Morgunblaðið - 18.06.2018, Page 23
nýtir oft leiklistarhæfileikana til að
skemmta fólki í eldhúsinu. Hún talar
svo fallega norðlensku að eftir er
tekið og hafa orðtök verið henni
tungutöm frá barnæsku. Auk þess
hafa margir fengið að njóta hann-
yrðahæfileika hennar í gegnum tíð-
ina og varla er til sú íþrótt sem
Svanhildur hefur ekki stundað á ein-
hverjum tímapunkti.
Svanhildur segist ekki hafa ætlað
að halda sérstaklega uppá daginn:
„Ég og maðurinn minn, hann Ninni,
höfum ferðast mikið um landið und-
anfarin ár en íslensk náttúra er mér
mikill orkugjafi. Mig langar því mest
til að sameina þetta tvennt í tilefni
afmælisins, ferðalög og fjölskyldu-
stemmingu. Þess vegna er stefnt á
göngu með fjölskyldunni í Stórurð í
Urðardal á Borgarfirði eystra. Ég
vonast til að ná allri fjölskyldunni
saman í sumar en hópurinn minn er
orðinn nokkuð stór.“
Fjölskyldan kom mér algörlega í
opna skjöldu með óvæntri afmæl-
isveislu þar sem búið var að hóa
saman um 60 nánustu skyldmennum
í Kjarnaskógi á Akureyri. Ég hélt að
ég væri á leiðinni út að borða með
Ninna og börnunum. en þegar ég
mætti í Kjarnaskóg var öll heila
hersingin þar samankomin. Fátt er
notalegra en að láta koma sér svona
á óvart með þeim sem manni þykir
vænt um.“
Fjölskylda
Eiginmaður Svanhildar er Vigfús
Reynir Jóhannesson (Ninni) f. 21.3.
1943, skipstjóri. Hann er sonur Jó-
hannesar Reykjalíns Traustasonar,
útgerðarmanns, og Huldu Vigfús-
dóttur húsfreyju.
Börn Svanhildar og Vigfúsar
Reynis eru Kristján Vigfússon, f.
26.8. 1965, kennari í Háskólanum í
Reykjavík, kvæntur Þórdísi Jónu
Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra
Hjallastefnunnar, og eiga þau þrjú
börn; Þórgunnur Reykjalín Vigfús-
dóttir, f. 29.7. 1969, skólastjóri Borg-
arhólsskóla, gift Arnari Guðmunds-
syni, ráðgjafa hjá Sjóvá á Húsavík,
og eiga þau þrjú börn; Hrafnhildur
Reykjalín Vigfúsdóttir, f. 4.3. 1976,
verkefnastjóri starfsendurhæfingar
Norðurlands á Akureyri, gift Guð-
mundi Ævari Oddssyni dósent við
HA.
Bræður Svanhildar voru Snorri
Guðlaugur Árnason, f. 17.1. 1943, d.
7.3. 1985, múrari og bóndi að Völlum
í Svarfaðardal, og Þorleifur Kristinn
Árnason, f. 11.10. 1946, d. 5.10. 1974,
sjómaður á Dalvík.
Foreldrar Svanhildar voru Árni
Jóhann Guðlaugsson, f. 10.6. 1912, d.
5.11. 1987, múrari á Dalvík, og Þór-
gunnur Amalía Þorleifsdóttir, f. 7.11.
1916, d. 19.12. 1993, fiskverkakona á
Dalvík.
Svanhildur
Árnadóttir
Guðrún Margrét Jónsdóttir
húsfreyja í Syðstabæ
Björn Jörundsson
útvegsbóndi í Syðstabæ
í Hrísey, sonur Hákarla-
Jörundar
Svanhildur Björnsdóttir
húsfreyja á Hóli
Þorleifur Kristinn Þorleifsson
útvegsbóndi á Hóli á Upsaströnd
Þórgunnur Amalía Þorleifsdóttir
fiskverkakona í Reykholti á Dalvík
Kristjana Gunnhildur Jónsdóttir
húsfreyja á Hóli
Þorleifur Tryggvi Jóhannsson
útvegsbóndi á Hóli
Gunnar Arason skipstj. á Akureyri
Björn J. Friðbjörns-
son skipstjóri og yfir
verkstj. á Siglufirði
Sigurður Björn
rynjólfsson dreif-
garstjóri Tímans
ónas Frímannsson
kaupfélagsstj.KEA,
stjórnarform. SÍS
og forseti bæjar-
stjórnar Akureyrar
Dóróthea
Guðlaugs-
óttir fisk
erkakona
á Dalvík
Friðbjörn Björnsson
verslunarstj. og útgerð-
arm. í Hrísey
Brynjólfur
Jóhannes-
son
útgerðar-
maður í
Hrísey
Sigríður Björnsdóttir
húsfr. á Akureyri
Björn
Jörundur
Friðbjörns-
son tónlist-
armaður
Jóhannes Jörundsson
kaupmaður í Hrísey
Gestur Pálsson lögfr. og leikari í Rvík
Friðbjörn
Björnsson
endurskoð-
andi í Rvík
vBjarni Th.Bjarnason
fv. bæjarstjóri á Dalvík
Hreinn Pálsson óperu-
söngvari og forstj.Olís
Jakob Frímann
Magnússon
tónlistarmaður
B
in
Gísli H. Sigurðsson
eigandi Garðheima
JBryndís
Jakobs-
dóttir
húsfr. á
Akureyri
Jón Hansson
bóndi í Miðkoti, föðursystir
Jóns var amma Jóhanns
Sigurjónssonar skálds
Anna Jónasína Björnsdóttir
húsfreyja í Miðkoti
Anna María Jónsdóttir
húsfreyja í Miðkoti
Jónas Guðlaugur Sigurjónsson
bóndi í Miðkoti á Upsaströnd
Kristín Stefánsdóttir
húsfreyja á Sæbóli
Sigurjón Jónasson
bóndi á Sæbóli á Upsaströnd
Úr frændgarði Svanhildar Árnadóttur
Árni Jóhann Guðlaugsson
múrarameistari og sjómaður
í Reykholti á Dalvík
Svanhildur Jörundsdóttir húsfr. í Hrísey
dGuðlaugur Arason rith. í Danmörku
Anna Aradóttir fiskvinnslu
fræðingur í Þýskalandi
Skíðakonan Hér er Svanhildur á
Böggvisstaðafjalli. Aldrei brattari.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018
Honeywell borðviftur, gólfviftur
og turnviftur – gott úrval.
Hljóðlátar viftur í svefnherbergi.
Viftur sem gefa gust á vinnustaði.
Sími 555 3100 www.donna.is
Erum nú á Facebook:
donna ehf
Gott úrval af gæðaviftum
frá Honeywell. Margar stærðir
og gerðir. Nánari upplýsingar
hjá Donna ehf. vefverslun
www.donna.is
Unnur Arnórsdóttir fæddist íVestmannaeyjum 18. júní1918. Foreldrar hennar voru
Arnór Guðmundsson, f. 1892, d. 1964,
skrifstofustjóri hjá Fiskifélagi Ís-
lands, og Margrét Jónasdóttir, f.
1890, d. 1980, húsmóðir, þau voru bú-
sett í Reykjavík alla tíð. Systur Unn-
ar: Svava, f. 1919, d. 1989, Gyða, f.
1922, Hulda, f. 1928 og Inga, f. 1931,
d. 2009.
Unnur stundaði nám við Landa-
kotsskóla og Gagnfræðaskóla Reyk-
víkinga þaðan sem hún lauk gagn-
fræðaprófi hinu meira árið 1934. Hún
stundaði nám við Tónlistarskólann í
Reykjavík frá árinu 1934 og lauk það-
an burtfararprófi árið 1942. Síðar tók
hún ýmis námskeið innanlands og er-
lendis til að auka þekkingu sína á pí-
anókennslu, m.a. kennslu blindra.
Unnur kenndi píanóleik við tónlist-
arskólana í Garðabæ, Hafnarfirði og
Keflavík auk þess að taka nemendur í
einkakennslu. Hún var tónlistar-
gagnrýnandi fyrir dagblaðið Tímann
til fjölda ára. Hún spilaði í fjölmörg
ár við helgihald St. Jósefssystra í
Garðabæ.
Unnur mat íslenska hönnun og
gott handverk mikils og vann um
nokkurra ára skeið í Íslenskum heim-
ilisiðnaði og sá meðal annars um
kynningar á íslenskum fatnaði og
skartgripum fyrir erlenda ferða-
menn, enda bjó hún yfir góðri tungu-
málakunnáttu.
Unnur hafði mikinn áhuga á öllu
menningarstarfi en þar bar tónlistina
hæst og sótti hún alla listviðburði
sem hún hafði tök á. Hún var virk í
félagsmálum, tók þátt í starfi Orlofs-
nefndar húsmæðra í Reykjavík í
mörg ár, sat í stjórn Félags tónlistar-
kennara og í stjórn Kvenfélagsins
Hringsins og lagði þeirri starfsemi
mikið lið en hún var félagsmaður í
Hringnum í tæp 50 ár.
Unnur giftist árið 1938 Bárði Ís-
leifssyni yfirarkitekt hjá Húsameist-
ara ríkisins, f. 1905, d. 2000. Börn
þeirra: Arnór, f. 1939, d. sama ár,
Margrét, f. 1944, d. 1963, Leifur, f.
1948, og Finnur, f. 1953.
Unnur lést 23. febrúar 2013
Merkir Íslendingar
Unnur Arnórsdóttir
95 ára
Kjartan H. Guðmundsson
90 ára
Sverrir Scheving
Thorsteinsson
85 ára
Sigrún Jóney Björnsdóttir
80 ára
Edda Sturlaugsdóttir
75 ára
Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir
Guðrún Þórlaug
Jóhannesdóttir
Herdís Einarsdóttir
70 ára
Anna Skúladóttir
Ágústa Eiríksdóttir
Helga Gísladóttir
Margrét Steinunn
Ingadóttir
Sigríður Sigurðardóttir
Sigríður Valdís
Finnbogadóttir
Svanhildur Árnadóttir
Valdís Antonsdóttir
60 ára
Anna Halla Jóhannesdóttir
Einar Örn Thorlacius
Helgi Guðmundur
Jósepsson
Johanna Engelbrecht
Jón Gunnar Hilmarsson
Salóme Einarsdóttir
Stefán Ingi Þórhallsson
Steinunn Inga Ólafsdóttir
Trond Olsen
50 ára
Alexandra Melanie
Davíðsdóttir
Árni Vilhjálmsson
Friðrik Ingi Rúnarsson
Grazyna Wasilewska
Guðbjörg Ragna
Jóhannsdóttir
Guðrún Heiðarsdóttir
Guðrún Karólína
Pétursdóttir
Helga Gunnur
Þorvaldsdóttir
Hrólfur Brynjarsson
Ingólfur Einarsson
Ingunn Þorleifsdóttir
Íris Lind Ævarsdóttir
Kristín Jóhanna
Kristjánsdóttir
Linda Björk Ólafsdóttir
Ólöf Helga Gunnarsdóttir
Pétur Fjeldsted Einarsson
Viðar Helgason
40 ára
Bergþóra Hrönn
Guðjónsdóttir
Dagný Ása Stefánsdóttir
Guðni Birgir Gíslason
Jenilyn Ragnheiður Ponce
Monika Dís Árnadóttir
Olha Dushynska
Sigurður Ingi Sigurpálsson
30 ára
Elísabet Heiða Stefánsd.
Friðjón Júlíusson
Hedda Kristín
Jóhannsdóttir
Hrafn Gunnar Hreiðarsson
Kacper G. Bienkowski
Kristín Jónína Einarsdóttir
Petra Bergrún Axelsdóttir
Sandra Dögg Arnardóttir
Sigurbjörg H. Sigurgeirsd.
Smári Pálsson
Til hamingju með daginn
30 ára Atli er Grindvík-
ingur og er matreiðslu-
maður hjá Dögum ehf. og
sér um mötuneytið á
Keflavíkurflugvelli.
Maki: Svanhvít Helga
Hammer, f. 1976.
Dóttir: Linda Björk, f.
2013.
Foreldrar: Atli Ísleifur
Ragnarsson, f. 1953, járn-
smiður í Grindavík, og
Ragnheiður Kristín Arn-
grímsdóttir, f. 1957, mat-
reiðslumaður í Noregi.
Atli Kolbeinn
Atlason
30 ára Harpa er frá Egils-
stöðum en býr í Mosfells-
bæ. Hún er með MS-gráðu
í endurskoðun og reikn-
ingshaldi og vinnur hjá
Deloitte.
Maki: Guðmundur Ingólfs-
son, f. 1981, endurskoð-
andi hjá Deloitte.
Foreldrar: Gunnlaugur
Hafsteinsson, f. 1961, vél-
stjóri á Gullver á Seyð-
isfirði, og Margrét Hall-
dórsdóttir, f. 1960, eigandi
Sentrum á Egilsstöðum.
Harpa Sif
Gunnlaugsdóttir
40 ára Valgerður er Sel-
fyssingur og leikskóla-
kennari í Jötunheimum.
Maki: Bjarni Ingimarsson,
f. 1976, vélfræðingur hjá
Landsvirkjun.
Börn: Heiðar Snær, f.
2004, Bjarni Valur, f.
2006, og Brynjar Ingi, f.
2011.
Foreldrar: Heiðar Alex-
andersson, f. 1944, raf-
virki, og Sigrún Jóhanns-
dóttir, f. 1945, starfs-
maður á Hótel Selfossi.
Valgerður Rún
Heiðarsdóttir