hvatning til allra, og sér í
lagi þeirra glæsilegu útskriftarnema sem munu tak-
ast á við nýjar áskoranir að afloknu námi í fram-
haldsskóla. Þeir hefja næstu vegferð vel nestaðir af
þekkingu, reynslu og vináttu sem hefur áunnist í
framhaldsskólum landsins.
Ég óska öllum útskriftarnemum hjartanlega til
hamingju með þennan áfanga. Megi framhaldið verða
gæfuríkt hvert sem ferðinni kann að vera er heitið.
Framtíðin er full af tækifærum.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Til hamingju útskriftarnemar!
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Allt í einu var búið að eyðaöllum vinum mínum afFacebook.“ Þetta segirBorghildur Indriðadóttir,
listakona og forvígiskona Demon-
crazy-sýningarinnar, sem var opnuð
á Austurvelli nú um helgina. Í gær
greindi Rúv frá því að öllum face-
bookvinum Borghildar hefði verið
eytt eftir að hún deildi hlekk inn á
síðu sýningarinnar og gjörningsins
sem hún stóð fyrir. Á myndum
Borghildar, sem prýða nú veggi ým-
issa bygginga umhverfis Austurvöll,
má sjá berbrjósta konur fyrir fram-
an brjóstmyndir af fyrrverandi
valdamönnum landsins.
Í reglum Facebook kemur fram
að myndir af geirvörtum kvenna séu
ekki leyfilegar inni á síðunni nema í
mjög sérstökum tilfellum. Fleiri
samfélagsmiðlar, líkt og mynda-
forritið Instagram, hafa viðlíka regl-
ur en eins og frægt er orðið eyddi
Facebook fyrir nokkrum árum
mynd af konu í baði því olnbogi
hennar líktist geirvörtu.
Deildi engum myndum
„Ég deildi bara hlekkjum á
gjörninginn og sýninguna, engum
myndum. Ég vildi auðvitað ekkert
vera að deila myndum úr sýningu
sem ég átti eftir að frumsýna,“ segir
Borghildur en stuttu eftir að hún
hafði deilt hlekkjunum á síðunni
sinni komst hún að því að stjórn-
endur Facebook voru að eiga við
síðuna.
„Fyrst var öllum vinum mínum
eytt og svo einhverjum myndum úr
hópum sem ég var í. Bara venjuleg-
um vinkonumyndum,“ segir Borg-
hildur og bætir við að sér hafi liðið
mjög óþægilega þegar hún áttaði
sig á að fólk, sem fyrir hafði verið
vinir hennar á Facebook, fékk vina-
beiðnir sendar í hennar nafni. „Ég
eyddi þá aðganginum mínum bara
sjálf.“
Borghildur segist hafa fengið
nafnlausan póst frá Facebook þar
sem henni hafi verið tjáð að hlekk-
irnir sem hún deildi færu gegn
stefnu Facebook en hún hefur ekki
fengið nein svör við spurningum sín-
um til þeirra. „Þetta var bara staðl-
aður og mjög vandaður póstur, en
ég hef ekki fengið nein svör,“ segir
Borghildur.
Stefna að segja sem minnst
„Almennt hefur það verið
stefna hjá Facebook að segja sem
minnst.“ Þetta segir Þórlaug
Ágústsdóttir stjórnmálafræðingur í
samtali við Morgunblaðið um
ákvarðanatöku um eyðingu efnis og
farveg umkvartana sem fyrirtækinu
berast.
„Facebook er með skrifstofur
úti um allan heim og skrifstofan á
Írlandi sér um Ísland,“ segir Borg-
hildur og bætir við: „Þar getur verið
óbreyttur starfsmaður sem tekur
ákvörðun um að eyða svona efni.“
Þórlaug segir að fyrir utan not-
endaskilmála Facebook hafi það
verið stefna fyrirtækisins að svara
umkvörtunum sem minnst. „Þau
gefa einstaklingum ekki bein
svör og svara yfirleitt ekki ein-
stökum málum því ef þau gefa
eitthvað of skýrt út er hægt að
hanka þá á eigin stöðlum,“
segir Þórlaug.
„Facebook er í
rauninni næststærsta
samfélag í heimi. Sam-
félög gera með sér sam-
félagssáttmála en Facebook
setur þennan sáttmála ein-
hliða og gefur ekki upp hvern-
ig ákvarðanir eru teknar,“
segir Þórlaug og bætir við:
„Þetta er stórkostlegt vanda-
mál með Facebook.“
Facebook eyðir
vinum og myndum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brugðið Borghildi brá í brún þegar vinum hennar hafði verið eytt af
Facebook. Hér sést hún við eina af myndunum úr Demoncrazy-sýningunni.
Myndir af konum að gefa
brjóst og myndir af örum eða
brjóstum eftir brjóstnám
mega vera inni á Facebook án
þess að brotnar séu reglur
miðilsins. Þetta kemur fram á
hjálparvef Facebook en viðlíka
reglur gilda um myndaforritið
Instagram. Í báðum tilvikum
virðist meginreglan
vera sú að ljósmyndir
af geirvörtum kvenna
séu ekki leyfilegar en
ljósmyndir af mál-
verkum, myndastyttum
eða öðrum listaverkum
með berum geirvörtum
kvenna eru leyfilegar.
Á hjálparvef Face-
book segir einnig að
nekt til að vekja athygli á
málstað eða í mótmæla- eða
heilbrigðisskyni geti verið
réttlætanleg en þá þurfi sá
tilgangur að koma skýrt fram
í myndefninu.
Bannað á
Facebook
ÞAÐ SEM MÁ OG MÁ EKKI
SETJA Á FACEBOOK