Morgunblaðið - 12.06.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 12.06.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2018 GMC Sierra SLT Litur: Stone blue, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. VERÐ 9.590.000 m.vsk 2018 Ford F-350 Limited Litur: White gold, Limited Camelback að innan. 6,7L Diesel, 440 Hö, 925 ft of torque með sóllúgu, FX4 off-road pakka, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, trappa í hlera og Driver altert-pakki. VERÐ 10.890.000 m.vsk 2018 Ford F-350 Limited Litur: Stone Grey / Cocoa að innan. 6,7L Diesel, 440 Hö, 925 ft of torque með sóllúgu (twin panel moon roof), upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, trappa í hlera og Driver altert-pakki. VERÐ 10.890.000 m.vsk 2018 GMC Sierra SLT Breyttur 35“ Litur: Red Quartz, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. 35” breyttur með kanta, 35” dekk og VISION felgur. VERÐ 10.290.000 m.vsk Hreinsunardagur á vegum Vinnu- skóla Kópavogs stóð yfir í gær og má áætla að um þúsund ungmenni hafi þá tínt rusl í Kópavogi. Dagur- inn ber yfirskriftina „Plokkum saman“ og var haldinn í fyrsta sinn í fyrra. Auk starfsmanna og krakka úr Vinnuskóla Kópavogs tekur Vinnuskólinn í Reykjavík þátt, ásamt Þjónustumiðstöð Kópavogs- bæjar, Bláa hernum, Landvernd og Umhverfisstofnun sem öll liðsinntu við hreinsun bæjarins. Þúsund ungmenni tína rusl undir yfirskriftinni „Plokkum saman“ Hreinsunarátak Krakkar og starfsmenn á vegum vinnuskóla Kópavogs og Reykjavíkur auk fleiri samtaka tína rusl í Kópavogi annað árið í röð. Nýju skemmtiferðaskipi, Le Lapé- rouse, verður gefið formlegt nafn við athöfn í Hafnarfjarðarhöfn þriðjudaginn 10. júlí næstkomandi. Slíkar athafnir eru ekki daglegt brauð á Íslandi. Skipið var tekið í notkun í maí síðastliðnum og kemur í fyrsta sinn til Hafnarfjarðar 19. júní. Það verður í ferðum frá Íslandi fram á haust og færir sig þá á Miðjarðar- hafið. Ponant Explorers gerir skipið út. Fyrirtækið hyggst á næstu ár- um smíða fimm skip til viðbótar eftir sömu teikningu. Skipin eru 10 þúsund brúttótonn og 131 metri að lengd. Þau munu geta tekið 180 farþega og eru smíðuð í Noregi. Mikill íburður verður um borð í skipunum. Ponant Explorers hefur sérhæft sig í ferðum á norðurslóðum. Þá hefur Ponant gengið frá pöntun á 30 þúsund brúttótonna skipi, sem kynnt er til sögunnar sem „lúxusísbrjótur“. Það mun taka 270 farþega og mun sigla í norðurhöfum. Skipið verður fyll- byggt árið 2021. sisi@mbl.is Le Lapérouse Skipið er væntanlegt til Íslands seinna í mánuðinum. Nýju skipi gefið nafn í Hafnarfirði Fyrir fáeinum dögum barst Náttúru- fræðistofnun Íslands ábending um agnarsmátt fiðrildi frá athugulum áhugamanni. Hann var að skoða sig um í trjásafninu í Meltungu í Kópa- vogi og rakst þar á fiðrildin á surtar- toppi. Skordýrafræðingar stofnunar- innar ruku til og sáu nokkuð af fiðr- ildunum bæði á surtartoppinum og blátoppi. Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða nýja tegund sem kallast á fræðimáli því óþjála heiti Phyllonorycter emberizaepenellus. Þannig segir á vef Náttúrufræði- stofnunar frá fundi á nýju fiðrildi, en tegundin er af ætt gullmala og fékk heitið toppagullmölur þar sem hún lif- ir á toppum. Tegundin nær norður í miðbik Skandinavíu og á því ágætan möguleika á að lifa af hér en eingöngu þó í görðum vegna sérhæfni á vali fæðuplantna. Landnámsgluggi opnast „Smádýr hafa alla tíð borist til landsins með hvers kyns varningi. Fæst hafa þó náð hér varanlegri fót- festu en með hagstæðara veðurfari opnast ýmsum þeirra landnáms- gluggi. Ýmis smádýr hafa fundið af- drep í húsum okkar og þeim fer fjölg- andi sem setjast að í umhverfi okkar utanhúss, einkum í húsagörðum og almenningsgörðum. Margar tegund- anna eru sérhæfðar, lifa eingöngu á ákveðnum tegundum garðplantna og eiga því ekki möguleika á að færa sig út í náttúru landsins. Aðrar eygja hins vegar möguleika á að færa út kvíar. Í mörgum tilfellum þykir nokkuð sjálfgefið að nýja landnema, sem leggjast á garðplöntur, megi rekja til óvarlegs innflutnings á plöntum og jarðvegi. Á undanförnum árum hafa ýmsir nýir skaðvaldar, líkast til þann- ig til komnir, skotið upp kollum í görðum okkar, sumir nú þegar illa þokkaðir,“ segir á vef Náttúru- fræðistofnunar. Nánari upplýsingar um toppagull- möl má lesa á Pödduvefnum og þar er einnig að finna upplýsingar um annað áhugavert smáfiðrildi af svipuðum toga. Það er birkiglitmölur af ætt glit- mala en hann leggst á karlrekla birk- is og alar. aij@mbl.is Landnemi á toppum Ljósmynd/Erling Ólafsson Nýbúi Toppagullmölur tekur sig vel út á grænu laufblaðinu, en landneminn er eitt smávaxnasta fiðrildi sem finnst hér á landi. Hann er gott dæmi um smádýr sem borist hefur til landsins með innfluttum plöntum.  Toppagullmölur á möguleika á að lifa í görðum hérlendis Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Vestur-Íslendingurinn Janis Guð- rún Johnson var í síðustu viku gerð að heiðursdoktor við Háskól- ann í Manitoba í Kanada. Í frétta- tilkynningu frá háskólanum kemur meðal annars fram að Janis hafi haft mikil- væg áhrif á kanadískt stjórn- málalíf ásamt því að hafa verið forvígismaður ýmissa gríðar- mikilvægra stofnana í Mani- toba. Janis var öldungadeildar- þingmaður á kanadíska þinginu á árunum 1990-2016 og er því sá þingmaður sem lengst hefur setið á þingi fyrir Íhaldsflokkinn í Kan- ada. Janis varð árið 1983 fyrsta konan til að gegna framkvæmda- stjórastöðu Íhaldsflokksins en hún hefur allan sinn feril barist fyrir auknu jafnrétti milli kynjanna og látið sig varða málefni frumbyggja í Kanada. Janis er dóttir Georgs Johnson sem var lengi fylkisstjóri í Mani- tóba en báðir foreldrar Janisar voru af íslenskum uppruna. Janis hefur alla tíð verið stolt af íslensk- um rótum sínum og á sínum yngri árum dvaldi hún um tíma á Íslandi og starfaði í Landsbankanum. Þá var hún árið 2000 sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu samskipta milli Íslands og Kanada. Hún sótti Íslendinga aftur heim á Þjóðræknisþing árið 2008 og sit- ur í stjórn íslenskudeildar háskól- ans í Manitoba. Heiðursgráðan er mesta viður- kenning sem skólinn veitir en Vig- dísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var veitt þessi við- urkenning 4. ágúst 1989. Vestur-Íslendingnum Janis Guðrúnu veitt heiðursgráða  Janis situr í stjórn íslenskudeildar háskólans í Manitoba Ljósmynd/University of Manitoba Virtur Tæplega þrjátíuþúsund nemendur stunda nám við háskólann í Mani- toba. Hann var fyrsti háskólinn í Vestur-Kanada, stofnaður 1877. Janis Guðrún Johnson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.