Morgunblaðið - 12.06.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.06.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018 alþjóðlegu kvennaári Samein- uðu þjóðanna 1975, en það ár mörkuðu íslenskar konur spor sín í söguna þegar þær lögðu niður vinnu 24. október og söfn- uðust saman á Lækjartorgi til að krefjast jafnréttis. Átti þessi fundur eftir að stórefla sam- kennd kvenna á Íslandi og leggja grundvöll fyrir frekari jafnréttisbaráttu. Sólveig sagði seinna meir að sér hefði þótt það „hreinlega ólýsanleg upp- lifun að sjá samstöðuna meðal kvenna í samfélaginu, sjá hinn mikla fjölda á Lækjartorgi og finna rafmagnað andrúmsloftið þar“. Í stjórnartíð Sólveigar beitti Kvenréttindafélagið sér fyrir margs konar aðgerðum til að bæta stöðu kvenna, þá sérstak- lega í skattamálum. Sólveig lét af embætti formanns 1981, en starfaði að jafnrétti kynjanna alla sína ævi. Hún sat í yfir- stjórn 85-nefndarinnar sem skipulagði aðgerðir íslenskra kvennasamtaka 1985, á lokaári kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna, var formaður útgáfu- nefndar um sögu Kvenréttinda- félags Íslands 1992-1993 og sat í stjórn Hlaðvarpans 1987-1995, síðast sem formaður stjórnar. Mikill missir er að þessari baráttukonu sem átti þátt í að skapa samfélag okkar í dag byggt á jafnrétti kynjanna og kvenfrelsi. Sólveig ávarpaði fundargesti á hundrað ára af- mælishátíð Kvenréttindafélags- ins og lauk orðum sínum svo: „Ég vil að lokum óska þess að komandi kynslóðir hafi þrek, kjark og áræði til að halda bar- áttunni áfram og gefist aldrei upp“. Konur á Íslandi eiga bar- áttukonum eins og Sólveigu allt að þakka og við í Kvenréttinda- félaginu höldum svo sannarlega áfram baráttunni! Kvenréttindafélag Íslands þakkar Sólveigu framlag henn- ar til félagsins og jafnréttisbar- áttu kynjanna og sendir fjöl- skyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttinda- félags Íslands. Þegar Samband íslenskra auglýsingastofa hafði slitið barnsskónum árið 1984 var tvennt ákveðið – annars vegar að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf og svo hitt að SÍA gengi í Samtök evrópskra aug- lýsingastofa. Hvort tveggja gekk eftir og voru þar heilla- skref stigin, bæði faglega og fé- lagslega. Það kom í hlut nýráðins framkvæmdastjóra, Sólveigar Ólafsdóttur, að vinna að því að koma SÍA í Evrópusamtökin. Það gekk að sjálfsögðu fljótt eins og flest verkefni þar sem Sólveig lagðist á árar. Vopnuð lögfræðinni og félagsreynslu varð Sólveig fljótt eins og fiskur í vatni, ekki hvað síst á erlend- um vettvangi þar sem hún byggði upp öflugt tengslanet til ómælds gagns fyrir fagið hér heima. Í félagasamtökum þar sem ör skipti eru á formönnum eru framkvæmdastjórar sem starfa til lengri tíma þyngdar sinnar virði í gulli. Þeir eru ómissandi líkt og ráðuneytisstjórar, ólíkt ráðherrunum sem sífellt koma og fara. Í því hlutverki var Sól- veig hjá SÍA í 17 ár! Við undirritaðir fyrrverandi formenn SÍA, sem hér heiðrum minningu og kveðjum Sólveigu, þökkum fyrir langan og skemmtilegan kafla í lífinu með henni. Við minnumst hennar með gleði og þakklæti í huga. Hún var farsæl í starfi og frá- bær félagi og vinur. Jónatan og fjölskyldu send- um við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Halldór Guðmundsson Hallur A. Baldursson Ólafur Ingi Ólafsson. Ég ólst upp að miklu leyti á heim- ili Línu og Gulla frænda. Við bjugg- um hlið við hlið og ég var alltaf velkominn á þeirra heimili. Ég og Þór sonur þeirra vorum mjög mikið saman. Lína ól mig því upp að hluta, hjálpaði okkur Þór með lærdóminn, sagði sög- ur og gaf okkur að borða. Hún á frábæra syni og ég veit að hún lagði mikið upp úr því að sinna börnunum og skapaði heimili þar sem mér leið alltaf svo vel. Ég á ótal góðar minningar um Línu, ljúfan og skemmti- legan hversdagsleika þar sem var spjallað, hlustað á tónlist og horft á sjónvarp. Mér fannst Lína og fjölskylda líka alltaf vera að gera eitthvað saman. Eitt skipti buðu þau mér með sér í berjamó út á land þar sem við gistum. Af einhverri ástæðu fékk ég heimþrá, og man ennþá hvernig hún huggaði mig. Þetta var svo hlýr og góður móður- faðmur sem lét allt verða betra. Við höfum reyndar alltaf faðm- ast þegar við hittumst, hún lét mér líða eins og ég skipti hana miklu máli. Okkar tengsl voru alltaf sterk og góð sama hvað langt leið á milli þess að við hittumst. Ég hef alltaf leitað til bræðra mömmu þegar ég hef þurft að taka stórar ákvarðanir. Á síð- asta ári hafði Lína líka sam- band við bróður sinn til að hjálpa mér, aftur eins og önnur móðir. Það er stutt síðan þau Gulli komu í heimsókn til mín með heimagerðar sultur og sína góðu nærveru. Það er erfitt að hugsa sér lífið án Línu. Það hef- ur verið ómetanlegt að eiga hana að í gegnum alla mína ævi. Örvar Jónsson. Stundum finnst okkur lífið ekki réttlátt og í dag finnst mér það óréttlátt, því í dag kveðjum við Línu frænku. Lína var stór partur af minni æsku, hún fór t.d. með okkur systkinin fyrstu bíóferðirnar okkar og var næstum daglegur gestur á æskuheimilinu eftir að hún og Gulli fluttu í Árbæinn. Áður en hún flutti í hverfið og Nonni var kominn til sög- unnar komu þau Gulli oft um helgar í heimsókn, og ef eitt- hvert okkar sá bílinn þeirra renna í hlað var hrópað: „Lína og Gulli eru að koma.“ Þá var stokkið til og allt lauslegt fjar- lægt af borðum því Nonni var lítill og gat látið hendur sópa. Nonni og Tóti voru fallegustu drengir sem ég hafði augum lit- ið fyrir utan hvað mér fannst þeir bráðgáfaðir enda móðir þeirra kennari. Ég elskaði að fá þau í heimsókn. Þær voru ófáar skíðaferðirn- ar sem ég fór með Línu og Gulla í Skálafell á unglingsár- unum og verð ég ævinlega þakklát fyrir þær frábæru stundir. Heimilið lifnaði við þegar Lína birtist. Einu sinni sem oft- ar kom hún blaðskellandi, glennti sig framan í mig og spurði hvort ég tæki ekki eftir neinu. Nei, ég sá enga breyt- ingu, mér fannst hún alltaf sæt. Jú, hún hafði fengið sér augnhárapermanent. Ég man hvað við hlógum. Nú gat Lína maskarað sig án þess að löng Sigurlína Þorsteinsdóttir ✝ Sigurlína Þor-steinsdóttir fæddist 6. júní 1946. Hún lést 31. maí 2018. Útför Sigurlínu fór fram 11. júní 2018. augnahárin smit- uðu maskarann á gleraugun. Lína frænka var alltaf svo „smört“. Alltaf hafði hún frá einhverju skemmtilegu að segja. Henni þótti einstaklega vænt um nemendur sína og talaði alltaf svo fallega um þá og var örugglega ákveðinn og góð- ur kennari. Ein sagan úr kennslustund hjá Línu er í al- gjöru uppáhaldi hjá mér og var um það þegar hún bað nem- endur sína um að nefna einn hlut sem þeim þætti vera nauð- synlegur í kennslustofum. Krakkarnir nefndu alla mögu- lega hluti, svo kom að einum sem svaraði smámæltur vegna þess að hann hafði misst báðar framtennurnar í einu: „Það væði nú þgðítin kennþluþtofa ef það væði enginn kennaði...“ Svo spyr Lína aftur og bað þau þá um að segja sér hvaða ríki, jurta- eða dýraríki, hluturinn tilheyrði sem þau höfðu nefnt áður sem þann nauðsynlegasta. Þá kom aftur að þeim smá- mælta og Lína spyr: „Jæja, hvaða ríki tilheyri ég, eða kenn- arinn?“ Þá svarar sá stutti aftur „Þú hlýtuð baða að veða úð himnaðíki!“ Ég kem til með að sakna Línu frænku og hlakka til að hitta hana aftur í „himnaðíki“. Elsku Gulli, Nonni, Tóti og fjölskylda, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Hildur Erlingsdóttir. Okkur í fjölskyldunni á Kleppsvegi er minnisstætt vorið 1971 þegar Gunnlaugur kom heim að loknu fimm ára há- skólanámi í Bretlandi. Hann til- kynnti okkur að hann hefði kynnst stúlku frá Akureyri þeg- ar hann var í heimsókn á land- inu um jólin. „Við eigum von á barni,“ bætti hann við stoltur. Þessi yfirlýsing vakti þvílíka hrifningu, fyrsta barnabarnið á leiðinni. Stúlkan að norðan hét Sig- urlína, kölluð Lína. Við þurftum að bíða fram í september eftir að sjá heitkonuna. Þá flaug Gunnlaugur norður og dvaldi þar fram yfir fæðingu Jóns. Við biðum fyrir sunnan full eftirvæntingar þar til þau birt- ust með lítinn, greindarlegan og fallegan dreng í fanginu sem átti eftir að reynast eftirlæti allrar fjölskyldunnar. Jón var augasteinn foreldra sinna og allra systkina Gulla, fimm að tölu, sem dýrkuðu hann og dáðu. Fyrir átti Lína soninn Björn sem ólst að mestu upp hjá móð- urömmu sinni á Akureyri. Rúmum sjö árum síðar fædd- ist Þór. Ekki vakti hann minni aðdáun með sín greindarlegu, dökku og geislandi augu. Árið 1977 keyptum við þrjú systkinin raðhúsalóðir í Melbæ. Árið eftir hófust byggingar- framkvæmdir. Á einu ári tókst bræðrunum Gulla og Gísla Geir ásamt Jóni Grétari, manni mín- um, að gera öll húsin fokheld. Unnið var dag og nótt ásamt fullri vinnu annars staðar, hvergi var slegið af og engin vinna aðkeypt. Næstu 20 árin bjuggum við Lína hlið við hlið. Einn af kostum Línu er hvað hún var almennileg. Ef hún var beðin um eitthvað var það sjálf- sagt, svo sjálfsagt að manni fannst jafnvel að verið væri að gera henni greiða með því að biðja hana. Mér er ofarlega í huga hjálp- semi og hugulsemi Línu á erf- iðu tímabili í mínu lífi. Ég missti manninn minn Jón Grét- ar 1985. Sá er vinur er í raun reynist. Það átti sannarlega við um Línu. Hún var mér ómet- anleg stoð og stytta. Alltaf að rétta hjálparhönd, styðja og styrkja. Hún kíkti við daglega til að kanna hvort hún gæti gert eitthvað. Þór og Örvar sonur minn voru á sama aldri og algjörar samlokur. Þeir sátu saman allan grunnskólann og voru hvor öðr- um ómetanleg stoð og stytta. Mér er minnisstætt þegar við fjölskyldan komum til baka frá Bretlandi eftir ársdvöl. Fagn- aðarfundirnir voru slíkir að Þór og Örvar slepptu ekki hendinni hvor af öðrum næstu daga. Að skóla loknum tók Lína á móti drengjunum, gaf þeim að borða, síðan voru skólabækurn- ar teknar upp og lært fyrir næsta dag. Þessi umhyggjusemi var Örvari ómetanlegur stuðn- ingur. Og hvað veitir foreldri meiri öryggiskennd en að vita af barni sínu í góðum höndum að skóla loknum. Engin voru frístundaheimilin á þessum ár- um. Lína og Gulli voru samhent hjón. Þau ferðuðust mikið um landið, meðal annars á húsbíl sem þau höfðu keypt sér. Þau ferðuðust einnig mikið um heiminn, voru alltaf að koma eða fara úr einhverri ævintýra- ferðinni. Ég votta Gunnlaugi, Jóni, Þór og öðrum ættingjum og vinum, sem nú eiga um sárt að binda, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ekki síst sendi ég kveðjur til Bjössa sonar Línu. Sorg hans er mikil þar sem ekki er langt síðan hann missti föður sinn. Kristín Jónsdóttir. Enn er höggvið skarð í þann glaða hóp sem átti langa sam- leið á kennarastofu Árbæjar- skóla. Nú hefur Lína kvatt og lagt af stað í þá ferð sem öllum er ætluð. Þegar Lína hóf störf við Árbæjarskóla um 1980, var hún á líkum aldri og stærstur hluti kennaranna sem þar var fyrir. Hún var lífsglöð ung kona sem strax tók fullan þátt í fjöl- breyttu félagslífi starfsfólks skólans. Lína var samviskusam- ur kennari, hafði metnað fyrir hönd nemenda sinna og hvatti þá til dáða. Hún hafði einlægan áhuga á íslenskri tungu, talaði vandað mál, var skýrmælt og hélt ætíð sínum norðlenska framburði. Hún átti til að gera góðlátlegt grín að sjálfri sér og segja að vel heyrðist til sín. Lína var hispurslaus og lét skoðanir sínar í ljósi, var dríf- andi í því sem hún tók sér fyrir hendur, skjót að hugsa og oft hnyttin í tilsvörum. Hún sinnti ýmsum trúnaðarstörfum innan skólans, var meðal annars trún- aðarmaður kennara í erfiðu verkfalli á þeim tíma. Lína og Gunnlaugur komu bæði úr stórum systkinahópum og áttu því stórar fjölskyldur. Lína sinnti sínu fólki vel. Hún var stolt af sonum sínum og efnileg- um hópi barnabarna og bar hag þeirra allra mjög fyrir brjósti. Þau Lína og Gulli voru ein- staklega samhent hjón. Þau voru félagslynd, höfðu gaman af að dansa og spila brids. Þau höfðu yndi af ferðalögum og ferðuðust mikið bæði innan lands og utan, ekki síst þegar drengirnir hleyptu heimdragan- um og þau bæði hætt störfum. Þau áttu bókaða ferð til Portú- gal þegar örlögin gripu í taum- ana og hún óvænt kölluð í ann- að og lengra ferðalag. Þegar við samstarfskonurnar smám saman létum af störfum, stofnuðum við Árynjuhópinn, sem hittist í hverjum mánuði og hefur starfað um árabil. Lína lét sig sjaldan vanta á þær sam- komur og verður hennar nú sárt saknað. Við sendum Gunn- laugi, sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Línu kveðjum við með söknuði og þökk fyrir löng og góð kynni. Blessuð sé minn- ing hennar. Fyrir hönd Árynj- anna. Ásta, Bára, Halldóra, Krist- ín. „Enginn veit fyrr en allt í einu,“ þannig hljómaði máls- hátturinn sem varð til í sum- arbústaðaferð saumaklúbbsins með fjölskyldum sínum fyrir um fjörutíu árum. Við lékum hann og skemmtum okkur vel yfir mismunandi túlkun hans – en hann er nú allt í einu kominn með annað inntak og öllu alvar- legra en þá því nú fáum við þær fréttir að ein úr hópnum, hún Lína okkar, sé látin. Það er þó aðeins rúmur hálfur mánuður síðan hópurinn hittist glaður og hress í mánaðarlegum göngu- túr. Við vinkonurnar eigum það flestar sameiginlegt að við vor- um saman í bekk í Mennta- skólanum á Akureyri. Akureyr- arstelpurnar höfðu verið saman frá því í barnaskóla en aðrar komu utan af landi í skólann. Fyrsta liðið sem við vorum saman í var blaklið bekkjarins þar sem við skemmtum okkur konunglega við að spila við miklu sterkari lið úr eldri bekkjum og töldum engar líkur á sigri en enduðum samt með því að komast á toppinn í úrslit- um, líklega fyrir einhverja til- viljun. Lína var í framlínunni og við getum enn heyrt hennar glaðlega, lítið eitt hása en dill- andi hlátur þegar eitthvað fór úrskeiðis í samspilinu. Enn meira hlógum við þegar úrslitin urðu ljós! Næsta lið okkar var sauma- klúbburinn sem myndaðist eftir stúdentspróf þegar við bekkj- arsystur að norðan og nokkrar vinkonur héldum hópinn í höf- uðborginni. Árin liðu og við héldum áfram að hittast eins og kostur var á næstu árin eftir að við stofnuðum fjölskyldur okkar þó stundum væri það stopult vegna búsetubreytinga og utan- landsdvalar. Lína var þá dugleg að kalla okkur saman. Að henn- ar frumkvæði fórum við nokkr- ar ferðir í sumarbústaði með fjölskyldurnar og áttum saman fræðandi, stundum ævintýraleg- ar en alltaf stórskemmtilegar stundir. Í rúmlega fimmtíu ár höfum við haldið hópinn og alltaf var Lína ein af staðföstum félögum sem sjaldan létu sig vanta. Á seinni árum kölluðum við hóp- inn gönguklúbb og hittumst á sunnudagsmorgnum ásamt mökum, gengum saman og fengum okkur svo hádegis- hressingu. Þetta hafa verið dýr- mætar stundir þar sem við hjálpuðumst að við að greina samfélagið og nútímann, rifja upp gamlar minningar og eldast og þroskast saman. Málshátt- urinn okkar „enginn veit fyrr en allt í einu“ hefur iðulega ver- ið rifjaður upp þegar hópurinn hittist og skemmtir sér við að rifja upp gömlu dagana þegar við vorum ung og dauðinn víðs fjarri hugarheimi okkar. Það var gott að eiga Línu að vini. Hún var staðföst í tryggð sinni við hópinn og tók alltaf virkan þátt í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Samkennd, hjálpsemi og ósérhlífni ein- kenndu viðmót hennar. Hennar verður sárt saknað nú þegar við kveðjum hana hinstu kveðju. Blessuð sé minning hennar. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur sendum við Gulla og fjölskyldunni. Saumaklúbburinn/gönguhóp- urinn, Ingibjörg Friðjóns- dóttir, Margrét Tryggvadóttir, Sigrún Jóhannesdóttir og Birna Ketilsdóttir. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR ANDRÉSSON frá Smiðshúsum, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju föstudaginn 15. júní klukkan 13. Björn Hilmarsson R. Brynja Sverrisdóttir Úlfhildur Hilmarsdóttir Ásgeir V. Ásgeirsson Kolbrún Hilmarsdóttir Gísli Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.