Morgunblaðið - 19.06.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.2018, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 9. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  142. tölublað  106. árgangur  FJÖLBREYTT UMFJÖLLUN UM FLOTTA BÍLA HULDA SKÁLDKONA BYGGÐU SJÁLF- BÆRT SKÓLAHÚS Í ARGENTÍNU HELGA OG ÞÓRHILDUR 30 SIGRÍÐUR MELRÓS ÓLAFSDÓTTIR 1216 SÍÐNA SÉRBLAÐ Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Keppinautur RÚV á auglýsinga- markaði segir nauðsynlegt að setja stofnuninni ramma til að koma í veg fyrir að minni fjölmiðlar þjáist vegna ríkisstofnunarinnar. Alltof hár verð- miði á pökkum sem RÚV bauð aug- lýsendum í aðdraganda HM, er m.a. ástæða þess að þurrð er á auglýsinga- markaðnum, að sögn sölustjóra sam- keppnisaðila RÚV. Þá þoli markaður- inn ekki hversu framsækin söludeild RÚV er: „Þessi deild er of framsækin fyrir þennan markað. Hún ætti að vera mikið meira þjónustudrifin, í stað þess að vera 20 manna hersveit sem hringir út auglýsingar.“ Magnús Geir Þórðarson, útvarps- stjóri, segir að öllum lögum og reglum hafi verið fylgt í auglýsingasölu RÚV í tengslum við HM. „Segja má að áhugi auglýsenda grundvallist fyrst og fremst á efninu, þ.e. HM sjálfu og landsliðinu, en ekki hvort mótið er sýnt á einni stöð frekar en annarri,“ segir Magnús og tekur fram að sá rammi sem RÚV starfar innan á aug- lýsingamarkaði hafi verið þrengdur með lagabreytingu fyrir tveimur ár- um. Af þeim sökum þurfi RÚV að afla sér sértekna með auglýsingum á af- markaðari hátt en áður. Lilja Alfreðs- dóttir, menntamálaráðherra, segir stjórnarflokkana meðvitaða um um- ræðuna þar sem „málið varði sam- félagið allt“. Áætlað er að tillögum stýrihóps um fjölmiðla og þar á meðal stöðu RÚV á auglýsingamarkaði verði skilað í sumar, að sögn ráð- herrans. Segir söludeildina of framsækna  Útvarpsstjóri segir öllum lögum og reglum hafa verið fylgt í auglýsingasölu MRÚV hagi sér eins og... »10 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Lokaákvörðun verður tekin á morg- un um það hvort verkfallsaðgerðir verði boðaðar af hálfu ljósmæðra vegna kjaradeilu þeirra við íslenska ríkið. Í þessu sambandi hefur einnig verið rætt að ljósmæður lýsi yfir yf- irvinnubanni. Samninganefnd ljósmæðra á fund við samninganefnd ríkisins í fyrra- málið, en ekki hefur verið fundað frá því ljósmæður höfnuðu nýjum samn- ingi með yfirgnæfandi meirihluta 8. júní sl. „Ég vona heitt og innilega að þeir átti sig á stöðunni, taki málin föstum tökum. Það er ekki hægt að salta okkur fram á haust,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formað- ur samninganefndar ljósmæðra, í samtali við Morgunblaðið. Uppsagnir níu ljósmæðra á með- göngu- og sængurlegudeild munu að óbreyttu taka gildi 1. júlí nk., en Landspítalinn mun í þessari viku kynna áætlun sína um aðgerðir vegna uppsagnanna. Boðað hefur verið til samstöðu- fundar í dag vegna kjarabaráttu ljósmæðra. »14 Ákveða sig á morgun Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Ljósmæður hafa verið lengi í kjaraviðræðum við ríkið.  Ljósmæður funda um verkfallsaðgerðir Fjórir félagar úr grínhópnum Mið-Íslandi skemmtu íslenska landsliðshópnum í knatt- spyrnu í Rússlandi í gærkvöldi. Leikmenn fengu frí frá æfingum í gær og mikilvægt þótti að brjóta hvunndaginn upp með gríni og glensi. Leynd hvíldi yfir ferð Mið-Íslands og heimsóknin kom leikmönnum skemmtilega á óvart. Björn Bragi Arnarsson, Jóhann Alfreð Kristinsson, Dóri DNA og Bergur Ebbi Benediktsson end- urtóku svo leikinn fyrir hóp íslenskra fjölmiðla- manna sem er ytra að fylgjast með landsliðinu, og þjálfararnir og aðrir starfsmenn KSÍ voru viðstaddir. Helgi Kolviðsson, Guðmundur Hreið- arsson og Heimir Hallgrímsson hlógu ekki síður dátt en aðrir eins og sjá má. »4, 6, 14 og Íþróttir Mið-Ísland í óvænta heimsókn til landsliðsins Morgunblaðið/Eggert  Tveir eru látnir og fjórir særðir eftir skotárás í Malmö í Svíþjóð sem gerð var klukkan átta að stað- artíma í gærkvöldi. Þeir látnu eru 18 og 29 ára karlmenn. Drottning- argötunni í miðborg Malmö var lokað og lögregla stóð vörð um bráðadeild sjúkrahússins í gær- kvöldi. Samkvæmt frétt sænska fjölmiðilsins Aftonbladet var árásin gerð fyrir utan netkaffihús. Að sögn vitnis var hleypt um 15 til 20 skotum af sjálfvirkri byssu fyrir utan það. Tæknimenn lögregl- unnar staðfesta að um sjálfvirka byssu hafi verið að ræða. Lög- reglan leitar nú dökks bíls sem sagt er hafa verið ekið af vett- vangi glæpsins á miklum hraða. Þá segir hún enga hættu steðja að almenningi og að ekki sé talið að um hryðjuverk sé að ræða. Tveir drepnir og fjórir særðir í skot- árás við netkaffi í Malmö Árás Lögreglumenn á vett- vangi glæpsins í Malmö AFP  Misjafnar kröfur eru gerð- ar til tilvonandi bæjar- og sveitarstjóra þeirra fjórtán sveitarfélaga sem auglýsa nú stöðuna. Í auglýsingunum kemur fram að háskóla- menntun er til dæmis ekki alltaf skilyrði. „Starfs- og hæfniskröfur skipta ekki eins miklu máli og við myndum ætla þegar kemur að því að ráða sveitarstjóra,“ segir Eva Marín Hlyns- dóttir, lektor í stjórnmálafræði við HÍ. „Í Noregi er skýrt hvað sveitarstjórar eiga að gera. Hér er þetta ekki svona aðskilið og óljósari mörk á milli,“ segir Eva. „Bæjarstjórinn heyrir undir sveitarstjórnina, ef hún er ekki sátt við hann getur hún bara látið hann fara.“ »2 Misjafnar kröfur gerðar í auglýsing- um eftir bæjar- og sveitarstjórum Akureyri Auglýst eftir bæjarstjóra. Morgunblaðið/Hari  Enn er óljóst hver hlutur rík- issjóðs verður af sölu Kaup- þings á Arion banka, en Kaup- þing losaði sig við ríflega 457 milljónir hluta í Arion banka í kjölfar útboðs í liðinni viku. Hver hlutur ríkissjóðs verður mun ekki koma endanlega í ljós fyrr en Kaupþing losar um þær 654 milljónir bréfa sem félagið á enn í Arion banka. Enn fremur liggur ekki fyrir með hvaða hætti sú umfangsmikla losun á hlutabréfum verður eða hvenær það verður gert. Afkomuskiptasamningur kveður á um að rík- issjóður fái um þriðjung af söluandvirði bankans sem nemur á bilinu 100-140 milljörðum króna, helming af söluandvirði sem liggi á bilinu 140-160 milljörðum króna og þrjá fjórðunga af söluandvirði því sem liggja mun yfir 160 milljörðum króna. »16 Skerfur ríkisins af sölu Kaupþings í Arion banka enn í óvissu Viðskipti Kaupþing á enn 654 milljónir bréfa í Arion banka. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.