Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018VIÐTAL
Áður en Hjalti Baldursson stofnaði Bókun
starfaði hann í heimi fjármála og fjárfestinga
sem forstjóri fjárfestingarfélags í eigu fjöl-
skyldu Jóns Helga Guðmundssonar, oftast
kennds við BYKO.
Hjalti segir í samtali við ViðskiptaMoggann
að þegar hann sá fram á að þeirri törn væri að
ljúka í kringum árið 2012 hafi hann viljað
horfa fram á veginn og reyna eitthvað alveg
nýtt. Hann hafi verið búinn að fá sinn skerf af
því að sitja á samningafundum með banka-
mönnum.
„Við vorum þrír vinir sem vildum búa til
eitthvað nýtt, og það mátti vera í raun í hvaða
geira sem var, í fiski, áli, orku eða öðru. En
við duttum inn í ferðaþjónustu. Þetta var árið
2012. Til að byrja með hélt ég áfram í minni
dagvinnu, en hinir tveir hættu í sínum störfum
og einbeittu sér að nýja verkefninu. Úr varð
netferðaskrifstofan Best of Iceland. Í grófum
dráttum var þetta frekar léleg hugmynd, með-
al annars vegna þess að ferðaþjónustufyrir-
tækin á markaðnum voru ekki með nein tölvu-
kerfi sem hægt var að tengjast við,“ segir
Hjalti.
Fyrirtækin sem Hjalti vísar þarna til voru
þau sem buðu upp á ferðir og afþreyingu,
dagsferðir, hestaferðir, hvalaskoðun, o.s.frv., í
raun allt það sem ferðamaðurinn horfir til þeg-
ar hann er kominn á áfangastað og er að leita
sér að einhverju skemmtilegu að gera og upp-
lifa.
Þeir vinirnir brugðust við þessu með því að
búa til nákvæmlega þetta kerfi sem þeim
fannst vanta á markaðinn, kerfi til að auðvelda
ferðaþjónustufyrirtækjunum að tengjast við
söluaðila, og við hvert annað. „Þetta gerðum
við á hárréttum tíma í þróun íslenskrar ferða-
þjónustu. Við náðum að búa til kerfi sem að
margra mati, og þar á meðal TripAdvisor, er á
heimsmælikvarða. Það er víða um heim tekið
eftir því hve framarlega við Íslendingar stönd-
um í ferðum og afþreyingu. Ferðamenn koma
til landsins til að upplifa alls konar ólíka hluti,
og langmest af því sem þeir bóka fer í dag í
gegnum okkar kerfi.“
Hjalti sýnir blaðamanni hvernig kerfið virk-
ar og hvað það býður upp á. Ásamt því sem
fyrirtæki í ferðaþjónustu geta sett upp bók-
unarvél frá Bókun með auðveldum hætti inn á
sínar heimasíður geta fyrirtækin vistað ljós-
myndir, kort, myndbönd og margvíslegar upp-
lýsingar, sem þau svo geta lesið inn á sínar
eigin vefsíður.
Notendur uxu hraðar en allir aðrir
Fljótt kom í ljós hve mikil áhrif bókunar-
vélin hafði að sögn Hjalta. „Allt í einu byrjuðu
þeir sem notuðu þessa bókunarvél okkar að
vaxa miklu hraðar en allir hinir. Þannig feng-
um við inn fjölda viðskiptavina án þess að hafa
sölumann á Íslandi. Við héldum svo áfram að
þróa kerfið, og eftir því sem fjöldi viðskipta-
vina sem tók kerfið í notkun óx gáfum við
þessum aðilum kost á því að velja vörur hjá
hverjum öðrum og endurselja ferðir hver ann-
ars. Þannig má til dæmis sjá sömu ferðina á
mörgum vefsíðum samtímis. Sama hvalaskoð-
unarferðin er kannski í sölu hjá Wow Air, hjá
Arctic Adventures og hjá hvalaskoðunarfyr-
irtækinu sjálfu. Kerfið okkar tryggir að það
eru alltaf rauntímaupplýsingar fyrir hendi um
rétt framboð, hvort til eru sæti eða ekki.“
Hjalti segir að framkvæmd þessarar kross-
sölu svokölluðu, þar sem fyrirtækin endurselja
hvert annað, fari öll fram í gegnum kerfi Bók-
unar. Þar sé hægt að ganga frá samningi á
einfaldan hátt, og aðilar semja um þóknanir og
fleira, á örskömmum tíma, og byrja að selja
nær samstundis. „Við höfum dæmi um marga
aðila sem hafa á einum degi gert samninga í
gegnum Bókun um að selja ferðir og afþrey-
ingu annarra á sínum vefsíðum, og fengið inn
bókanir samdægurs.“
Eitt af því sem Bókun býður upp á í gegn-
um kerfi sitt, og hefur reynst vel, er að ferða-
þjónustuaðilar sem eru í viðskiptum við fyrir-
tæki geta búið til pakka. Sem dæmi getur
hvalaskoðunarfyrirtæki boðið hvalaskoðun og
köfun frá öðru fyrirtæki í einum pakka. Þann-
ig er hægt að blanda saman hvaða ferðum sem
er. „15% af öllum vörum sem bókaðar eru í
gegnum kerfið okkar eru svona „combo“-
ferðir. Þetta hefur ekkert fyrirtæki náð að
gera með sama hætti og við gerum. Eftir
þessu hefur verið tekið erlendis.“
Hjalti segir að ein af ástæðunum og forsend-
unum fyrir því að svona vel gangi að selja
ferðir og afþreyingu hér á landi eins og reynd-
in er, og gert er í gegnum Bókun, sé sú stað-
reynd að á Íslandi séu allir bókanlegir á net-
inu. Þess vegna geti allir tekið þátt. Aðgengi
að markaðnum sé auðvelt fyrir ferðaþjónustu-
aðilana og allt sé aðgengilegt fyrir ferðamann-
inn. Úrvalið af ferðum og afþreyingu sé þannig
á sama tíma miklu meira en víðast hvar er-
lendis. „Til að fara af stað með einhverja
ferðaþjónustu hér á landi er nóg að fá góða
hugmynd, skrá kennitöluna inn á Bókun og
byrja að selja. Þetta er algjörlega byltingar-
kennt. Þetta hefur stuðlað að mikilli nýsköpun
í ferðamennsku. Mörg fyrirtæki hafa hreinlega
orðið til af því að Bókun gerði þeim kleift að
verða til.“
Hann segir að krosssalan standi fyrir
stórum hluta allrar sölu í kerfinu, en einmitt
sú virkni er það sem greinir kerfi Bókunar frá
öðrum kerfum í heiminum. „Það að allir eru að
nota eitt og sama kerfið þýðir að sýnileiki var-
anna er svo miklu meiri en gengur og gerist
annars staðar í heiminum. Á meðan nánast all-
ir eru á netinu á Íslandi eru kannski bara 20%
af ferðaþjónustubirgjum erlendis með kerfi
sem tengst getur öðrum kerfum. Þetta er ein
stærsta ástæðan fyrir því að TripAdvisor
keypti okkur, því þeir ætla að reyna að endur-
skapa árangurinn sem náðst hefur hér á landi
úti um allan heim.“
Hjalti segir að sprenging hafi orðið í fjölda
viðskiptavina eftir að tilkynnt var um kaup
TripAdvisor á félaginu. „Við byrjuðum að fá
inn fjölmarga nýja viðskiptavini á dag, án þess
að breyta neinu sjálfir. Það er ótrúlegt hvað
vörumerkið þeirra er sterkt,“ segir Hjalti og
bendir á að TripAdvisor sé langsamlega
stærsti aðilinn í heiminum í sölu á ferðum og
afþreyingu, með 4-500 milljónir gesta á heima-
síðu sinni í mánuði hverjum.
Hraði vinnur
Hjalti fer fögrum orðum um nýju eigend-
urna. Þeir hafi brugðist hratt við eftir að kaup-
in voru afstaðin og viðskiptavinum Bókunar
fjölgaði ört. „Þeirra mottó er Speed Wins, eða
Hraði sigrar. Þegar við sáum að nýskráning-
Hefur stuðlað að nýsk
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Hugbúnaðarfyrirtækið Bókun
hyggst meira en tvöfalda starfs-
mannafjölda sinn nú í sumar í kjölfar
þess að það var selt í apríl til Trip-
Advisor, stærsta söluaðila í ferða-
þjónustu í heiminum. Hjalti Bald-
ursson, framkvæmdastjóri og
stofnandi, segir að fyrirtækið sé vel
þekkt erlendis þó að fáir þekki það
hér á landi.
Hjalti segir að ferða- og afþreyingar-
geirinn hafi vaxið á gríðarlegum
hraða og það sé ástæðan fyrir miklu
vexti Bókunar. Fólk láti ekki lengur
segja sér hvað það á að gera í fríinu,
það vilji ákveða sjálft. Þá skipti vöru-
framboð máli, og gott aðgengi að
ferðum og afþreyingu.