Morgunblaðið - 14.06.2018, Page 1

Morgunblaðið - 14.06.2018, Page 1
VILL STARFAVIÐ AÐBYGGJA UPP Snoturt kolsýrutæki sem prýðir vinnustaðinn. 4 Unnið Leiguskjól býður leigjendum og leigu– sölum upp á húsaleiguábygð og hyggur nú á frekari nýjungar. 14 VIÐSKIPTA María Björk Einarsdóttir hjá Almenna leigufélaginu segist vilja starfa við að byggja eitthvað upp bæta, þannig að árangur sé sýnilegur. ÁBYRGÐÁ LEIGUMARKAÐI og 4 í samvinnu við FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Leggja til minni sæstreng Fyrirtækið Atlantic Superconnect- ion hefur kynnt hugmyndir að lagn- ingu sæstrengs milli Bretlands og Íslands fyrir íslenskum stjórnvöld- um. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Hugmyndir fyrirtækisins munu vera nokkuð á aðra lund en þær sem fram komu í skýrslu verkefnastjórnar sæstrengs, sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra lét vinna árið 2016. Þannig gerir fyrirtækið ráð fyrir streng sem muni bera sig með flutningi 600-700 MW í stað 1.000 MW eins og lagt var upp með þá. Strengurinn sem nú mun hafa verið kynntur er einnig einfald- ari tæknilega og er því mun ódýrari í lagningu. Strengurinn sem AS hefur á teikniborðinu nú er einpóla í stað tvípóla. Sú útfærsla gerir því ráð fyrir einum streng í stað tveggja sem er forsendan fyrir tvípóla tækni. Einpóla strengur yrði 60-70% ódýrari en strengur sem byggði á tvípóla tækni. ViðskiptaMogginn spurði Fionu Reilly, framkvæmdastjóra AS, út í hvaðan fyrirtækið hygðist sækja orku til útflutnings gegnum streng- inn ef hann yrði að veruleika. „Við teljum að orkusölustrengur milli Íslands og Bretlands myndi nýta orku frá mörgum ólíkum að- ilum. Til viðbótar við þá orku sem Landsvirkjun getur útvegað sjáum við fyrir okkur að jarðvarmi og smá- virkjanir verði mikilsverð viðbót.“ Bendir hún á að í kostnaðar- og ábatagreiningu sem framkvæmd hafi verið af Kviku og finnska verk- fræðifyrirtækinu Pöyry fyrir bresk og íslensk stjórnvöld hafi komið fram að með því að auka afl og nýta betur núverandi virkjanir sé hægt að selja um 450 MW til strengs af þessu tagi. Þar sé auk þess um að ræða breytilega orku sem ekki yrði seld til stóriðju og gagnavera hér á landi, enda treystu þau á mjög stöð- uga orkuvinnslu allan sólarhringinn. Verði þetta raunin þurfi hins vegar að tryggja 150-250 MW til strengs- ins til viðbótar við þá orku sem hægt er að ná út úr núverandi kerfi. „Til viðbótar við þá orku sem Landsvirkjun getur útvegað sjáum við fyrir okkur að jarðvarmi og smá- virkjanir verði mikilsverð viðbót,“ segir Fiona. Hún segist ekki óttast hærra orkuverð hér á landi, verði streng- urinn að veruleika. „Breskur almenningur yrði stór- notandi að orku sem annars myndi ekki nýtast hér á landi vegna eðlis hennar. Því er engin ástæða til að halda að þannig samningur um orku myndi hafa áhrif á verð á Íslandi frekar en samningar til annarra stórnotenda á Íslandi hafa gert í gegnum tíðina.“ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Breskt fyrirtæki hefur kynnt fyrir íslenskum stjórnvöldum hugmynd að nýjum sæ- streng til raforkuflutnings. Gert er ráð fyrir helmingi af- kastaminni streng en áður. Uppi eru nýjar hugmyndir um útflutning á raforku frá Íslandi til Bretlands. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 21.12.‘17 21.12.‘17 13.6.‘18 13.6.‘18 1613,17 1739,78 130 125 120 115 110 125,5 125,35 Hjalti Baldursson, framkvæmda- stjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Bókunar, sem starfar á sviði ferða- þjónustu, segir að ferðir og af- þreying séu miklu stærri hluti af ís- lensku hagkerfi en menn átti sig á. Hundruð aðila bjóði upp á marg- víslega þjónustu á því sviði, en með- al ástæðna fyrir gróskunni er, að hans sögn, hve auðvelt er að komast inn á markaðinn. Þar á Bókun ein- mitt stóran hlut að máli, að hans sögn. „Sem dæmi þá sýna okkar tölur að fjöldi bókana í ferðum og afþreyingu hafi aukist um 38% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Hjalti. Bandaríska stórfyrirtækið Trip- Advisor keypti Bókun fyrr á árinu, en markmiðið með kaupunum er að sögn Hjalta að endurskapa árang- urinn, sem náðst hefur hér á Íslandi, alþjóðlega. 38% aukning í bókunum í ár Morgunblaðið/Eggert Hjalti segir að auðvelt sé að komast inn á ferðaþjónustumarkaðinn. TripAdvisor keypti Bókun til að endurskapa árang- urinn, sem náðst hefur hér á Íslandi, alþjóðlega. 8 Fundur G7-ríkjanna undir- strikar hve mikið tveir helstu leiðtogar ESB munu þurfa að reiða sig hvor á annan á næstunni. Macron og Merkel möndla saman 10 Nýr dómsúrskurður heimilar AT&T að taka Time Warner yfir án skilyrða og hafnar kröfu um að hindra samrunann. Fjölmiðlarisarnir fá að eigast 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.