Morgunblaðið - 18.06.2018, Side 25

Morgunblaðið - 18.06.2018, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vænleg tækifæri bíða þín og þú skalt ekki hika við að grípa þau sem þér líst best á. Mundu að hvatning fær mun meiru áorkað en gagnrýni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Þótt þig langi til þess að breyta einhverju þá er ekki rétti tíminn til þess núna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sinntu starfi þínu af kostgæfni því það kemur að viðurkenningu, þótt síðar verði. Hættu að bera þig saman við annað fólk því engir tveir eru eins. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert eitthvað snefsinn við aðra og það er ekki þér líkt. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná árangri. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fátt er betra en góðir vinir en farðu varlega í að ráðleggja þeim í viðkvæmum málum. Einbeittu þér að því að efla styrk fólks frekar en að einblína á veikleikana. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt það til að draga þig í hlé til að forðast árekstra við annað fólk. Nú er komið að því að þú framkvæmir það sem þú hefur lengi látið þig dreyma um. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hlustaðu á hjarta þitt þótt ekki sé það sársaukalaust. Sýndu varkárni í peninga- málum og ekki eyða um efni fram einungis til þess að skemmta þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þótt það sé afskaplega freist- andi að leggja orð í belg skaltu halda aftur af þér og láta aðra um það að leysa málin að þessu sinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú færð tækifæri til þess að hitta skemmtilegt fólk og skalt njóta augna- bliksins. Þú nærð mjög vel saman við vissa manneskju, sem gæti gert aðra afbrýðisama. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu ekki ljós þitt skína um of, því það þreytir bara þá sem þig umgangast. Vertu því þolinmóður og sýndu aðstæðum annarra skilning. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki vera of fljótur á þér að játast verkefnum og fólki, því það á eftir að éta upp allan þinn tíma. Gefðu þér tíma til að rækta sjálfan þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Dagurinn í dag er eins og töfrabragð, þú þarft ekki að skilja allt til hlítar til að njóta dagsins. Njóttu hinna smærri sigra, þeir skipta meira máli en þú gerir þér grein fyrir. Árbók Þingeyinga hóf göngusína árið 1958 og hefur komið út síðan. Ritstjóri var Bjartmar Guðmundsson á Sandi. Það var fróðleg og skemmtileg upprifjun að lesa þetta 60 ára gamla rit. Fyrsta ljóðið í árbókinni er „Áhyggjuefni“ eftir Egil Jónasson og ég læt það eftir mér að endurprenta það hér í Vísnahorni: Áhyggja vex og undrun mín, og engin von að drottni líki að mennirnir skuli‘ ekki skammast sín að skjóta flaugum á Himnaríki. Skipin þola ei skotin föst og skaði að fleiru orðið getur. Hugsið ykkur þau eftirköst, ef þeir drepa nú Sankti-Pétur! Allir prestar um allan heim, erkibiskupar svo og páfinn, samtaka ættu að segja þeim að sigla‘ ekki laupunum út í bláinn. Þó við búum við kreppukjör og kvelji oss sárir jarðarþyrnar, þá hikar margur við himnaför, ef hundar jarðneskir verja dyrnar. Í Árbókinni eru þessar stökur eftir Brynjólf Sigurðsson, – hin fyrri „Í síldinni“: Fáfnis gæla fyllir mæla, fyrða tælir út að Dröfn, mest er sæla að mega þræla í Mammonsbrælu á Raufarhöfn. „Undir kaffiborði“ er seinni stak- an: Þegar kyljan kófi og snjá kastar að Adamssonum yndi er að kanna ylinn frá elskulegum konum. Í Árbókinni 1959 eru þessar stök- ur eftir Kristján Ólason, – fyrst er „Auðnin áhyggjulausa“: Ekki þjáist auðnin grá yndisfáa og nauma, heldur sá er ann og á ástarþrá og drauma. Þá er „Arðan“: Góða, mjúka gróna jörð, græn og fögur sýnum! Hví er alltaf einhver hörð arða í skónum þínum? Síðan koma „Höpp og töp“: Hóflega blandast höpp og töp, hinstu stunda gaman, æskubrek og elliglöp eru að kemba saman. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Úr Árbók Þingeyinga, ljóð og stökur VALGEIR ÁTTI ALLTAF ERFITT UM SVEFN NEMA Á HVÍLDARDÖGUM. „HVAÐA FINGUR ER UM AÐ RÆÐA?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þú, ég, tunglið og stjörnurnar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER SVO ÞREYTTUR FYRIRGEFÐU, ODDI. ÉG ER OF ÞREYTTUR TIL AÐ SPARKA Í ÞIG ÖLL UPPLIFUM VIÐ EINHVER VONBRIGÐI AF HVERJU ERTU MEÐ EDDA HEPPNA Í LIÐINU ÞÍNU? ÉG REIÐI MIG Á HANN EF ILLA FER Í ÚTLÖNDUM! ER HANN HARÐARI EN HANN VIRÐIST? NEI, EN HANN KANN AÐ GEFAST UPP Á ÁTTA TUNGUMÁLUM! Sumarmorgunninn við Tjörnina íReykjavík var fallegur. Allt er orðið iðjagrænt og blómstrandi runnar neðan við Ráðherrabústað- inn anga eins og ilmvatn. Víkverji gekk Tjarnargötuna að Austurvelli til þess að fygjast með hátíð- arhöldum þjóðhátíðardagsins. Í fjarskanum heyrðist ómur frá klukknaspili kirkna í grendinni þeg- ar hringt var til guðþjónustu. Bros- mildar löggur stóðu vaktina við Dómkirkjuna; Ásgeir Þór Ásgeirs- son yfirlögregluþjónn, Árni Frið- leifsson mótarhjólakappi og fleiri góðir. Við Kirkjutorg stóðu stífbón- aðir sendiherrabílar og Lexus for- seta Íslands. Skátarnir marseruðu um strætin og æfðu hlutverk sitt og ungliðasveit lögreglunnar marseraði fyrir framan alþingishúsið sam- kvæmt samræmdu göngulagi. x x x Þjóðbúningakonur flykktust núfram og tóku sér sæti á Aust- urvelli. Þegar klukkan sló ellefu gekk hersing mikil út úr Dómkirkj- unni; forystusveit Alþingis og Reykjavíkurborgar og svo sendi- fulltrúar erlendra ríkja. Forsetinn og stúdentar lögðu blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar; mannsins sem með viðhorfum sínum og baráttu skapaði inntak þjóðhátíðardagsins. x x x En hver er boðskapur dagsins.Hver lítur sínum augum á silfrið en flestir geta verið sammála um þá skilgreiningu að við Íslendingar eig- um að bera höfuðið hátt og vera stolt af því að tilheyra þjóð sem eru flestir vegir færir, eins og jafntefli karla- landsliðs okkar í knattspyrnu við Argentínu sl. laugardag sannaði. Hugurinn þarf þó að vera rétt stillt- ur gagnvart hverju verkefni og liðs- heildin í lagi, sagði Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra í þjóðhátíðarávarpi sínu. x x x Eftir þjóðhátíðardag fer gjarnan aðhægja á takti þjóðlífsins og fólk fer í sumarfrí. Út í heim, upp í sveit, inn til heiða og dala. Víða liggja leið- ir, sumarið er tíminn og landið faðm- inn breiðir. Það er gaman að vera til. vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. (Lúk:1.68)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.