Morgunblaðið - 13.06.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.06.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 MANDUCA BURÐARPOKINN Manduca burðarpokinn er hannaður með það markmið að leiðarljósi að barn geti viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma. Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is bambus.is Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Um kvöldmatarleytið í gær náðist samkomulag um að þingi yrði slitið í gær og var þingið að störfum langt fram á kvöld. Frumvarp um per- sónuvernd og vinnslu persónuupp- lýsinga var tekið á dagskrá um mitt kvöld og málið tekið til annarrar um- ræðu. Málið er viðamikið og hafa tæplega 300 umsagnir borist frá fyr- irtækjum, sveitarfélögum, stofnun- um og öðrum hagsmunaaðilum. Meðal annars var rafrettufrum- varpið svonefnda samþykkt með 54 atkvæðum í gær, en í því eru tak- markanir á leyfilegum styrkleika og stærð áfyllinga fyrir rafrettur. Einn- ig eru sett takmörk á notkun raf- retta. Frumvarpið hefur sætt mikilli gagnrýni og tók talsverðum breyt- ingum í meðförum þingsins. Þar að auki var samþykkt laga- frumvarp til breytinga á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka, um sýnd- arfé og stafræn veski. Þá var 69 ein- staklingum veittur íslenskur ríkis- borgararéttur samkvæmt hefð. Sömdu við Miðflokkinn Uppnám varð um þinglok sam- kvæmt fyrra samkomulagi flokk- anna við upphaf þingfundar klukkan 13:30 í gær, en tilefnið var frávís- unartillaga efnahags- og viðskipta- nefndar vegna frumvarps Miðflokks- ins sem gerði ráð fyrir því að húsnæðisliður í útreikningi vísitölu neysluverðs yrði felldur á brott. Lagði nefndin til að málinu yrði vísað til úrvinnslu í starfshópi til fag- legrar meðferðar samkvæmt þings- ályktun sem samþykkt var einróma í þinginu 8. maí sl. Töldu þingmenn Miðflokksins að samkomulag flokk- anna um þinglok hefði verið svikið með frávísunartillögunni. „Nú sjáum við svik á ný,“ sagði Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson, formaður Mið- flokksins, í ræðustól þingsins og fékk, auk annarra þingmanna Mið- flokksins, mikla gagnrýni frá þing- mönnum ríkisstjórnarflokkanna. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður efna- hags- og viðskiptanefndar, sagði að frávísunartillagan hefði verið rök- studd og rædd í nefndinni síðasta föstudag. Miðflokkurinn hefði þann- ig vitað af afstöðu meirihlutans í fjóra daga, en ekkert aðhafst þá. Um kvöldmatarleytið boðaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra formenn flokkanna á sinn fund í fundarherbergi forsætisnefndar og náðist þar sátt um þinglokin. Fékk Miðflokkurinn aftur inn á dagskrá þingsályktunartillögu um óháða, faglega staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrarhús og ömuðust hinir stjórnarandstöðuflokkarnir ekki við því. Samkomulag náðist að nýju um þinglokin  Alþingi samþykkti meðal annars frumvarp um rafrettur Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Nýlegar umsagnir Samtaka fjár- málafyrirtækja (SFF) um frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga snúa að mestu að vinnslu persónuupplýsinga innan vá- tryggingafélaga. Nokkur óvissa rík- ir um áhrif hinna nýju persónu- verndarlaga á starfsemi félaganna en í umsögnum SFF er því lýst hvernig aðgangur tryggingafélaga að sjúkra- og lögregluskýrslum verði mögulega skertur til muna. Þá segir í umsögnunum að vinnsla viðkvæmra persónuupplýs- inga sé nauðsynlegur hluti af áhættumati félaganna. Óvissa um túlkun laganna „Það sem við erum að benda á er að þetta er ekki nægilega skýrt. Það er vafi á um hvort þetta verði talið heimilt,“ segir Vigdís Halldórs- dóttir, lögfræðingur hjá SFF, spurð út í aðgang tryggingafélaga að heilsufarsupplýsingum um foreldra og systkini vátryggingataka. Í um- sögninni er bent á að heilsufars- upplýsingar nánustu ættingja séu mikilvægar grundvallarupplýsingar til þess að áhættumat geti farið fram. Áhættumat sé svo forsenda ákvörðunar um hvort unnt sé að veita vátryggingu eða ekki. Vigdís segist þó ekkert geta fullyrt um hvaða áhrif lögin muni hafa á neytendur og tryggingafélög verði þau samþykkt óbreytt en bæt- ir þó við: „Ef þessu verður ekki breytt munu tryggingafélögin lík- lega þurfa að leita til Persónuvernd- ar um hvernig þetta er túlkað.“ Hafa ekkert heyrt Vigdís hefur ekki heyrt hvort Allsherjar- og menntamálanefnd Al- þingis ætli að taka athugasemdir þeirra til greina en SFF sendi í mars frá sér sameiginlega umsögn með „Samtökunum“ (SA, SI, SF, SFF, SVÞ, Samorku, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og SÍ). „Við höfum raunverulega bara farið og hitt nefndina út af þeirri umsögn. Það var áður en umsóknartíminn leið hjá en við höfum ekkert heyrt.“ Óvissa um mikil- vægar upplýsingar  Aðgangur tryggingafélaga að heilsufars- upplýsingum ættingja gæti skerst til muna Morgunblaðið/Styrmir Kári Þingmenn Frumvarpið hefur feng- ið hraða meðferð í fastanefndum. hjá persónu- verndarstofn- unum innan ESB veit hún til þess að 100 ný mál bárust þeirri finnsku strax 25. maí og um 1.300 ný mál höfðu bor- ist þeirri írsku tveimur vikum eftir gildistöku reglugerðarinnar. „Við erum í algjöru hámarki af málum nú þegar,“ segir Helga, en málafjöldi er á leið með að fjórfald- ast frá árinu 2002. Áætlað er að fjölga starfsmönnum Persónuverndar úr 12 í 25 á árunum 2019-2023. teitur@mbl.is „Rétt tala í dag er 709,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuvernd- ar, í samtali við Morgunblaðið um opin og óafgreidd mál hjá stofnun- inni og bætir við: „Þetta er í fyrsta sinn í sögu Persónuverndar sem óaf- greidd mál eru svona mörg.“ Á dögunum sendi Persónuvernd frá sér umsögn um frumvarp til nýrra persónuverndarlaga, en í um- sögninni kemur meðal annars fram að mála hafi fjölgað gríðarlega á síð- ustu árum. Útlit er fyrir að þeim muni fjölga enn frekar þegar nýja persónuverndarlöggjöfin tekur gildi. Evrópska persónuverndar- reglugerðin sem nýju lögin eru byggð á tók gildi innan ESB 25. maí. Þrátt fyrir að Helga hafi ekki ná- kvæmar tölur yfir aukningu mála Óafgreidd mál í sögulegu hámarki Helga Þórisdóttir „Þessi aðgerð var nauðsynleg en hún dugar ekki,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, forseti Alþýðusambands Íslands, um þá ákvörðun Alþingis að leggja kjararáð niður. Ráðið verður lagt nið- ur 1. júlí og hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagt að hún vonist til að þetta skapi aukna sátt á vinnu- markaði um launaákvarðanir æðstu embættismanna. Gylfi segir að umdeildar ákvarðanir kjararáðs frá 2016, þegar laun forseta Íslands, þingmanna og ráðherra voru hækkuð um mörg hundruð þúsund krónur, standi enn og þær þurfi að ganga til baka. „Það hefur verið og er enn krafa okkar að þessar ákvarðanir verði færðar niður. Það á sérstaklega við um launahækkanir alþingis- manna, ráðherra, skrifstofustjóra og ráðuneytisstjóra. Þar stendur hnífur- inn enn þá í kúnni. Við höfum ítrekað komið þessum kröfum á framfæri við ríkisstjórnir en á þessu hefur ekki orðið nein breyting. Ef það er vilji ráðamanna að það verði umræða um kjarasamninga og launaþróun þarf að taka þetta mein af borðinu.“ Undir þetta tekur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar: „Það er jákvætt að kjararáð sé leyst upp, það lýsir í það minnsta pólitískum skilningi á því hversu miklu uppnámi ákvarðanir þess hafa valdið meðal al- mennings. Vandamálið er samt óleyst. Þessar brjálæðislegu hækkan- ir særðu réttlætiskennd fólks og þær þurfa að ganga til baka.“ hdm@mbl.is Jákvætt skref en hækkanir frá 2016 þarf að leiðrétta  Verkalýðsleiðtogar fagna því að kjararáð sé lagt niður Gylfi Arnbjörnsson Sólveig Anna Jónsdóttir Bjarni Siguróli Jakobsson náði 9. sætinu í Evrópufor- keppni Bocuse d’Or-matreiðslukeppninnar sem haldin var í Tórínó í gær. Bocuse d’Or er ein af virtustu matreiðslukeppnum heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslu- manna sinna landa. Keppnin er hörð og eru gerðar miklar kröfur til keppenda. Bjarni Siguróli hafði 5 ½ klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Glæsilegur árangur Bjarna gefur hon- um keppnisrétt í aðalkeppni Bocuse d’Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 24.-25. janúar 2019. Þjálfari Bjarna er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d’Or-keppandi 2017, og aðstoðarmaður er Ísak Þor- steinsson. AFP Bjarni keppir til úrslita í Bocuse d’Or

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.