Morgunblaðið - 12.06.2018, Side 10

Morgunblaðið - 12.06.2018, Side 10
Tölvuteikning/PKdM arkitektar Gistirými Borgin hefur veitt gistileyfi á hæðum 1 til 8 í vesturbyggingunni (sjá mynd). Íbúðaturninn er 12 hæðir. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reykjavíkurborg hefur samþykkt umsókn Höfðaíbúða um leyfi til að breyta skilgreiningu á 38 íbúðum á Höfðatorgi sem gististað í flokki II. Íbúðirnar eru í Bríetartúni 9-11. Stefnt er að því að afhenda íbúðirnar í byrjun næsta árs. Sagt var frá því í Morgunblaðinu í lok apríl að umhverfis- og skipulagsráð hefði synjað umsókn Höfðaíbúða um gistileyfin. Af því til- efni var rætt við Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs. Taldi Hjálmar þá aðspurður ólíklegt að byggingarfulltrúi myndi snúa ákvörðuninni við. Það gerðist hins vegar. Snúa að miðborginni Bríetartún 9-11 er tvö sambyggð fjölbýlis- hús. Þar verða alls 94 íbúðir. Hótelíbúðirnar verða í vesturhluta hússins, sem snýr að mið- borginni, á fyrstu átta hæðunum. Við hlið íbúðaturnsins er Fosshótelsturninn, stærsta hótel landsins. Þar eru 320 herbergi. Miðað við tvo í herbergi og þrjá gesti í hverri hótelíbúð munu húsin rúma um 740 næturgesti. Við það bætast um 180 gestir á 93 herbergjum á Hótel Stormi handan við götuna. Má segja að Höfða- torg sé að verða eitt helsta hótelsvæði landsins. Félagið Höfðaíbúðir er tengt byggingar- félaginu Eykt, sem byggir upp Höfðatorg. Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson vegna málsins í gær. Frá efstu hótelíbúðunum verður útsýni yfir Skuggahverfið. Þar er meðal annars áformað að reisa 17 hæða hótelturn á vegum Radisson RED. Þá er fjöldi hótela og gististaða í undir- búningi í næsta nágrenni. Til dæmis eru Holtin að festa sig í sessi sem gistihverfi. Dæmi um umfangið er að umhverfis- og skipulagsráði hafa borist umsóknir um gisti- rými fyrir ríflega 1.900 gesti frá því í byrjun apríl. Miklu munar um 900 gesta hótel við flug- völlinn í Vatnsmýri, en það hefur lengi verið á undirbúningsstigi. Samþykkt gistirými á tíma- bilinu rúmar nærri 800 gesti. Ásókn í Grensásveginn Athygli vekur að félag með sama aðsetur og Gamma hefur sótt um leyfi fyrir gististað fyrir 74 gesti í tveimur húsum á Grensásvegi 8 og 10. Við hliðina, á Grensásvegi 12, er nú verið að innrétta íbúðir sem leigðar verða Reykjavík- urborg. Þá eru fjárfestar að breyta Grensás- vegi 16a, gamla ASÍ-húsinu, í 80 herbergja hót- el. Bendir þetta til að fjárfestar hafi trú á þessum borgarhluta. Hefur borgin áform um mikla þéttingu byggðar í Múlunum og Skeif- unni. Með þeirri uppbyggingu er viðbúið að þjónustustigið muni hækka. Á Grensásvegi 1 hafa fjárfestar áformað að byggja eitt stærsta hótel landsins. Þau áform voru sett á ís. Samhliða þessari þróun hefur borgin dregið úr endurnýjun gistileyfa á vissum reitum mið- borgarinnar. Dæmi um umsóknir um gististaði í Reykjavík apríl til júní 2018 Heimild: Fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs. Heimilisfang Fjöldi gistirýma Fjöldi gesta Staða Grensásvegur 8-10 Ekki gefið upp 74 Í vinnslu Haukahlíð 2 (Vatnsmýri)* 448 900 Í vinnslu Seljavegur 2 153 304 Samþykkt Brautarholt 2 23 100 Samþykkt Gnoðarvogur 44-46* Ekki gefið upp 14 Í vinnslu Grensásvegur 22* Ekki gefið upp 10 Í vinnslu Barónsstígur 47— stækkun* Ekki gefið upp 42 Samþykkt Þverholt 18* Ekki gefið upp 48 Í vinnslu Hverfisgata 78 6 12 Samþykkt Laugavegur 55* 52 104 Samþykkt Skipholt 1 78 156 Samþykkt Ægisgata 5 6 24 Í vinnslu Bríetartún 9-11 (m.v. 3 í íbúð) 38 114 Samþykkt Samtals 804 1.902 Samþykkt 350 790 *Miðað er við tvo í herbergi/gistirými nema annað sé tekið fram. Borgin veitir gistileyfi á Höfðatorgi  Samþykkir umsókn um gistileyfi í 38 íbúðum  Rúm verður fyrir um 900 hótelgesti við Höfðatorg Morgunblaðið/Baldur Bríetartún Frá efri hæðum vesturbyggingarinnar er ágætt útsýni yfir miðborgina. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018 Landsmót hestamanna Veglegt sérblað tileinkað Landsmóti hestamanna fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 29. júní Blaðið mun gera mótinu, og hestamennsku góð skil með efni fyrir unnendur íslenska hestsins. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Sigríður Hvönn Karlsdóttir Sími: 569 1134 siggahvonn@mbl.is SÉRBLAÐ Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra segir að Íslandsstofa verði ekki undanskilin sam- keppnis- og upplýsingalögum eins og upphaflega stóð til í laga- frumvarpi sem var ætlað að skýra rekstrarform stofnunarinnar bet- ur. „Það var komið til móts við gagnrýni á þetta í utanríkismála- nefndinni og gilda samkeppnis- lögin um stofnunina eins langt og það nær en þetta er auðvitað ekki samkeppnisrekstur,“ segir Guð- laugur. Samkeppniseftirlitið sendi utan- ríkismálanefnd langa umsögn um frumvarpið þar sem það var meðal annars gagnrýnt að Íslandsstofa ætti að vera undanþegin sam- keppnislögum. Tók Samkeppnis- eftirlitið fram að engan rökstuðn- ing væri að finna fyrir nauðsyn þess að samkeppnislög giltu ekki um Íslandsstofu. Ekki ríkisstofnun „Þetta átti aldrei að verða ríkis- stofnun en lögin, eins og þau voru, þóttu ekki nægjanlega skýr. Það var krafa um að skýra þetta betur og að öðrum kosti hefði for- stjórinn verið settur á lista yfir forstöðumenn ríkisstofnana og þá væntanlega starfsmennirnir ríkisstarfsmenn. Það var aldrei hugmyndin með Íslandsstofu,“ segir Guðlaugur Þór. Stofnuninni er með nýju lög- unum breytt í sjálfseignarstofnun og er það gert fyrst og fremst til að skýra að hún sé rekin á einka- réttarlegum grunni. „Þetta er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda. Það er verið að skýra stöðu stofnunarinnar og líka verið að einfalda reksturinn þannig að það sé auðveldara að ná mark- miðum. Í framhaldinu verður farið í vinnu við að koma með form sem hentar,“ segir Guðlaugur. Bryndís Haraldsdóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, var flutn- ingsmaður nefndarálits meirihluta utanríkismálanefndar í annarri umræðu frumvarpsins á Alþingi í gærkvöldi og er reiknað með að frumvarpið verði samþykkt í dag. Íslandsstofa ekki undanskilin lögum  Samkeppnis- og upplýsingalög gilda Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.