Morgunblaðið - 05.06.2018, Page 30

Morgunblaðið - 05.06.2018, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018 Skál fyrır hollustu Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hrafnhildur Arnardóttir, sem kall- ar sig Shoplifter, verður fulltrúi Ís- lands á Feneyjatvíæringnum, hinni virtu alþjóðlegu myndlistarsýningu sem verður opnuð í maí á næsta ári. Dómnefndin hefur valið tillögu þeirra Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra verkefnisins til að setja upp í íslenska skálanum en niðurstaðan var kynnt í Klúbbi Listahátíðar í Hafnarhúsinu í gær- kvöldi. Í tilkynningu Kynningar- miðstöðvar íslenskrar myndlistar (KÍM) segir að sigurtillagan snúist um stóra og víðtæka innsetningu sem reyni á öll skynfærin. Hún „var valin eftir langt umsóknarferli og nákvæma og vandlega yfirferð dómnefndar sem taldi tillöguna uppfylla alla þætti til að tryggja velgengni og árangur Íslands á tvíæringnum“. Í vetur bárust KÍM 17 fjölbreyti- legar tillögur frá listamönnum og sýningarstjórum að sýningu í Fen- eyjum. Fagráð fór yfir tillögurnar og valdi þrjá umsækjendur sem unnið hafa að nánari útfærslu verk- efnanna fyrir lokavalið en það voru auk Hrafnhildar og Birtu þær Elín Hansdóttir, ásamt sýningarstjór- anum Carson Chan, og Hekla Dögg Jónsdóttir ásamt sýningarstjór- anum Alessandro Castiglioni. Endanlegt val á framlagi Íslands á tvíæringinn var síðan í höndum fagráðs KÍM og tveggja gesta ráðs- ins. Haft var að leiðarljósi að verk- efnið sem yrði valið ætti erindi í al- þjóðlegt samhengi, gæti vakið athygli og að listamaðurinn og teymið sem hann ynni með hefðu reynslu í þátttöku alþjóðlegra og viðamikilla verkefna – listamenn- irnir þrír sem kepptu í lokavalinu töldust standast alla þessa þætti og meira til. Í dómnefnd við lokavalið sátu Björg Stefánsdóttir, framkvæmda- stjóri KÍM, Hlynur Hallsson, safn- stjóri Listasafnsins á Akureyri, og Helga Óskarsdóttir myndlistarmað- ur, ásamt gestum fagráðsins þeim Æsu Sigurjónsdóttur, listfræðingi, sýningarstjóra og dósent í listfræði við Háskóla Íslands, og Pari Stave, sýningarstjóra við Metropolitan- listasafnið í New York, en hún hef- ur komið að uppsetningu allnokk- urra sýninga með íslenskum lista- mönnum, hér á landi og vestanhafs. Þrír ólíkir hellar Hvaða stóra innsetning er þetta sem Hrafnhildur mun setja upp í ís- lenska skálanum? „Þegar gestir ganga í salinn munu þeir aldrei sjá sjálfa bygg- inguna,“ svarar hún. „Þetta verður eins og að ganga inn í kviðinn á skepnu nema hamurinn snýr inn.“ Hrafnhildur, sem hefur verið búsett í New York síðan hún lauk þar námi um miðjan tíunda áratuginn, mun því skapa viðamikla innsetn- ingu úr hári, rétt eins og hún hefur getið sér gott orð fyrir víða um lönd með sýningum í söfnum og sýning- arsölum. „Þetta verða eins og þrír ólíkir hellar sem gestir ganga á milli og umfaðma þá með hári allan tímann. Það verða svo eiginlega göng á milli hellanna. Fyrsta hellinn kalla ég „Primal Opus“ og í honum hljómar tónverk eftir hljómsveitina Ham. Ég kem hljómsveitini þarna í æðri listir, eins og þeir félagarnir segja um þetta,“ segir Hrafnhildur og hlær. „Ég hlusta á Ham þegar ég keppist á síðustu dropunum við að klára erfið myndlistarverkefni og þarf á orku að halda. Mér fannst því liggja beint við að leita til Ham og fá frá þeim tónverk. Það er ekki slæmt að geta kallað svona í uppáhalds- hljómsveitina sína … Á sýningunni sér fólk aldrei í veggina eða gólfið og missir því eiginlega tilfiningu fyrir stærðar- hlutföllum, og tilfinning fyrir feg- urð og einhvers konar óþægindum munu takast á. Miðjuhellirinn kallast „Astral Gloria“ og verður mótaður úr skær- um og æpandi litum. Þar verður engin tónlist enda eru litirnir eins og hávaði fyrir mér.“ Hrafnhildur segir þann hluta kallast á við gríð- arstóra innsetningu sem hún gerði nýverið í safni í Ástralíu. „Ég tek í raun ýmsar hugmyndir úr innsetn- ingum sem ég hef gert á síðustu ár- um og ætla að toppa mig í Fen- eyjum. Alltaf í sendiherrastarfi Það verður síðan meiri nánd í síð- asta hellinum sem er ekki jafn stór og hinir fyrri. Hann kalla ég „Opium Natura“ og þar verður boðið upp á vellíðan, án eiturefna.“ Sýningin verður sett upp í sama húsnæði og sýning Egils Sæbjörns- sonar á tvíæringnum í fyrra. Þar er mikil lofthæð sem Hrafnhildur nýt- ir sér og segir að til að mynda skapi hún eins konar dropasteina úr hári. En hvernig líst henni á það að verða fulltrúi þjóðarinnar í Fen- eyjum? „Ég hef eiginlega æft mig í því í 22 ár í New York, ég er alltaf í eins konar sendiherrastarfi,“ svarar hún. „Vitaskuld felst ákveðin ábyrgð í því en ég er tilbúin! Ég er á þeim tímapunkti á mínum ferli að ég hef aflað mér mjög mikillar reynslu, sérstaklega á síðustu tveimur árum, við að setja upp svona stórar innsetningar. Í Ástr- alíu setti ég upp 500 fermetra inn- setningu og framundan er að í febr- úar mun ég opna innsetningu í 800 fermetra rými í Kiasma, nútíma- listasafni Finnlands.“ Það er því mikil vinna fram und- an hjá Hrafnhildi en hún segist hafa gott fólk sem vinni með sér í New York. „Lilja Baldursdóttir er eins og pródúser hjá mér, eins og framhald af heilanum í mér, og Ragnheiður Káradóttir rekur stúd- íóið mitt og þjálfar þar á meðal starfsnema sem undirbúa efnivið- inn í verkin, þannig gengur þetta upp.“ Þá er Birta Guðjónsdóttir sýn- ingarstjóri verkefnisins en saman hafa þær unnið að nokkrum sýn- ingum Hrafnhildar, á Norðurlönd- unum og í Listasafni Íslands í fyrra. Hrafnhildur segir Birtu hafa stungið upp á því fyrir um tveimur árum að þær sæktu um að sýna í Feneyjum. „Fyrst var ég feimin við það, þó að mig langaði til að fara til Feneyja fyrir Íslands hönd. En nú kemur þetta á réttum tíma því mér finnst ég vera virkilega tilbúin. Ég hef reynsluna til að taka þetta með trompi og standa mig vel,“ segir Hrafnhildur og lofar skemmtilegri opnunarhátíð í Feneyjum þar sem Ham mun meðal annars troða upp. „Ætla að toppa mig í Feneyjum“  Hrafnhildur Arnardóttir, einnig þekkt sem Shoplifter, verður fulltrúi Íslands á myndlistartvíær- ingnum í Feneyjum á næsta ári  Skapar stóra og víðtæka innsetningu sem reynir á öll skynfærin Morgunblaðið/Eggert Fulltrúi þjóðarinnar „Ég hef reynsluna til að taka þetta með trompi og standa mig vel,“ segir Hrafnhildur Arnar- dóttir. Þær Birta Guðjónsdóttir sýningarstjóri tóku við árnaðaróskum er valið var tilkynnt í gærkvöldi. Tvær sjaldgæfar Tinna- teikningar eftir Hergé voru seldar á uppboði í Texas um helgina fyrir tæplega 422 þúsund bandaríkjadali eða sem samsvarar rúm- lega 46 milljónum íslenskra króna. Fyrirfram var búist við því að verkin færu á minnst 720 þúsund dali eða jafnvel milljón. Um er að ræða tvær út- gáfur af bls. 58 í bókinni Kolafarminum sem fyrst kom út 1958. Annars vegar er um að ræða blýants- teikningu í stærðinni 32,2x50 cm og hins vegar sömu síðu teiknaða með bleki í stærðinni 30,7x47,7. Á síðunni má sjá Tinna, Tobba, Kolbein kafteinn og flugmann með augnlepp sem skimar yfir hafflötinn meðan maður íklæddur froskbúningi, sem er að festa sprengju á skipið, fær akkeri skipsins í höfuðið með þeim afleiðingum að sprengjan fellur til botns þar sem hákarl gleypir hana og fær hikstra í framhaldinu. Teikningarnar voru seldar á upp- boð hjá Heritage Auctions, en um var að ræða fyrsta uppboð hússins á evr- ópskum myndasögum. Alls voru um 300 verk boðin upp, en auk teikning- anna eftir Hergé voru seld verk eftir Peyo, Schuiten og Mézières. Tinna-teikningar seldar fyrir metfé  Tvær teikningar á um 46 milljónir Ljósmynd/Af vef Heritage Auctions, ha.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.