Morgunblaðið - 18.06.2018, Síða 21

Morgunblaðið - 18.06.2018, Síða 21
kennslu að Klúku í Bjarnarfirði, í Hrísey, enn fremur hjá Skýrslu- vélum ríkisins og Reykjavíkur- borgar og víðar. Við efumst ekki um að alls staðar hafi hann skilað góðu verki og auðgað mannlífið með nær- veru sinni og ljúfu geði. Sumar manneskjur ná einhven veginn að hreiðra svo um sig í hjarta manns að þrátt fyrir stopul samskipti fara þær hvergi. Þann- ig var Helgi. Hugheilar samúðarkveðjur sendum við fjölskyldu hans allri og biðjum honum guðsblessunar í nýjum víddum, með þökk fyrir allt. F.h. C-bekkjarins í K.Í. Fríða Ragnarsdóttir. Í dag kveðjum við traustan vin og félaga, Helga Nielsen. Klúbb- urinn ABBA myndaðist á vinnu- staðnum Skýrr árið 1986 og hefur haldið saman síðan þó að flestir félaganna hafi síðar skipt um starfsvettvang. Félagar og mak- ar hafa eytt saman mörgum skemmtilegum stundum við golf- iðkun og fleira. Í hópnum hefur Helgi verið einn helsti drifkraft- urinn. Hann var ótrúlega útsjónarsamur við að finna upp á hvers kyns keppni sem tengdist hinum margvíslegu golfmótum ABBA-hópsins. Helgi sá til dæm- is um skemmtilega og marg- brotna tölfræði sem tengist golf- iðkun félaganna. Hann gat gert góðlátlegt grín að brestum okkar hinna en aldrei þannig að nokkur yrði sár eða reiður. Við þökkum Helga fyrir ótal gleðistundir og fölskvalausa vin- áttu í gegnum tíðina og vottum Hrafnhildi og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Kveðja frá Getraunaklúbbnum ABBA, Garðar, Guðfinnur, Gunn- laugur, Halldór E., Halldór G., Hendricus, Jóhann Þór, Pétur og Þorlákur. Þegar Habbý og Helgi fluttu úr Skeiðarvoginum í Kópavoginn í janúar fannst okkur (Skeiðar- vogsgenginu) þau flytja langt í burtu. Nú er Helgi fluttur enn lengra í burtu og verður hans sárt saknað. Í hugann koma upp góðar minningar um Skeiðarvogs- ólympíuleikana með börnunum, veiðiferðir, golfmót, bridge og Risk þar sem Helgi hafði alltaf rauða herinn. Keppnisskapið vantaði hann ekki og það marg- reyndum við á eigin skinni. Helgi var tilbúinn að leggja ýmislegt á sig fyrir félagsskap- inn, meðal annars viku í Flatey þar sem er enginn golfvöllur. Hvað er hægt að gera í Flatey í viku? voru þó fyrstu viðbrögðin við þeirri hugmynd. Þar var þó að minnsta kost hægt að gera vel við sig í mat og drykk. Þar komu kótelettur í raspi, sem Helgi sá um, sterkar inn en hann var mjög hrifinn af hefðbundnum íslensk- um mat. Þá voru veiðiferðirnar ógleym- anlegar þó veiðin væri misjöfn. Hvíti Renault-inn festur á bökk- um Haukadalsár við litla hrifn- ingu. Í þessum ferðum fengu nokkur okkar Maríulaxinn sinn og sumir ólæknandi veiðidellu. Helgi var alltaf til í leiki og spil. Eurovision partý með grilluðum hamborgurum og viðeigandi veð- málum. Það var líka veðjað um gengi flokka og manna í kosning- um og á sínum tíma var meira að segja veðjað um gengi hlutabréfa DeCode. Já, Skeiðarvogsgengið var alltaf á uppleið. Það verður einkennilegt að eiga aldrei eftir að hitta Helga hressan og kátan á spilakvöldum eða í matarboðum. Hann fékk ekki að njóta eftirlaunaáranna lengi en til þess hafði hann lengi hlakkað. Sendum Habbý og strákunum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Helga og Sturla, Gunnlaug (Gullý) og Helgi. Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinning- um kl. 13. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Bingó kl. 13. Dalbraut 18-20 Brids kl. 13. Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.30. Félag eldri borgara í Garðabæ 565-6627, skrif- stofa opin miðvikudaga kl. 13.30-15.30. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 8. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-16 útskurður, leið- beinandi í fríi, kl. 11.15-11.45 leikfimi Helgu Ben., kl. 13-14 línudans (sumarfrí), kl. 14.30-16.30 kóræfing (sumarfrí). Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, frjáls spilamennska og stólaleikfimi kl. 13 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-16, ganga kl. 10, handavinnu- hornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir vel- komnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Seltjarnarnes Snjallsíma- og tölvunámskeið milli kl. 10 og 12, kaffi- spjall í króknum kl. 10.30, leikfimi í salnum Skólabraut kl. 13.30, ganga frá Skólabraut kl. 14.30, vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30. Minnum á HM stofu í samkomusalnum á Skólabraut þar sem allir leikir Íslands verða sýndir. Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Helgi- stund kl. 10.10 á sléttum vikum. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýs- ingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitulagna. Vatnsgeymar 100-50.000 lítra. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. Fasteignir Til sölu La Marína á Spáni 25 mín. frá Alicante flugvelli. Gott einbýlishús, stutt í alla þjónustu, strönd og golfvellir á svæðinu. 38 millj. ísl. kr. Upplýsingar í síma 7742501. eyvindur@simnet.is Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 Í dag hefði faðir minn Ragnar Geir- dal Ingólfsson fagn- að 75 ára afmæli sínu en hann lést á líknardeild Landspítalans þann 28. apríl sl. Það er óhætt að segja að Raggi Geirdal, eins og hann var gjarnan kallaður, hafi farið sínar eigin leiðir og var engum líkur. Hann var bifvélavirki og bíla- smiður af guðs náð, einstaklega handlaginn, nákvæmur og hafði gríðarlega þekkingu á öllu sem viðkemur fornbílum, sem hann sérhæfði sig í að gera upp og við- halda. Hann var töffari af gamla skól- Ragnar Geirdal Ingólfsson ✝ Ragnar Geir-dal Ingólfsson fæddist 18. júní 1943. Hann lést 28. apríl 2018. Útför Ragnars fór fram 18. maí 2018. anum og leið einna best skítugur með skiptilykil, skrúfjárn eða logsuðutæki í hendi að vinna við gamla bíla á meðan Johnny Cash, Elvis Presley eða Rolling Stones hljómuðu hátt í gömlu græjun- um á verkstæðinu. Klæðnaðurinn var einfaldur; upp- brettar bláar gallabuxur og vinnuskyrta eða bolur með sígar- ettupakka í brjóstvasanum eða uppbrettri erminni. Pabbi gat verið hrjúfur á yfir- borðinu en hafði ríka réttlætis- kennd og hjarta hans sló í takt með þeim sem minna mega sín. Hann hafði líka sterka kímni- gáfu, var beittur og orðheppinn og við feðgarnir áttum margar góðar stundir saman þegar ég var barn og fékk að fara með honum og föðurafa mínum og nafna, Ing- ólfi Geirdal, í Hafnarbíó að sjá meistara Chaplin. Þegar Chaplin birtist á hvíta tjaldinu hvarf kynslóðabilið á milli okkar og þær minningar eru mér nú afar dýrmætar, sem og svo margar aðrar sem við áttum sam- an. Þegar faðir minn fékk þær fregnir fyrir tæpu ári síðan að hann væri með ólæknandi krabbamein, þá ákvað hann að ganga sín síðustu spor af æðru- leysi og það gerði hann. Það er ógerlegt að koma því í orð hversu sárt og erfitt er að sjá á eftir sínum nánustu og söknuð- urinn er mikill, ekki síst fyrir móður mína Jennýju Hjördísi Sigurðardóttur sem hefur staðið föður mínum þétt við hlið í meira en hálfa öld. Ein síðustu orð pabba við son- ardóttur sína Katrínu Jennýju voru þessi: „Mundu að ég elska þig … alltaf.“ Mín kveðja til föður míns er því sú sama og í síðasta skiptið sem ég horfði í augu hans: Takk fyrir allt, pabbi minn. Ég elska þig … alltaf. Þinn sonur, Ingólfur Hjálmar Ragnarsson Geirdal. ✝ SigurðurKristinn Bárðarson fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1955. Hann andaðist á heimili sínu, Lönguhlíð 18 á Akureyri, 5. júní sl. Foreldrar hans voru Bárður Frið- geir Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi, f. 15. júlí 1921, d. 11. september 2008, og konan hans Fanný Erna Þorsteinsdóttir hús- freyja, f. 24. janúar 1927, d. 22. mars 1956. Systur Sigurðar eru: 1) Guðrún Kalla, f. 15. apríl 1946, gift Hilmari Þór Sigurþórssyni, f. 5. nóvember 1944. 2) Gyða, f. 30. september 1948, gift Þórhalli Maack, f. 27. september. 1950. 3) Auður, f. 4. ágúst 1952, gift Guð- brandi Þresti Elíassyni, f. 25. maí 1952. Hálfbróðir Sigurðar samfeðra er Bárður Örn, f. 15. ágúst 1959, kvæntur Ólöfu Margréti Snorradóttur, f. 4. Sigurður ólst upp á horni Bergþórugötu og Frakkastígs. Hann nam húsasmíði við Iðn- skólann í Reykjavík og starfaði sem byggingaverktaki, m.a. við ýmis stórverkefni á höf- uðborgarsvæðinu s.s. sund- laugarnar í Laugardal, K- byggingu Landspítala, Graf- arvogskirkju og hús Íslenskrar erfðagreiningar. Tuttugu og fimm ára gamall og aftur þrjá- tíu og fimm ára sigraðist hann á krabbameini en tuttugu og sjö árum síðar hafði krabba- meinið betur. Árið 1996 kynntist Sigurður Avatar® og lauk öllum nám- skeiðum sem í boði eru á þeim vettvangi. Hann þýddi úr ensku sjö bækur og auk þeirra nær allt Avatarnámsefnið. Hann leiðbeindi tugum Avat- arnema, flestum á alþjóðlegum námskeiðum erlendis. Frá árinu 2005 átti Sigurður heimili á Akureyri og sinnti þar og þaðan Avatarkennslu og byggingaverkefnum, m.a. hjá fjölskyldu sinni í Svíþjóð, og gerði í tómstundum upp Dodge Coronet bíl, árgerð 1950, sem hann flutti inn frá Oregon. Útför Sigurðar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 18. júní 2018, og hefst athöfnin klukkan 10.30. mars 1971. Móðir hans var Edda Valborg Eggerts- dóttir Scheving, f. 27. mars 1930, d. 28. júlí 2010. Árið 1997 hóf Sigurður sambúð með Álf- hildi Ólafsdóttur búfræðikandidat frá Gerði í Hörg- árdal, f. 27. ágúst 1956. Þau gengu í hjónaband 8. febrúar sl. For- eldrar hennar voru Ólafur Skaftason bóndi, f. 24. jan. 1927, d. 8. apríl 1999, og kon- an hans Guðrún Jónasdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1924, d. 15. apríl 2014. Sonur Álfhildar er Bergþór Björnsson skurð- læknir í Svíþjóð, f. 20. desem- ber 1975. Faðir hans er Björn Halldórsson, f. 14. desember 1956. Sambýliskona Bergþórs er Gunnþórunn Sigurðardóttir húð- og kynsjúkdómalæknir, f. 7. september 1975. Börn þeirra eru Hilda Ósk, f. 20. nóvember 2007, og Viktor Máni, f. 23. nóvember. 2013. Elsku Sigurður minn. Mér finnst þú hafa kvatt okk- ur allt of snemma. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú hefur fyrir mig gert í gegnum tíðina. Ekki síst er ég þakklát fyrir vin- áttu okkar. Við vorum náin, átt- um vel saman og áttum margar góðar stundir þar sem við rædd- um lífið og tilveruna. Ernu systur misstum við unga frá fjórum börnum sínum og var Sigurður sá yngsti, aðeins árs- gamall. Við hittumst ekki eins oft og ég hefði viljað á hans uppvaxt- arárum en tengdumst órjúfan- legum böndum eftir að hann nær fullorðinsárum. Síðar kynntist ég jafnframt Hildu á heimili þeirra á Brúnastöðum. Það var ávallt gott að koma til þeirra hjóna og ekki síst er mér minnisstæð ferð mín norður til þeirra. Fallega húsið þeirra bar vitni um hand- lagni Sigurðar og smekklegheit þeirra hjóna. Kom það oft fram í spjalli mínu og Sigurðar hversu samrýmd þau hjón voru og hversu kært var á milli þeirra. Elsku Hilda mín, Kalla, Gyða, Auður og fjölskyldur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi minningin um indælan dreng ylja okkur um ókomin ár. Elsku Sigurður minn. Ég mun sakna þín en ég veit jafnframt að þú ert núna kominn á betri stað. Guð geymi þig, elsku frændi minn. Þín móðursystir, Nanna. Sigurður Kristinn Bárðarson er allur. Leiðir okkar lágu saman um miðjan tíunda áratug síðustu ald- ar. Hann var áhugamaður um andlega velferð og stuðning við barnið í okkur öllum og hafði þýtt bók þar að lútandi. Ég fann fljótt að hann hafði unnið tals- vert úr æsku sinni en þyrsti í meira andlegt fóður. Hann var tilbúinn að fara dýpra, taka meiri ábyrgð. Ég kynnti hann fyrir Avatar- náminu um stýringu viðhorfa og áhrif innri afstöðu með skapandi hætti. Á þeim tíma þótti þetta nokkuð framúrstefnulegt. Hann var fljótur að átta sig á að þessi nálgun gæti gagnast honum. Þá vissi hænan ekki að framtíð Avatarnámsins á íslensku byggi í þessu eggi. Á þessum fyrstu árum var allt námsefni Avatar á ensku og þurfti ég oft á tíðum að þýða heilu námskeiðin á íslensku. Sigurður aflaði sér kennslu- réttinda og hófst handa við að þýða „Skapaðu líf þitt“ og síðan fylgdi „Aftur upp á yfirborðið, aðferðir til að kanna meðvitund- ina“ í kjölfarið. Svo fór að hann þýddi allar bækurnar og Avatar- námskeiðin. Ég stend í ævarandi þakkar- skuld við hann fyrir þetta óeig- ingjarna framlag. Hans síðasta verk var að búa bókina „Private lessons“ til útgáfu með dyggri aðstoð Álfhildar konu sinnar. Sigurður var einstakur vinur og samstarfsmaður, hlýr, hjálp- samur, örlátur á tíma sinn og hafði yndislega nærveru. Hans verður sárt saknað. Í veikindunum streittist hann ekki á móti því sem að höndum bar heldur gerði það besta úr því. Hann sagði einhvern tíma við mig að það gæti varla verið svo hræðilegt að deyja, það tæki eitthvað annað við. Hann var Vitki með annan fótinn í veröld- inni en hinn í tærri vitund, upp- sprettu alls sem er, í vitneskju um að þar er enginn tími. Allt sem hefur upphaf tekur enda. Hann sleppti takinu því hann vissi að í stóra samhenginu snerist þetta ekki um hans per- sónu. Allt er eins og það á að vera. Blessuð sé hans minning. Samúðarkveðjur til eiginkonu hans, Hildu, og fjölskyldu því mikill er þeirra missir. Soffía L. Karlsdóttir. Sigurður Kristinn Bárðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.