Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 12

Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018SJÓNARHÓLL Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar ÓMAR Það væri snúið fyrir ökumenn að fara eftir umferðar-reglum ef þær væru byggðar upp á almennum til-mælum og matskenndum fyrirmælum. Ef það væri til dæmis lagt bann við hraðakstri á stórum bílum, en ekki skilgreint nákvæmlega hvað stór bíll sé, eða hvaða hraði sé of mikill, þá þyrftu ökumenn ekki bara að kunna reglurnar, heldur líka að reyna að skilja hvernig lögreglan og dómstólar skilja sömu regl- ur. Heiðrún Lind Marteins- dóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi, velti þessari spurningu upp á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í vikunni. Um- fjöllunarefni hennar var fram- kvæmd samkeppnislöggjafar á Íslandi, en það er útbreidd skoðun meðal forsvarsfólks ís- lenskra fyrirtækja að það sé oft sett í ómögulega stöðu gagnvart Samkeppniseftirlitinu. Sem betur fer þurfa ökumenn ekki að lesa í hugsanir lög- reglunnar til þess að vita hvort þeir eigi á hættu að vera teknir fyrir hraðakstur. Það dugir einfaldlega að líta á mælaborðið og bera saman við merkingar um hámarks- hraða í kílómetrum á klukkustund. Í tilfelli forsvarsfólks fyrirtækja sem standa frammi fyr- ir því að meta hvort þau séu nálægt því að ganga að mörk- um samkeppnislaga er þetta ekki alveg jafn auðvelt. Eins og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, benti á í grein á vefsíðu samtakanna, þá er „beiting sam- keppnislaga [...] matskennd og getur ráðist af ytri að- stæðum. Forsendur sem lagðar eru til grundvallar í sam- keppnismálum eru oft ekki ljósar fyrirfram og óvissa getur ríkt um réttindi og skyldur einstakra fyrirtækja.“ Vitaskuld eru til dæmi þar sem bersýnilega hefur verið tilefni til bæði rannsóknar og dóma vegna hegðunar fyr- irtækja á markaði. Það er heldur engin krafa frá atvinnulíf- inu um sérstaka samúð eða að fá að starfa án eftirlits eða utan ramma laga. Þvert á móti snúa athugasemdirnar að því að styrkja regluverkið þannig að það feli í sér þann fyr- irsjáanleika og réttarvissu sem almennt er talin mikil- vægur hornsteinn í heilbrigðu viðskiptalífi. Því miður getur reynst erfitt að koma þessum sjónarmiðum á framfæri, eða eiga í uppbyggilegu samtali um úrbætur, ef viðhorfið í garð viðskiptalífsins einkennist af óhóflegri tortryggni. Það var til að mynda umhugsunarvert að heyra alþing- ismanninn Ágúst Ólaf Ágústsson staðhæfa í umræðuþætti Viðskiptaráðs og Íslandsbanka að nánast öll þau fyrirtæki sem keppa á fákeppnismarkaði hafi með einum eða öðrum hætti brotið samkeppnislög. Svona staðhæfingar eru í raun yfirlýs- ing um að fjöldinn allur af fyrir- tækjum sem starfa á hinum litla ís- lenska markaði liggi undir grun um alvarleg lögbrot. Þetta eru ekki létt- vægar ásakanir. Og það hjálpar held- ur ekki uppbyggilegu samtali þegar opinberir aðilar, eins og Samkeppnis- eftirlitið, eyða skattpeningum í Face- book auglýsingar til að koma mál- flutningi sínum á framfæri. Hingað til hafa yfirvöld sýnt þessum sjónarmiðum um réttaróvissu og hægagang takmarkaðan skilning. En hvernig er hægt að halda því fram að framkvæmd laganna sé einföld og eigi ekki að dyljast fyrirtækjum þegar úr- skurðir Samkeppniseftirlitsins telja gjarnan mörg hundruð blaðsíður eftir rannsókn á meintu broti og málsmeðferð- artíma sem í sumum tilfellum er mörg ár. Sum mál fá reyndar aldrei endanlegan úrskurð og önnur felld niður án nokkurra skýringa. Íslensk fyrirtæki búa þannig við veru- lega réttaróvissu og geta legið undir grun í lengri tíma með tilheyrandi tjóni fyrir alla sem að rekstri þess koma. Þótt starfsemi opinberra eftirlitsaðila sé nauðsynleg þá verður sú staðreynd ekki umflúin að sköpun verðmæta á sér stað í fyrirtækjum landsins. Það er þess vegna ekki kostnaðarlaust fyrir samfélagið ef óljósar og ófyrirsjáan- legar leikreglur geta hamlað eðlilegri starfsemi og vexti fyrirtækja. Forsvarsmenn atvinnulífsins hafa ekki beðið um að reglur séu afmáðar eða eftirlit sé afnumið. Krafan er einfaldlega sú að gefinn verði upp hámarkshraði og þeir sem haldi sig undir honum fái að vera í friði. VIÐSKIPTALÍF Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Hraðatakmörkun íslenskra fyrirtækja ” Og það hjálpar heldur ekki uppbyggilegu sam- tali þegar opinberir að- ilar, eins og Samkeppn- iseftirlitið, eyða skatt- peningum í Facebook auglýsingar til að koma málflutningi sínum á framfæri. FORRITIÐ Einn fylgifiskur snjallsíma- tækninnar er að allur þorri fólks gengur um með risastórt safn af ljósmyndum í vasanum. Það er svo auðvelt að smella af nokkrum myndum, en mætir yfirleitt afgangi að grisja myndasafnið og halda bara eftir bestu myndunum á með- an hinum er hent. Margir grípa einfaldlega til þess ráðs, þegar síminn er við það að fyllast, að færa myndirnar yfir á tölvu, eða minniskubb, og fresta til- tektinni þar til síðar. Þessi frest- unarárátta er alveg skiljanleg, enda hægara sagt en gert að fara í gegnum hundruð og jafnvel þús- undir mynda. Tidy (http://tidy.gall- ery) er forrit sem nota má til að fara hratt og vel í gegnum mynda- bunkann, svo að eftir sitja bara myndir sem eru þessi virði að geyma. Viðmótið er ekki ósvipað og í vinsælu stefnumótaforritunum: hver myndin á fætur annarri birtist á skjánum, og er puttanum rennt til vinstri eða hægri eftir því hvort á að geyma myndina eða henda. Tidy gerir tiltektina að leik með því að mæla hve mikið pláss á harða diski símans tókst að losa í hvert sinn. Forritið er ókeypis og í boði fyrir bæði iOS- og Android-síma. ai@m- bl.is Liðsauki í glímunni við myndasafnið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.