Morgunblaðið - 13.06.2018, Page 6

Morgunblaðið - 13.06.2018, Page 6
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 20186 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk gæða heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Guðrún Erlingsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir „Við erum breitt pólitískt litróf með það markmið að gera góða borg betri fyrir íbúana og vinna þétt saman,“ sagði Þórdís Lóa Þór- hallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjvíkur, þegar hún hóf kynningu á nýjum meiri- hlutasáttmála Pírata, Samfylking- ar, Viðreisnar og Vinstri grænna. Undirskrift og kynning á sátt- málanum, „Við eigum öll að geta fundið okkur stað í Reykjavík“, fór fram í gærmorgun í rjóðri við Breiðholtslaug. Þórdís Lóa sagði nýja ásjónu á borgarstjórn og samstarfssamning- urinn væri byggður á góðum grunni málefna sem sameinuðu flokkana. Leiðarljósið hafi verið að gera lífið einfaldara fyrir borgar- búa. Þórdís Lóa tekur við sem for- maður borgarráðs á fyrsta fundi borgarstjórnar sem haldinn verður á kvenréttindadaginn 19. júní. „Ég sem formaður borgarráðs kem til með að leiða vinnu við að móta samtal við atvinnulífið og endurhanna þjónustu borgarinnar þar sem áherslan verður á þjón- ustu við borgarbúa en ekki kerfið sjálft,“ segir Þórdís sem telur að Viðreisn hafi fengið öllum sínum hjartans málum framgengt í meiri- hlutasáttmálanum. Pawel Bartos- zek, borgarfulltrúi Viðreisnar, tek- ur við formennsku í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði sem er nýtt ráð sameinað úr menningar- og ferðamálaráði og íþrótta- og tómstundaráði. Ferðamál munu framvegis heyra undir borgarráð sem og atvinnuþróun og atvinnu- mál. Eftir ár mun Hjálmar Sveins- son taka við því ráði en Pawel taka við sem forseti borgarstjórnar út kjörtímabilið en hann er væntan- lega sá fyrsti af erlendu bergi brot- inn sem sest í stól forseta borgar- stjórnar. Dóra Björt Guðjónsdóttir, odd- viti Pírata, verður forseti borgar- stjórnar fyrsta árið en tekur að því loknu við sem formaður mannrétt- inda- og lýðræðisráðs en það ráð er sameinað úr mannréttindaráði og stjórnkerfis- og lýðræðisráði. Píratalegur samningur „Við erum gríðarlega sátt enda píratalegur sáttmáli þar sem lögð er áhersla meðal annars á aðgengi fyrir alla, rafræna þjónustu, ska- ðaminnkun og lýðræði á breiðum grundvelli,“ segir Dóra Björt. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, verður formaður í um- hverfis- og heilbrigðisráði sem sjá mun um loftslagsmál, loftgæði, úr- gangsmál, sorphirðu, málefni grænna svæða og umhirðu, auk málefna heilbrigðisnefnda. Um- hverfis- og skipulagsráð fær heitið Skipulags- og samgönguráð og mun verða undir forystu Sigur- borgar Óskar Haraldsdóttur frá Vinstri grænum. Líf segist bjart- sýn á nýjan meirihluta en hefði viljað ganga lengra í gjaldskrár- málum en samið var um. „Þetta er nýr hópur með nýjar áherslur og verkaskiptingu. Við sækjum djarflega fram í að þróa Reykjavíkurborg áfram sem nú- tímalega, áhugaverða og fjöl- breytta borg fyrir alla,“ segir Dag- ur B. Eggertsson, Samfylkingu, sem heldur áfram sem borgar- stjóri. Skúli Helgason verður formaður skóla- og frístundaráðs og Heiða Björg Hilmisdóttir formaður vel- ferðarráðs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samherjar Glatt var yfir borgarfulltrúum meirihlutans í Reykjavík við undirritun meirihlutasáttmála í rjóðri við Breiðholtslaug í gærmorgun. Færri fagráð og nefndir  Dagur áfram borgarstjóri  Flokkarnir vilja einfalda líf borgarbúa  Oddviti Viðreisnar segir flokkinn hafa fengið öllum sínum hjartans málum framgengt Sanna Magdalena Mörtudóttir, odd- viti Sósíalista- flokksins í Reykjavík, segir málefnasamning nýs meirihluta í Reykjavík vera stríðsyfirlýsingu gegn fátæku fólki. „Við lítum á þetta bara sem stríðsyfirlýsingu meirihlutans gegn fátæku fólki. Í staðinn fyrir að segja fátækt stríð á hendur þá hafa borgar- yfirvöld ákveðið að heyja áfram stríð gegn fátækum einstaklingum.“ Hún segir sósíalista sjá lítið í sáttmálanum sem er líkingu við þeirra áherslur úr kosningabaráttunni. Hún segir t.d. alltof lítið gert til mæta biðlistum eft- ir félagslegu húsnæði. „Það er talað um 500 félagslegar íbúðir en það eru 960 á biðlista núna og við vitum að það eru líklega þúsund aðrir sem gætu verið á biðlista og þurfa að sækja um en gera það ekki.“ Segir hún einnig of skammt gengið hjá meirihlutanum að ætla að hafa frían mat í skólum fyrir þriðja barn eftir 2021. „Fólkið sem kaus okkur sósíal- ista núna hefur ekki efni á að borga matinn í dag. Þriðja barnið frítt eftir 2021. Þetta er ekki einu sinni brauð- molar til hinnar verst settu.“ mhj@mbl.is Stríðsyfir- lýsing gegn fátækum Sanna Magdalena Mörtudóttur Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, hefði viljað sjá öðruvísi forgangsröðun en fram kemur í meirihlutasáttmálanum sem lagður var fram í dag. „Ég hefði viljað sjá að fólk væri sett í aðalforgang, mér finnst borg- arlínan alltaf vera sett í fyrsta sæti. Sáttmálinn er mjög almennt orð- aður og hvergi að sjá hvernig á að gera hlutina,“ segir Kolbrún. Hún segist ekki vilja vera nei- kvæð og eitthvað gott sé að finna í sáttmálanum. Það vanti ekki fögur orð en það vanti útfærslu á fram- kvæmdinni. Kolbrún segir að minnihlutinn hafi hist og þau séu sterkur samstiga hópur sem leggi alla áherslu á að hafa fólkið í fyrsta sæti og þjónustu við það. „Við munum styðja öll góð og heilbrigð málefni og leggja mikla áherslu á að bæta þjónustu fyrir barna- fjölskyldur. Við höfum miklar áhyggjur af ört vaxandi biðlistum eftir þjónustu og ég innti borgarstjóra við undirritun meirihlutasáttmálans eftir viðbrögðum við biðlistum í heimaþjónustu en fékk lítil svör frá hon- um,“ segir Kolbrún sem hlakkar til komandi baráttu. Líst vel á minnihlutann sem styðja mun öll góð málefni Kolbrún Baldursdóttir  Sérstök áhersla verður lögð á hagkvæmar og nútímalegar lausnir í hús- næðisuppbyggingu og aukinn kraftur settur í lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, meðal annars í tengslum við Borgarlínu. Lykilsvæði í húsnæðisuppbyggingu verða fjölbreyttir þéttingarreitir, meðal annars meðfram þróunarásum aðalskipulags ásamt nýrri, blandaðri byggð í Gufu- nesi, Bryggjuhverfi, Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Höfðum, Skeifu og Skerjafirði  Frá 2019 greiða barnafjölskyldur einungis námsgjald fyrir eitt barn, þvert á skólastig. Frá 2021 skulu barnafjölskyldur mest greiða fæðisgjöld fyrir tvö börn, þvert á skólastig.  Ný aðgerðaráætlun verður unnin og sett í forgang. Unnið verður mark- visst gegn öllu ofbeldi og margþættri mismunun og einelti í borginni. Unnið verður gegn einangrun fólks og sárri fátækt með markvissum og valdefl- andi hætti. Velferðar-, jafnréttis-, húsnæð- is- og lýðræðismál í forgrunni MEIRIHLUTASÁTTMÁLINN ,,Viðbrögð mín við nýjum meirihluta eru málum blandin og ég er undr- andi yfir því aðgerðaleysi sem birtist í stefnuplagginu,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarstjórnarfulltrúi Miðflokksins. Hún segir nýjan meiri- hluta einblína um of á uppbyggingu borgarlínu. ,,Nýr meirihluti horfir á borgarlínuna sem alfa og ómega alls í Reykjavík í stað þess að taka á þeim bráðavanda sem blasir við borgar- búum, húsnæðisskorti, leikskóla- málum og fleiru.“ Hún segir borgarbúa ekki munu finna fyrir því að nýr meirihluti hafi tekið við. ,,Eins og þetta birtist mér er verið að keyra áfram sömu stefnu og hefur verið gert í Reykjavíkurborg undanfarin átta ár. Það er haldið áfram að tala um að skoða hlutina, keyra tilraunaverkefni og setja mál í nefndir svo að borgarbúar munu ekki finna fyrir neinum breytingum þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir þeim í kosning- unum.“ Vigdís harmar það að ekki sé stefnt á lagningu Sundabrautar og sömuleiðis óvissu um framtíð flug- vallarins í Vatnsmýrinni. ,,Það er skýr krafa vegna ör- yggissjónarmiða að flugvöllurinn verði ekki færður.“ ,,Meirihlutinn horfir á borgarlín- una sem alfa og ómega alls“ Vigdís Hauksdóttir ,,Þetta er ekki nýr meirihluti, heldur gamall,“ segir Eyþór Arn- alds, oddviti sjálf- stæðismanna, um nýmyndaðan meirihluta borgarstjórnar. ,,Viðreisn tekur við keflinu af Bjartri framtíð og reisir þannig gamla meirihlutann við. Áherslurnar eru svipaðar og borgarstjórinn er sá sami svo ég á ekki von á því að mikið verði um breytingar. Ég tel að kjósendur Við- reisnar hefðu viljað sjá meiri breyt- ingar,“ segir hann. Eyþór bendir á að vísað sé á ríkið í ýmsum stefnumálum nýs meirihluta og að jafnvel sé áætlað að koma ein- hverju í framkvæmd á næsta kjör- tímabili.,,Það er því ekki mikið í hendi og engir mælikvarðar á árang- ur. Einnig er athyglisvert að ekkert sé minnst á Miklubraut í stokk sem var eitt af aðalkosningaloforðum Samfylkingarinnar,“ segir hann. Eyþór Arnalds Gamall meirihluti MEIRIHLU I MY DAÐUR Í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.