Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 27
sýslu 1982-83, meðstjórnandi þess
1983-84, og endurskoðandi frá
1988, var í stjórn Félags yfirlög-
regluþjóna á Íslandi 1996-2000 og
formaður byggingar- og skipulags-
nefndar Grindavíkur um árabil.
Sigurður á sumarbústað við
Þingvallavatn og hefur notið þess
að vera þar með fjölskyldu og vin-
um. Hann var kosinn formaður
sumarhúsafélags Stekkjarlundar í
landi Miðfells 1993 og var formað-
ur þess í rúm 20 ár. Hann gekk í
Oddfellowregluna 1998 og hefur
verið virkur í stúkunni Gissuri
hvíta og gengt þar hinum ýmsu
störfum.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 16.6. 1968
Albínu Unndórsdóttur, f. 21.9.
1947, leikskólakennara. Hún er
dóttir Unndórs Jónssonar, f. 6.6.
1910, d. 11.2. 1973, bókara og síðar
stjórnarráðsfulltrúa í Reykjavík, og
k.h., Guðrúnar Símonardóttur, f.
10.9. 1914, d. 12.2. 2011, klæð-
skerameistara og verslunarmanns.
Börn Sigurðar og Albínu eru 1)
Guðrún, f. 4.1. 1968, leikskólastjóri
við Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri
en maður hennar er Hjalti Þór Júl-
íusson, bóndi á Mörk, sonur Guð-
rúnar er Sigurður Magnús Árna-
son f. 1989, en eiginkona hans er
Valgerður Jennýardóttir og börn
þeirra Matthildur Yrsa f. 2012, og
Jökull Karl f. 2015, en fósturdóttir
Emma Lív f. 2004, og fóstudóttir
Guðrúnar er Unnur Helga f. 1993,
2) Sveinbjörn Ágúst, f. 12.7. 1970,
rafmagnstæknifræðingur hjá Nirás
í Óðinsvéum, kvæntur Guðnýju
Hlíðkvist Bjarnadóttur, leikskóla-
kennara en börn þeirra eru Auð-
unn Hlíðkvist, f. 1996, unnusta
hans er Laura Topp Meyer, Sig-
urður Maron Hlíðkvist, f. 1998, og
Hákon Hlíðkvist, f. 2008, 3) Unn-
dór, f. 11.2. 1976, íþróttafræðingur
og kennari við Grunnskóla Grinda-
víkur en kona hans er Birna Ýr
Skúladóttir verkfræðingur og börn
þeirra eru Hugrún Kara f. 2010, og
Róbert Daði, f. 2015.
Systkini Sigurðar: Bjarni Guð-
mann, f. 9.12. 1931, d.14.1.2012, út-
gerðarmaður í Grindavík; Ólafur, f.
22.7. 1935, fyrrv. útgerðarmaður í
Grindavík; Sigrún, f. 25.8. 1936,
húsfreyja í Kópavogi; Hallbera
Árný, f. 19.10. 1938, húsfeyja í
Grindavík; Alda, f. 7.8. 1940, hús-
freyja í Grindavík; Bára, f. 7.8.
1940, húsfreyja í Grindavík; Ása, f.
18.10. 1941, húsfreyja í Grindavík;
Þórdís, f. 20.11. 1942, húsfreyja í
Grindavík; Sigríður Björg, f. 17.2.
1946, húsfrreyja í Grindavík;
Hrönn, f. 1.4. 1951, húsfreyja í
Grindavík; Matthildur Bylgja, f.
4.8. 1952, d. 25.6. 2009, húsfreyja í
Grindavík, Sveinbjörn Ægir, f.
28.1. 1954, fyrrv. lögregluvarð-
stjóri, búsettur í Reykjanesbæ,
Sjöfn, f. 25.8. 1956, starfmaður við
Bláa Lónið, búsett í Grindavík.
Foreldrar Sigurðar: Sveinbjörn
Ágúst Sigurðsson, f. á Þúfnavöllum
á Skagaströnd 11.8. 1906, d. 28.6.
1975, skipstjóri og útgerðarmaður í
Grindavík, og k.h., Matthildur Sig-
urðardóttir, f. á Akurhóli í Grinda-
vík 1.6. 1914, d. 10.9. 2005, hús-
freyja.
Sigurður
Magnús
Ágústsson
Gunnhildur Pálsdóttir
húsfr. í Akrahúsi
Magnús Magnússon
b. í Akrahúsi í Grindavík
Gunnhildur Guðrún Magnúsdóttir
húsfr. á Akrahóli
Sigurður Árnason
sjóm. á Akrahóli í Grindavík
Matthildur Sigurðardóttir
húsfr. í Grindavík
Margrét Guðmundsdóttir
húsfr. í Skarðskoti
Árni Lýðsson
b. í Skarðskoti í Melasveit
Ólafía
Þórunn
Kristins-
dóttir
atvinnu-
kylfngur
Þóranna
Stefáns-
dóttir
úsfr. í Rvík
Páll
Jónsson
fv. spari-
sjóðsstj. í
Keflavík
Kristinn
Jósep
Gíslason
ráðgjaf í
Rvík
Sveins-
ína Rut
Sigurðar
dóttir
húsfr. í
Grindavík
og í Rvík
Ágústa
Sigríður
Margrét
Guðmunds-
dóttir húsfr.
í Keflavík
Gísli Líndal
Stefáns-
son sjóm. í
Grindavík
og víðar
Halldóra Árnadóttir
húsfr. í Keflavík
Magnús
Þór Sig
mundsson
tónlistar-
maður í
Hveragerði
h
Rúnar Ármann
Arthursson rithöf-
undur og fv. blaðam.
Sveinn R. Eyjólfsson fv. stjórnar-
form. Frjálsrar fjölmiðlunar
Anna Fríða
Magnúsdóttir
húsfr. í Njarðvík
Kristín
Bjarnadóttir
húsfr. í Rvík
Þórlaug Magnúsdóttir
húsfr. í Njarðvík
Bjarni Bjarnason sjóm. í Rvík
Magnús Magnússon
stórb. í Njarðvík
Guðrún Anna Eiríksdóttir
húsfr. á Björgum
Bjarni Guðlaugsson
b. á Björgum á Skaga
Björg Bjarnadóttir
húsfr. á Móum
Sigurður Jónasson
skipstj. á Móum á Skagaströnd
Helga Sigurðardóttir
húsfr. í Réttarholti
Jónas Jónsson
b. á Bakka í Garðahreppi
Úr frændgarði Sigurðar Magnúsar Ágústssonar
Sveinbjörn Ágúst Sigurðsson
skipstj. og útgerðarm. í Grindavík
Aðstoðaryfirlögregluþjónninn
Sigurður Magnús Ágústsson.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
TE
N
G
IT
A
U
G
A
R Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Fjölbreytt og gott úrval til á lager
Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini
Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði
FA
LLB
LA
K
K
IR
BELTI
Herdís og Ólína Andrésdæturfæddust í Flatey á Breiða-firði 13.6. 1858, dætur
Andrésar Andréssonar í Flatey og
Sesselju Jónsdóttur. Föðuramma
þeirra systra var Guðrún Einars-
dóttir, systir Þóru, móður Matthías-
ar Jochumssonar skálds, en bróðir
Guðrúnar var Guðmundur, prestur
og alþm. á Kvennabrekku, faðir
Theodóru Thoroddsen skáldkonu,
ömmu Dags Sigurðarsonar skálds.
Systir Theodóru var Ásthildur,
móðir Muggs. Móðursystir Her-
dísar og Ólínu var Sigríður, móðir
Björns Jónssonar, ritstjóra Ísafold-
ar og annars ráðherra Íslands, föð-
ur Sveins, fyrsta forseta lýðveldis-
ins.
Herdís og Ólína gáfu út Ljóðmæli
saman 1924 og aftur 1930 en heild-
arsafn ljóða þeirra kom út í litlu
upplagi 1976, endurútgefið 1980 og
1982. Í bókmenntasögunni er þeirra
systra líka oftast getið saman, enda
oft örðugt að greina á milli. Yrkis-
efni þeirra eru lík eins og sjá má í
gamankvæðum og kvæðum um
hversdagslífið, þar sem hvor botnar
kvæði annarrar. Ólína var hins veg-
ar afkastameiri og kvæði hennar
fjölbreyttari að formi og efnis-
tökum. Hún leit á sig sem skáld-
konu og hélt auk þess til haga frá-
sögnum, þjóðlegum fróðleik og
þjóðsögum.
Kvæði þeirra systra eru oft minn-
ingarkvæði, ljóðabréf, ort í tilefni af
jólum og afmælum, og oft eftir ósk-
um annarra, enda voru þær hagyrð-
ingar miklir.
Ólína á það sammerkt með Theo-
dóru að nota þuluformið til ádeilu:
athyglinni er beint að smælingj-
anum og reifuð örlög þeirra sem illa
verða úti í heiminum. Þuluformið er
ein merkasta bragnýjung íslenskrar
ljóðagerðar frá dögum Jónasar og
er ekki síður talin kvennabylting.
Kunnustu kvæði Ólínu eru
„Breiðfirðinga-vísur“ og „Útnesja-
menn“, sungin við lag Sigvalda
Kaldalóns.
Ólína lést 19.7. 1935 og Herdís
21.4. 1939.
Merkir Íslendingar
Herdís og Ólína
Andrésdætur
Herdís og Ólína Andrésdætur.
90 ára
Steinunn Loftsdóttir
Svava Guðjónsdóttir
85 ára
Benedikt Guðbrandsson
Sigríður Pétursdóttir
Valgerður Jakobsdóttir
80 ára
Gyða Theódórsdóttir
Hjörleifur Magnússon
Lovísa Tómasdóttir
Sigurður Óskarsson
75 ára
Bjarney Einarsdóttir
Gísli Ófeigsson
Gyða Jónsdóttir Wells
Helgi Steingrímsson
Jón Baldvin Hólmar
Jóhannesson
Jón Ingi Baldursson
Óla Björk Halldórsdóttir
Sigurður Hermannsson
70 ára
Freyja Oddsteinsdóttir
Guðrún Hauksdóttir
Hrönn N. Ólafsdóttir
Julieta Celevante Rosento
Lilja Júlía Guðmundsdóttir
Sigurður Helgi Haraldsson
Sigurður Magnús
Ágústsson
Sverrir Agnarsson
Viðar Baldvinsson
60 ára
Albert Kristjánsson
Arndís Magnúsdóttir
Arnheiður Húnbjörg
Bjarnadóttir
Davíð Loi Van Vo
Guðmunda B. Þórðardóttir
Guðmundur Jóhannesson
Hildigunnur Friðjónsdóttir
Ingibjörg Anna Bjarnadóttir
Kathleen Marie Bearden
Magnús Halldórsson
Ólöf Sverrisdóttir
Óskar Loftur Rútsson
Sigríður Ólafsdóttir
Sigurður Pétursson
Zofia Tabak
Þór Pálsson
50 ára
Albert Óskarsson
Andrés K. Konráðsson
Áslaug G. Hallbjörnsdóttir
Bjarki Ágústsson
Cornel-Viorel Marin
Enes Cogic
Guðmundur Páll Pálmason
Kristín Sólveig Bjarnadóttir
Magnús Örn Guðmarsson
Sigrún E. Theódórsdóttir
Svava Árnadóttir
Sævar Gunnarsson
Valdimar Bjarnason
Þórarinn G. Guðmundsson
40 ára
Atli Gylfason
Íris Björk Marteinsdóttir
30 ára
Ari Viðar Sigurðarson
Frímann Valdimarsson
Helgi Kristófersson
Jessie Huijbers
Kjartan Valur Konráðsson
Kristín M. Benjamínsdóttir
Lára Halla Sigurðardóttir
Líney H. Harðardóttir
Mist Elíasdóttir
Patrick Puelmanns
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir
Sigurbjörg Jónsdóttir
Tinna Rós Sigurðardóttir
Vilborg María Alfreðsdóttir
Ösp Gunnarsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Vilborg ólst upp í
Reykjavík, býr þar og er
sálfræðikennari við MH.
Systkini: Friðgeir Már Al-
freðsson, f. 1980, sölu-
maður í Reykjavík, og
Berglind Ósk Alfreðs-
dóttir, f. 1994, háskóla-
nemi í Reykjavík.
Foreldrar: Þórunn Sig-
urðardóttir, f. 1958,
starfsmaður hjá Össuri,
og Alfreð Friðgeirsson, f.
1961, starfsmaður hjá
Jarðborunum ríkisins.
Vilborg María
Alfreðsdóttir
30 ára Tinna Rós ólst
upp á Hvammstanga, býr
í Hafnarfirði, lauk frum-
greinaprófum frá HR og
starfar við hópadeild
Terra Nova.
Maki: Friðrik Hrafn Páls-
son, f. 1989, flugnemi.
Foreldrar: Sigurður Krist-
inn Baldursson, f. 1958,
verkstjóri hjá Íslenska
gámafélaginu, og Kristín
María Jónsdóttir, f. 1960,
lengst af starfsmaður við
sambýli.
Tinna Rós
Sigurðardóttir
30 ára Sigurbjörg ólst
upp á Gilsárteigi, býr í
Reykjavík, lauk MSc-prófi
í heilbrigðisverkfræði og
starfar hjá Norðuráli.
Maki: Rúben Severino, f.
1986, starfsmaður við
Bílaleigu Akureyrar í
Reykjavík.
Foreldrar: Jón Almar
Kristjánsson, f. 1949,
bóndi á Gilsárteigi I, og
Gunnþóra Snæþórsdóttir,
f. 1952, ljósmóðir og
hjúkrunarfræðingur.
Sigurbjörg
Jónsdóttir