Morgunblaðið - 18.06.2018, Qupperneq 27
» Florence Lam framdisplunkunýjan gjörning í Kling
& Bang á lokadegi sýningarinnar
Peppermint um helgina. Á sýn-
ingunni mátti sjá gjörninga eftir
þau Lam, Ástu Fanneyju Sigurð-
ardóttur og Hannes Lárusson.
Öll eru þau á ólíkum stað á ferli
sínum og fást við listformið á mis-
munandi hátt, en eiga það sam-
eiginlegt að einbeita sér að gjörn-
ingalist í listsköpun sinni.
Florence Lam framdi splunkunýjan gjörning í Kling & Bang á lokadegi Peppermint
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gjörningur Florence Lam framdi gjörning í Kling & Bang á lokadegi sýningarinnar Peppermint um helgina.
Gestir
Hildur og
Freyja Eilíf.
Glaðar Það var létt yfir þeim Vigdísi og Guðrúnu í Kling & Bang. Ánægðar Þær Selma, Lilja og Syrra voru í hópi sýningargesta.
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018
Nú finnur þú það
sem þú leitar að á
FINNA.is
hann lifi líklega fábreyttara einkalífi
en hinn dæmigerði 27 ára gamli
Kaupmannahafnarbúi. Hann getur
ekki einu sinni vænst þess að fá frí á
jólum eða öðrum stórhátíðum eins
og venjulegt fólk. „Ballettdansarar
geta sjaldan leyft sér að fara heim til
fjölskyldunnar á jólunum enda eru
sýningar í fullum gangi í kringum jól
og nýár.“
Jón Axel segir að líf ballettdans-
arans þurfi ekki endilega að snúast
bara um dans og allt sé hægt ef vilj-
inn er fyrir hendi, en sjálfan langi
sig mest af öllu til að dansa alla
daga. „Mér finnst alltaf jafn spenn-
andi að vera á sviðinu og hluti af
ánægjunni sem starfið veitir er þessi
útrás fyrir adrenalínfíknina. Þá hef
ég alltaf átt erfitt með að sitja kyrr;
þarf að hreyfa mig mikið á hverjum
einasta degi og myndi sennilega
aldrei virka fyrir mig að eiga að sitja
fyrir framan tölvuskjá heilu dagana.
Í ballettinum fæ ég aftur á móti að
vinna í sífellu að nýjum verkum,
skapa og túlka, lifa mig inn í ný hlut-
verk og gefa af sjálfum mér uppi á
sviðinu,“ segir hann. „Mér finnst í
meira lagi gott hlutskipti að fá ekki
bara leyfi til þess að dansa allan dag-
inn, heldur fá borgað fyrir það líka,
og ekki hægt að finna betra starf.“
Eins og blómi í eggi
í Kaupmannahöfn
Jón Axel kveðst vera mjög lán-
samur að hafa komist svona langt í
ballettheiminum. Samkeppnin er
geysilega hörð og þumalputtareglan
að aðeins 2-3% af öllum menntuðum
dönsurum takist að starfa við fagið.
„Það er svo ótalmargt sem getur
haft áhrif á það hvenig fólki reiðir af
í ballettheiminum. Ekki aðeins þarf
að stunda strangar æfingar og dansa
fallega, heldur líka að falla í kramið.
Það eru yfirmennirnir sem ráða
hver fær hvaða hlutverk og valið
getur auðveldlega staðið á milli
tveggja jafnhæfra dansara. Þá er
það sá sem stjórnandanum geðjast
betur að sem getur vænst þess að
landa hlutverkinu.“
Ekki er annað að heyra á Jóni Ax-
el en að hann uni sér með eindæm-
um vel hjá Konunglega danska ball-
etthópnum, sem þykir einn af bestu
klassísku balletthópum heims. Á yf-
irstandandi leikári kemur hann fram
í tíu uppfærslum, þar á meðal
Hnotubrjótnum og Svanavatninu, og
útlit fyrir fjöldamörg áhugaverð
verkefni af ýmsum toga á komandi
árum. Starfið kallar líka á einhver
ferðalög með balletthópnum og hef-
ur Jón Axel komið fram í mörgum
virtustu leikhúsum Evrópu. Reum-
ert-verðlaunin hafa samt ekki fengið
hann til að hugsa sér til hreyfings,
þótt eflaust standi honum allar dyr
opnar:
„Sumir nálgast ballettinn með það
fyrir augum að fá að dansa með
frægustu balletthópunum og koma
fram sem víðast. En fyrir mig skipt-
ir mestu að geta fengið áfram að
vinna með þessu skemmtilega fólki
sem ég starfa með í dag, vitandi sem
er að það er ekki alltaf svona góð
stemning í öðrum balletthópum þó
svo að þeir þyki bera af á sviði.“
Ljósmynd/Costin Radu
Tjáning Í hlutverki Geert í töfraballetinum Kermesse í Brugge.
Ljósmynd/Costin Radu
Á flugi Sem
dansandi guð,
svífandi á
sviðinu í La
Bayadère.