Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 7

Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 7ATVINNULÍF „Þetta er ekki flókið og þarna höfum við sem fyrirtæki mikilvægu hlut- verki að gegna,“ segir Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte á Ís- landi, um aukið jafnvægi milli kynja í stjórnun fyrirtækja. Hann segir að Deloitte sé í grunninn þekkingarfyr- irtæki sem sækist eftir ólíkum við- horfum. „Jafnréttismál skipta gríð- arlega miklu máli og eru lykilatriði í okkar starfsemi, bæði innanhúss og utanhúss. Bæði kynin stuðla auðvit- að að verðmætasköpun og með þátt- töku beggja kynja náum við því enn meiri árangri fyrir allt samfélagið í að búa til verðmæti.“ Deloitte og FKA, Félag kvenna í atvinnulífinu, skrifuðu nýverið undir samstarfssamning þar sem Deloitte verður einn af samstarfsaðilum að Jafnvægisvoginni, ásamt Sjóvá, Morgunblaðinu og velferðarráðu- neytinu. Sigurður Páll Hauksson segir í samtali við ViðskiptaMoggann það vera sérstaklega ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu mikilvæga verk- efni. „Ég myndi segja að þessi samningur okkar á milli sýni að Deloitte ætlar markvisst að leggja lóð sín á vogarskálar jafnréttismála. Flest erum við sammála um að jafn- réttismál séu forgangsmál, en það þarf að fylgja þeim eftir, setja mæl- anleg markmið og hafa heildarsýn á það hvert við stefnum. Við erum mjög þakklát fyrir það að fá að taka þátt í þessu.“ Aðspurður hvort eitthvað breytist innan fyrirtækisins með þessum samstarfssamningi segir Sigurður að Deloitte hafi alltaf verið fram- arlega þegar kemur að jafnrétt- ismálum, en nú verði farið í það að setja sér markvissari plön. „Við höf- um staðið okkur ágætlega í fortíð- inni,“ segir Sigurður, „tókum upp jafnlaunastefnu 1999 og vorum jafn- launavottuð 2013. Þannig að við höf- um um árabil tekið virkan þátt í þessum málum á breiðum grund- velli, en með þessum samningi erum við að skuldbinda okkur enn frekar inn í framtíðina um að hafa jafn- réttismál ávallt á oddinum.“ Skýr ábati af jafnrétti Þegar talið berst að ábata þess að jafna stöðu kynjanna hjá Deloitte segir Sigurður að hann sjái það í mörgum birtingarmyndum. „Ég myndi segja að þetta sé að virka,“ segir hann, „þetta kemur til dæmis bersýnilega í ljós með aukinni þátt- töku kvenna við töku á löggilding- arprófum í endurskoðun. Einnig birtist þetta í því að það eru fleiri kvenkyns stjórnendur innan fyrir- tækisins en áður. Við höfum einnig unnið í því að aðlaga vinnuum- hverfið og vinnutíma að fjöl- skyldum. Markmiðið er að búa til enn fjölskylduvænna starfsum- hverfi. Allt eru þetta hlutir sem nýt- ast báðum kynjum og fjölskyldum.“ Þegar Sigurður er spurður út í aukna þátttöku kvenna í löggilding- arprófum í endurskoðun þá segir hann að búið sé að taka mikilvæg skref innan Deloitte til að hjálpa starfsmönnum að öðlast löggildingu. „Það eru þrjú ár síðan við breyttum töluvert um stefnu þegar kemur að löggildingarprófunum. Við fjár- festum meira í undirbúningi þeirra sem ætla að þreyta prófið. Einnig skipulögðum við betur aðkomu okk- ar að þekkingaröflun þessara starfs- manna, gerðum mat um það hvort viðkomandi væri tilbúinn í prófið eða hvort hann eða hún ætti að gefa sér lengri tíma til að undirbúa sig. Þetta kom öllum til góða, en sér- staklega konum. Reynsla okkar var sú að ef starfsmaður þyrfti að taka prófið oftar en einu sinni, þá bitnaði það sérstaklega á konum. Ekki veit ég af hverju, en auðvitað má geta sér til um meiri ábyrgð kvenna á börnum og heimili. Aukinn stuðn- ingur við undirbúning starfsmanna jafnaði því þessi hlutföll.“ Inntur eftir því hvort hlutföllin í löggildingarprófunum séu að jafn- ast, segir Sigurður að það halli enn á konurnar, en miðað við að um það bil 25% stéttarinnar séu konur þá er hlutfall kvenkyns starfsmanna Deloitte sem þreyta prófið hærra en það. Getum gert betur Sigurður er þeirrar skoðunar að ekki sé gert nóg til að jafna stöðu kvenna í atvinnulífinu, en að þó megi ekki gera lítið úr þeirri vegferð sem við höfum verið á. „Mér finnst í sjálfu sér að við eigum að vera þakk- lát fyrir það sem gert hefur verið í fortíðinni. Við eigum hins vegar mikið inni og eigum að gera mun betur. Þetta er ekki meint sem nein vanvirðing gagnvart því sem hefur verið áorkað, því við höfum staðið okkur vel. Stíga þarf hins vegar ákveðnari skref fram á veginn til að ná jafnréttismálum ennþá lengra. Við eigum að sameinast um það öll, atvinnulífið, opinberar stofnanir, fjölmiðlar og aðrir, að gera betur.“ Hugarfarsbreyting „Þetta er engin auka vinna, þetta er meira það að tileinka sér þá hugs- un í allri ákvarðanatöku að stuðla að fjölbreytileika, það elur af sér víð- sýni sem er ein forsenda þess að greina tækifæri og ná árangri,“ seg- ir Sigurður þegar hann var spurður út í það hvort að mikil vinna fælist í því að stuðla að jafnrétti á vinnu- stað. „Ég myndi segja að það sé al- mennt eitthvað sem þú þarft að vera meðvitaður um frá degi til dags í allri ákvarðanatöku. Til dæmis þeg- ar þú ert að ráða fólk, þá er mik- ilvægt að vera með bæði kyn í hópn- um sem á möguleika á stöðunni.“ Mikilvægt að horfa fram á við Deloitte á Íslandi er hluti af stórri alþjóðlegri samsteypu. Sigurður segir samsteypuna vera mjög fram- arlega í kynja- og jafnréttismálum og að skýr stefna sé um þátttöku beggja kynja í starfi félagsins, bæði í stjórnun þess og verkefnum sem unnið er að hverju sinni. Sigurður vekur einnig athygli á því að bæði forstjóri Deloitte í Bandaríkjunum og í Ástralíu séu konur. Aðspurður hvernig málunum væri háttað hér heima í stjórnun fyrir- tækisins segir Sigurður að einn af þremur stjórnarmönnum þess sé kona og af tíu starfsmönnum í nán- asta stjórnendateymi Sigurðar séu fjórar konur. „Það eru því til- tölulega jöfn kynjahlutföll og nokk- uð gott ef haft er í huga að Deloitte á Íslandi er komið til af gömlum og góðum endurskoðunarfyrirtækjum. Þegar að við skoðum söguna þá voru lengi vel einungis karlar í þessari grein og það tekur tíma að breyta því. Að verða endurskoðandi tekur mörg ár og enn lengri tíma að komast í stjórnunar- eða eig- endastöðu innan fyrirtækisins. Það er verkefnið í þessu, það tekur allt sinn tíma. Þess vegna tel ég mjög mikilvægt að fjárfesta í undirbún- ingi fyrir löggildingarprófin svo að hægt sé að ná betra jafnvægi á kynjahlutföllin. Aukin fjölbreytni í þjónustuframboði Deloitte, með áherslu á ráðgjafastarfsemi hefur líka jákvæð áhrif hér, þar sem aðr- ar starfsstéttir spila lykilhlutverk. En það er mikilvægt að horfa langt fram í tímann.“ Öll saman sem hópur Sigurður vildi ítreka mikilvægi þess að sem flestir komi að verkefni eins og Jafnvægisvoginni. „Það er gríðarlega mikilvægt að við fylkj- um okkur öll á bak við Jafnvæg- isvogina þegar fram í sækir. Fyr- irtæki, stofnanir, háskólar og samtök þurfa raunverulega að setja sér plan og mælanleg markmið í þessum málaflokkum og fylgja þeim eftir. Ef að einstaka fyrirtæki setja sér stefnu eða aðgerð- aráætlun, þá er það frábært, en ef við gerum það öll saman sem hóp- ur, bæði í orði og á borði, þá mun virkilega nást árangur í þessum málum. Þess vegna er svona félags- skapur, eins og FKA, virkilega mikilvægur hlekkur í því að ná fólki, fyrirtækjum og stofnunum saman.“ Ljósmynd/FKA Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA, og Sigurður Páll undirrituðu nýlega samstarfssamning Jafnvægisvogarinnar. Jafnréttismálin eru ekki flókin Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Þó að við höfum vissulega náð langt í jafnréttismálum hér á landi má gera mun betur, að mati Sigurðar Páls Haukssonar hjá Deloitte á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.