Morgunblaðið - 18.06.2018, Side 1

Morgunblaðið - 18.06.2018, Side 1
M Á N U D A G U R 1 8. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  141. tölublað  106. árgangur  MYRKRIÐ OG MANNS- LÍKAMINN KOMAST NÁLÆGT SELUNUM ÍSLENSKUR VERÐ- LAUNADANSARI Í KAUPMANNAHÖFN SELALÁTUR VIÐ HÚNAFLÓA 12 JÓN AXEL FRANSSON 26BROT ÚR MYRKRI 29 Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is „Það er bara þurrð á þessum markaði, þeir ryksuguðu þetta upp,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarps- miðilsins N4. María Björk og Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárstjóri Hring- brautar, gagnrýna Ríkisútvarpið harðlega og telja að ójöfn samkeppni á auglýsinga- markaði hafi átt sér stað í aðdraganda HM, þar sem auglýsingadeild RÚV hafi þurrkað upp auglýsingamarkaðinn. „Við áttum ekki séns gegn þeim tilboðum sem RÚV lét rigna yfir markaðinn. Auglýs- ingadeild sjónvarpsins fer fram af miklu offorsi, með þeim afleiðingum að litlar sjón- varpsstöðvar sem hafa minna áhorf eiga enga möguleika,“ segir Sigmundur Ernir og bætir því við að ef slíkt hefði viðgengist í öðrum atvinnugreinum væri búið að grípa inn í af hálfu samkeppnisyfirvalda. María Björk sagði að erfiðlega hefði gengið að selja auglýsingapláss til fyrirtækja á höfuð- borgarsvæðinu sem hefðu svarað henni hreint út að „þeir settu allt sitt budget til RÚV“. Hún segir þau á N4, sem er með að- setur á Akureyri, hafa þurft að reiða sig á norðlensk fyrirtæki og önnur fyrirtæki á landsbyggðinni. Sigmundur Ernir óskar eftir áheyrn yfir- valda sem hafi lengi vel hunsað gagnrýni af þessu tagi: „Stjórnvöld hlusta ekki, sjá ekki og hafa enga tilfinningu fyrir markaðnum. Og gildir einu hvar stjórnmálamennirnir standa pólitískt séð, það gerist aldrei neitt í þessum málaflokki.“ »10 RÚV sætir harðri gagnrýni  Engar auglýsingar eftir fyrir minni stöðvar Morgunblaðið/Eggert RÚV Náði öllum HM-auglýsingunum. Talið er að rúmlega 2.500 stuðnings- menn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafi mætt í upphitunar- gleði í Zaryadye-garðinum í Moskvu á laugardaginn fyrir leik Íslands og Argentínu í lokakeppni heimsmeist- aramótsins 2018 í Rússlandi. Viðburðurinn var skipulagður af sendiráði Íslands í borginni, utanrík- isráðuneytinu, mennta- og menning- armálaráðuneytinu, Íslandsstofu og Tólfunni – stuðningssveit íslensku landsliðanna. Fram kemur í tilkynningu að gríð- arlegur áhugi hafi verið meðal er- lendra fjölmiðla á viðburðinum og stemningunni í íslenska stuðnings- mannahópnum. Ísland og Argentína skildu jöfn, 1:1, í þessari frumraun íslenska liðs- ins í lokakeppni HM en með gríðar- lega vel skipulögðum leik náði ís- lenska liðið að halda besta knatt- spyrnumanni heims, Lionel Messi, í skefjum í níutíu mínútur. Alfreð Finnbogason jafnaði metin fyrir Ís- land um miðjan fyrri hálfleik, aðeins fjórum mínútum eftir að Sergio Agüero hafði komið Argentínu- mönnum yfir. Gekk fullkomlega upp Um miðjan síðari hálfleik varði Hannes Þór Halldórsson vítaspyrnu frá Messi og þrátt fyrir þunga sókn argentínska liðsins tókst því ekki að brjóta frábærlega skipulagðan varn- arleik Íslands á bak aftur. Eins og fjallað er ítarlega um í íþróttablaðinu gengu áætlanir Heim- is Hallgrímssonar og þjálfarateymis hans fullkomlega upp en þeir höfðu búið sig undir leikinn í marga mánuði og argentínska liðið spilaði nákvæm- lega eins og þeir höfðu reiknað með. Ísland spilar næst við Nígeríu í Volgograd á föstudaginn kemur og með sigri þar yrði Ísland í mjög góðri stöðu í baráttunni um sæti í sextán liða úrslitunum. MHM í fótbolta »4, 6, 16 og Íþróttir Frábær byrjun Íslands á HM Morgunblaðið/Eggert  Um 2.500 Íslend- ingar hituðu upp í Moskvu fyrir leik- inn við Argentínu Skipulagðir Lionel Messi fékk ekkert pláss til að athafna sig fyrir framan íslenska vítateiginn þar sem Aron Einar Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson lokuðu öllum leiðum fyrir argentínska snillinginn. Lög um jafna meðferð á vinnu- markaði voru samþykkt undir lok þings í byrjun vikunnar. Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræði- deildar ASÍ, segir að lögin gætu hjálpað verkalýðshreyfingunni í baráttunni gegn launaleynd, fjöl- þættri mismunun á vinnumarkaði og launamun kynjanna. Hann segir þó of snemmt að fullyrða hvaða áhrif löggjöfin muni hafa á íslensk- an vinnumarkað. Markmið laganna er að vinna gegn mismunun og koma á og viðhalda jafnri meðferð einstaklinga á vinnumarkaði. Laun 18-19 ára fólks gætu hækkað vegna laganna. »16 Lög sem vinna gegn mismunun Morgunblaðið/Styrmir Kári Kröfuganga Ný lög munu eflaust hjálpa til í baráttu verkalýðsins gegn launaleynd, fjölþættri mismunun og launamun kynjanna.  Eftirlitsstofnun fríverslunarsam- takanna EFTA, ESA, hefur staðfest að ríkisstyrkir til einkarekinna fjöl- miðla séu löglegir. ESA samþykkti á dögunum nýjar reglur í Noregi þar sem gert er ráð fyrir því að norska ríkið styrki fjölmiðla fjár- hagslega. Að fengnu samþykki ESA er ekki um ólögmæta ríkisaðstoð að ræða. Norsk yfirvöld hafa löngum stutt einkarekna fjölmiðla landsins og er ríkissjónvarp Norðmanna, NRK, ekki á auglýsingamarkaði. Fjölmiðlaumhverfið á Íslandi er um margt óhentugra fyrir einkarekna fjölmiðla en hjá grönnum okkar í Noregi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, segir að fá ríki styðji eins lít- ið við sína einkareknu fjölmiðla og Ísland. Hún boðar þó úrbætur í þeim efnum, fjölmiðlasjóð, nýsköp- unarstyrki til fjölmiðla o.fl. »2 Ríkið má styrkja einkarekna fjölmiðla Morgunblaðið/Golli Dagblöð Einkareknir fjölmiðlar njóta ekki opinberra styrkja hér á landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.