Morgunblaðið - 18.06.2018, Page 10

Morgunblaðið - 18.06.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl. Skjót og hröð þjónusta Engar tímapantanir Góð passamynd skiptir máli Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Samkeppni á auglýsingamarkaði í kringum Heimsmeistaramótið í knattspyrnu er gífurlega ójöfn, segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna Hringbrautar og N4. Sigmundur Ernir Rúnarsson, dag- skrárstjóri á vef- og sjónvarpsmiðl- inum Hringbraut, segir að minni fjöl- miðlar á borð við Hringbraut hafi ekki átt möguleika gagnvart RÚV þegar um sölu auglýsinga fyrir Heimsmeistaramótið hafi verið að ræða. „Við áttum ekki séns gegn þeim tilboðum sem RÚV lét rigna yf- ir markaðinn. Auglýsingadeild sjón- varpsins fer fram af miklu offorsi, með þeim afleiðingum að litlar sjón- varpsstöðvar sem hafa minna áhorf eiga litla sem enga möguleika á að komast að.“ María Björk Ingvadóttir, fram- kvæmdastjóri N4 á Akureyri, tekur í sama streng og segir að RÚV hafi verið eitt um hituna: „Það er bara þurrð á þessum markaði, þeir ryk- suguðu þetta upp og voru klókir. Þetta er ofsalega ójöfn samkeppni.“ Allir peningarnir lagðir í RÚV María Björk segir það hafa verið ljóst snemma að RÚV fengi forskot- ið: „Maskínan fór í gang um leið og ljóst væri að við færum á HM. Þetta er náttúrulega svakalegt forskot sem þeir hafa, og 20 manna teymi sem stendur að baki auglýsingunum“. María segir jafnframt að þeim hafi reynst erfitt að ná í auglýsingar frá fyrirtækjum af höfuðborgarsvæðinu: „Við erum kannski ekki að keppa á sama markaði líkt og aðrir fjölmiðlar í Reykjavík, en það var ekki um auð- ugan garð að gresja fyrir okkur að fá auglýsingar hjá þeim fyrirtækjum sem hafa höfuðstöðvar í Reykjavík, með útibú úti á landi. Okkar sérstaða liggur kannski í því að eiga bakland á landsbyggðinni, við þurftum að reiða okkur á norðlensk fyrirtæki og önn- ur utan af landi. En við sáum að það þýðir ekki að reyna við þessi stærri fyrirtæki. Ég hef fengið svör frá fyr- irtækjum sem svara okkur hreint út að þeir hafi farið með allt sitt fé í HM á RÚV.“ Aðrir fjölmiðlar standi saman Sigmundur Ernir segir út í hött að engar hömlur séu á auglýsingasölu RÚV. „Þeir geta skákað í skjóli slíks ofureflis að ef þetta viðgengist í öðr- um atvinnugreinum þá væri strax búið að grípa inn í af hálfu sam- keppnisyfirvalda, og annarra eftir- litsstofnana.“ Hann telur stjórnvöld í ofanálag hygla RÚV umfram aðra: „Stjórnvöld hlusta ekki, sjá ekki og hafa enga tilfinningu fyrir markaðn- um. Það gildir einu hvar stjórnmála- mennirnir eru á pólitískum meiði, það gerist ekkert í þessum mála- flokki áratugum saman. Það er svo skakkt gefið að það er ríkinu til skammar“. Sigmundur Ernir segist vona að einkareknir fjölmiðlar standi saman þegar svona ber undir. „Það er óskandi að samtakamáttur ann- arra fjölmiðla eflist gegn ríkisvald- inu, og ég á von á því að góðir hlutir geti gerst þar.“ Gífurlega ójöfn samkeppni við RÚV  RÚV með „ósanngjarnt forskot“ á auglýsingamarkaðnum í aðdraganda Heimsmeistaramótsins  Forsvarsmenn annarra fjölmiðla segja að Ríkisútvarpið hafi þurrkað upp markaðinn fyrir HM María Björk Ingvadóttir Sigmundur Ernir Rúnarsson Lögregla handtók í hádeginu í gær, 17. júní, mann á þaki Stjórnarráðs- hússins við Lækjargötu sem er tal- inn hafa tekið þátt í því að skipta út íslenska fánanum fyrir tyrkneska fánann á þaki byggingarinnar. Það var aðgerðahópurinn Hvar er Hauk- ur? sem að þessu stóð, en innan vé- banda hans er fólk sem vill fá upp- lýsingar um afdrif Hauks Hilmarssonar sem hefur verið nú á fjórða mánuð saknað eftir loftárás Tyrkja á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi. Í yfirlýsingu frá aðgerðahópnum eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyr- ir að hafa ekki sinnt því sem skyldi að upplýsa hver afdrif Hauks hafi verið. Óskum fjölskyldu Hauks um að Tyrkir verði krafðir svara um það hvað hafi orðið um lík þeirra sem féllu í Afrín hafi ekki verið sinnt. Jákvætt sé að nú rannsaki ís- lenska lögreglan málið sem vonandi skili svörum. Eigi að síður sé þó uppi sú staða að tyrkneska lögregl- an stjórni því hvernig íslensk ráðu- neyti leiti íslensks ríkisborgara. Því hafi verið vel við hæfi á þjóðhátíð- ardeginum að skipta íslenskum fána út fyrir tyrkneskan. sbs@mbl.is Flaggaði tyrkneskum fána  Óska svara frá stjórnvöldum um örlög Hauks Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Lækjargata Slökkviliðsmenn komu á vettvang á kranabíl, sem var fljótleg- asta leiðin til þess að taka tyrkneska fánann niður af Stjórarráðshúsinu. Annasamt var hjá lögreglunni um helgina. Tveir karlmenn á þrí- tugsaldri sæta nú yfirheyrslu vegna gruns um að þeir hafi fótbrotið mann á sextugs- aldri á Akureyri á aðfaranótt sunnu- dags. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ráðist að manninum í Hafnarstræti á Ak- ureyri en óvíst er hvað þeim gekk til. Í Hafnarfirði var ölvaður maður handtekinn fyrir utan lögreglustöð- ina sömu nótt eftir að hann hafði barið og sparkað í veggi og glugga lögreglustöðvarinnar. Eftir að mað- urinn neitaði að hætta var hann tek- inn höndum og vistaður í fangaklefa. Bifreið var stöðvuð á Álftanesi kvöldið áður og ökumaðurinn hand- tekinn grunaður um ölvunarakstur. Eftir eftirgrennslan kom í ljós að hann hafði áður verið sviptur öku- leyfi. Önnur bifreið var stöðvuð í Seljahverfi Reykjavíkur og í ljós kom að ökumaðurinn, sem grunaður var um að aka undir áhrifum fíkni- efna, hafði aldrei tekið ökupróf. Manni sem handtekinn hafði verið á Akureyri vegna gruns um kynferð- isbrot á tjaldstæðinu í Rétt- arhvammi var sleppt á sunnudaginn. Lögreglan á Akureyri segir málið enn vera til rannsóknar. Erill hjá lögreglu um helgina Helgin Lögreglan hafði nóg að gera Þyrla hefur síðustu daga verið notuð til efnis- flutninga við stígagerð í Reykjadal inn af Hver- gerði. Alls 100 tonn af möl eru flutt ofan af Hellisheiði með þyrlunni en neðan í hana er hengt síló sem tekur 800 kg. „Þetta verða alls 130 ferðir og hver tekur sex mínútur. Þyrlan er frábær í svona verkefni; vinnan verður auðveld og ætti ekki að taka langan tíma,“ segir Haukur Harðarson hjá þyrluþjónustunni Helo í samtali við Morgunblaðið. Fyrirtæki hans og garðaþjón- ustan Garpar í Hveragerði sinna þessu verkefni fyrir Sveitarfélagið Ölfus. Þótti mikil þörf á út- bótum í Reykjadal, þar sem allt var lokað í vor vegna vatnsaga og aurbleytu. Nú ættu mál hins vegar að komast í betra horf. sbs@mbl.is Þyrlan er þarfaþing við framkvæmdirnar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Unnið að endurbótum á göngustíg í Reykjadal inn af Hveragerði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.