Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Handafl er traust og fagleg
starfsmannaveita með
margra ára reynslu á markaði
þar sem við þjónustum
stór og smá fyrirtæki.
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
Suðurlandsbraut 6, Rvk. | SÍMI 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Kristín Sólveig Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur á 50 ára af-mæli í dag. Hún rekur ásamt fleirum Heimahlynningu áAkureyri, sem veitir líknarmeðferð í heimahúsum.
Kristín hefur látið sig líknarmál varða og stóð m.a. ásamt fleirum
fyrir málþingi fyrir tveimur árum þar sem vakin var athygli á því að
vegna húsnæðisskorts hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri vantar enn
líknardeild á Akureyri.
Í tilefni fimmtugsafmælis síns hélt Kristín málþingið Blæbrigði lífs
og dauða, sem var haldið til styrktar stríðshrjáðum börnum í Sýrlandi
og fór fram 26. maí. „Það gekk mjög vel, um 120 manns mættu á mál-
þingið og þar voru mörg áhugaverð erindi flutt.“
Áhugamál Kristínar eru mannúðarmál og ljósmyndun, en hún gef-
ur út dagatöl með eigin ljósmyndum og textum.
Kristín býr ásamt eiginmanni sínum í Sigluvík á Svalbarðsströnd,
en hún er frá Svalbarði á Svalbarðsströnd. „Ég hef búið hérna við
Eyjafjörðinn fyrir utan tvö ár í Svíþjóð og eitt ár í Vestmannaeyjum
en hef verið hérna í Sigluvík að mestu frá 1992.“
Eiginmaður Kristínar er Birgir Hauksson kjötiðnaðarmaður. Börn
Kristínar eru Víkingur 28 ára, Sóley María 20 ára og Kjartan Valur
11 ára.
„Fyrst ég hélt málþingið í tilefni afmælisins verð ég bara í róleg-
heitunum hérna heima í dag. Það má kannski geta þess að ég afþakka
gjafir en söfnun fyrir sýrlensk börn í neyð er opin fyrir þau sem vilja
leggja sitt af mörkum. Banki 0162-26-13668, kt. 130668-5189.“
Fjölskyldan Kristín og Birgir ásamt börnum gamlárskvöldið árið 2015.
Styrkir stríðshrjáð
börn í Sýrlandi
Kristín Sólveig Bjarnadóttir er fimmtug
S
igurður fæddist í Grinda-
vík 13.6. 1948 og ólst
þar upp. Hann lauk
prófi í vélvirkjun frá
Iðnskóla Keflavíkur og
varð meistari í þeirri grein 1973,
lauk námi frá Lögregluskóla ríkis-
ins 1976 og sótti síðan endur-
menntunarnámskeið lögreglunnar
og ýmis námskeið á hennar vegum.
Sigurður stundaði sjómennsku frá
1964 á ýmsum bátum frá Grinda-
vík, var þar háseti og síðan vél-
stjóri. Hann vann hjá vélsmiðju
Jóns og Kristins í Grindavík og
lauk þaðan vélvirkjanámi.
Sigurður hóf störf hjá lögregl-
unni í Grindavík í ársbyrjun 1974,
varð varðstjóri þar 1984, aðalvarð-
stjóri 1986, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn 1991 og sinnti því embætti
þar til hann fór á eftirlaun 2013.
Hann var skipaður stefnuvottur í
Grindavík 1992 og sinnir því starfi
enn.
Sigurður sat í stjórn Alþýðu-
flokksfélags Grindavíkur um árabil
og var jafnframt formaður þess um
skeið. Hann sat í áfengisvarnar-
nefnd Grindavíkur, var formaður
hennar um skeið, varamaður í
stjórn Lögreglufélags Gullbringu-
Sigurður Magnús Ágústsson, fv. aðstoðaryfirlögregluþjónn – 70 ára
Stórfjölskyldan Sigurður Magnús og Albína með börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum, í
sumarbústað í Danmörku um síðustu páska. Á myndina vantar elsta barnabarnið, Sigurð Magnús Árnason.
Við löggæslu í tæp 40 ár
Uppáklædd og flott Hjónin á leiðinni á árshátíð hjá Oddfellow-stúkunni.
Selfoss Anton Ernir Clark fædd-
ist á Landspítalanum í Reykjavík
27. júlí 2017 kl. 1.11. Hann vó 3.850
g og var 53,5 cm langur. Foreldrar
hans eru Guðgeir Wesley Albert
Clark og Aníta Diljá Einarsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is