Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.06.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 Bir tm eð fr irv ar au m re ntv illu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Bókaðu þína ferð á www.heimsferdir.is m/VöluMatt ogUnuSigurðardóttur 595 1000 LANDIÐMITT ÍTALÍA Frá kr. 149.995 Í MOSKVU Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hin fleygu orð, að Ísland sé stórasta land í heimi áttu býsna vel við í Moskvu á laugardaginn. Þjóð- in á að minnsta kosti „stórasta landslið“ í heimi. Hjörtun slá í takt. Frægari leikmenn eru í mörgum hinna liðanna, miklu þekktari nöfn, leikmenn sem spila fyrir þekktari og ríkari félagslið, en samheldni og félagslegur styrkur fást ekki keypt fyrir peninga. Íslenska karlalandsliðið tók stórt skref fyrir tveimur árum með þátt- töku í lokakeppni Evrópumóts í fyrsta skipti en á laugardag var stigið risaskref. Sjálft heimsmeist- aramótið var það, heillin, og ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur; Messi, litli risinn, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, og samherjar hans í liði Argentínu. Allt er stærra á HM en EM. Miklu fleiri fjölmiðlamenn og áhuginn gríðarlegur í öllum heims- hornum. Vert er að minna á að Íslend- ingar eru langfámennasta þjóð sem komist hefur í lokakeppni HM. Þjóðin telur nú um 340.000 sálir, um milljón færri en Trininad og Tobago, þegar lið landsins lék á HM 2006. Mannfjöldi er hins vegar bara tölfræði. Á vellinum eru 11 hjörtu í hvoru liði og einn bolti. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Söguleg stund Alfreð Finnbogason gerir fyrsta mark Íslands í úrslitakeppni heimsmeistaramóts. Caballero markmaður varði skot Gylfa Þórs Sigurðssonar en boltinn hrökk til Alfreðs. Samstaða Leikmenn Íslands þakka áhorfendum jafn- an fyrir stuðninginn. Emil Hallfreðsson hvílir lúin bein. Markvarsla Hannes Þór Halldórsson, sem var frábær í leiknum, augnabliki áður en hann ver víti Lionels Messi. Tilfinningar Gunnar Malmquist og Jóna Arnórsdóttir, for- eldrar Arons fyrirliða, voru nánast örmagna í leikslok. Hamingja Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, kyssir eiginkonu sína, Írisi Sæmundsdóttur að leikslokum. Jónína systir hans hefur gaman af. Draumar rætast ef hjörtu slá í takt Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Það eru allir í góðu skapi meðan á HM stendur og Ís- lendingum gengur vel. Þetta hefur góð áhrif á þjóðarsál- ina. Áhrifin eru þó sjaldnast langvarandi, nema kannski að áhugi ungra stráka og stelpna á því að æfa fótbolta eykst,“ segir Guð- mundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Framkoma til fyrirmyndar Guðmundur hefur mikið rannsakað og skrifað um þjóðernismál sem eiga sér margar birtingarmyndir. Hann segir góðan árangur íslenska karla- landsliðsins í knattspyrnu, það er að gera jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum í riðlakeppni, 1-1, sannarlega skapa jákvæð áhrif í þjóðlífinu. „Þetta snertir alla, jafnvel fólk sem hefur lítinn áhuga á íþróttum. Það gerðist til dæmis í tengslum við EM fyr- ir tveimur árum og eins þegar best gekk hjá íslenska landsliðinu í handbolta fyrr á árum,“ segir Guðmundur sem telur árangur í Argentínuleiknum vitna um góða vinnu og skipulag sem allir geti verið stoltir af. Fram- koma áhorfenda og annars fylgisfólks íslenska liðsins í Moskvu hafi verið til fyrirmyndar, en stundum hafi boltabullur sett leiðan svip á stórleiki. Eins og sterkur og góður kaffibolli „Ætli áhrifin sem góður árangur Íslendinga í íþróttum vekur séu ekki svipuð því að drekka sterkan og góðan kaffibolla. Þetta skilar vellíðan í svolitla stund sem fljótt fjarar út. En vissulega skapar allt svona sterka sam- stöðu meðal lítillar þjóðarinnar og hún er eftirsóknar- verð,“ segir Guðmundur Hálfdánarson. Vísar hann í þá miklu stemningu sem myndaðist til dæmis þegar Vala Flosadóttir vann til bronsverðlauna á ÓL í Sydney árið 2000 og silfurverðlaun íslenska handboltalandsliðsins á ÓL árið 2008. Megi þá nefna fleiri dæmi frá ýmsum tím- um sem skópu jákvæð áhrif. Undirstrika verði þó að nú sé aðeins einum af fjórum leikjum sem Ísland leikur lok- ið og sé gott að hafa í huga orðatiltækið að dag skuli að kveldi lofa. Góð áhrif á þjóðarsálina Guðmundur Hálfdánarson  Jákvætt en ekki langvarandi  Áhugi ungmenna á íþróttum eykst  Allir í góðu skapi meðan á HM stendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.