Morgunblaðið - 12.06.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 12.06.2018, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 163. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Sjómaðurinn er látinn 2. Frænka henti fornum munum 3. Berglind Icey komin með kærasta 4. Boeing-þota í fánalitunum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Luiza & Pedro leika á Kex hosteli í kvöld  Brasilíska dúóið Luiza & Pedro kemur fram á djasskvöldi á Kex hos- teli í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni eru lög af fyrstu plötu dúósins, Ver- sos do Capitão, en hún inniheldur frumsamdar tónsmíðar undir áhrif- um djass og suðuramerískrar tónlist- ar. Með þeim leika Alexandra Kjeld á kontrabassa og Kristofer Rodriguez Svönuson á trommur.  Tónskáldið og söngkonan María Magnúsdóttir, MIMRA, leikur á Græna hattinum á Akureyri á fimmtudag kl. 21. Þar leikur hún ásamt hljómsveit efni af nýútkom- inni plötu sinni, Sinking Island. MIMRA treður upp á Græna hattinum  Litháísk-bandaríska tónskáldið, hljóðfæraleikarinn og listamaðurinn Abraham Brody kemur fram í Klúbbi Listahátíðar annað kvöld kl. 20. Á tónleikunum hyggst hann kafa djúpt í marglaga sjálfsmynd nú- tímalistamannsins í hnattvæddum heimi. Gestaleikari á tónleik- unum er Ásta María Kjartansdóttir á selló. Abraham Brody í Klúbbi Listahátíðar Á miðvikudag Breytileg átt, 3-8 m/s og skúrir, en norðlægari og súld eða rigning við austurströndina um kvöldið. Hiti 7 til 15 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða súld eða rigning síðdegis, stöku skúrir austanlands. Hiti yfirleitt 7 til 16 stig, hlýjast á Suðausturlandi. VEÐUR „Undanfarið hef ég verið að skora meira sem er alger- lega nýtt fyrir mér. Ég veit reyndar ekki hvað gerðist í fyrra markinu. Ég var hlaup- in niður eða eitthvað og svo bara datt boltinn niður fyrir framan mig,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir meðal annars í samtali við Morg- unblaðið eftir að hafa skor- að bæði mörk Íslands gegn Slóveníu í undan- keppni HM. »2-3 Algerlega nýtt fyrir Glódísi „Það var mjög gott að fá smáfrí eftir tímabilið, hlaða batteríin og koma ferskur inn í þetta. Maður er heldur ekki að fara að kvarta yfir neinu þegar maður er mættur á HM. Þá er ekki til nein þreyta. Ég er í toppstandi og ætla mér að spila eins vel og ég hef gert í vet- ur,“ segir Jóhann Berg Guðmunds- son, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem býr sig undir leikinn stóra gegn Arg- entínu á laugardag- inn. »1 Ekki til þreyta þegar maður er mættur á HM Fjórir leikmenn eru efstir og jafnir í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, en átt- unda umferð deildarinnar var leikin um helgina. Guðjón Baldvinsson, framherji úr Stjörnunni, var einn af fjórum leik- mönnum sem fengu 2 M fyrir frammi- stöðu sína í umferðinni og er nú með 7 M samtals. Lið 8. umferðar er birt í Morgunblaðinu í dag. »4 Fjórir eru efstir og jafnir í M-gjöfinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Íslandsmótinu í skák lauk á laugar- dag í Valsheimilinu. Þar bar Helgi Áss Grétarsson stórmeistari sigur úr býtum og vann sinn fyrsta Íslands- meistaratitil, í elleftu tilraun. Óvæntur sigur Sigurinn er óvæntur, en 142 Elo- stigum munar á Helga og stigahæsta skákmanni mótsins, Héðni Stein- grímssyni. Helgi endaði með 8 og hálfan vinning af 10 mögulegum og hafði eins og hálfs vinnings forskot á næstu menn. „Ég er bara í skýj- unum,“ segir Helgi. Þetta er ellefta skiptið sem hann teflir í mótinu, en hann tók iðulega þátt þegar hann var yngri. Árið 1994 varð Helgi Áss Grétarsson heims- meistari ungmenna og er hann fjórði stigahæsti skákmaður landsins. Árið 1998 var hann með yfirburðaforystu á Íslandsmótinu og var nálægt því að vinna mótið. „Fyrir 20 árum fór ég á taugum en nú er meiri lífsviska og sjálfsviska komin og ég hélt ró minni.“ Mikilvægt að njóta þess að tefla Helgi, sem er dósent við lagadeild í Háskóla Íslands, hefur lítið sem ekk- ert teflt á þessu ári. Áður en mótið hófst hafði hann teflt 15 kappskákir það sem af er ári. „Mig langaði að vera með í þessu móti fyrir tveimur mánuðum, þegar Reykjavíkurmótið stóð yfir í Hörpu. Ég hef ekki tekið þátt í því síðan árið 2002. Svo liðu þessir tveir mánuðir og ég var svo upptekinn í vinnu og öðru að ég gat ekkert hugsað um skák. Svo ákvað ég að vera með á síðustu stundu.“ Helgi segist hafa mætt í mótið með því hugarfari að njóta þess að tefla. ,,Það er lykillinn að árangri að fók- usinn sé að hafa gaman, hafa ástríðu fyrir skák og njóta þess að vera í augnablikinu.“ Spurður hvað hann hafi gert öðruvísi á þessu móti en öðr- um segir Helgi að hann hafi haft mikla ástríðu fyrir skákinni, áhuga, góðar taugar og úthald. „Ég hef verið í einkaþjálfun síðan í lok janúar. Þannig að ég hef verið í stífu líkams- ræktarátaki á þessu ári. Það hafði það að segja að ég var með meira út- hald þegar leið á skákina.“ Aðal- atriðið hafi verið að hann byrjaði hvern dag snemma og stundaði svo- kallað Qigong, ævaforna kínverska leikfimi, á hverjum morgni. „Það hjálpar mér mjög að halda andlegu úthaldi og að vera í núinu.“ Í verðlaun hlaut Helgi þátt- tökurétt á EM einstaklinga í Slóveníu og sæti landsliði Ís- lands á Ólympíuskákmótinu í Georgíu, auk peningaverðlauna. Varð meistari í 11. tilraun  Helgi Áss náði loks Íslandsmeist- aratitlinum í skák Ljósmynd/Kjartan Maack Íslandsmeistarar Lenka Ptacniková, Helgi Áss Grétarsson og Gauti Páll Jónsson voru að vonum kát þegar þau tóku við verðlaunum sem Íslandsmeistarar í skák, en athöfnin fór fram í Valsheimilinu um helgina. Samhliða Íslandsmótinu í skák fóru einnig fram Íslandsmót kvenna og Unglingameistaramót Íslands. Lenka Ptacniková sigraði á Íslandsmóti kvenna sjöunda árið í röð, en mótið hefur hún unnið alls tíu sinnum. Lenka vann með vinningsforskoti og hækkar um 17 Elo-stig eftir mótið. Önnur varð Guðlaug Þorsteinsdóttir og Sig- urlaug Friðþjófsdóttir í þriðja sæti. Gauti Páll Jónsson er sigurvegari Unglingameistaramóts Íslands (u22). Gauti hækkar um 30 Elo- stig fyrir frammistöðuna á mótinu. Í öðru sæti varð Vignir Vatnar Stefánsson og í þriðja sæti Alex- ander Oliver Mai. Íslandsmótið var haldið til minningar um Hemma Gunn. Fín þátttaka var í mótinu að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, en 51 skákmaður var skráður til leiks. Lesa má nánar um mótið á skak.is. Lenka og Gauti sigurvegarar ÍSLANDSMÓT KVENNA OG UNGLINGAMEISTARAMÓT ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.