Morgunblaðið - 18.06.2018, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Einstök gæði frá
40 ár
á Íslandi
Sterkir og
notendavænir
sláttutraktorar
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Óhætt er að fullyrða að allir Íslend-
ingar, sem fylgdust með leik Íslands
og Argentínu í Moskvu á laugardag-
inn, hafi verið í sjöunda himni. Marg-
ir trúðu vart eigin augum þegar dóm-
arinn flautaði til leiksloka og
þjóðirnar höfðu gert jafntefli, 1:1, í
fyrsta leik Íslands í lokakeppni
heimsmeistaramóts.
Ómar Ingimarsson sem Morg-
unblaðið sveif á fljótlega eftir að leik
lauk kvaðst vart geta lýst því hvernig
honum væri innanbrjósts. „Maður á
orðið von á öllu þegar þessir strákar
eru annars vegar, þeir eru ótrúlegir,
en ég verð að viðurkenna að ég átti
ekki von á þessum úrslitum á móti
svona sterku liði,“ sagði hann.
„Argentínumenn voru miklu meira
með boltann en við áttum fullt af fær-
um og það skiptir meira máli. Ísland
skoraði á móti Argentínu og Hannes
varði víti frá Messi; þetta gat ekki
orðið betra og ég er viss um að við
förum upp úr riðlinum. Ég er mjög
bjartsýnn á framhaldið.“
Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrr-
verandi landsliðsmaður var hrærður
eftir að flautað var af. „Ég get ekki
annað en verið virkilega stoltur stóri
bróðir,“ sagði Jóhannes og vísaði til
Björns Bergmanns Sigurðarsonar,
hálfbróður síns. „Ég er hrærður,
klökkur og stoltur; það var frábært
að sjá litla bróður spila en umfram
allt að við Íslendingar skyldum ná
jafntefli við Argentínu í fyrsta leik
okkar á HM. Þetta er mögnuð stund
og ævintýrið heldur áfram.“
Jóhannes Karl sagðist hafa skynj-
að strax í upphafi að Argentínumenn
hefðu hræðst Íslendinga. „Það var
einhver efi í þeim og okkar lið sá
náttúrlega til þess að þetta yrði Arg-
entínumönnum mjög erfitt. Það er
eitthvað stórmerkilegt í gangi hjá
þessum hóp og ég er bæði stoltur og
fáránlega ánægður með að hafa feng-
ið að fylgjast með þessum strákum.“
Um Aron Einar, fyrirliða, sem
ekki hafði leikið í sex vikur vegna
meiðsla en lék í 75 mínútur gegn
Argentínu, sagði Jóhannes Karl:
„Hann er gerður úr einhverju öðru
en flestir því venjulegur maður hefði
ekki spilað þennan leik. Ég talaði við
Aron þegar hann var heima á Íslandi
fyrr í sumar og hann ætlaði sér alltaf
að spila. Hann trúði því að það tæk-
ist; reyndar ekki bara að spila heldur
að leiða þjóðina inn í þennan leik. Svo
var hann frábær. Hannes var líka
geggjaður í markinu,“ sagði Jóhann-
es Karl.
„Mér líður dásamlega; ég held
þetta sé ein stærsta stund Íslands-
sögunnar,“ sagði Birkir Hólm
Guðnason fyrir utan leikvanginn.
„Við gerum jafntefli við eitt besta lið
heims og Hannes ver víti frá Messi.
Þetta gerist ekki flottara; skipulagið
hélt og ég var eiginlega aldrei stress-
aður fyrr en í uppbótartíma.“
Birkir sagðist hafa spáð 2:1 fyrir
Ísland! „En miðað við hvernig leik-
urinn spilaðist voru þetta frábær úr-
slit. Hannes var maður leiksins; stór-
kostlegur í markinu og Aron var
næst bestur. Var á annarri löppinni
en hljóp samt eins og brjálæðingur.“
Sigsteinn Grétarsson kvaðst ótrú-
lega ánægður. „Ég spáði 1:1 en verð
að viðurkenna að ég trúði því samt
ekki innst inni. Ég hafði áhyggjur af
því að við yrðum verulega undir í
leiknum en það var aðdáunarvert
hvernig Heimir stillti upp liðinu og
hve allir vörðust vel. Ég er ótrúlega
sáttur við að Ísland skuli hafa gert
jafntefli við eitt besta lið heims.
Ég er fullur bjartsýni og hlakka til
að fylgjast áfram með.“
„Ég er í skýjunum,“ sagði Fríða
Dóra Steindórsdóttir. „Ég missti mig
alveg á leiknum og tilfinningin þegar
Hannes varði vítið er ólýsanleg. Það
fannst mér toppurinn. En mér fannst
erfitt að horfa á leikinn, strákarnir
voru í vörn mest allan timann, eins og
reikna mátti með, en verð að viður-
kenna að ég átti ekki von á svona
góðum úrslitum. Vonaði bara að við
yrðum ekki niðurlægð en hafði sem
betur fer mjög rangt fyrir mér!“
Morgunblaðið/Eggert
HÚH! Víkingaklappið ómaði reglulega um Spartak-leikvanginn meðan Íslendingar og Argentínumenn öttu kappi.
„Ég er hrærður, klökkur, stoltur“
Íslendingar í Moskvu réðu sér ekki fyrir kæti „Ég hafði sem betur fer mjög rangt fyrir mér!“
Morgunblaðið/Eggert
Gaman Um 2500 manns voru í upphitunarveislu í miðbænum.
Morgunblaðið/Skapti
Bróðir Jóhannes Karl Guðjónsson
er gríðarlega stoltur af landsliðinu.
Morgunblaðið/Skapti
Himinlifandi Þorvaldur Ólafsson, Kristján Pálsson, Gylfi Rútsson, Berglind
Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, og Finnbogi Jónsson.
Óvænt Sigsteinn Grétarsson
spáði jafntefli en hafði samt
ekki trú á því innst inni.
Stórmál Birkir Hólm Guðna-
son telur leikinn eina stærstu
stund Íslandssögunnar.
Missti mig Tilfinningin þegar
Hannes varði vítið er ólýsanleg,
sagði Fríða Dóra Steindórsdóttir.
Bjartsýnn Ómar Ingimarsson
er viss um að Ísland fari upp úr
riðlinum og haldi áfram.
Meðan á landsleik Íslands og Arg-
entínu á HM sl. laugardag stóð dró
mikið út vatnsnotkun í Reykjavík.
Þetta sýna mælingar frá Veitum,
sem sendar voru fjölmiðlum í gær.
Íslendingar tóku daginn snemma
og segir í tilkynningu Veitna að
leiða megi líkum að því að fólk hafi
farið í sturtu, þvegið þvott, vaskað
upp og sinnt öðru slíku fyrr en
venjulega.
Vatnsnotkunin náði hámarki
klukkan 11, minnkaði hratt þegar
kom fram í hádegið og hríðféll rétt
fyrir klukkan 13. Minnkaði meðan á
fyrri hálfleik stóð og dróst enn
meira saman þegar mörk Argent-
ínu og Íslands voru skoruð.
Notkunin jókst svo snögglega í
leikhléi en hríðféll að nýju þegar
seinni hálfleikur hófst. Þegar leikn-
um lauk virðist sem margir hafi
farið á klósettið og fljótlega eftir
það komst jafnvægi á notkun borg-
arbúa á Gvendarbrunnavatni.
Vatnsnotkun tók mikinn kipp í leikhléi
Heimild/Veitur
jkljkljklj