Morgunblaðið - 05.06.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Emilía Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
✝ Einar DarriÓskarsson
fæddist 10. febrúar
2000. Hann lést á
heimili sínu 25. maí
2018.
Foreldrar Einars
Darra eru Óskar
Vídalín Kristjáns-
son og Bára
Tómasdóttir.
Systkini Einars
Darra eru Andrea
Ýr Arnarsdóttir, Aníta Rún Ósk-
arsdóttir og Árni Kristján Rögn-
valdsson.
Einar Darri fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp til sjö ára
aldurs. Hann gekk í 1. bekk í
Hvassaleitisskóla og 2. bekk í
grunnskóla Borgarfjarðar,
Varmalandsdeild. Einar Darri
byrjaði í Heiðar-
skóla í Hvalfjarðar-
sveit í 3. bekk þeg-
ar hann flutti með
móður sinni og
systkinum í Mela-
hverfi í Hval-
fjarðarsveit, þar
sem þau búa enn.
Einar Darri tók síð-
asta ár grunnskól-
ans í Langholts-
skóla í Reykjavík.
Einar Darri hafði nýlokið 2. ári
á félagsfræðibraut við Fjöl-
brautaskólann á Akranesi er
hann lést. Samhliða námi starf-
aði Einar Darri sem þjónn á
Hótel Glym í Hvalfirði.
Útför Einars Darra fer fram
frá Akraneskirkju í dag, 5. júní
2018, klukkan 13.
Elsku yndislegi og fallegi son-
ur minn, mikið er ég þakklátur
fyrir samverustundir okkar. Allar
spurningarnar þínar og vanga-
veltur um öll heimsins mál sem ég
átti fullt í fangi með að svara. Þú
snertir hjörtu allra sem urðu á
vegi þínum á lífsleiðinni með lífs-
gleðinni, hrekkjunum, hlýju
knúsunum þínum, umhyggjunni
og glæsileika. Elsku drengurinn
minn, svo fallegur að innan sem
utan. Ég elska þig svo mikið og
sakna þín óendanlega.
Ljóðið heitir Einar Darri og er
samið af Díu frænku.
Litlir fingur, stjörnusokkar
brosið blítt og ljósir lokkar
trítla um við morgunsól
setjast upp á stóran stól
Kyssir mömmu, kyssir pabba
systur, bræður við hann rabba
falleg sálin, hjörtun tifa
snertir alla sem að lifa
Söngur, grátur, grín og gleði
tattú, bling, líf sett að veði
stjörnuhiminn lýsir skært
Einar Darri sefur vært
Nú farinn er en aldrei gleymist
í hjörtum okkar ávallt geymist
líttu upp og sjáðu þarna
svífur hann á milli stjarna
Hvíldu í friði, elsku sonur
minn. Ástarkveðja,
pabbi.
Elsku fallegi góði mömmu-
drengurinn minn, þú fórst allt of
fljótt frá okkur. Það eitt að anda
er nánast óbærilegt án þín og
engin orð fá því lýst hvað ég
sakna þín mikið.
Þú varst alltaf svo spurull og
áhugasamur um allt milli himins
og jarðar og ein af fjölmörgum
spurningum sem þú spurðir mig
oft var:
„Mamma, hvað hræðist þú
mest í lífinu?“ Svarið var alltaf
það sama hjá mér: „Að missa
barnið mitt.“
Nú er ég, elsku Einar Darri
minn, stödd í mínum allra mesta
ótta í lífinu sem er enn skelfilegra
og sorglegra en mig gat nokkru
sinni órað fyrir. En ég veit, elsku
dýrmæti drengurinn minn, að þú
munt leiða okkur fjölskylduna og
vini þína í gegnum þessa hræði-
legu sorg eins og þú hefur alltaf
gert, verndað og staðið með þeim
sem þú elskar. Elsku engillinn
minn, ég sef best í rúminu þínu
þar sem ég finn sérstaklega fyrir
því að þú umvefur mig.
Betri son hefði ekki verið hægt
að hugsa sér, svo hlýr, ljúfur,
skemmtilegur prakkari, hug-
myndaríkur, áhugasamur, góð-
hjartaður, sjálfstæður, gafst
bestu knúsin, fróðleiksfús, kunnir
svo vel að hlusta og elskaðir svo
mikið.
Þú vildir vita allt og helst upp-
lifa allt og þessi atriði sem gerðu
þig að svo einstakri og sterkri
persónu urðu þér svo að falli. Þú
varst svo mikill meistari og kjáni í
senn.
Ég fyrirgef þér, elsku barnið
mitt, að hafa ekki sagt mér satt og
ég bið þig, hjartað mitt, að fyr-
irgefa mér að ég náði ekki að
gæta þín betur.
Einar Darri minn, þú áttir svo
fallega framtíðardrauma og hefð-
ir getað allt með alla þá hæfileika
sem Guð gaf þér en ég veit,
drengurinn minn, að þín bíða stór
verkefni þótt það verði ekki hér á
jörðinni.
Elsku barnið mitt, ég á þér svo
margt að þakka, hvað þú elskaðir
mig og systkini þín heitt og áttir
auðvelt með að sýna það, þú áttir
svo gott með að hrósa, tókst eftir
öllu; þótt ég væri t.d. bara búin að
særa á mér toppinn varst þú alltaf
fyrstur manna að taka eftir því og
koma með fallegar athugasemdir.
Þú varst dýrmætur vinur minn
sem ég gat treyst á, lést mig
hlæja, fræddir mig um ótrúleg-
ustu hluti, heimspekingurinn
minn, þú sýndir öllum verkefnum
í mínu lífi áhuga, þú hafðir ein-
hvern einstakan hæfileika til að
láta manni finnast maður vera
einstakur. Þótt ég væri mamman
þá varst þú fyrirmynd mín í
mörgu, þú hafðir svo sterka
sjálfsmynd, stóðst með sjálfum
þér, kunnir að hlusta á fólk, barð-
ist eins og ljón fyrir öllum sem þú
elskaðir, stóðst alltaf með þeim
sem minna máttu sín, fordóma-
laus, víðsýnn og ástríkur.
Þú sagðist elska mig á nánast
hverjum degi frá því þú byrjaðir
að tala og ég mun halda áfram að
segja þér á hverjum degi að ég
elski þig þangað til ég kem til þín.
Þú verður þá örugglega búinn að
gera himnaríki að enn fallegri og
skemmtilegri stað eins og allir
dagar voru í kringum þig hér á
jörðinni.
Einar Darri minn, þú verður
alltaf litla músin hennar mömmu
og ég er svo stolt af þeirri mann-
eskju sem þú varst.
Hvíldu í friði, elsku barnið
mitt, ég elska þig meira en lífið
sjálft.
Ástarþakkir fyrir að velja mig
fyrir mömmu.
Þín mamma,
Bára Tómasdóttir.
Elsku dásamlegi litli bróðir,
orð fá því ekki lýst hversu mikið
ég elska þig. Þau fá því ekki held-
ur lýst hversu sárt ég sakna þín
og hversu heitt ég þrái að fá að
knúsa þig.
Takk fyrir yndislegar stundir
sem eru uppfullar af ást, gleði og
hlátri. Þær minningar verma mitt
sorgmædda hjarta og vildi ég
óska þess að þær stundir hefðu
getað verið fleiri. Hvíldu í friði,
elsku snúðurinn minn.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Þín stóra systir,
Andrea Ýr.
Elsku fallegi strákurinn minn,
Einar Darri.
Ég fyrirgef þér allt. Ég veit
núna að þú varst að berjast við
djöfulinn og að þú gast ekkert
gert. Núna ertu laus. Núna get-
urðu fengið að vera frjáls og flog-
ið á milli stjarnanna. Ég vona að
þú finnir friðinn og að þér fari að
líða vel.
Ég er svo þakklát fyrir það að
hafa fengið að kynnast þér. Að
vera hluti af lífi þínu. Að fá að
knúsa þig. Að heyra rödd þína. Að
fá að fylgjast með þér vaxa og
dafna. Að hafa fengið að sjá þig
verða að þeirri frábæru og yndis-
legu manneskju sem þú varst orð-
inn.
Við ætluðum alltaf að gera tón-
list saman, manstu? Ég lofa að ég
mun gera það í framtíðinni, fyrir
þig, fallega ljósið mitt. Ég mun
syngja með þig í hjarta mér.
Ég sakna þín óbærilega mikið
og elska þig ennþá meira en orð fá
lýst. Ég vona að þú vitir það, mús-
in mín.
Ég samdi ljóð fyrir þig, og
vona að þér líki vel.
Elsku Einar, bróðir minn,
núna kveðjum við um sinn.
Um ókomna tíð mun ég elska þig
og vona að þú alltaf passir mig.
Ég vil að þú vitir, fallega hjarta,
þú ávallt munt vera stjarnan mín
bjarta.
Farðu í friði, sofðu rótt
ég passa mun fjölskylduna, dag og
nótt.
Og þó ég fái ekki að knúsa þig,
veit ég samt af þér hér,
ég veit að þú munt elska mig
geyma og gæta hjá þér.
Og þegar tími minn á jörðu hér
liðinn er þá er ég burtu fer
þá veit ég að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
Elsku Einar, bróðir minn,
núna kveðjum við um sinn.
Þín systir,
Sigrún Bára.
Elsku fallegi litli bróðir minn,
þú gafst mér svo mikið og kenndir
mér svo margt. Ég mun aldrei
gleyma því hversu gott það var að
knúsa þig en á sama tíma vil ég
ekki trúa því að þú hafir gefið mér
þitt seinasta knús. Ég finn fyrir
svo mikilli sorg í hjartanu en það
er út af því að þú áttir og munt
alltaf eiga svo stóran hluta í
hjarta mínu. Orð fá því ekki lýst
hversu mikið ég elska þig og
söknuðurinn er óendanlegur! Við
munum þó sameinast á ný einn
daginn og ég veit að þú átt þá eftir
að segja mér allar þínar sögur
sem þú náðir ekki að segja mér.
Sofðu rótt, elsku Einar minn, og
aldrei gleyma hversu mikið ég
elska þig!
Brostu, já brostu nú!
enginn brosir líkt og þú
þín fegurð sem af þér stafar
þín góðsemd allt lagar
þín nálægð, þinn friður
líkt og fallegur sjávarniður
þín trú, þinn ljómi
þín tryggð, þinn sómi
þín velvild, þín ró
þín ást sem er svo frjó
umvefur mig alla
og lætur mig ei falla
ég finn fyrir þér
hérna hjá mér
þú mín gætir
líkt og þú hjá mér sætir
ég vil vera eins og þú
það er eina óskin mín nú
því engin persóna er betri
ég kvíði fyrir komandi vetri
hvað geri ég án þín
hvað geri ég nú
mín stærsta ást það ert þú.
Þín systir og vinkona,
Aníta (Níní).
Að kveðja eina af uppáhalds-
persónum í lífi sínu er þungbær-
ara en nokkur orð fá lýst. Gníst-
andi sorg sem heltekur líkama og
sál þegar óréttlætið bankar upp
á, óskandi þess að enginn hafi far-
ið til dyra. Síðustu dagar hafa
verið óskiljanlegir og það er erfitt
að gera sér grein fyrir því að ung-
ur drengur líkt og þú í blóma lífs-
ins skuli vera tekinn frá okkur.
Heimurinn sem við lifum í get-
ur bæði verið harður og ósann-
gjarn og það er ekkert sem kem-
ur manni jafn hratt niður á
jörðina og staðreyndir lífsins. Það
er erfitt að finna orð til huggunar
sem geta sefað sorgina sem við nú
upplifum. Rigningin er ekki bara
góð fyrir gróðurinn og hreinsandi
fyrir andrúmsloftið, heldur hjálp-
ar hún til við að fela þau milljón
tár sem streyma niður kinnar
okkar á stundu sem þessari.
Úr þokumóðu sorgarinnar
brýst þú út og þá skína fallegustu
minningar um þig, elsku Einar
okkar, þegar þú og Ómar gátuð
fíflast heilu dagana og kvöldin, og
öll þau uppátæki sem þið funduð
upp á. Þið tveir, já fallegasta vin-
átta sem ég hef séð og verið vitni
að. Þú varst strákurinn okkar,
sonur og bróðir, skemmtilegur,
brosandi og hlýr, spurull og for-
vitinn um allt og alla í kringum
þig. Já, blíður og góður varstu og
svo fullur af gleði, öllum líkaði vel
við þig, enda ekki annað hægt.
Um ókomin ár munum við í hjarta
okkar og sál njóta þeirrar visku,
ástar, kímilegra brosa, hjálpsemi
og hlýju sem þú leyfðir okkur að
vera aðnjótandi og gefur bæði lífi
þínu og okkar merkingu í dag.
Þeir góðu tímar sem við áttum
verða að góðum minningum og
þeir slæmu líkt og þessi verða góð
kennsla. Við verðum ætíð að
muna að við erum ekki í general-
prufu í þessu lífi. Við fáum eitt
tækifæri og því verðum við lifa á
hverjum degi líkt og hann sé okk-
ar síðasti. Einstaklingur líkt og
þú kemur inn í líf okkar og skilur
eftir svo risastórt fótspor í bæði
hjarta okkar og sál að við verðum
aldrei söm. Þú munt þó aldrei
hverfa heldur aðeins verða sterk-
ari og mikilvægari fyrir okkur öll
hin sem fengum þann heiður að
kynnast þér og eiga með þér
þessar fáu og dýrmætu stundir.
Elsku Einar Darri okkar, sem
við kveðjum með trega og tárum,
við viljum þakka þér fyrir okkar
ljúfu og góðu kynni og þú átt eftir
að lifa í minningum okkar að ei-
lífu. Við vitum að þú ert þarna,
svífandi milli stjarna. Vildum að
við gætum séð þig.
Sorgin er gríma gleðinnar.
Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar,
var oft full af tárum.
Og hvernig ætti það öðruvísi að vera?
Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í
hjarta manns,
þeim mun meiri gleði getur það
rúmað.
(Úr Spámanninum e. Kahlil Gibran)
Við elskum þig.
Ómar Freyr bróðir
og Sandra Björk.
Elskulegi Einar Darri kvaddi
alltof fljótt. Þessi frábæri dreng-
ur skilur eftir sig mörg brostin
hjörtu, ásamt ljúfum minningum
og áminningu um það hve lífið er
stutt og dýrmætt. Enginn veit
hvað framtíðin ber í skauti sér og
enginn getur sagt til um hvað
morgundagurinn hefur að geyma.
Það sem við getum gert er að taka
einn dag í einu og sjá hvert það
leiðir okkur. „Dag í senn eitt
andartak í einu.“ Það er víst engin
leið að vita hvort framtíðar-
draumar verði einhvern tímann
að veruleika eða hvort við fáum
tíma – tíma til að finna út hvað
það er sem við viljum fá út úr líf-
inu, til að læra af eigin mistökum
og reyna að komast í átt að því
sem við köllum hamingju. Alltof
margir fá ekki þennan tíma, sem
er svo dýrmætur. Þar á meðal er
elsku Einar Darri. Margar góðar
stundir og minningar sitja eftir
um yndislegan dreng og ylja okk-
ur á sorgarstundu.
Einar var stórskemmtilegur
strákur; stríðinn, ákveðinn, algjör
prakkari, hlýr og umhyggjusam-
ur. Hann hafði góða nærveru og
afar smitandi hlátur. Engin orð fá
því lýst hve þakklátar við erum
fyrir að hafa fengið að kynnast
þessum frábæra dreng og yndis-
legu fjölskyldunni hans. Bára og
krakkarnir hafa verið hin fjöl-
skyldan okkar alveg frá fyrstu
kynnum og eigum við margar
dýrmætar og dásamlegar minn-
ingar frá samverustundum með
þeim. Hugurinn er hjá elsku Báru
okkar og fjölskyldunni allri, vin-
um og ættingjum sem sakna og
finna til.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Minning Einars Darra mun lifa
í hjörtum okkar um ókomna tíð.
Elsku fallegi engillinn okkar, þín
er og verður alltaf sárt saknað.
Þínar stjúpsystur,
Íris Hanna og Hafdís Gígja.
Í dag kveð ég ömmudrenginn
minn.
Elsku Einar Darri, gullmolinn
minn, þú komst með gleði og birtu
inn í líf mitt, gafst mér óendan-
lega margar gleðistundir. Elsku
hjartað mitt, þú varst svo yndis-
legur og sást alltaf það besta í öll-
um og gafst svo mikið af þér.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði, gullið mitt.
Þín amma,
Sigrún.
Nú inn læðist sorgin
því nú ertu farinn
finnst sem þú hafir verið hér í gær
ef aðeins ég gæti dregið þig til mín
nær.
ef ég aðeins þig fengi sótt
hví tók lífið þig svo fljótt
hví endar það alltaf skjótt
Alltaf vildir mér vel
ég tilfinningar bældi í harðri skel.
Góðar stundir áttum saman
horfnir tímar, þá var gaman.
Hví þurrkaði lífið þig út
skildi eftir í hjarta mér sút
nú ertu farinn elsku ástin mín
mig langar svo til þín
varst mér svo góður
á bara minningar, myndir og þetta ljóð
þú varst tekinn frá mér
en ég hef svo margt að segja þér
ef ég hefði aðeins oftar verið þér hjá
lífið aldrei neitt í staðinn mér mun ljá
Þú varst sólargeisli í lífi mínu
en sólin hvarf á bak við stórt ský
nú vantar mig smá sólarskímu
til að halda áfram að lifa á ný.
Tinna Björk
Rögnvaldsdóttir.
Elsku Einar Darri, tilfinninga-
ríki, blíði og fallegi frændi.
Með miklum harmi kveðjumst
við, en góðu minningarnar um þig
lifa í huga og hjarta.
Hlýjan, glettnin og gleðin sem
skein úr augum þínum og góð-
mennskan sem einkenndi þig alla
þína ævi er gjöf sem þú gafst
þeim sem kynntust þér.
Mikið hefði ég og við öll óskað
þess að þú hefðir verið lengur hjá
okkur.
Það er þó huggun harmi gegn
að nú tekur hlýr faðmur langafa
þíns og nafna okkar á móti þér og
verndar þig að eilífu.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Sofðu rótt, ljúfi drengur.
Einar Páll og fjölskylda.
Elsku hjartans yndislegi Einar
Darri. Minning þín er ljós í hjört-
um okkar.
Laufin fölna, allt er hljótt
Þú fórst frá okkur allt of fljótt
Himnar gráta, þoku loft
Við hittumst ekki nógu oft
Hjartað brotið, sorgmædd sál
Ekkert stöðvar öll mín tár
Spurningar vakna þungar sem blý
Þú segir mér allt er við hittumst á ný
(Día)
Elsku drengur, allir góðir
vættir fylgi þér.
Samúðar- og ástarkveðjur,
elsku Óskar, Bára, börn, makar
og fjölskylda.
Dýrfinna Vídalín Kristjáns-
dóttir, Tinna Rut Vídalín
Egilsdóttir og Jón Egill
Egilsson.
Elsku Einar Darri, það er
ómetanlegt að hafa fengið að
kynnast þér og gleðinni sem var í
kringum þig. Við erum alltof
mörg sem eigum eftir að sakna
þín.
Það er erfitt að hugsa til þess
að ég eigi ekki eftir að heyra rödd
þína, geta hlegið með þér eða
prakkarast, en ég er gífurlega
þakklát fyrir þann tíma sem við
Einar Darri
Óskarsson