Morgunblaðið - 12.06.2018, Blaðsíða 2
Ný borgarstjórn sótti fyrri hluta kynningar-
námskeiðs í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, en fyrsti
borgarstjórnarfundur nýkjörinnar borgar-
stjórnar fer fram 19. júní nk.
Meðal þess sem fjallað var um í kynningu
starfsmanna borgarinnar og sérfræðinga um
löggjöf sveitarfélaga var stjórnkerfi borgar-
innar, lögbundin hlutverk sveitarfélaga og fjár-
mál þeirra. Einnig var farið yfir hæfisreglur
sveitarstjórnarlaga og stjórnsýslulaga. Á föstu-
dag fer fram síðari hluti námskeiðsins, en þar
verður m.a. fjallað um réttindi og skyldur
borgarfulltrúa, eftirlit með stjórnsýslu sveitarfé-
laga og stjórnsýslurétt, meðferð innherjaupplýs-
inga og viðskipti innherja.
Kynntu sér borgarkerfið og stjórnsýsluna
Morgunblaðið/Valli
Ný borgarstjórn sótti kynningarnámskeið í Ráðhúsi Reykjavíkur
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyri // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Tindar og hnífar
Sláttuhnífar og tindar í flestar gerðir heyvinnutækja
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Lækka
laun bæj-
arstjóra
Málefnasamningur
samþykktur í gær
„Laun bæjar-
stjóra verða
lækkuð. Það
verður ekki tekið
á því í málefna-
sáttmálanum en
laun verða lækk-
uð,“ segir Birkir
Jón Jónsson,
oddviti
Framsóknar-
flokksins í Kópa-
vogi, en fulltrúaráð framsóknar-
félaganna í Kópavogi og fulltrúaráð
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi
samþykktu í gær málefnasamning
vegna meirihlutasamstarfs. Í að-
draganda kosninga voru fulltrúar
minnihluta auk Bjartrar framtíðar,
sem var í meirihluta með Sjálfstæð-
isflokki, sammála um að laun bæj-
arstjóra væru of há og að þau yrðu
lækkuð að loknum kosningum.
Birkir Jón sagði í samtali við Morg-
unblaðið 24. maí að meirihlutinn
bæri alla ábyrgð á launakjörunum.
Minnihlutinn hefði ekki haft annað
val en að samþykkja 26% hækkun
til þess að koma í veg fyrir 45%
hækkun launa bæjarstjóra vegna
úrskurðar kjararáðs.
Birkir Jón
Jónsson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Katrín S. Óladóttir, framkvæmda-
stjóri Hagvangs, segir óvissu um
kjaramál hafa áhrif á ráðningar.
Vegna óvissu fari fyrirtækin hægar í
sakirnar. Þá hafi það áhrif að vöxtur
ferðaþjónustu sé hægari en spáð
var.
Greiningaraðilar spá minni hag-
vexti í ár en í fyrra. Rætt hefur verið
um að farið sé að hægja á hagkerf-
inu. Katrín segir engu að síður góða
eftirspurn eftir vinnuafli hjá ráðn-
ingarþjónustu Hagvangs.
Hafa verið undirmönnuð
„Það er fjölbreytt eftirspurn eftir
vinnuafli. Það er nóg að gera og enn
er verið að bæta við starfsfólki. Það
hefur enda víða
verið undirmann-
að í fyrirtækjum.
Hins vegar er
róðurinn þyngri á
stjórnendamark-
aði. Sá markaður
er nú heldur ró-
legur. Fyrirtækin
taka sér góðan
tíma.
Við finnum
fyrir því að verkefnin taka lengri
tíma í vinnslu. Fyrirtækjunum ligg-
ur ekki alveg eins mikið á og var.
Það hefur teygst á ráðningarferlinu.
Málin eru sett í gang og taka svo
lengri tíma,“ segir Katrín.
„Við finnum líka fyrir því að fyrir-
tækin eru dálítið hikandi við að bæta
við fólki, í ljósi þess að það er óvissa
fram undan með kjarasamningana.
Það heldur svolítið aftur af fyrir-
tækjum að ráða. Menn eru ekkert að
flýta sér að ráða í stöður ef það er
ekki bráðnauðsynlegt. Við finnum
hins vegar ekki beint fyrir því að það
sé kominn samdráttur.“
Skilar aukinni framlegð
Katrín segir kostnað við ráðning-
ar jafnframt hafa áhrif í þessu efni.
Ráðningar kosti sitt en sé rétt að
málum staðið og vandað til verka
skili það fyrirtækjum aukinni fram-
legð og margföldum árangri.
„Fulltrúar fyrirtækja segja að
þörfin þurfi að vera brýn ef þeir eiga
að ráða. Það sé enda útlit fyrir óróa
á vinnumarkaðnum,“ segir Katrín.
Hún ítrekar þó að ástandið sé ekki
orðið alvarlegt að þessu leyti.
Hefur áhrif á ráðningar
Framkvæmdastjóri Hagvangs segir óvissu um kjaramál
Katrín S.
Óladóttir
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Áætlað er að þingstörfum ljúki á Al-
þingi í dag. Fjórtán lagafrumvörp
voru samþykkt með atkvæða-
greiðslu í gær, en atkvæðagreiðslu
að öðru leyti frestað, í níu málum
alls. Meðal þeirra mála sem sam-
þykkt voru er frumvarp um niður-
fellingu kjararáðs.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
seti Alþingis, gerir ráð fyrir því að
þing klárist í dag. „Það bætist aðeins
inn á dagskrána á morgun [í dag] og
við höldum aftur af stað um hádegis-
bil. Það ræðst líka af því að það er
enn vinna í gangi hjá allsherjar- og
menntamálanefnd. Við munum
þurfa að doka talsvert fram eftir
degi áður en við fáum endanleg skjöl
frá nefndinni,“ segir Steingrímur og
vísar til ítarlegs frumvarps til nýrra
laga um persónuvernd og vinnslu
persónuupplýsinga.
„Óskýrt“ og „illa fram sett“
Mikil gagnrýni kemur fram í
umsögnum hagsmunaaðila og ann-
arra um frumvarpið, einkum vegna
skamms tíma frá því frumvarpið var
kynnt þinginu, 28. maí sl.
Málið var tekið til fyrstu um-
ræðu daginn eftir og gekk samdæg-
urs til allsherjar- og mennta-
málanefndar og voru umsagnar-
beiðnir sendar út 30. maí. Alls voru
sendar beiðnir til 298 aðila og í gær-
kvöldi höfðu aðeins 45 umsagnir bor-
ist. Í mörgum þeirra kemur fram
hörð gagnrýni á meðferð málsins
auk efnislegra athugasemda. Málið
er sagt mjög seint fram komið og í
sumum tilfellum er tekið fram að
ógerningur sé fyrir viðkomandi
hagsmunaaðila að taka afstöðu til
efnisatriða vegna þessa. Allsherjar-
og menntamálanefnd muni enn-
fremur ekki gefast tími til að taka
afstöðu til umsagnanna.
„Það er verulega miður að
svona skammur tími gefst í sjálfri
vinnu þingsins,“ segir Steingrímur.
„Á móti kemur að þetta mál hefur
fengið algjöran forgang á nefnda-
sviðinu og nefndin hefur haft meiri
tíma eftir að við lengdum þingið um
nokkra daga. Það er áfram tími fyrir
nefndina á morgun. Ef þetta reynist
tímafrekara en bjartsýnar vonir
gera ráð fyrir, þá gerir það það,“
segir Steingrímur en kveðst bjart-
sýnn á að þinglok náist fyrir lok
dagsins í dag.
Bjartsýni um þinglok í dag
Kjararáð var fellt niður í gær Hörð gagnrýni á meðferð persónuverndarfrumvarpsins
Ásthildur Sturlu-
dóttir hefur látið
af störfum sem
bæjarstjóri í
Vesturbyggð.
Hún hefur gegnt
embættinu frá
2012. Nýr meiri-
hluti í bæjar-
stjórninni, sem
tók við í gær,
ákvað að auglýsa
starfið laust til umsóknar. Ásthildur
var bæjarstjóraefni Sjálfstæðis-
flokksins og óháðra sem misstu
meirihluta sinn í kosningunum 26.
maí.
„Í dag skila ég ásamt fráfarandi
meirihluta blómstrandi sveitarfélagi
sem er í mikilli sókn. Fjárhags-
staðan er góð. Ég er stolt af þeim
verkum sem ég skila af mér og hefði
gjarnan viljað klára þau,“ sagði Ást-
hildur í pistli á Facebook í gær-
kvöldi.
Ásthildur ekki
bæjarstjóri
Ásthildur
Sturludóttir