Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Blesugróf er yfirskrift viðburðar á vegum Listahátíðar í Reykjavík í samvinnu við Félag leikskálda og handritshöfunda, Útvarpsleikhúsið og Borgarleikhúsið sem fram fer í dag, miðvikudag, og á morgun, kl. 18 báða daga. Þar verða flutt örleikritin Erfidrykkjan eftir Soffíu Bjarnadótt- ur; Átak I og II eftir Kolfinnu Niku- lásdóttur og Blesugróf eftir Mikael Torfason. Samkvæmt upplýsingum frá Listahátíð bjóða leikskáldin áhorfendur í ferðalag um Blesugróf, hverfi sem byggt var upp af efnalitlu fólki í lok stríðsáranna þegar fólk víðs vegar af landinu flykktist á mölina og var lengi utan formlegs borgar- skipulags. Staðsetning á upphafs- punkti viðburðarins verður gefin upp eftir miðakaup, en nýju örleikritin verða flutt á ólíkum stöðum í hverfinu og munu áhorfendur ganga um í litlum hópum og njóta hvers verks á stað sem því hæfir, innandyra sem ut- an. Leikstjóri er Marta Nordal, dramatúrgar eru Hrafnhildur Haga- lín og Salka Guðmundsdóttir, leik- mynd og búninga hannar Móeiður Helgadóttir og leikarar eru Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Hilmar Guðjónsson, Elma Stefanía Ágústs- dóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Davíð Þór Katrínarson. Blaðamaður lagði nokkrar spurn- ingar fyrir leikskáldin og má sjá svör þeirra hér að neðan. Í fyrsta lagi var spurt um hvað verkið væri, í öðru lagi hver kveikjan að því hefði verið, í þriðja lagi hvort verkið væri skrifað fyrir ákveðið rými og hversu mikil áhrif rýmið hefði haft á verkið, í fjórða lagi hvaða þýðingu samvinnan við Borgarleikhúsið, Útvarpsleik- húsið og Listahátíð hefði fyrir leik- skáldið og í fimmta lagi hvernig sam- vinnan við leikstjórann hefði gengið. Þrjú ný örleikrit flutt í Blesugróf Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Hljóðverk Mikael Torfason, Ída dóttir hans og Kolfinna Nikulásdóttir fyrir framan hús sem stendur til að rífa. Heima Erfidrykkjan nefnist örleik- ritið sem Soffía Bjarnadóttir samdi. 1. Verkið Átak fjallar um konu sem endur- upplifir áfall sem hún vann ekki úr. Það fjallar um flutninga og það að hafa ekki fulla stjórn á eigin lífi og búsetu. Í gegnum eina persónu og átakanlega reynslu hennar af flutningum fjalla ég um áhrif fólksflutninga í stórum mæli. 2. Í raun var saga hverfisins Blesugróf kveikjan. Átakið sem var gert í hverfinu á sjöunda áratugnum, þegar fólkið var flutt í blokkir í Breiðholti, húsin rifin og allt endur- skipulagt af bæjaryfirvöldum. 3. Verkið er skrifað sem hljóðverk og gerist að hluta til í bíl á ferð. Þegar ég fór að skoða mig um í hverfinu í upphafi ferlisins hafði ég augastað á einu húsi sem stendur nú til að rífa. Ég sá alltaf fyrir mér að fyrri hluti verksins yrði leikinn þar, en það varð svo að veruleika mér til mikillar gleði. Þetta hús er kannski með síðustu ummerkjum þessa sögu- lega undarlega hverfis eins og það var fyrir átakið í kringum 1970. 4. Þetta verkefni er bara mjög flott framtak ólíkra battería. Verkefnið er smátt á alla kanta, við erum að tala um örverk, fáir miðar í boði og umgjörðin öll fyrirferðarlítil. Finnst mér fallegt og mikilvægt að stofnun eins og Borgarleikhúsið taki þátt í að búa til vett- vang fyrir svona sköpun. Það þarf að hlúa að hinu smáa, jafnt sem hinu stóra. 5. Mjög vel. Ég hef áður unnið með Mörtu og það var mjög lærdómsríkt og gott. Hún hefur mikla reynslu af leikhússtörfum og vit mikið og ég get ekki annað en hælt henni. Kolfinna Nikulásdóttir Hlúa þarf að hinu smáa 1. Erfidrykkjan snýr að spurningunni um það hvort hægt sé að endurheimta það sem er horfið og hvort það sé eft- irsóknarvert. Lífið sjálft má sjá sem ei- lífa erfidrykkju. Við erum alltaf að minnast þess sem hefur verið, er kannski farið, - jafnvel að syrgja og sakna. Við búum til sögur um okkur og þær eru mikilvægar. Tengja okkur við heiminn og þessa von um að fegurð, ást, skáldskapur geti sigrað harminn og dauðann. Við finnum jafnvel enn fyrir þessu horfna í líkamanum, tungu- málinu, veggjunum - það sem dvelur enn eftir að eitthvað hverfur eða deyr. Jörðin er á hreyfingu, flekar sem ýtast sundur og saman, síseytlandi rof. 2. Allar kveikjur eru margslungnar og einfaldar í senn. Verkið var pantað. Ég var beðin um að skrifa þetta verk inn í verkefnið: Blesugróf. Blesugrófin er því stór kveikja, logi sem lýsir, saga hennar, pósthús, götur, ljósin, húsin sem eru horfin og húsin sem standa enn. Bæði frelsið í uppbyggingunni og sárið. Hugtakið heima, er einnig kveikja. Hvað það merki að eiga heima í húsi, hverfi, gróf, landi, jörð, náttúru, líkama, í hjarta sem slær og hjarta sem slær ekki. Í tungumáli og minni. Að haltra inn í einsemd og farast. Það sem birtist, það sem hverfur og birtist aftur innra með okkur. Aftur og aftur. Kvik- an sem tengir bæði jörð og fólk saman. Hugmyndir um vald og það hvort við komumst héðan frá valdinu sem bæði líf og dauði hafa yfir okkur. Við höld- um áfram. Hvert eigum við að fara? Flóðið og dýrin öll voru kveikjur. Sam- drykkjan. Sorgin. Líka ástin. Ekki síst hún. Fyrst og fremst hún, þessi ást sem lifir allt, kannski af því hún er á bát sem getur ekki sokkið. 3. Rýmið í verkinu skiptir máli. Persón- urnar eru staddar í rými sem flæðir milli innri og ytri veruleika, milli lífs og dauða. Ég sá fyrir mér hús í Blesugróf en það gæti líka verið hús í landi sem ekki er. Landi sem er að sökkva. 4. Þetta verkefni kom mér mjög á óvart. Skapandi og skemmtilegt á óvæntan hátt. Ég þekkti ekki hverfið fyrir en það sprettur svo margt frá því sem við ekki þekkjum. Því þá þurfum við að finna það bæði í okkur sjálfum og öðrum. Leyfa okkur að vera börn að þykjast vera bændur. Mér þykir mjög vænt um þetta verkefni og tækifæri. Er þakklát fyrir það. Leikhúsið og við öll höfum þörf fyrir fjölbreyttar tegundir af leikritum og sýningum. 5. Marta Nordal, Hrafnhildur Hagalín og Salka Guðmundsdóttir koma allar að þessari sköpun, heildarsýn og vinnu. Einstakar og næmar fagkonur sem gott er að vinna með. Ég og litla Erfi- drykkjan mín segjum bara takk fyrir okkur með fingurkossi. Soffía Bjarnadóttir Er hægt að endurheimta það sem er horfið? 1. Blesugróf er verk þar sem ég tvinna saman sögu hverfisins og sögu mömmu minnar og geri það í minningu Tryggva Emilssonar sem var alveg með ólíkindum merkilegur rithöfundur. Fá- tækt fólk ætti náttúrulega að vera á leslistum allra menntaskóla. 2. Ja, ég gekk um hverfið með Mörtu Nordal leikstjóra og fleirum undir leið- sögn Jóns Ólafssonar og Yngva Krist- inssonar. Þeir fræddu okkur um hverf- ið og sögu þess. Mamma ólst upp þarna rétt hjá í bæjaríbúð og pabbi ólst upp í Árbæ í kofahreysi líku þeim sem voru í Blesugróf. Og svo las ég ritgerð Tryggva Emilssonar um Blesugróf og uppgötvaði að fátækrahverfið hét í höf- uðið á dauðri meri og fannst eins og verkið mitt gæti aldrei fjallað um ann- að en mömmu og pabba og Tryggva Emilsson. Þá lá nú beinast við að fara bara heim til mömmu og taka viðtal við hana og það viðtal er grunnurinn að verkinu. 3. Verkið mitt er bara hljóðheimur og raddir og hugsað sem slíkt. Þetta er heimildarleikhús og gæti þess vegna verið fullkomið fyrir göngutúr um hvaða hverfi sem er en auðvitað lang skemmtilegast að ganga um Blesugróf og hlusta á verkið. 5. Marta Nordal er frábær leikstjóri og það hefur verið virkilega ánægjulegt að vinna með henni. Mikael Torfason Nefnt eftir dauðri meri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.