Morgunblaðið - 13.06.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
✝ HafsteinnSigurvinsson
fæddist 1. júní 1951
í Reykjavík. Hann
andaðist á Land-
spítalanum við
Hringbraut. 2. júní
2018. Hafsteinn var
sonur hjónanna
Sigurvins Sveins-
sonar rafvirkja, f.
9. júní 1925, d. 27.
desember 2004, og
Jóhönnu Karlsdóttur, f. 21. nóv-
ember 1925, d. 5. október 2014,
sem búsett voru að Vesturbraut
11 í Keflavík. Systkini Hafsteins
eru: Kristín, f. 7. desember
1945, d. 25. janúar 2012, maki
Hreinn Steinþórsson. Kristrún,
f. 6. ágúst 1948, d. 9. janúar
2005, maki Leo George. Jó-
hanna Svanlaug, f. 25. apríl
björg Þóra og Klara Lind.
Hanna Dís Hafsteinsdóttir, f. 12.
september 1978, maki hennar er
Friðrik Þór Steingrímsson, þau
eiga saman soninn Steingrím
Þór, Friðrik á fyrir Daða Þór.
Fríður Hilda Hafsteinsdóttir, f.
29. desember 1982, maki hennar
er Gunnar Stígur Reynisson,
börn þeirra eru Urður og Ernir.
Hafsteinn og Þóra slítu sam-
vistum. Seinna kvæntist Haf-
steinn Önnu Árnadóttur og slitu
þau einnig samvistum.
Hafsteinn lauk sveinsprófi í
múrsmíði árið 1975. Eftir
sveinspróf vann hann við múr-
verk, lengst af hjá Íslenskum að-
alverktökum. Lengi stundaði
hann sjómennsku samhliða múr-
verkinu. Hann var virkur í hin-
um ýmsu félagasamtökum. Var
m.a. formaður í Múrarafélagi
Suðurnesja í nokkur ár og vara-
formaður Múrarafélags Íslands
auk þess sem hann sat í stjórn
Golfklúbbs Suðurnesja.
Útför Hafsteins fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 13. júní
2018, klukkan 11.
1954, d. 20. júlí
2012, maki Þor-
valdur Kjartans-
son. Sigurvin Ægir,
f. 25. september
1956, maki Berg-
þóra Sigurjóns-
dóttir. Ólöf, f. 12.
október 1958, maki
Halldór Rúnar Þor-
kelsson. Dröfn, f. 9.
janúar 1961. Kar-
ítas, f. 2. nóvember
1963, maki Tryggvi B. Tryggva-
son.
Hafsteinn kvæntist Þóru Sig-
ríði Njálsdóttur frá Bergþórs-
hvoli í Garði 31. desember 1973.
Saman eignuðust þau þrjár dæt-
ur. Þær eru: Þóra Kristrún Haf-
steinsdóttir, f. 29. febrúar 1972,
maki hennar er Þórarinn Pét-
ursson, börn þeirra eru Ingi-
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér
skrítið stundum hvernig lífið er.
Eftir sitja margar minningar
þakklæti og trú.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Elsku besti pabbi, við trúum
þessu varla ennþá. Trúum því
varla hvað lífið getur breyst
snögglega.
Þú kvaddir okkur svo skyndi-
lega og við vorum svo óviðbúin
því. Það er svo erfitt að sætta
sig við orðinn hlut. Svo erfitt að
sætta sig við það að fá ekki að
heyra röddina þína aftur, fá
knús frá þér, heyra þig hlæja og
sjá þig leika við barnabörnin
þín. Þó hjartað hafi verið orðið
veikt var það fullt af elsku.
Það fundum við og barna-
börnin þín. Það var svo gott að
geta leitað til þín. Þú varst allt-
af tilbúinn til að veita ráð og að-
stoð.
Sér í lagi þegar það snéri að
iðnaðarvinnu og best var ef þú
komst og hjálpaðir. Þú varst
alltaf svo vandvirkur í þínum
störfum og sættir þig við ekkert
fúsk. Þú sýndir okkur alltaf svo
mikinn áhuga. Vildir vita hvað
væri að gerast í lífi okkar og
varst alltaf tilbúinn í gott spjall
um daginn og veginn, fréttir og
íþróttir eða um nýjustu glæpa-
söguna sem þú varst með á
náttborðinu þínu.
Við sitjum núna eftir með tár
á hvarmi en eigum í minninga-
bankanum fullt af minningum.
Þessar minningar munum við
varðveita vel.
Pabbi manstu eftir vikunum í
Þrastaskógi, manstu eftir Mal-
lorca, manstu eftir jólaboðunum
á Vesturbrautinni, manstu eftir
spjallinu um bækurnar, manstu
eftir steikta fiskinum, manstu
eftir EM á Spáni, manstu þegar
þú varst afi, manstu þegar þú
leiddir mig að altarinu, manstu
þegar við rifumst, manstu þegar
við sættumst, manstu eftir jóla-
sýningunni, manstu þegar þú
komst á Höfn, manstu þegar þú
valdir með mér hús, manstu
þegar við gerðum upp baðið
saman, manstu eftir Jagernum,
manstu eftir flugeldunum,
manstu þegar Perla fékk öng-
ulinn í nefið, manstu pabbi. Við
munum þetta allt og munu
varðveita þessar minningar.
Elsku pabbi, við erum svo þakk-
lát fyrir þann tíma sem við
fengum að eyða saman.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
Þarf ég bara að sitja og hugsa um
þig
Þá er eins og losni úr læðingi
Lausnir öllu við
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Elsku pabbi, þú verður ávallt
í huga okkar og við vitum að þú
munt halda áfram að fylgjast
með okkur og aðstoða okkur ef
við þurfum á því að halda. Við
elskum þig, elsku pabbi, og
söknum þín meira en orð geta
lýst.
Þínar dætur, makar og
barnabörn,
Þóra, Hanna Dís,
Fríður Hilda, Þórarinn,
Friðrik Þór, Gunnar
Stígur, barnabörn.
Hafsteinn Sigurvinsson,
elskulegur tengdafaðir minn, er
látinn. Mig langar með nokkr-
um orðum að minnast hans. Er
ég lít til baka er margs að
minnast. Langar mig að segja
frá því þegar þú tókst mig inn í
fjölskyldu þína opnum örmum
ég man hvað ég var stressaður
að hitta þig. Ég á aldrei eftir að
gleyma því þegar þú varst að
koma til okkar Hönnu Dísar í
kubbasteik, þar sem þér þótti
það einn besti matur í heimi, og
auðvita brúnu sósuna hennar
Hönnu. Svo má ekki gleyma bíl-
skúrsferðum okkar þar sem við
ræddum allt mögulegt og mun
það verða í hjarta mínu um alla
eilífð.
Ég þakka þér líka fyrir hvað
þú tókst honum Daða Þór vel,
þú taldir hann alltaf eitt af þín-
um barnabörnum. Ég man þeg-
ar við sögðum þér frá því að
það væri annar drengur á leið-
inni í fjölskylduna okkar og þú
ljómaðir af gleði.
Sérhvert ljós um lífsins nótt,
hugsvölun í hverjum þrautum,
hverja gleði’ á lífsins brautum,
sérhvert lán og gæðagnótt,
allt hið fagra’ er augað lítur
andinn hvað sem dýrlegt veit,
alla sælu’, er hjartað hlýtur,
Herra, skóp þín elskan heit.
Alls hins góða er hún rót,
lind, er heilsu lífsins geymir,
lind, er rík af blessun streymir,
lindin, allra eymda bót,
lind, er heillum lýði vefur,
lind, er helgan veitir auð,
lind, er fegurð lífí gefur,
lind, er vekur hjörtun dauð.
Ó, þú, Drottinn dýrðarhár,
föðurást þín aldrei sefur,
Eden nýja hún oss gefur,
þvær af syndir, þerrar tár.
Fyrir Jesú, frelsið manna,
fyrirgafst þú líka mér.
Líf og himinsælu sanna
sé ég búna’ í faðmi þér.
(Þýð: Stefán Thorarensen)
Blessuð sé minning þín.
Friðrik Þór.
Elsku stóri bróðir, það er erf-
itt að trúa því að þú sért farinn
frá okkur, allt of snemma. Þeg-
ar ég heimsótti þig daginn fyrir
andlátið, á 67 ára afmælis-
daginn þinn, þá hvarflaði ekki
að mér að þetta væri okkar síð-
asti tími saman. Þú varst vissu-
lega töluvert veikur en samt al-
veg ákveðinn í að ná þér.
Stúlkurnar þínar voru búnar að
vera hjá þér og ný landslið-
streyja hékk upp á vegg sem
þær gáfu þér í afmælisgjöf. Allt
klárt fyrir HM í fótbolta sem þú
ætlaðir að fylgjast með og hafð-
ir gaman af.
Ég man eftir sögunum sem
mamma sagði af þér þegar þú
varst lítill strákur. Fórst að æfa
fótbolta og kom keppnisskapið
strax í ljós. Þú áttir stóra
íþróttatösku og ef liðið þitt tap-
aði þá var töskunni hent út í
horn á stigapallinn og farið inn í
herbergi í hljóði. Ef sigur
vannst þá komst þú með stórt
bros á vör til hennar og sagðir
henni allt um leikinn. Þú varst
mikill keppnismaður og var al-
veg sama hvaða grein þú æfðir,
varst alltaf með þeim bestu.
Spilaðir á Íslandsmótinu í keilu
í mörg ár með Furstunum og
stóðu ykkur vel. Golfíþróttina
stundaðir þú af fullum krafti og
náðir frábærum árangri og for-
gjöfin fór fljótt niður.
Ungur lærðir þú múraraiðn
og starfaðir við það á sumrin en
þegar lítið var að gera á vet-
urna þá fórstu á sjóinn. Ég man
ekki eftir þér öðruvísi en í múr-
aragallanum því verkefnin voru
yfirleitt fleiri en hægt var að
komast yfir á eðlilegri vinnu-
viku, allir vildu fá þig í vinnu.
Þá var bara búinn til aukatími
og unnið á kvöldin og flestar
helgar.
Þú varst í stjórnum margra
félaga s.s. múrarafélagsins,
golfklúbbsins, keilufélagsins,
Íþróttabandalagi Suðurnesja og
félagi í Kiwanis. Stundirnar sem
þú gafst í sjálfboðavinnu voru
óteljandi.
Við vorum svo lánsöm að eiga
stóra fjölskyldu, sex systur og
tvo bræður. Ég yngst og fékk
að njóta þess að láta ykkur eldri
dekra við mig. Ég man þegar
þú mjög ungur fórst í siglingu
til útlanda þá komstu heim með
dúkku handa mér sem gat talað.
Band var aftan á henni sem
dregið var út og þá talaði hún.
Við áttum mjög einlægt sam-
band og gátum spjallað tímun-
um saman um hitt og þetta.
Þegar ég fór svo að spila golf
varstu duglegur að segja mér til
og hvetja mig áfram. Þú þurftir
síðar að hætta að spila vegna
bakmeiðsla en fylgdist alltaf
með mér á netinu, hvernig gekk
í mótum o.s.frv.
Við fjölskyldan höfum fengið
að reyna það að lífið er ekki
alltaf auðvelt og féll pabbi okk-
ar og 3 systur frá með stuttu
millibili. Við tókum þessum erf-
iðleikum með æðruleysi og
studdum hvort annað í sorginni
og umvöfðum mömmu ást og
kærleika þar til hún féll svo frá.
Ég veit að þau hafa öll tekið
vel á móti þér og nú eruð þið
saman. Við hin fjögur sem eftir
erum sitjum dofin því skarðið í
fjölskyldunni er svo stórt. Elsku
Hafsteinn, ég læt hér staðar
numið og kveð þig, elsku stóri
bróðir og óska þér góðrar ferð-
ar á nýjar slóðir. Mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur sendi ég
til ykkar, elsku Þóra Kristrún,
Tóti, Hanna Dís, Frikki, Fríður
Hilda, Stígur og barnabörn.
Karitas
Sigurvinsdóttir
Hafsteinn
Sigurvinsson
Hann Sturla er
sofnaður inn í eilífð-
ina. Þessi góði vinur
minn sem unni lífinu varð að láta
undan skyndilegum veikindum
sem ekki varð við ráðið.
Við fjölskyldan kynntumst
Sturlu árið 1991 norður á Blöndu-
ósi þar sem hann bjó ásamt konu
sinni Unni. Þau urðu vinir okkar
Sturla Þórðarson
✝ Sturla Þórðar-son fæddist 14.
nóvember 1946.
Hann lést 31. maí
2018.
Útför Sturlu fór
fram 8. júní 2018.
Meira: mbl.is/
minningar
og hann varð líka
tannlæknirinn okk-
ar. Í meira en tutt-
ugu ár sá hann um
tannheilsu
barnanna minna og
vorum við ekki svik-
in af þeim viðskipt-
um. Ég þekki ekki
margar tannlækna-
fjölskyldur sem
hýsa sjúklingana
þegar á þarf að
halda en það gerðu Sturla og
Unnur eftir að við fluttum suður.
Börnin vildu ekki fá nýjan tann-
lækni þannig að við brunuðum
reglulega norður í eftirlit. Þá
fylgdi eftirlitinu fæði og húsnæði
frá föstudegi fram á sunnudag.
Vegna ákveðinna aðstæðna
fannst mér oft að Sturla vildi
gæta vel að börnunum mínum og
þeim þótti það alveg ljómandi
gott.
Seinna vorum við svo heppin
að Sturla og Unnur fluttu suður
og þá var auðveldara að hittast
oft til að borða saman og hafa það
huggulegt.
Sturla var góður maður og
góður vinur. Hann var gestrisinn
og örlátur, fróður og hjartahlýr.
Það var gaman að ræða allt milli
himins og jarðar við hann og ekki
spillti vinskapnum að mæður
okkar voru báðar sunnan úr
Garði. Hann kunni ógrynni af
kveðskap og gat vitnað í margt
skemmtileg, bæði ritað mál og
talað. Ekki spillti það fyrir ef
hægt var að segja honum
skemmtisögur af mönnum og
málleysingjum.
Sturla gat verið kaldhæðinn og
gerði stundum grín að sjáfum
sér. Hann var heimsborgari með
hjartað á réttum stað og það sló
til vinstri.
Jöfnuður og réttlæti voru ekki
bara orðin tóm hjá honum, þau
voru í alvörunni.
Ég kom við á sjúkrahúsinu í
vikunni áður en hann lést. Ég
kvaddi hann með óskum um góð-
an bata. Mér varð ekki að ósk
minni. Batinn kom ekki, heldur
svefninn langi.
Elsku Unnur, Auður, Snorri,
María, Munda og fjölskyldur.
Innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Veri Sturla vinur minn kært
kvaddur. Hafi hann bestu þakkir
fyrir samfylgdina frá mér og
börnunum mínum.
Hvíli hann í friði.
Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
tengdaamma og langamma,
ANNA SIGRÍÐUR LÚÐVÍKSDÓTTIR,
áður til heimilis á Grandavegi 47,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
mánudaginn 28. maí.
Jarðarförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 15. júní
klukkan 15.
Lúðvík Ólafsson Hildur Viðarsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir Páll Sigurðsson
Tryggvi Ólafsson
Viðar Lúðvíksson Borghildur Erlingsdóttir
Anna Lúðvíksdóttir Oscar Mauricio Uscategui
Anna Sigríður Pálsdóttir
Ólafur Pálsson Tanja Berglind Hallvarðsdóttir
og barnabarnabörn
Móðir okkar, amma og tengdamóðir,
ANNA RAGNHEIÐUR ERLENDSDÓTTIR
Klettahrauni 6, Hafnarfirði,
lést mánudaginn 4. júní á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 14. júní klukkan 13.
Steina Borghildur Níelsdóttir Gunnar Níelsson
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Anna Lilja Dögg Gunnarsd.
Víglundur Þorsteinsson Svava Theodórsdóttir
Lovísa María Erlendsdóttir
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT ÁGÚSTA
ÞORVALDSDÓTTIR,
Lækjasmára 4, Kópavogi,
áður til heimilis að Langholtsvegi 188,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 7. júní.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. júní
klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Minningar- og styrktarsjóð Sóltúns.
Þorvaldur K. Þorsteinsson Guðrún Þ. Þórðardóttir
Kristinn H. Þorsteinsson Auður Jónsdóttir
Óli Þorsteinsson Ellen T´Joen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
KRISTINN HÓLMFREÐ
HALLGRÍMSSON,
Hulduhlíð, Eskifirði,
áður til heimilis að Múla, Eskifirði,
lést miðvikudaginn 6. júní.
Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 15. júní
klukkan 14.
Bjarni Kristinsson Sigríður Sigurvinsdóttir
Steinunn Kristinsdóttir
Hallgrímur Kristinsson Ingibjörg Kr. Ingimarsdóttir
Guðni Kristinsson Guðrún M.Ó. Steinunnardóttir
Ingvar Kristinsson Gunnhildur Grétarsdóttir
afabörn og langafabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA M. GUÐJÓNSDÓTTIR
Magga
Bogahlíð 8, Reykjavík,
lést laugardaginn 9. júní á Hjúkrunar-
heimilinu Ísafold. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn
15. júní klukkan 15.
Elsa Guðmundsdóttir Björgólfur Thorsteinsson
Guðjón Ingi Guðmundsson Ruth Guðmundsdóttir
Daníel Guðjónsson Hulda Margrét Birkisdóttir
Rakel Hanna Guðjónsdóttir
Rebekka Guðjónsdóttir
Guðmundur Steinar Jónsson
Magnús Ari Jónsson Ina-Terese Lundring
Freyja Sóley Daníelsdóttir