Morgunblaðið - 05.06.2018, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018
Í sandrekkju Vinirnir Hilmir Örn og Gunnar Elías léku sér á Ylströndinni í Nauthólsvík í blíðviðri. Óvíst er hvort sól skín á borgarbúa á næstunni en nokkuð er þó vonandi eftir af sumrinu.
Hari
Benedikt Jóhannes-
son segir í grein í
Morgunblaðinu: „At-
hygli mín hefur verið
vakin á því að útgerðin
berst í bökkum, hefur
ekki getað borgað
nema 66 milljarða í arð
undanfarin ár og ekki
fjárfest nema fyrir 54
milljarða. (Klökknar).
Ég skil ekkert hvað
þessar tölur þýða, en það er ljóst að
það hafa farið meira en hundrað
milljarðar út úr fyrir-
tækjunum sem við
verðum að bæta út-
gerðunum.“ Þessi sami
Benedikt Jóhannesson
hefur gegnt stjórnar-
formennsku í fjölmörg-
um stórfyrirtækjum.
Ég efast ekkert um að
orðin eru ekki til vitnis
um þekkingarleysi; því
miður vitna þau um að
stofnandi Viðreisnar
gerir sér upp þekking-
arleysi. Þekkingarleysi
er nefnilega afsakandi, uppgerðin
ekki.
Þú getur alltaf
þóst vera heimskur
(Du kan jo altid spille dum)
Þessi sami Benedikt Jóhannes-
son hefur gegnt stjórmarfor-
mennsku í fjölmörgum stórfyrir-
tækjum, þ.m.t. útgerðarfyrir-
tækjum. Þar af leiðandi veit hann
allra manna best að fjárfestingar
hafa ekki „farið út úr fyrirtækj-
unum“. Þvert á móti eru þær
áfram í fyrirtækjunum. Hann gerir
sér sem sé ekki bara upp
þekkingarleysi. Danir gera þetta
sama, að sagt er, þegar þeir eru að
verjast Evrópusambandinu.
Arðgreiðslur á Íslandi
Hitt sem vakti hneykslan stofn-
anda Viðreisnar eru arðgreiðslur út-
gerðarinnar. Af einhverjum sökum
dregur hann forstjórakaupið í út-
gerðarfyrirtækjunum ekki inn í um-
ræðuna. Það hefur þó sannanlega
„farið út úr fyrirtækjunum“. Hefur
Benedikt Jóhannesson stærðfræð-
ingur einhver gögn sem sýna að arð-
greiðslur útgerðarfyrirtækjanna séu
hærra hlutfall af eigin fé en í öðrum
rekstri? (Væntanlega væri ekki rétt
að taka fyrirtæki með neikvætt eigið
fé með í reikninginn, eða hvað,
Benedikt?) Talan 66 milljarðar kann
að hljóma illa og kitla einhverjar
taugar. En hún segir bara akkúrat
ekki neitt. Þetta veit fyrrverandi
fjármálaráðherra manna best.
Eftir Einar S.
Hálfdánarson » Benedikt Jóhannes-
son er stærðfræð-
ingur og stofnandi Við-
reisnar og fyrsögnin
var auðvitað í anda
húmorsins sem tíðkast
þar á bæ.
Einar S. Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Benedikt Jóhannesson hvetur
eignamenn allra landa til að sameinast
Markmið áformaðra
breytinga á veiðigjaldi
er að lagfæra alvar-
legan galla við útreikn-
ing þess, en hann er
hversu langur tími líð-
ur milli ákvörðunar
gjaldsins og uppruna
gjaldstofnsins sem
byggt er á. Á þessu ári
er álagt gjald byggt á
afkomu ársins 2015 og
á þremur árum geta
aðstæður gerbreyst. Þetta verður að
laga. Þrátt fyrir áformaðar lagfær-
ingar munu veiðigjöld engu að síður
hækka um 1,5 milljarða króna frá
fyrra ári. Það er hækkun en ekki
lækkun eins og ætla mætti af um-
ræðunni. Afkoma sjávarútvegs-
fyrirtækja hefur versnað mikið á
undanförnum miss-
erum og fyrirtækin
eiga erfiðara með að
greiða gjaldið en áður.
Þetta staðfesta út-
reikningar veiðigjalds-
nefndar og Deloitte,
sem Þorsteinn Víg-
lundsson, þingmaður
Viðreisnar, gefur lítið
fyrir í nýlegri blaða-
grein.
Taka má dæmi af
rekstri HB Granda,
sem er um margt lýs-
andi fyrir rekstur al-
hliða sjávarútvegsfyrirtækis. Fram-
legðin (EBITDA) var 17,6% af
tekjum á fyrsta ársfjórðungi í fyrra
en í ár er hún 15,5%. Reikna má með
að framlegð í veiðum verði 15-16% á
yfirstandandi ári. Í rekstri sem er
mjög fjármagnsfrekur þykir þetta
ekki há framlegð. Í sjávarútvegi er
sérlega mikilvægt að fyrirtæki séu
með hátt eiginfjárhlutfall. Bæði
vegna viðvarandi pólitískrar óvissu
um rekstrarumhverfi greinarinnar
og náttúrlegra sveiflna í fiski-
stofnum.
Þorsteinn heldur því fram að arð-
greiðslur hafi verið miklar. Arð-
greiðslur sem hlutfall af hagnaði í
sjávarútvegi námu 21% á árunum
2010 til 2016, en 31% í öðrum at-
vinnugreinum. Þá er rétt að hnykkja
á því að sjávarútvegur nýtti gott ár-
ferði frá hruni til greiðslu skulda og
nýfjárfestinga, og hefur þannig lagt
grunn að farsælum rekstri til fram-
búðar. Þorsteinn heldur því einnig
fram að útflutningsverðmæti hafi
aukist um þriðjung á þessu ári. Þor-
steinn tekur ekki tillit til að aukning
á útflutningsverðmæti sjávarafurða
á þessu ári má að langmestu leyti
rekja til sjómannaverkfallsins í byrj-
un árs 2017. Borið saman við sama
tímabili 2015, þá er útflutnings-
verðmætið nú um 20% lægra í krón-
um talið. Það munar um minna.
Þorsteinn segir að fyrirséð hafi
verið að veiðigjöldin yrðu há í ár,
vegna góðrar afkomu árið 2015, sem
stofn veiðigjaldsins byggist á. Stað-
reyndin er sú að 98% af íslensku
sjávarfangi endar á erlendum mark-
aði og því skiptir gengi krónunnar
miklu máli. Sú mikla styrking sem
orðið hefur á gengi krónunnar var
ekki fyrirséð. Greiðslur veiðigjalds
eru inntar af hendi úr rekstri þessa
árs en ekki ársins 2015.
Sterkur sjávarútvegur á Íslandi
hefur gríðarlega þýðingu fyrir fjöl-
mörg hugbúnaðar-, tækni- og iðn-
fyrirtæki. Samkvæmt nýlegri út-
tekt Deloitte námu tekjur þjón-
ustufyrirtækja frá íslenskum
sjávarútvegi tæpum 50 milljörðum
króna á árinu 2016. Að þessu þarf
einnig að huga þegar rætt er um
hvað ríkið á að taka stóra sneið af
kökunni í formi auðlindagjalds.
Það er rétt hjá þingmanninum að
sterkt gengi krónunnar hefur haft
neikvæð áhrif á ferðaþjónustu,
tækni- og sprotafyrirtæki og fleiri
greinar. Þetta er mergurinn máls-
ins. Það eru blikur á lofti í íslensku
hagkerfi. Útflutningsgreinarnar
eru í vanda staddar. Sá vandi verð-
ur ekki leystur með frekari álögum.
Eftir Halldór Benja-
mín Þorbergsson » Það eru blikur á lofti
í íslensku hagkerfi.
Útflutningsgreinarnar
eru í vanda staddar. Sá
vandi verður ekki leyst-
ur með frekari álögum.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins.
Veiðigjaldið vefst fyrir mörgum