Morgunblaðið - 05.06.2018, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018
„Leikrit, tekið upp í Stúdíó 12 í gamla
góða Útvarpinu, og flutt í gegnum
hljóðkerfi í hirðingjatjaldi,“ svarar
Harpa Arnardóttir, leikkona og leik-
skáld, þegar hún er beðin um að út-
skýra fyrirbærið „Hljóðverk á heið-
um“, sem er á dagskrá Listahátíðar í
Reykjavík. Verkið er eftir hana sjálfa
og heitir því geð-
þekka nafni Blá-
klukkur fyrir
háttinn. Leikarar
auk Hörpu eru
Kristbjörg Kjeld
og Ingvar Sig-
urðsson.
„Í stuttu máli
segir frá hjón-
unum Mæju og
Sigga, sem eru
fengin til að
skipta dánarbúi gamallar konu. Þau
finna meðal annars dagbækur henn-
ar, setja þær í ruslflokk, en stelast
síðan til að glugga í þær. Í dagbók-
unum leynist eitt og annað, sem
snertir í þeim viðkvæma strengi og
smám saman opinberast samskipti
þessara hjóna,“ segir Harpa og lætur
ekki frekar uppi um söguþráðinn.
„Hljóðverkið er margrætt og
marglaga. Það hverfist um mannlegt
eðli, samspil lífs og dauða, vanann og
umbreytingaraflið. Einnig tengsl
manns og náttúru, sköpunarkraftinn í
innra lífi og síðast en ekki síst er það
mín þakkargjörð til náttúrunnar og
listarinnar. Hjarta mitt er fullt af
þakklæti,“ heldur hún áfram.
Bláklukkur fyrir háttinn eiga ræt-
ur í draumi sem listakonuna dreymdi
fyrir mörgum árum og sat í henni.
„Upphaflega skrifaði ég verkið fyrir
svið. Hugmyndin um hljóðverk og
hirðingjatjald úti í náttúrunni kom
löngu seinna.“
Ævintýralegt hirðingjalíf
Næstu vikur mun Harpa lifa ævin-
týralegu hirðingjalífi þegar hún þeys-
ist með fríðu föruneyti landshorna á
milli með hljóðverkið og tjaldið góða.
„Frumsýningin verður á Uxahryggj-
um, fyrir ofan Þingvelli, á miðviku-
daginn, og svo förum við á Snæfells-
nes, Mývatnsöræfi og loks Fljótsdals-
heiði 6. og 7. júlí. Með í för verða
Guðmundur Ragnar Guðmundsson
hljóðmaður, Margrét Blöndal lista-
kona, sem verður sérlegur mynda-
smali ferðarinnar, og svo býst ég við
að vinir og vandamenn skottist eitt-
hvað með okkur. Fyrirkomulagið
verður þannig að gestir mæta á fyrir
fram gefinn stað og leggja þaðan upp
í 20 til 30 mínútna göngu að hirðingja-
tjaldinu þar sem þeir hlýða á hljóð-
verkið sem tekur um klukkutíma í
flutningi,“ segir Harpa, sem um
helgina fór með fimmtán manns upp
á Uxahryggi til að reisa tjaldið. Upp-
risan tókst að hennar sögn með mikl-
um ágætum.
Nánari upplýsingar: www.lista-
hatid.is. vjon@mbl.is
„Margrætt og marglaga“
Hljóðverk eftir Hörpu Arnardóttur flutt úti í náttúrunni
Fögnuður Harpa Arnardóttir (fjórða f.v.) ásamt nokkrum úr hjálparliðinu.
Harpa
Arnardóttir
Ljósmynd/Magnús Valur Pálsson
Uppselt kvað hafa verið áMahler-tónleikum SÍ sl.frjádag skv. netvefjumog skyldi engan undra
um einhverja áhrifamestu hljóm-
kviðu allra tíma, „Upprisusinfóníu“
Mahlers frá 1894. Þegar á hólminn
kom virtist það þó svolítið orðum
aukið. E.t.v. var óvæntu góðviðri
um að kenna, er oftar dregur úr að-
sókn en hitt.
Má óhætt fullyrða að fjarverandi
tónkerar hafi misst af miklu. Þó
varla teljist sá er hér um lyklar
meðal heitustu Mahler-aðdáenda,
var samt frá upphafi auðheyrt að
hér fór ósvikin upplifun af æðstu
sort – meistaraverk í meistarahönd-
um sem naut sín til botns í óvenju
innlifaðri meðferð hljómsveitar
allra landsmanna, svo verði jafnvel
að leita nokkur ár aftur í tíma eftir
öðru eins.
En fyrst og fremst bar að þakka
drífandi þjála túlkun sprotaotuði
kvöldsins, Osmos Vänskä, er þekkti
greinilega ekki aðeins viðfangsefnið
í þaula, heldur einnig mannskap
staðarins eftir starf sitt héðra sem
aðalstjórnandi SÍ 1993-96. Var því
ekki sökum að spyrja þegar hlust-
endum risu hvað eftir annað hár og
sperrtust eyru í einhverjum stór-
brotnasta flutningi sem ég man eft-
ir í Hörpu, og jafnvel frá síðustu ár-
um Háskólabíós.
Að ná þannig hinu ýtrasta úr
annars vel skipaðri sinfóníuhljóm-
sveit er sannarlega ekki heiglum
hent. Má sem örlítið en alræmt
prófsteinsdæmi nefna veikróma
pizzicatostað í II. þætti þar sem að-
eins örlaði á ,ósjálfráðri herplun‘ í
blábyrjun strengjaplokksins. Eftir
það varð hins vegar allt hnífjafnt.
Geri aðrir betur!
Mátti á fjölmiðlum skilja að Upp-
risan skipaði orðið sérstakan há-
tíðarsess hérlendis eftir fyrri flutn-
ing SÍ á stórafmælunum 1989 og
2009, og kannski engin furða miðað
við fyrrgetinn áhrifamátt og sam-
svarandi óvægnar kröfur til spilara.
Að ekki sé talað um mannfjölda eða
111, þar af m.a. 10 horn, fjórfalt í
tréblæstri og 60 strengi (16-14-12-
10-8), enda bættust að þessu sinni
við þónokkrir aukaleikarar (þ. á m.
að utan), auk tveggja einsöngvara
og 90 manna kórs í lokaþætti.
Það var eftirtektarvert hvað
aðeins tíu manna stækkun strengja-
deildar skipti sköpum um styrk-
rænt jafnvægi milli stroks og blást-
urs. Þótt eflaust hefði ekki mátt
minni vera, þá náðist sem næst full-
kominn balans. Sérstaklega hríslaði
manni milli skinns og hörunds
svarrandi samsnörp stakkatóbog-
fimi myrruliða á viðeigandi stöðum,
er hlaut að ljá syngjandi mýkt
næsta ómgrennis áður sjaldheyrða
kontrastvídd – þó fráleitt skorti
annað eins í tré og pjátri við hæfi.
Sem sagt: frábær spilamennska í
alla staði.
Miðað við nærri 90 mín. heildar-
lengd var hlutur einsöngvara, er
komu ásamt kór aðeins fram í loka-
þætti, frekar lítill í tíma talinn í
samanburði við t.a.m. Gleðióðarþátt
9. sinfóníu Beethovens. Þrátt fyrir
það náðu þær Karg og Cooke að
skila sínu af stakri vandvirkni, og
framlag hins stækkaða Mótettukórs
Hallgrímskirkju var eftirminnilegt
fyrir jafnt dulúðugt upphaf sem
sigri hrósandi niðurlag í trúverðri
tónun efsta dags – svo vægt sé til
orða tekið.
Meistaraverk í meistarahöndum
Morgunblaðið/Eggert
Innlifun „Þó varla teljist sá er hér um lyklar meðal heitustu Mahler-aðdáenda, var samt frá upphafi auðheyrt að hér fór ósvikin upplifun af æðstu sort –
meistaraverk í meistarahöndum sem naut sín til botns í óvenju innlifaðri meðferð hljómsveitar allra landsmanna, svo verði jafnvel að leita nokkur ár aftur í
tíma eftir öðru eins,“ segir gagnrýnandi meðal annars um tónleikana á Listahátíð í Reykjavík. Hér sést hljómsveitin og stjórnandinn á æfingu 31. maí.
Eldborg í Hörpu
Sinfóníutónleikar bbbbb
Mahler: Sinfónía nr. 2. Christiane Karg
S og Sasha Cooke MS, Mótettukór Hall-
grímskirkju (kórstj.: Hörður Áskelsson)
og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Stjórnandi: Osmo Vänskä. Föstudaginn
1.6. kl. 19.30.
RÍKARÐUR
Ö. PÁLSSON
TÓNLIST
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Sun 10/6 kl. 20:00 Lokas.
Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Allra síðustu sýningar!
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 8/6 kl. 20:30 Lokas.
Tilnefnd til sex Grímuverðlauna. Allra síðustu sýningar.
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Lifandi tónlist mbl.is/tonleikar