Morgunblaðið - 18.06.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.06.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyri // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Tindar og hnífar Sláttuhnífar og tindar í flestar gerðir heyvinnutækja Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. 400 milljónir í ríkisstyrki  Ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla löglegir  Úrbætur á döfinni hérlendis Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Eftirlitsstofnun fríverslunarsamtakanna EFTA, ESA, hefur nú staðfest að ríkisstyrkir til einka- rekinna fjölmiðla séu löglegir. Það gerði ESA með því að samþykkja nýverið nýjar reglur í Noregi þar sem gert er ráð fyrir því að norska ríkið styrki fjölmiðla fjárhagslega. Ríkisaðstoðin er ekki hugsuð fyrir þá fjölmiðla sem einblína á aug- lýsingar og markaðssetningu heldur fremur ný- sköpunar- eða þróunarverkefni sem miða að því að þróa efni sem er ekki byggt á auglýsingum, þróa nýjar lausnir í framleiðslu, dreifingu eða lestri frétta. Að sögn norskra yfirvalda snýr þró- un og nýsköpun á sviði fjölmiðla að því að nota tækni og framsetningu fjölmiðla á nýjan hátt og óháð miðlunarleið. Styrkir fyrir 40-50% af kostnaði Ríkisaðstoðin berst fjölmiðlum í beinum styrkj- um og má mest vera 40% af kostnaði hvers verk- efnis fyrir sig en hægt er að hækka styrkinn í 50% ef verkefnið er smátt í sniðum. Styrkirnir eru að hámarki 30 milljónir norskra króna árlega eða tæpar 400 milljónir íslenskra króna. Norsk yfir- völd hafa löngum staðið við bakið á fjölmiðlum landsins og er ríkissjónvarp þeirra, NRK, ekki á auglýsingamarkaði. Fjölmiðlaumhverfið á Íslandi er um margt ólíkt því norska í þessum efnum. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að fá ríki styddu eins lítið við sína einkareknu fjölmiðla og Ísland. Hún boðar þó úrbætur í þeim efnum. RÚV hugsanlega af auglýsingamarkaði Lilja segir að til skoðunar komi að Ríkisútvarp- ið fari af auglýsingamarkaði, að stofnaður verði fjölmiðlasjóður sem styrki gerð menningar- og fréttaefnis, blaðamannasjóður sem styrki rann- sóknarverkefni óháð miðlum og dreifbýlissjóður fyrir miðla í dreifbýli. Einnig nefndi Lilja þróunar- og nýsköpunar- styrki, beina rekstrarstyrki, lækkun virðisauka- skatts á auglýsingar og lækkun tryggingagjalds. Vænta má að þessar tillögur verði kynntar frekar í sumar. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Í ræðu sinni á Hrafnseyri á laug- ardaginn, sem haldin var í aðdrag- anda þjóðhátíðardagsins, fór Guðni Th. Jóhannesson forseti um víðan völl og vitnaði bæði í bókmennta- sögu og sjálfstæðisbaráttu Íslend- inga en veik jafnframt að árangri íslenska knattspyrnuliðsins í heimsmeistarakeppninni. Hann lagði áherslu á að þótt afreks- mönnum Íslendinga á knatt- spyrnuvellinum væri oft líkt við víkinga bæri Íslendingum að taka sér heldur til fyrirmyndar þá for- feður þeirra sem héldu friðinn og völdu „vitnisburð um heiður og sæmd, umburðarlyndi í stað þröngsýni, samstöðu en ekki sér- drægni, þrautseigju án þver- móðsku“. Íslendingar ættu heldur að sækja sér fordæmi til sátta- gerðarmanna og sagnasjóðs lands- ins en í „hjákátlega aðdáun á víg- um og vígamönnum“. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra las upp úr hundrað ára gam- alli dagbókarfærslu verkakonunn- ar Elku Björnsdóttur í ávarpi sínu til Íslendinga á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn daginn eftir. Í dagbókarfærslunni lýsti Elka full- veldishátíðinni og sagði hana hafa verið „merkisdag mikinn í sögu landsins ef hún [fengi] að verða lengri“. Sagði Katrín færsluna vekja mann til umhugsunar um kjör Íslendinga fyrir öld. Katrín veik einnig að árangri landsliðsins í heimsmeistarakeppninni og sagði einurð, metnað og þrotlausa vinnu búa þar að baki. Horfi til friðarins manna  Árangri á HM fagnað í hátíðarræðum um helgina  Litið aftur um öld í ræðum forseta og forsætisráðherra Ráðamenn Guðni Th. Jóhannesson og Katrín Jakobsdóttir. Bæjar- og sveitarstjóra vantar nú til starfa víða um land en eftir sveitar- stjórnarkosningar fylgir að þegar nýir meirihlutar eru myndaðir er ráðinn nýr maður sem stjórnandi viðkomandi sveitarfélags. Í Morgun- blaðinu um helgina er auglýst eftir bæjarstjórum til starfa á Akureyri, í Fjarðabyggð, Ölfusi og nýju samein- uðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs. Þá vantar sveitarstjóra í Mýrdal og Bláskógabyggð. Einnig vantar bæjarstjóra í Vest- urbyggð, Ísafjarðarbæ, á Blönduósi, Hornafirði, í Árborg og Grindavík, svo og sveitarstjóra í Strandabyggð og á Skagaströnd. Umsóknarfrestur um þessi störf er yfirleitt fram undir næstkomandi mánaðamót. sbs@mbl.is Víða vant- ar sveitar- stjóra  Fjöldi auglýsinga Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, voru í gær afhent fyrstu eintökin af nýrri hátíðar- útgáfu af Íslendingasögum og -þáttum við at- höfn í Alþingishúsinu. Afmælisnefnd sem skipuleggur hátíðahöld í tilefni af 100 ára af- mæli fullveldis Íslands stendur að útgáfunni sem þykir vönduð. Textar sagna og þátta hafa verið endurskoðaðir með hliðsjón af rann- sóknum og þá fylgir útgáfunni margvíslegt skýringarefni svo sem á um 600 vísum sem fylgja sögum og þáttum. Þá prýða bækurnar myndverk eftir dönsku listakonuna Karin Birg- itte Lund. Saga forlag sér um útgáfuna en ritstjórar eru Örnólfur Thorsson, Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Aðalsteinn Eyþórsson og Sverrir Tómasson. Umsjón með útgáfunni hafði Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árna- stofnun, og útgefandi er Jóhann Sigurðsson. Verndari útgáfunnar er Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, og var henni einnig afhent eintak við þetta tilefni sem og fulltrúum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. sbs@mbl.is Ný útgáfa Íslendingasagna og -þátta komin út í tilefni af fullveldisafmæli Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsetarnir fengu fyrstu eintök bókanna Allt fór vel fram á hátíðahöldum í gær, á þjóðhátíðardeginum 17. júní. Sunnanlands var ágætt veður fram eftir degi en seinnipartinn gekk á með skúrum sem settu strik í reikn- inginn. Í Reykjavík var það Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona sem flutti ávarp fjallkonunnar, sem Linda Vilhjálmsdóttir samdi. Þá var Edda Björgvinsdóttir útnefnd Borg- arlistamaður Reykjavíkur 2018 og forseti borgarstjórnar, Líf Magneu- dóttir, lagði blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Ein- arsdóttur í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Úti um land var sömuleiðis fjöl- breytt dagskrá. Á Akureyri setti brautskráning við MA svip á hátíða- höldin, en þar settu 164 upp hvíta stúdentshúfu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hátíðlegt Líf Magneudóttir lagði blómsveig á leiði Jóns forseta. Þjóðhátíð með skúrum  Brautskráð nyrðra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.