Morgunblaðið - 12.06.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018
SAMSTARFSAÐILI
HVAR SEM ÞÚ ERT
Hringdu í 580 7000
eða farðu á heimavorn.is
Núna er ég að njóta þess að vera til,“ segir Kristjana Björnsdóttirá Borgarfirði eystra, en hún á 60 ára afmæli í dag. „Ég er búinað vera í öllum störfum sem hægt er að hugsa sér. Ég hef verið
beitningarkona, verslunarstjóri, olíubílstjóri og margt fleira, síðast
vann ég á gistiheimilinu Blábjörgum. Nú er ég þekktust fyrir að gefa
fólki ráð, bæði umbeðin en þó sérstaklega óumbeðin.“
Kristjana er eina konan sem setið hefur í hreppsnefnd Borgarfjarðar
eystra, en hún sat í 12 ár í hreppsnefndinni og var um tíma oddviti. „Svo
gaf ég ekki kost á mér fyrir fjórum árum.“ Kristjana er núna formaður
sóknarnefndar Bakkagerðiskirkju. Hún er frá Móbergi í Hjaltastaða-
þinghá en flutti 16 ára gömul til Borgarfjarðar eystra. „Þá fórum við að
búa, ég og kallinn minn, og búum enn saman í sátt og samlyndi.“
Áhugamál Kristjönu eru handavinna og barnabörnin. „Ég prjóna,
hekla, sauma og geri ýmislegt. Svo er ég soroptimisti og er stolt af því.“
Í tilefni dagsins fer Kristjana í matarboð til sonar síns og tengdadótt-
ur á Egilsstöðum ásamt allri fjölskyldu sinni. Eiginmaður Kristjönu er
Jón Helgason. „Hann starfar við smíðar og bílaviðgerðir og er allt
mögulegt-maður.“ Þau eiga tvö börn. Sonur þeirra er Magnús, löggilt-
ur endurskoðandi og meðeigandi að KPMG á Egilsstöðum, eiginkona
hans er Herborg Eydís Eyþórsdóttir og þau eiga þrjá fótboltadrengi.
Dóttir Kristjönu og Jóns er Þórey Birna, leikskólakennari í Fellabæ,
eiginmaður hennar er Sigmar Daði Viðarsson húsasmiður og eiga þau
tvö börn.
Skírn Snærós Arna, yngsta barnabarn Kristjönu og Jóns, er í
skírnarkjól sem amma hennar prjónaði. Sjálf er Kristjana í peysu-
fötum sem Kristjana amma hennar frá Stóra-Steinsvaði átti.
Fór 16 ára að búa á
Borgarfirði eystra
Kristjana Björnsdóttir er sextug í dag
B
irgir Ármannsson fædd-
ist í Reykjavík 12.6.
1968 og ólst þar upp í
Vesturbænum: „Mér
hefur alltaf þótt vænt
um Vesturbæinn, sem er eiginlega
veröld út af fyrir sig. Það er líklega
engin tilviljun að þegar aðrir Reyk-
víkingar segjast vera Reykvíkingar
segja þeir sem búa fyrir vestan Læk
að þeir séu Vesturbæingar.“
Birgir var í Melaskólanum og
Hagaskóla, lauk stúdentsprófum frá
MR 1988, embættisprófi í lögfræði
frá HÍ 1996, hlaut hdl-réttindi 1999
og stundaði framhaldsnám í alþjóð-
legum viðskiptarétti við Kings
College í London 1999-2000.
Birgir var blaðamaður á Morgun-
blaðinu 1988-94, starfaði hjá Versl-
unarráði Íslands 1995-2003, var lög-
fræðingur ráðsins 1996-98, skrif-
stofustjóri 1998-99 og aðstoðar-
framkvæmdastjóri 2000-2003. Birgir
hefur verið þingmaður Reykvíkinga
fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2003, í
Reykjavíkurkjördæmi suður 2003–
2013 og Reykjavíkurkjördæmi norð-
ur frá 2013. Hann er formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins frá 2017.
Birgir var forseti Framtíðarinnar
í MR 1985-86, inspector scholae
1987-88, sat í Stúdentaráði fyrir
Birgir Ármannsson, lögfræðingur og alþingismaður – 50 ára
Með dætrunum Hér er alþingismaðurinn í fjallgöngu með dætrunum þremur, þeim Helgu Kjaran, Hildi og Ernu.
Pólitískur alla tíð og
gekk í Heimdall 15 ára
Morgunblaðið/Golli
Bara nokkuð gott Þórður, framkvæmdastjóri flokksins, tekur mynd af
Birgi og ráðherrunum Sigríði Andersen og Guðlaugi Þór Þórðarsyni.
Akureyri Aron Þorsteinn Kristins-
son fæddist 12. júní 2017 kl. 22.15 og
á því eins árs afmæli í dag. Hann vó
3.804 g og var 51 cm langur. For-
eldrar hans eru Guðrún Sigríður Þor-
steinsdóttir og Kristinn Frímann
Jakobsson.
Nýir borgarar
Grindavík Hannes Kristinn Henrýs-
son fæddist 12. júní 2017 kl. 6.17 og á
því eins árs afmæli í dag. Hann vó
4.580 g og var 58,5 cm langur. For-
eldrar hans eru Ragnheiður
Kristinsdóttir og Jóhann Henrý
Ásgeirsson.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is