Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
www.kvarnir.is
1996
2016
20 ÁRAKvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði
sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Vinnupallar
margar stærðir
og gerðir
VIÐ leigjum út
palla og kerrur
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Tilboð hjá Ríkiskaupum vegna
gatnaframkvæmda og jarðvinnu
vegna Nýs Landspítala við Hring-
braut voru opnuð nýverið. Fjögur
tilboð bárust í verkið og voru þrjú
þeirra undir kostnaðaráætlun. Ís-
lenskir aðalverktakar hf. buðu lægst
eða 2,8 milljarða króna, sem telst
83,4% af kostnaðaráætlun.
Um er að ræða framkvæmdir við
jarðvinnu fyrir meðferðarkjarna,
götur, göngustíga, bílastæði og ann-
an lóðafrágang, ásamt fyrirhuguð-
um bílakjallara. Aðrar byggingar
sem teljast hluti af spítalakjarnan-
um eru rannsóknarhús, bílastæða-,
tækni- og skrifstofuhús ásamt nýju
sjúkrahóteli sem þegar er risið og
vonast er til að verði tilbúið á næstu
mánuðum.
Ásbjörn Jónsson, fræðslustjóri
Nýs Landspítala, segir kostnaðar-
áætlunina halda velli ef litið sé á til-
boðin. „Maður átti ekki von á að öll
tilboðin yrðu undir settu marki, en
kostnaðaráætlunin á náttúrlega að
liggja nálægt því sem menn bjóða
svo það er jákvætt.“
68 þúsund fermetra kjarni
Bygging nýs meðferðarkjarna er
hluti af heildaruppbyggingu Hring-
brautarverkefnisins. Meðferðar-
kjarninn verður meginstoð nýs spít-
ala og tekur við hlutverki margvís-
legrar starfsemi að sögn Ásbjörns.
„Þarna koma inn m.a. legudeildir,
gjörgæsla, skurðstofur, bráðamót-
taka, speglunar- og röntgendeild og
öll aðstaða fyrir starfsmenn. Í raun
allt sem tilheyrir spítala.“ Meðferð-
arkjarninn verður á sex efri hæðum
auk tveggja hæða kjallara. Bygg-
ingin verður um 68 þúsund fermetr-
ar og því langstærsta byggingin í
nýja spítalakjarnanum.
Einnig voru tilboð vegna full-
hönnunar rannsóknarhúss gerð op-
inber, en húsið er einn hluti af upp-
byggingunni við Hringbraut. Lægst
bauð hönnunarteymið Corpus3 en
þeir buðu 477 milljónir króna (án
virðisaukaskatts) sem er 71,1% af
kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun
var rúmlega 670 milljónir fyrir
hönnun hússins.
Rannsóknarhúsið mun færa meg-
instarfsemi rannsókna spítalans
undir eitt þak en Blóðbankinn og
níu rannsóknardeildir flytja inn í
húsið. „Rannsóknarhúsið er í raun
bylting þar sem áður voru rann-
sóknardeildir spítalans dreifðar um
alla borg. Það er augljós kostur í því
að hafa þessar deildir saman, en
staðan í dag er þannig að verið er að
flytja sýni í leigubílum út um allan
bæ. Í rannsóknarhúsinu skapast
mikil nánd við bæði spítalann sjálfan
og ekki síður við háskólann, Lækna-
garð og heilbrigðisvísindasvið. Það
eru gríðarlega mikil tengsl milli
rannsóknardeilda spítalans og há-
skólans og mun þetta auðvelda sam-
starf og samskipti bæði starfsmanna
og rannsóknaraðila,“ segir Ásbjörn.
Þá segir í fréttatilkynningu að
mikil samlegðaráhrif verði við Há-
skóla Íslands, en háskólinn mun
reisa nýtt hús heilbrigðisvísinda-
sviðs sem verður tengt rannsókn-
arhúsinu.
Áætlað er að byggingu við Hring-
braut verði lokið 2024 í samræmi við
fjármálaáætlun 2019-2024.
Þrjú tilboð af fjór-
um undir áætlun
Ljósmynd/Nýr Landspítali
Framtíðarsýn Meðferðarkjarni Nýs Landspítala eins og hann kemur til með
að líta út. Horft er frá gamla spítalahúsinu til suðvesturs.
Tilboð opnuð í framkvæmdir við Nýjan Landspítala
Lægsta boð frá Íslenskum aðalverktökum, 2,8 milljarðar
Hagstæð tilboð
» Lægsta tilboð í verkið var
2,8 milljarðar króna.
» Kostnaðaráætlun var 3,4
milljarðar króna.
» Þrjú af fjórum tilboðum í
hönnun rannsóknarhúss voru
undir kostnaðaráætlun.
» Lægsta tilboð var 477 millj-
ónir króna.
» Uppbyggingu lýkur 2024.
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Starf bæjarstjóra verður auglýst,
skv. meirihlutasamkomulagi og mál-
efnasamningi sem bæjarfulltrúar
Framsóknarflokks, L-listans og
Samfylkingarinnar tilkynntu og
undirrituðu í Hofi í gær.
Forseti bæjarstjórnar verður
Halla Björk Reynisdóttir (L) og for-
maður bæjarráðs verður Guð-
mundur Baldvin Guðmundsson (B),
segir Hilda Jana Gísladóttir (S) í
samtali við Morgunblaðið, en hún
verður formaður Akureyrarstofu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð og
frístundaráð fær jafnframt L-
listinn, fræðsluráð og skipulagsráð
fær Framsóknarflokkur og vel-
ferðarráð og stjórn Akureyrarstofu
fellur Samfylkingu í skaut.
Málefnasamningurinn leggur
áherslu á félagslegt réttlæti og að
allir njóti mannréttinda. Í fræðslu-
málum verður áherslan á að brúa bil
milli fæðingarorlofs og leikskóla og
lengingu fæðingarorlofsins. Skóla-
stjórnendur fái aukna faglega for-
ystu, námið verður miðað að þörfum
nemenda og efldur verður stuðn-
ingur við nemendur í vanda. Öflug
íþróttafélög og lýðheilsa verður í
forgrunni í frístundamálum og frí-
stundastyrkur hækkaður í a.m.k. 50
þúsund kr.
Stefnt á millilandaflug
Þá er talað um að Akureyri verði
ákjósanlegur valkostur fyrir fyrir-
tæki, fjölskyldur og fatlaða, m.a.
með uppbyggingu Akureyrarflug-
vallar og vinnu við að koma á beinu
millilandaflugi. Raforkuflutningar í
Eyjafjörð verði tryggðir og hlúð að
búsetu í brothættari byggðum eins
og Hrísey og Grímsey. Í velferðar-
málum á að tryggja rekstur og við-
hald Öldrunarheimila Akureyrar og
gera þjónustu við aldraða sveigjan-
legri. Unnið verður eftir samningi
Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks og þjónusta efld við
fötluð börn allt árið um kring. Sett
verður á fót áfangaheimili ásamt
skilvirku meðferðarúrræði og þjón-
ustu vegna fíknar, ofbeldis og geð-
sjúkdóma.
Menningarlífið á að efla með
hækkun framlaga í menningarsjóð
og áherslum á barnamenningu, m.a.
með barnamenningarhátíð.
Akureyri á að verða leiðandi í
umhverfismálum, m.a. með því að
styrkja starfsemi Vistorku, sem
framleiðir umhverfisvænt eldsneyti.
Aðrar áherslur eru mælanleg mark-
mið og árangur í umhverfismálum,
minna plast, aðgerðir gegn svifryks-
mengun, frekari þróun sorphirðu,
að fráveitumálum bæjarins verði
komið í lag og þjónusta Strætó
bætt.
Kynjuð fjárhagsáætlun þróuð
Í húsnæðis- og skipulagsmálum á
að stuðla að nægu og fjölbreyttu
framboði íbúða. Skipulag á að
breytast í takt við uppbyggingu at-
vinnulífs og íbúaþróun í bænum.
Miðbærinn á að verða öruggur með
rými til uppbyggingar og þéttingar í
bland við græn svæði. Í stjórnsýslu
verður lögð áhersla á íbúalýðræði
og agaða fjármálastjórn með fag-
legri og gegnsærri stjórnsýslu og
þróun kynjaðar fjárhagsáætlunar.
Tilraunaverkefni verða sett á lagg-
irnar um styttingu vinnuvikunnar
og rafræn þjónusta bætt.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Kynning og undirritun í Hofi Bæjarfulltrúar nýja meirihlutans. F.v.
Dagbjört Pálsdóttir, Andri Teitsson, Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana
Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Félagslegt
réttlæti og
mannréttindi
Meirihlutasáttmáli Akureyrarbæjar
Katrín Sigur-
jónsdóttir hefur
verið ráðin nýr
sveitarstjóri
Dalvíkur-
byggðar, en það
var samþykkt
samhljóða á
fyrsta fundi
nýrrar sveitar-
stjórnar á mánu-
dag. Hún tekur
við af Bjarna Th. Bjarnasyni.
Katrín er jafnframt oddviti B-
lista framsóknar- og félagshyggju-
fólks í sveitarstjórn.
Katrín er fædd 1968 og hefur
verið búsett á Dalvík frá árinu
1988. Áður bjó hún einn vetur á
Árskógsströnd en er uppalin á
Glitstöðum í Norðurárdal í Borg-
arfirði.
Katrín var í sveitarstjórn
Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-
2004 fyrir B-lista framsóknar-
manna. Hún hefur unnið hjá
Sölku-Fiskmiðlun hf. útflutnings-
fyrirtæki á þurrkuðum fisk-
afurðum frá 1994 og sem fram-
kvæmdastjóri frá árinu 2004.
Á vef Dalvíkurbyggðar segir að
helstu áhugamál Katrínar séu
samverustundir með fjölskyldu og
vinum, handavinna og íþróttir.
Katrín nýr sveitar-
stjóri í Dalvíkurbyggð
Er oddviti B-lista í sveitarstjórn
Katrín
Sigurjónsdóttir