Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.06.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018 Ég er í skemmtiferð með fjölskyldunni í Berlín. Það er mikilstemning í borginni, það lifnar allt við í góðu veðri og heims-meistarakeppnistemningin er komin í gang,“ segir Valdimar Svavarsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri, sem á 50 ára afmæli í dag, en Valdimar er búinn að fá þýska landsliðsbúninginn. „Ég hef alltaf verið mikill Þjóðverji innan gæsalappa og hef haldið með Bayern og þýska landsliðinu þegar Íslendingar eru ekki að spila. Ég bjó sem smápatti í þrjú ár í Heidelberg og vann þrjú sumur í kring- um tvítugsaldurinn í Svartaskógi sem fararstjóri. Svo bjuggum við fjölskyldan í eitt ár í Innsbruck í Austurríki og ég hef því mikið verið á þýskumælandi svæðum. Ég býst við því að hafa það frekar rólegt á afmælisdaginn, njóta góða veðursins og fara eitthvert gott út að borða. Við erum búin að vera mikið í Mitte, höfum heilsað upp á Merkel, skoðað þinghúsið og helstu byggingar og fórum svo í flottasta dýragarð sem ég hef séð. Svo er ég búinn að fá mér „bratwurst“ og „schnitzel“ og þá er ferðin fullkomnuð.“ Valdimar er framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Hlíðar, sem er að byggja 142 íbúðir á Hlíðarenda og hann situr einnig í stjórn VÍS. Hann var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og oddviti Sjálfstæðisflokksins til 2014. „Ég fylgist enn með pólitíkinni en leyfi öðrum að vera í for- grunni, en það er alltaf gaman að vera til taks ef einhver þarf á manni að halda. Ég er að sinna annarri pólitík núna, en ég er varaformaður knattspyrnudeildar FH og eins og menn vita þá er það heilmikil vinna. Við erum með um 1.000 iðkendur og því er heilmiklu að sinna við að tryggja góða aðstöðu og að sjálfsögðu vinna titla. Þetta er skemmtilegt aukahobbí.“ Eiginkona Valdimars er Nanna Renee Husted, viðskiptafræðingur og starfar í Landsbankanum. Börn þeirra eru Ása Kristín 16 ára og Róbert Thor 14 ára. Á Allianz Arena Valdimar ásamt börnum sínum, Róbert Thor og Ásu Kristínu, á leik Bayern gegn Liverpool síðasta sumar í München. Búinn að kaupa þýska landsliðsbúninginn Valdimar Svavarsson er fimmtugur í dag G uðrún Rögnvaldardóttir fæddist á Sauðárkróki 5.6. 1958 en ólst upp í Djúpadal í Akrahreppi. Hún flutti til Sauðár- króks 1967 en var áfram í Djúpadal öll sumur til 14 ára aldurs. Guðrún gekk í barnaskóla og gagnfræðaskóla á Sauðárkróki, lauk stúdentsprófi frá MA 1978, starfaði eitt ár á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins en hóf nám í rafmagnsverkfræði við HÍ 1979, lauk C.Sc-prófi 1983, fékk styrk til framhaldsnáms í Þýskalandi (DA- AD-styrk) lauk Diplom-Ingenieur- prófi í rafmagnsverkfræði frá Tækniháskólanum í Karlsruhe 1986, lauk síðar MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá HÍ 2006, og BA-prófi í spænsku og Mið-Austurlandafræði við HÍ 2017. Á menntaskóla- og fyrstu háskóla- árum vann Guðrún við fiskvinnslu, af- greiðslu, skrifstofustörf, efnagrein- ingar, skipasmíði og fleira. Hún starfaði hjá RARIK 1986 en frá 1987 við HÍ, fyrst sem sérfræðingur en frá ársbyrjun 1988 sem lektor, fyrsta konan sem fékk kennarastöðu í verk- fræði við HÍ. Hún starfaði hjá staðla- deild Iðntæknistofnunar Íslands (ITÍ) 1991-98, var þar fyrst verk- efnastjóri, síðar yfirverkfræðingur og deildarstjóri, var eitt ár í leyfi frá ITÍ, 1995-96 og var þá sérfræðingur hjá evrópsku staðlasamtökunum CEN í Brussel. Hún var framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands frá því að það hóf sjálfstæðan rekstur árið 1998, og til ársloka 2017. Frá ársbyrjun 2018 hef- ur Guðrún verið sérfræðingur á skrif- stofu EFTA í Brussel: „Þar hef ég umsjón með málum sem varða stöðl- un, faggildingu, tæknilegar viðskipta- hindranir og fleira.“ Guðrún átti tvisvar sæti í yfirstjórn Alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO, samtals í fjögur ár, var varaforseti Evrópsku rafstaðlasamtakanna Guðrún Rögnvaldardóttir, sérfræðingur hjá EFTA í Brussel – 60 ára Við sumarbústaðinn F.v.: Svava Hildur, Ragna Sigríður, Helga Kristjana, Guðrún og Bjarni. Glóðafeykir í baksýn. Fyrsti kvenlektor við verkfræðideild HÍ Á toppi Glóðafeykis Myndin er tekin á miðnætti á sumarsólstöðum. Vilhjálmur Einarsson, fyrrverandi rektor við Menntaskólann á Egilsstöðum og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956, og Gerður Unndórs- dóttir húsfreyja eiga demantsbrúðkaup í dag. Þau voru gefin saman 5. júní 1958 í Neskirkju og gaf sr. Jón Thorarensen þau saman. Vilhjálmur og Gerður eru bú- sett á Egilsstöðum. Árnað heilla Demantsbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.