Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 25

Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 25
rétt. Ég var dálítið hvumsa, hélt að hún hefði fyrir löngu fengið þann rétt, eftir öll þessi ár á Ís- landi. Skýringin var sú að þegar Rita sótti fyrst um hann fyrir mörgum árum, þá var henni gert að taka upp íslenskt nafn. Það var eðlilega of stór biti að kyngja fyrir stolta konu. Við sitt fallega nafn myndi hún ekki skilja, þó hún hefði valið að flytja frá sínu heimalandi til Íslands. Það var því réttlætismál þegar þessum lögum var breytt 1996. Rita var virk í kvenfélögum, kórum, starfi aldraðra og ýmsum góðgerðarfélögum. Hún var aldr- ei spör þegar að þeim kom og fyrir stuttu, þegar hún vissi hvert stefndi, þá gaf hún mynd- arlegan styrk til Hjartaverndar. Rita átti aldrei mikið en alltaf nóg og fór vel með. Eðlilega var sóun og eyðslusemi ekki í hennar genum, ólíkt tengdadótturinni, sem fékk líka oft orð í eyra. Ferðalög erlendis og innan- lands og bíltúrar voru ær og kýr Ritu og Valbergs. Þau voru dug- leg að sækja saman tónleika og menningarlega viðburði, ekki síst þegar fjölskyldumeðlimir áttu í hlut. Rita lét sig aldrei vanta þar, kom fárveik ekki fyrir löngu á lúðrasveitartónleika Sól- eyjar minnar og var við frumsýn- ingu á leikverki hjá Leikfélagi Keflavíkur, þar sem nafna henn- ar og barnabarn, Rita Kristín Prigge, var í einu aðalhlutverka. Vínartónleikar og valsar voru í uppáhaldi hjá Ritu, gjafakort á Vínartónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands var klassísk jóla- gjöf. Valsarnir drógu alltaf fram bros og gleði í hjarta Ritu og það er því við hæfi að valsinn verður sunginn á kveðjustundinni. Rita mun verða jarðsett í kirkjugarðinum við Kálfatjarnar- kirkju, einum fallegasta garðin- um að mati okkar Reynis. Þar hvílir þú við teig 7 við golfvöllinn og við munum koma oft til þín og spila þér til heiðurs. Guð blessi minningu Ritu Prigge. Þín tengdadóttir, Una. Amma mín er fögur og blómstrar eins og blóm. Hún út í garði stendur að vökva falleg blóm. Hún bjó í Þýskalandi en flutti svo hingað. Kynntist afa mínum og eignaðist þrjá stráka. Pabbi minn er yngstur og hann heitir Ívar. Hún kenndi mér Olsen Olsen og gaf mér ástarpunga. Við töluðum og töluðum saman og tíminn alltaf leið, en alltaf var svo gaman að aldrei vildi ég fara heim. Takk fyrir mig, amma. Kveðja, Sofie 9 ára. Takk, amma, fyrir allt. Kveðja, Finnur. Elsku amma, Eða amma er kannski ekki rétta orðið sem ég get notað um þig, því fyrir mér varstu alltaf eins og önnur mamma. Á mínum yngri árum var ég jafn mikið hjá ykkur afa og ég var heima hjá mér. Hvert skipti sem ég kom til þín gekk ég beinustu leið inn í eldhús, heilsaði þér, opnaði ís- skápinn og spurði „Er ekkert til að borða?“ Svarið var alltaf „hvað langar þig í“ og ég svaraði „Ég veit það ekki, er eiginlega ekki svangur“, en samt bjóstu til mat handa mér. Þetta var orðið svo slæmt að þú hringdir í mömmu og pabba til að spyrja hvort þau gæfu nú drengnum aldrei neitt að borða, sem er skrítið miðað við hvernig ég leit út. En þetta varst þú, amma, allt- af boðin og búin og dugleg að passa uppá mig. Ég dáðist alltaf að styrk þín- um og ákveðni. Ég hafði mikinn áhuga á æsku þinni frá stríðs- árunum og reyndi að spyrja þig út í það þegar þú sast inni í stofu að prjóna, þú vildir ekki mikið ræða um æskuna og snérir um- ræðuefninu yfirleitt að mér og minni framtíð. Þegar ég rifja upp allar minningarnar sem ég á um þig koma upp margar spurningar líkt og hvað varstu að prjóna og fyrir hvern? En það sem þú gerð- ir í lífinu var yfirleitt fyrir aðra en þig, þá sem minna mega sín og aldrei fórst þú hátt um það eða vildir viðurkenningu fyrir að aðstoða aðra. Undir yfirborðinu hjá þessari sterku og ákveðnu konu var mjúk og hjartahlý manneskja sem gerði allt fyrir alla og var alltaf til staðar fyrir mig. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og takk fyrir það sem þú ert enn að kenna mér. Þín verður sárt saknað. Þitt (barna)barn, Gustav Helgi Haraldsson. Elsku langamma. Það er ótrúlega erfitt og sárt að vita að við munum ekki hitta þig aftur. Það var alltaf svo gam- an þegar þú komst í heimsókn til okkar að sjá hvernig lifnaði yfir þér þegar við knúsuðum þig. Þú bjóst yfir mikilli þolinmæði gagn- vart okkur systrum og þegar við þurftum að sýna þér hvað við vorum að gera eða tala rosalega mikið þá varstu alltaf tilbúin til að hlusta. Þú varst svo stolt af okkur og vildir taka þátt í öllu sem við vor- um að gera. Það var líka notalegt að koma í heimsókn til þín, fá að lita og leika með babúskurnar þínar. Seinustu páskana þína komst þú með okkur í sveitina. Við vorum með páskaunga sem þú varst mjög hrifin af, alveg þangað til einn þeirra skeit á þig, þá voru þeir ekki lengur krútt- legir. Elsku langamma, þú varst ljúf og góð kona, kunnir að föndra hvað sem er, allt frá afmæl- iskortum til málverka, þú elsk- aðir að borða góðan mat og þá sérstaklega eftirréttinn. Þín verður sárt saknað og skrítið að hafa þig ekki hjá okkur á jól- unum. Við elskum þig. Þínar langömmustelpur, Esther Júlía, Þóra Vigdís, Freyja Kristín. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir í síma  Morgunblaðið óskar eftir   blaðbera   Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Hluthafafundur Að kröfu hluthafa, sbr. 2 málslið 13. gr. samþykkta félagsins, er hér með boðað til hluthafafundar í Vinnslustöðinni hf. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu félagsins að Hafnargötu 2, Vestmannaeyjum, mánudaginn 25. júní 2018 kl. 800. Fundarefni 1. Tillaga Brims hf. um skipun rannsóknarmanna, með vísan til 97. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, til að rannsaka tilgreind atriði í starfsemi félagsins. 2. Önnur mál löglega upp borin. Tillögur og önnur fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir fundinn. Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. Vinnslustöðin hf. Hafnargötu 2, 900 Vestmannaeyjar Sími 488 8000 • vsv@vsv.is • www.vsv.is Félagsstarf eldri borgara Árbæjarkirkja Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13 til 16. Kaffi og með því í boði kirkjunnar. Allir velkomnir. Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Söngstund með Helgu. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Botsía kl. 10.40-11.25. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30- 15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Dalbraut 18-20 Verslunarferð í Bónus kl. 14.40. Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.30. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 8. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-12 útskurður, leið- beinandi í fríi, kl. 11.15-11.45 leikfimi Helgu Ben, kl. 12.30-15 Döff Félag heyrnarlausra, kl. 13-16 útskurður, leiðbeinandi í fríi, kl. 13-16 félags- vist. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-14. Hádegismatur kl. 11.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, stólaleikfimi kl. 13.00 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl. 9-16, ganga kl.10, síðdegis- kaffi kl. 14.30, allir velkomnir óháð aldri, upplýsingar í síma 411-2790. Korpúlfar Gönguhópar kl. 10, gengið frá Borgum. Opið hús frá kl. 13 til 16 í dag í Borgum og alla miðvikudaga í sumar, félagsvist, hann- yrðir af öllum gerðum, gleðilegt spjall og stundum óvæntar uppá- komur. Sjáumst í Borgum á miðvikudögum í sumar. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Botsía salnum Skóla- braut kl. 13.30. Ganga frá Skólabraut kl. 14.30. Sumargleði í salnum Skólabraut kl. 15. Skemmtum okkur saman, grillum pylsur, syngjum og tröllum. Verð þúsund krónur. Léttvín og bjór selt gegn vægu verði. Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30. Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og handavinnuhópurinn kemur sam- an kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Hel- enu í síma 568-2586. Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Álafosskvos kl. 10. Kaffi eftir göngu í bakarí Mosfellsbæ. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. Ræðumaður Skúli Svav- arsson. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.