Morgunblaðið - 18.06.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.06.2018, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 Þingvellir Þar er yfirleitt alltaf margt um manninn. Ljósmyndari myndaði kafara koma úr Silfru á meðan minna ævintýragjarnir ferðamenn nutu útsýnisins af barmi Almannagjár. Kristinn Magnússon Á miðvikudaginn síðasta hélt breska sendiráðið í Reykjavík upp á afmælisdag El- ísabetar drottningar sem er 92 ára og enn í fullu fjöri. Að þessu sinni fóru hátíðahöldin fram á Laugardalsvelli af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi eru bæði Englendingar og Ís- lendingar með fótboltafár yfir heimsmeistara- mótinu og því viðeigandi að við tökum þátt í þessum sögulega við- burði með því að hafa þessi hátíða- höld á þjóðarleikvangi Íslendinga korter í heimsmeistaramót og ekki síður vegna tengsla og áhuga Ís- lendinga á ensku úrvalsdeildinni. Einnig er verið að tala um að endurbyggja Laugardalsvöll. Ef það er framkvæmt af metnaði og vilja er þetta tækifæri til að bregðast við eftirspurn eftir fjölþættri nútíma að- stöðu, sem getur sameinað íþróttir, tónlist, skemmtun, viðskipti og vek- ur áhuga íbúa á svæðinu. Bretland er leiðandi í heiminum hvað varðar sérþekkingu á sviði hönnunar og hefur að geyma mörg fyrirtæki sem hafa hannað og byggt leikvanga fyr- ir úrvalsdeildina, í Evrópu og um allan heim. Við getum boðið upp á skapandi möguleika og hlökkum til að leggja okkar af mörkum í þessu opna ferli. Og síðast en ekki síst stuðningur sendiráðsins við sam- starf Bretlands og Ís- lands í ungmenn- astarfi TUFF FC. Samstarfið ýtir undir gildi um jafnrétti, sjálfsmynd, heilbrigt líferni og virðingu fyr- ir öðrum og að enginn sé skilinn útundan. Ungmennastarfið not- ar íþróttir sem for- varnarstarf til að koma í veg fyrir að börn afvegaleiðist. Framtakið er breskt og hefur fært sig yfir til Íslands og leiðir saman börn sem hafa nýlega flutt til Íslands og börn sem hafa bú- ið hérna allt sitt líf. Yfirvöld í Breið- holti, Vesturbæ og Kópavogi taka þátt í verkefninu með stuðningi KSÍ og Guðna Th. Jóhannessonar for- seta. Bretar ganga brátt úr Evrópu- sambandinu en ekki úr Evrópu. Það er Bretlandi og ESB í hag, sem ná- grönnum og bandamönnum, að náið samstarf haldi áfram. Það er rökrétt fyrir Bretland og ESB að samþykkja fordæmislaust náið og sérstakt samband. Við vilj- um ekki að fyrirtæki innan ESB verði fyrir hindrunum í viðskiptum við Bretland – enga nýja tolla né takmarkanir. Einnig viljum við ekki að rannsókna- eða öryggissamstarf verði fyrir hindrunum. Ekki heldur viljum við að nám eða heimsóknir á milli Bretlands og ESB verði fyrir hindrunum. Við hvetjum ESB til að vera skapandi og djarft í að ná sam- komulagi í þágu borgara sinna og fyrirtækja. Samhliða munum við kynna Bret- land á alþjóðavettvangi, og halda áfram að setja Bretland í miðju heimsmála, sem leiðandi í al- þjóðlegri fríverslun og kanna náið samstarf við vaxtarmarkaði í heim- inum til framtíðarinnar. Við gerum þetta full sjálfstrausts og erum lykilmeðlimir í mikilvægum alþjóðastofnunum. Ennfremur erum við með fimmta stærsta hagkerfið í heiminum og á síðasta ári jókst er- lend bein fjárfesting um 6% í Bret- landi. Landið heldur síðan áfram að vera helsti áfangastaðurinn í Evr- ópu og fjörutíu milljónir manna heimsækja Bretland á ári hverju auk þess sem metfjöldi aðþjóðlegra nemenda mun hefja nám á þessu ári. Í apríl jókst útflutningur Bret- lands um rúmlega 7% frá fyrra ári og atvinnuleysi hefur aldrei verið jafn lítið. Þar að auki erum við fremst í flokki í atvinnugreinum framtíðarinnar; nýtt stafrænt tæknifyrirtæki er stofnað í Bret- landi á 50 mínútna fresti og bresk tækni er til staðar í 95% af farsímum heimsins svo fátt eitt sé nefnt. Við vinnum náið með Íslandi og það mætti segja að við deilum DNA - líkamlega, menningarlega, málvís- indalega (að vissu marki!). Við erum með sama hugarfar í sambandi við frjáls viðskipti, sjálfbærni í um- hverfismálum og mikilvægi al- þjóðlegra reglubundinna kerfa. Við vinnum saman á alþjóðavettvangi og áhrif loftslagsbreytinga í hafinu okkar og á norðurslóðum eru af svipuðum toga. Við lærum af ykkur og þið lærið af okkur. Þið hjálpið að tryggja öryggi okk- ar í Norður-Atlantshafinu, á meðan þið styðjið líka við öryggi norrænna nágranna og annarra. Og við hjálp- um að tryggja öryggi ykkar, þar á meðal með því að taka þátt í loft- rýmisgæslu yfir Íslandi frá næsta ári. Þið eruð mikilvæg þegar kemur að framboði sjávarfangs í Bretlandi, sem hjálpar til við að halda uppi yfir 5.000 störfum á Humber-svæðinu einu saman. Íslensk fyrirtæki fjár- festa í Bretlandi – við tökum á móti enn fleirum núna þegar við tökum á móti fjárfestingum lífeyrissjóða. Samband ykkar á bæði fræði- og rannsóknarsviði við breska háskóla er sterkt og sumir knattspyrnu- mannanna ykkar lífga upp á úrvals- deildina. Þið heimsækið Bretland í stórum stíl og oft eruð þið í topp 50 hvað varðar eyðslu á mann. Tónlist- in ykkar, kvikmyndir og bókmenntir hafa jákvæð áhrif á menningarlíf Bretlands, eins og Ófærð og íslensk- ar glæpasögur. Viðskipti voru 1,6 milljarðar sterl- ingspunda á síðasta ári og þrjú hundruð og tuttugu þúsund breskir gestir komu til Íslands. Fyrsta beina flugið til Akureyrar var frá Bretlandi, á þessu ári, og þar með urðu flugvellirnir fleiri en 10 í Bret- landi sem bjóða upp á flug til Ís- lands. Nýjasta herferðin okkar til að hvetja Breta til að vera ábyrgir á ferðalagi og fylgja íslenskri leiðsögn notar frábærar myndir eftir Brian Pilkington, sem hvað þekktastur er fyrir trölla- og jólasveinamyndirnar sínar. Við erum að vinna mjög vel með íslenskum stjórnvöldum um fyrir- komulag eftir Brexit og það er mjög mikil þátttaka hjá ráðherrum og op- inberum embættismönnum sem og þingmönnum. Ljóst er að við erum sammála um að vilja halda áfram viðskiptasambandi okkar og þar að auki erum við nálægt því að ná sam- komulagi um að gera íslenskum borgurum sem búa í Bretlandi og breskum borgurum sem búa á Ís- landi kleift að halda því áfram eftir Brexit. En einnig höfum við bæði metnað til að fara enn lengra, til að nýta tækifærin fyrir enn dýnamískara og umfangsmeira samband. Á þessu ári ætlum við að samþykkja sameigin- lega framtíðarsýn sem mun auka samstarf okkar á öllum sviðum. Ís- land er svo sannarlega hluti af fram- tíð Bretlands. Eftir Michael Nevin » Bretar ganga brátt úr Evrópusamband- inu en ekki úr Evrópu. Það er Bretlandi og ESB í hag, sem ná- grönnum og banda- mönnum, að náið sam- starf haldi áfram. Michael Nevin Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi. Ísland er hluti af framtíð Bretlands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.