Morgunblaðið - 18.06.2018, Side 18

Morgunblaðið - 18.06.2018, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 ✝ BjarnheiðurGísladóttir fæddist 30.4. 1941 að Hömluholtum í Eyjahreppi en lést 6.6. 2018. Foreldrar henn- ar voru þau Krist- ján Gísli Sigur- geirsson, f. 1915, d. 1994 og Auð- björg Bjarnadóttir f. 1915, d. 1993. Systkini Bjarnheiðar eru Sig- urgeir f. 1940, Magnús f. 1944, Jóna Fríða f. 1948 og Alda Svanhildur f. 1953. Eig- inmaður Bjarnheiðar var Frið- geir Jóhann Þorkelsson f. 28.5. 1941, d. 6.5. 2008 .For- eldrar Friðgeirs voru Þorkell Arngrímur Sigurgeirsson f. 1896, d. 1981 og Sigurást Kristbjörg Friðgeirsdóttir f. 1899, d. 1995. Börn Bjarnheið- ar og Friðgeirs eru 1) Auð- björg f. 1961, fyrri eiginmaður Sigurður Egilsson f. 1956. Dætur a) Sigurást Heiða f. 1981, dætur hennar með Ingv- ari Sigurðssyni f. 1980, Heiða Björg f. 2006 og Gabríella f. 2009. b) Auður Elín f. 1982 í sambúð með Tommy Ström f. 1988, sonur Emil f. 2016. Eiginmaður Auðbjargar er Bylgja slitu samvistum en börn Bylgju, þau Bergsteinn Logi Ívarsson f. 1998 og Tinna Guðrún Ívarsdóttir f. 2000, eru Arnari hjartfólgin og dvelja löngum stundum hjá honum. Eftirlifandi sambýlismaður Bjarnheiðar er Guðjón Þráinn Viggósson f. 12.2. 1939 frá Rauðanesi. Fyrri kona Guð- jóns var Oddný Kristjánsdóttir f. 1935, d. 2009. Börn Guðjóns og Oddnýjar eru fimm, þau Guðbjörg, Kristján Viggó, Inga Lóa, Fjóla Veronika og Ómar Hafberg. Af þeim er kominn stór ættbogi og voru fjölskyldur Bjarnheiðar og Guðjóns tengdar sterkum böndum. Eignaðist Bjarnheið- ur þar fjölmörg barnabörn og barnabarnabörn sem hún leit á sem sín eigin. Bjarnheiður ólst upp að Hausthúsum í Eyjahreppi. Hún stundaði nám á Húsmæðra- skólanum í Varmalandi. Hún var í fyrstu heimavinnandi en vann síðan ýmis störf. Á Hell- issandi vann hún um tíma við saltfiskvinnslu í Jökli en rak síðan söluturn við Esso-stöðina og síðar vefnaðarvöruverslun. Í Reykjavík fór hún í fyrstu víða en lengst af starfaði hún sem ráðskona og hússtjórnar- leiðbeinandi í Einholtsskóla og síðar í Brúarskóla en þar lauk hún starfsævi sinni. Útför Bjarnheiðar (Heiðu) fer fram frá Guðríðarkirkju mánudag- inn 18. júní kl. 15. Úlfar Ragnarsson, sonur c) Friðgeir f. 1998. 2) Þórarinn Magni f. 1965, kvæntur Ásdísi Hrönn Júlíus- dóttur f. 1966. Börn a) Ingvar Örn f. 1987 í sam- búð með Bylgju Rós Rúnarsdóttur f. 1990. Börn þeirra Sara Björk f. 2014 og Óliver Aron f. 2016, b) Birna Marín f. 1991 í sambúð með Friðriki Sigurjónssyni f. 1990. 3) Arnar Þórður f. 1971. Barn með Báru Tómasdóttur f. 1970. a) Andreu Ýr f. 1990. Eiginmaður Andreu er Pétur Freyr Jóhannesson f. 1990. Börn þeirra eru Ísabella Rós f. 2013 og Baltasar Aron f. 2015. Arnar og Bára slitu sam- vistum en börn Báru, þau Aníta Rún Óskarsdóttir f. 1996 og Einar Darri Óskarsson f 2000, d. 2018,, tengjast Arnari sterkum böndum. Arnar á b) Bjarma Dag f. 2000 með Matt- hildi Björgu Gunnarsdóttur f. 1972. Arnar á c) Garp Ómar f. 2005 og d) Bríeti Fönn f.2007 með Bylgju Mist Gunnars- dóttur f. 1972. Arnar og Í dag kveð ég ástkæra móður mína en hún lést eftir stutt en erf- ið veikindi í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Elskulegur sambýlismaður henn- ar, Guðjón Viggósson, stóð eins og klettur henni við hlið þar til yfir lauk og fyrir það á hann allar okk- ar þakkir. Var það henni greini- lega mikill styrkur og okkur hin- um einnig. Hún fór eins og henni var einni lagið með hvelli. Aldrei að tvínóna við hlutina þegar komið var að framkvæmdum. Hún hefði alveg mátt taka sér aðeins lengri tíma núna, hún hefði alveg mátt dvelja ögn lengur. Mamma var sterk kona og ákveðin, dugnaðarforkur, vin- mörg og oft hrókur alls fagnaðar. Hún var einnig blíð og ljúf og ein- stök mamma. Þegar hún vann í Einholtsskóla og í Brúarskóla þótti hún hafa sérstakt lag á þeim einstaklingum sem ekki bundu bagga sína sömu hnúta og aðrir og átti margur unglingurinn skjól hjá mömmu á þeim tíma. Mömmu auðnaðist að ferðast nokkuð innanlands sem utan síð- ustu árin en ferðalög voru henni hugleikin og átti hún góða ferða- félaga bæði með pabba og síðar sambýlismanni sínum Guðjóni. Mamma var mikil fjölskyldukona og einstök amma þeirra barna sem henni tengdust hvort heldur það voru börn og barnabörn okkar systkina eða börn og barnabörn Guðjóns sambýlismanns hennar. Einnig áttu þau börn sem okkur tengdust vísan faðminn og það var því henni mikið áfall þegar Einar Darri Óskarsson, sonur Báru Tómasdóttur og bróðir Andreu Ýrar dóttur Arnars, lést fyrir stuttu en hann var jarðsettur að- eins degi áður en Heiða lést. Hafði hún lofað að taka elsku drenginn með sér inn í ljósið. Þín verður sárt saknað en eftir standa góðar minningar um fal- lega konu. Mamma – ertu vakandi mamma mín? Mamma – ég vil koma til þín. Ó mamma áðan dreymdi mig draum um þig, en datt þá framúr, og það truflaði mig. Þú varst drottning í hárri höll, hljómsveitin álfar, menn, og tröll, lék þér og söng í senn, þú varst svo stórfengleg. Allir mændum við upp til þín, eins og blóm þegar sólin skín, er þínum faðmi frá, gjafir flugu um allt. (Freymóður Jóhannsson) Auðbjörg Friðgeirsdóttir. Mamma er fyrsta orðið sem ég lærði. Mamma er það orð sem ég kallaði oftast á uppvaxtarárunum, örugglega mishátt eftir tilefninu. Ekki þurfti oft að kalla og öruggt má telja að bóninni hafi verið tekið sem sjálfsögðum hlut? Þannig finnst manni sem barni að foreldr- ar eigi að vera. Það er ekki sjálf- gefið en í tilfelli mömmu var það ljóst hver forgangsröðunin var, þegar börnin og svo barna- og barnabarnabörnin fæddust eða fléttuðust inn í líf hennar á hverj- um tíma voru efstu sætin frátekin fyrir þau. Elsku mamma var mikil fjöl- skyldumanneskja sem vildi hafa fjölskylduna í kringum sig og því fleiri, því betra, sem ekki hefur alltaf verið auðvelt fyrir suma af okkur frá Laufási á Hellissandi sem líður oft best í minni hópum. Eftir að við Ásdís byrjuðum okkar búskap, reyndar fyrst heima hjá mömmu og pabba, reyndist hún okkur einstaklega vel og hefur Ásdís nefnt við mig að mamma hafi reynst henni sem sín önnur móðir þar sem hún kom inn í fjölskylduna aðeins 18 ára gömul. Börnin okkar Ingvar Örn og Birna Marín dýrkuðu ömmu Heiðu og afa Friðgeir og ófá eru ferðalögin sem þau mamma og pabbi drösluðu skaranum með sér við mikinn fögnuð þeirra allra. Öll lærðu þau að spila hjá ömmu og afa þó að ekki hafi allir verið full- sáttir við kennsluaðferðirnar þar sem hjá ömmu mátti allt m.a. geyma í yatzy sem við fengum aldrei. 2008 breyttist líf mömmu tals- vert við fráfall pabba og við fjöl- skyldan hennar höfðum talsverð- ar áhyggjur af henni, sem voru óþarfar því hún stóð sig eins og hetja þá sem áður. Árið 2009 kom inn í líf mömmu öðlingurinn hann Guðjón Viggós- son frá Rauðanesi, sem einnig hafði misst maka sinn, og tók fjöl- skylda Guðjóns henni einstaklega vel og barnabörn hans kölluðu hana flest ömmu og einnig hafa Guðjón og hans fjölskylda tekið okkur fjölskyldunni allri sem sinni eigin. Einstaklega gott samband var á milli mömmu og Guðjóns og var hann sem klettur við hlið hennar á dánarbeðinum og vék varla frá henni eina mínútu síð- ustu vikuna í lífi hennar og það verður seint fullþakkað. Guðjón og mamma voru dugleg að ferðast og vísitera afkomendur, hvort sem það var hér innanlands eða erlendis, síðustu árin og að senda handprjón, hvort sem það voru sokkar, vettlingar eða peys- ur. Engar veislur hafa verið haldnar innan stórfjölskyldunnar án þess að stór stafli af pönnsum hafi komið með úr Borgarnesi. „Elsku besta mamma mín“ voru síðustu orðin sem ég sagði við þig grátandi við dánarbeð þinn 6. júní, mér fannst þá að mikið væri ósagt á milli okkar en finnst núna að ekki hafi verið mikið ósagt og virtist sem þú færir nokkuð sátt við guð og menn. Nú er þessum kafla í lífinu lokið og aldrei framar mun ég kalla á, bíða eftir símtali frá þér eða hringja í þig, elsku mamma mín. Þeirri staðreynd er erfitt að kyngja en engu er hægt að breyta héðan af, dauðinn er ósanngjarn en óumflýjanlegur. Við Ásdís Hrönn þökkum þér, elsku mamma, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og fjöl- skyldu okkar, lífið er sannarlega miklu fátæklegra án þín. Við biðj- um að heilsa pabba og þeim sem farnir eru. Þórarinn M. Friðgeirsson og Ásdís Hrönn Júlíusdóttir. Okkur feðga langar til að minn- ast yndislegrar tengdamóður og ömmu sem féll frá eftir stutt en erfið veikindi. Hún mun lifa í minningu okkar. Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýta-kind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því drottinn telur tárin mín, - ég trúı́ og huggast læt. (Kristján Jónsson fjallaskáld) Úlfar og Friðgeir. Amma Heiða var stórkostleg manneskja. Hún var vinkona mín frá mínum fyrsta degi til hennar síðasta dags en áhrifa hennar mun gæta allt mitt líf. Í mörg ár bjuggu amma og afi í næstu götu við æskuheimili mitt. Ég og systir mín urðum þess að- njótandi að geta stokkið yfir girð- inguna hvenær sem var og leitað skjóls og hlýju hjá þeim, ásamt alls konar góðgæti. Þar var félags- heimili fjölskyldunnar og ófáar gleðistundir. Ég man eftir því að hafa mikið verið með ömmu að stússast. Hún tók mig með í heimsóknir til vin- kvenna og ættingja, þannig að mér gafst tækifæri að kynnast mínum nánustu betur og ekki sakaði að ég gat líka hlustað á allt slúðrið svo lítið bæri á. Hún leyfði mér oft að koma með sér í vinnuna og á ég minningar úr sjoppunni sem þau ráku þegar ég var í leikskóla, um alla óteljandi happdrættismiðana sem fólk keypti af henni í Happa- húsinu í Kringlunni og lottóvinn- ing ömmu sem var alltaf á leiðinni að verða að veruleika, allt gamla fólkið á Skjóli, hjúkrunarheimili aldraðra, að spila og slúðra saman en í mínum huga var þessi staður eins og félagsmiðstöð og skildi ég ekkert í því hvers vegna fólk vildi ekki fara á hjúkrunarheimili þegar það yrði gamalt. Að lokum bað hún mig stundum að hjálpa sér í Ein- holtsskóla við að skúra og þrífa með henni en þar vann hún einnig sem matreiðslukennari. Allar þessar samverustundir gáfu mér gæðastundir með ömmu, þó að hún hefði jafnvel ekki alltaf tíma fyrir okkur, þá bjó hún til gæða- stundirnar með því að taka mig eða okkur barnabörnin með í hvað það sem hún þurfti að gera eða langaði að gera þá stundina. Dæt- ur mínar tvær voru svo heppnar að ná einnig að eiga með henni gæða- stundir við að hlusta á ömmusög- ur, spila og láta dekra við sig. Það eru þeim ómetanlegar minningar. Eitt árið bjó ég hjá ömmu og afa og var það yndislegur tími. Við spjölluðum mikið saman og á hverjum morgni áður en við lögð- um af stað í vinnu og skóla, þá var alltaf passað að setja vídeóspólu í tækið til að taka upp Glæstar vonir og Nágranna, sem við horfðum svo saman á síðar. Við kynntumst hvor annarri enn þá betur. Amma kynntist úrillu morgunfúlu Ástu Heiðu sinni og ég kynntist ofur morgunhressu ömmu minni sem var tilbúin að ræða allt milli himins og jarðar hvort sem það voru erfið mál eða gleðileg áður en maður sjálfur gat púslað orðum saman til að mynda heila setningu. Amma var gífurlega hugulsöm og vildi allt fyrir alla gera. Það var alltaf hægt að leita til hennar og stundum gerði hún meira en hún átti að gera, en þannig var hún bara, ósérhlífin og umhyggjusöm. Mér er það minnisstætt hvernig Bjarnheiður Gísladóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar Móðir okkar, ERLA AUSTFJÖRÐ GUNNARSDÓTTIR, Víðilundi 8e, Akureyri, lést laugardaginn 9. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Óli Austfjörð Harðarson Sævar Austfjörð Harðarson Þorfinnur Jón Austfjörð Harðarson Hafdís Austfjörð Harðardóttir Hafþór Austfjörð Harðarson Gunnar Austfjörð Harðarson og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÍMON INGI GESTSSON frá Barði í Fljótum, verður jarðsunginn frá Hofsóskirkju föstudaginn 22. júní klukkan 14. Jarðsett verður að Barði í Fljótum. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Rakelar Pálmadóttur: Reikn. 310-26-703015, kt. 561179-0189. Alfreð Gestur Símonarson Kristín Sigurrós Einarsdóttir Friðfinna Lilja Símonardóttir Sigmundur Sigmundsson Símon Helgi Símonarson Hrafnhildur Hreinsdóttir Hilmar Símonarson Ólafía Lóa Bragadóttir barnabörn og barnabarnabörn ✝ Sonja Sveins-dóttir fæddist í Reykjavík 9. júlí 1938. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 26. maí 2018. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Kristjánsson sjó- maður, f. 2.9. 1906, d. 6.5. 1939, og Þorbjörg Sveinsen Samúelsdóttir, f. 8.10. 1905, d. 7.6. 1978. Alsystkini Sonju voru: Bene- dikt Helgi sjómaður, f. 1931, d. 1959, Karítas Þórunn, f. 1933, d. 1934, og Kristján skipstjóri, f. 1933. Bróðir hennar sam- mæðra var Gísli Sigurjón Borg- fjörð Jónsson, f. 1928, d. 1996. Sonja ólst upp á Merkurgötu 7 í Hafnarfirði hjá fósturfor- eldrum sínum, Rebekku Ingv- arsdóttur, f. 2.6. 1901, d. 20.11. 1981, og Jóni Andréssyni, f. 22.12. 1891, d. 3.11. 1974. Uppeldissystkini hennar voru Inga Halldóra, f. 1920, d. 2014, Vilhjálmur, f. 1922, d. 2002, og Andrés, f. 1924, d. 1994. Sonja giftist 1960 Sigurði Jónssyni, f. 15. mars 1929, d. 17. janúar 2016, og fluttist með honum til Akureyrar. Þar bjó hún nær allan sinn aldur í Aðalstræti 40. Eignuðust þau sex börn saman en Sigurður átti einn son fyrir, Þröst Arnar, maki hans er Auður Skafta- dóttir. Börn Sonju og Sigurðar eru: 1) Rebekka, f. 1960, maki Allan Johnson. 2) Aðalgeir, f. 1961. 3) Helga Björg, f. 1962, maki Þór Jóhannsson. 4) Jón, f. 1967, maki Bjarney Guðrún Jóns- dóttir. 5) Hulda, f. 1971, maki Ágúst Ásgrímsson. 6) Sigurður Sveinn, f. 1976, maki Guðrún Kristín Blöndal. Barnabörnin eru 29 talsins og barnabarnabörn 15. Sonja útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Íslands og starfaði sem hjúkrunarfræð- ingur á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri lengstan sinn starfsferil, síðustu árin þar sem hjúkrunar- framkvæmdastjóri. Síðustu starfsárin sín vann hún sem hjúkrunarforstjóri á Hjúkrunarheimilinu Horn- brekku á Ólafsfirði. Útför Sonju fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 4. júní 2018. Fíngerð og mittismjó. Sú allra skarpasta. Dugleg og vinnusöm. Sjarmerandi og sæt. Listræn og skapandi. Sonja tengdamóðir mín kom vel fram við alla, hún var ávallt þekkt að góðu í sínum störfum sem hjúkr- unarfræðingur og stjórnandi. Í þau 24 ár sem hún var tengda- móðir mín heyrði ég hana ekki nokkru sinni gagnrýna aðra eða baktala, hún reyndi að taka fólki eins og það er og var á allan hátt laus við hroka. Hennar lífshlaup var, eins og gengur og gerist, stráð gleði og sorg en Sonja reyndi aldrei að vera eitthvað annað en það sem hún var. Það er líklegast besta lexían sem hún kenndi mér. Í henni bjó líka neisti sem fólk heillaðist af, hún hló dillandi hlátri og ávallt var stutt í hann. Hún var líka æv- intýragjörn og fór stundum ótroðnar slóðir. Síðustu misserin þegar fór að draga meira fyrir sólu hjá Sonju fann ég hvernig slökknaði á þessum neista og því held ég að hún hafi verið frelsinu fegin. Ég treysti því líka að Siggi Jóns tengdapabbi hafi tek- ið vel á móti henni, ég sé þau fyrir mér í grænni lautu að kyss- ast eins og á Landsmóti hesta- manna á Þingvöllum þegar þau fyrst felldu hugi saman. Hvíl í friði, elsku Sonja mín, ég þakka þér samveruna í bili. Einu sinni á ágústkvöldi austur í Þingvallasveit gerðist í dulitlu dragi dulítið sem enginn veit, nema við og nokkrir þrestir og kjarrið græna inn í Bolabás og Ármannsfellið fagurblátt og fannir Skjaldbreiðar og hraunið fyrir sunnan Eyktarás. Þó að æviárin hverfi út á tímans gráa, rökkur-veg, við saman munum geyma þetta ljúfa leyndarmál, landið okkar góða, þú og ég. (Jónas Árnason) Þín tengdadóttir, Guðrún. Sonja Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.