Morgunblaðið - 13.06.2018, Page 31

Morgunblaðið - 13.06.2018, Page 31
AFP Listupplifun Barn hleypur um innsetningu eftir Carlos Cruz-Diez á Art Basel en hún nefnist „Translucent Chromointerferent Environment“. Yfir 290 gallerí sýna. Viðamesta myndlistarkaupstefna sem sett er upp ár hvert, Art Basel, verður opnuð boðsgestum og mikil- vægum söfnurum í dag, almenningi á morgun og stendur út helgina í Basel í Sviss. Að þessu sinni verða yfir 290 af þekktustu galleríum samtímans, og þar á meðal i8 gallerí frá Reykja- vík, með sýningarrými á kaupstefn- unni. Þar getur að líta verk eftir um 4000 listamenn sem vinna í alla mögulega miðla. Þá eru allrahalda þemasýningar opnar, boðið upp á fyrirlestra og kynningar, auk þess sem vikan er helguð myndlist af öllu tagi í Basel og nágrenni. Viðamesta list- kaupstefnan opnuð MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ham, rokksveitin goðsagnakennda, tekur þátt í myndlistartvíæringnum í Feneyjum á næsta ári því hún mun semja tónlist við verk fulltrúa Ís- lands, Hrafnhildar Arnardóttur –Shoplifter, auk þess að koma fram í opnunarteiti íslensku sýningarinnar. Sigurjón Kjartansson, söngvari, gítarleikari og aðallagasmiður Ham, segir Hrafnhildi mikinn aðdáanda hljómsveitarinnar og að hún hafi far- ið þess á leit að hljómsveitin semdi tónlist við sýningu hennar á Feneyjatvíæringnum. „Við höfum nú þekkt hana í mörg ár og hún segir að hún hafi verið dá- lítið innblásin af okkar tónlist í gegn- um tiðina og þegar þetta kom upp hafði hún bara samband. Og við gát- um ekki annað en samþykkt þetta, þegar þessar umsóknir fóru af stað,“ segir Sigurjón. Kominn tími á að breyta til Sigurjón segir verkefnið spenn- andi. „Nú erum við dálítið að klára þetta tímabil, við höfum verið að spila og taka upp á ansi mörgum ár- um, höfum verið starfandi frá svona 2006, má segja, og komið út tveimur plötum á þeim tíma. Okkur leið dálít- ið þannig að það væri kannski kom- inn tími á að breyta aðeins til,“ segir hann. – Og löngu kominn tími til að Ham komi fram í Feneyjum? „Já og líka það,“ svarar Sigurjón kíminn. – Þið eruð væntanlega bundnir að einhverju leyti af hennar verki? „Já, við erum bundnir af hennar verki og það er mjög spennandi. Þá fáum við ákveðnar línur og það er langt síðan við höfum unnið sam- kvæmt einhverju slíku,“ segir Sigur- jón og á þar við tónlistina sem Ham samdi fyrir kvikmyndina Sódóma Reykjavík frá árinu 1992, sællar minningar. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum vinkli, að fá sýn ein- hvers annars inn í þetta. Það víkkar dálítið spektrúmið,“ segir Sigurjón. Dálitlar hljóðtilraunir – Veistu hversu mikil tónsmíð þetta verður, hversu löng verk og mörg? „Já, já, þetta gætu alveg verið fleiri en eitt verk og eitthvað af þessu dálítið í lengri kantinum mið- að við það sem við höfum verið að gera. Þetta er ekki bara lag og svo annað lag og svo framvegis. Og þetta eru dálitlar hljóðtilraunir,“ svarar Sigurjón. – Það er búið að slá því föstu að þið leikið í opnunarteitinni, ekki satt? „Það hefur verið talað um það, jú,“ svarar Sigurjón. – Verður þetta þá kannski upphaf- ið að heimsfrægð Ham? „Já, ætli það ekki bara, í galleríum heimsins. Við verðum svona mynd- listarhljómsveit,“ svarar Sigurjón kíminn. – Hefur þú farið til Feneyja? „Já, ég fór til Feneyja sem túristi fyrir mörgum árum. Það fannst mér frekar svona … óspennandi, ég verð að segja það, því það var svo heitt. En ég held að maður fái að sjá þarna dálítið aðra hlið á Feneyjum, í gegn- um tvíæringinn.“ Tvíæringurinn verður settur í maí á næsta ári. Morgunblaðið/Eggert Tónskáldin Félagarnir í Ham, S. Björn Blöndal, Óttarr Proppé og Sigurjón Kjartansson, voru viðstaddir þegar til- kynnt var á dögunum að Hrafnhildur Arnarsdóttir – Shoplifter yrði fulltrúi Íslands á næsta Feneyjatvíæringi. „Gátum ekki annað en samþykkt þetta“  Rokksveitin Ham semur tónlist fyrir Feneyjafarann Hrafnhildi Arnardóttur og leikur í opnunarteiti hennar Gleði Hrafnhildur Arnarsdóttir, sem þekkt er sem Shoplifter, og samstarfs- konan og sýningarstjórinn Birta Guðjónsdóttir við kynninguna á dögunum. Ásgeir Trausti, söngvari og laga- smiður, fer í fyrsta skipti í skipulagt tónleikaferðalag um Ísland þar sem hann heldur fjórtán tónleika dagana 17. júlí til 1. ágúst. Hringsól kallar hann ferðalagið, sem hefst með tón- leikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði og lýkur í Frystiklefanum á Rifi. „Þetta verður alvöru túr. Stundum er gott að leita í ræturnar,“ segir Ás- geir Trausti og rifjar upp þegar hann og Júlíus Róbertsson fóru um landið með kassagítarana sína árið 2012 og spiluðu á tónlistarhátíðum og við ým- is tækifæri hér og þar. Það var í upphafi tónlistarferils Ásgeirs Trausta, sem síðan hefur ekki aðeins haslað sér völl hér heima, heldur líka á erlendri grund. Hann hefur sent frá sér breiðskífurnar Dýrð í dauðaþögn, sem kom út 2012 og á ensku ári síðar undir nafninu In the Silence, og Afterglow, sem kom út í fyrra. Þeirri síðastnefndu fylgdi hann svo eftir út í heim með tónleika- ferðalagi um Evrópu, Asíu og Bandaríkin og lauk ferðinni með tón- leikum í Ástralíu um páskana. Tveir með kassagítara Rétt eins og í árdaga tónlistarfer- ilsins, verða Ásgeir Trausti og Júlíus á ferðinni með kassagítara sína, en að þessu sinni verða hljóðmaður, ljósamaður og kvikmyndatökumaður með í för. Allt skal fest á filmu til síð- ari tíma nota, að sögn Ásgeirs Trausta. Þeir félagar ætla að frumflytja glænýtt efni, sem kemur út á þriðju breiðskífu Ásgeirs Trausta í upphafi næsta árs, í bland við við eldri lög. Aðspurður segir hann plötuna enn ekki hafa fengið nafn. „Þegar ég var í upptökum í hljóðverinu kviknaði hjá mér löngun til að fara í tónleika- ferðalag um landið að sumri til með gítarinn einan að vopni. Tilgangur ferðarinnar er þó aðallega að kynna lögin á nýju plötunni, leyfa fólki að heyra þau áður en hún kemur út – sem er mjög gott fyrir okkur til þess að átta okkur á viðbrögðunum, hvernig lögin virka með öðrum orð- um.“ Á lágstemmdum nótum Ásgeir Trausti segir lögin á plöt- unni í lágstemmdari kantinum og eins verði um tónleikana. „Flest lög- in eru samin á kassagítar og urðu til fyrir nokkrum vikum þegar ég fór með gítarinn upp í bústað. Mér fannst það góð tilbreyting frá því að vera alltaf í stúdíói, að semja og taka upp á sama tíma. Mig langaði til að kúpla mig út úr þessu mynstri og safna í sarpinn áður en ég færi í stúdíóvinnuna. Ég var í rauninni kominn með öll lögin áður en við byrjuðum að vinna plötuna,“ segir Ásgeir Trausti, sem hlakkar til að hefja hringsólið með Júlíusi, sínum gamla félaga. Nánari upplýsingar og miðasala: www.midi.is Hringsólar um landið með ný lög Tónlist Ásgeir Trausti kemur fram á 14 tónleikum víða um land í júlí.  Ásgeir Trausti fer í tónleikaferð Breska rafhljómsveitin The Chemi- cal Brothers er væntanleg til Ís- lands og mun halda tónleika í Laugardalshöll 20. október. Hljóm- sveitin er brautryðjandi á sviði raf- tónlistar og hefur starfað allt frá árinu 1989. Á þeim tíma hefur hún gefið út sex breiðskífur, sem hafa allar náð efst á breska vinsældalist- ann. Hljómsveitin er sögð hafa þá sérstöðu innan raftónlistargeirans að höfða bæði til hefðbundinna rokktónlistaraðdáenda og til aðdá- enda svokallaðrar danstónlistar. Tónleikar The Chemical Brothers eru þekktir fyrir ljósasýningar, leysigeisla sem flökta yfir mann- fjöldann og draumkennt myndefni á stærðarinnar skjáum. Hljóm- sveitin mun koma með öll tæki sín og tól á tónleikana í Laugardalshöll og verður ekkert til sparað við að gera upplifun áheyrenda sem magnaðasta. Hljómsveitina The Chemical Brothers skipa þeir Tom Rowlands og Ed Simons, en þeir félagar hafa þekkst frá því í grunnskóla og unn- ið saman í tónlist frá því að þeir voru plötusnúðar á börum Man- chester-borgar við lok níunda ára- tugarins. Miðasala fyrir tónleikana hefst á Tix.is 19. júní klukkan 10. The Chemical Brothers væntanleg á tónleika í Laugardalshöll í október Ljósmynd/Wikipedia Tónleikar The Chemical Brothers á tónleikum í Barcelona árið 2007. Slá í gegn (Stóra sviðið) Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.