Morgunblaðið - 19.06.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018
*M
ið
að
vi
ð
u
p
p
g
ef
n
ar
tö
lu
r
fr
am
le
ið
an
d
a
u
m
el
d
sn
ey
ti
sn
o
tk
u
n
íb
lö
n
d
u
ð
u
m
ak
st
ri
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
7
0
4
9
www.renault.is
Þú tankar sjaldnar
á Renault sendibíl
RENAULT KANGOO, DÍSIL
1,5 L. VÉL, 90 HESTÖFL
Verð:2.217.000 kr. án vsk.
2.750.000 kr.m. vsk.
Eyðsla 4,3 l/100 km*
RENAULT TRAFIC, DÍSIL
1,6 L. VÉL, 115 HESTÖFL
Verð frá:2.943.000 kr. án vsk.
3.650.000 kr.m. vsk.
Eyðsla frá 6,5 l/100 km*
RENAULTMASTER, DÍSIL
2,3 L. VÉL, 125 HESTÖFL
Verð frá:3.669.000 kr. án vsk.
4.550.000 kr.m. vsk.
Eyðsla 7,8 l/100 km*
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
„Þessi markaður er mjög skakkur.
Það þarf að hugsa um viðeigandi
ramma fyrir stofnunina, í samhengi
við markaðinn,“ segir sölustjóri
keppinautar RÚV á auglýsinga-
markaði. Morgunblaðið greindi frá
því í gær að einkareknir fjölmiðlar
telja að RÚV hafi ósanngjarnt for-
skot er varðar sölu á auglýsingum í
aðdraganda HM. Sölustjórinn tekur
undir gagnrýni á framferði RÚV í
auglýsingasölu: „Það þarf engan vís-
indamann til að sjá hvað er að gerast
í kringum þetta mót. Markaðurinn
er bara ákveðið stór og mun ekki
stækka. Þegar það kemur svona mo-
mentum eins og núna, þá eru þeir að
sópa til sín 400-500 milljónum, skýt
ég á, þetta er mikið reiðarslag fyrir
minni miðla. Við náum að bjarga
okkur með einum eða öðrum hætti,
en það hefur samt áhrif á verðskrá
og annað.“
RÚV sníði sér stakk eftir vexti
Hann telur jafnframt að það yrði
RÚV til framdráttar að minnka
áherslu á auglýsingasölu: „Þeir ná
alltaf milljarði sem er 10% af kök-
unni. Í dag hafa þeir líklegast 30%,
og þetta er tekjuhæsta ár þeirra til
þessa. RÚV væri langtum betri mið-
ill ef þeir myndu sníða sér stakk eftir
vexti. Deildin ætti að vera meira
þjónustudrifin, í stað þess að vera 20
manna hersveit í auglýsingasölu.“
Hann segir aðferðir söludeildar-
innar líkjast aðferðum fyrirtækja á
frjálsum markaði, þar sem settar eru
kappsamar söluáætlanir í hverjum
mánuði sem ætlast er til að sölu-
deildin uppfylli.
Þá séu fjölmiðlamælingar ein
ástæðu yfirburða RÚV á auglýsinga-
markaði: „Í hverri einustu viku er
verið að auglýsa RÚV á auglýsinga-
markaði þar sem stofnunin mælist
alltaf sterkust. Frá 2008 hefur Gall-
up verið að auglýsa RÚV sem sterk-
asta miðilinn. Fólkið er orðið heila-
þvegið af þessum tölum, að RÚV sé
besti miðillinn“.
Lilja Alfreðsdóttir, menntamála-
ráðherra, segir stjórnarflokkana
meðvitaða um umræðuna en stýri-
hópur á vegum ráðuneytisins hefur
verið að vinna að tillögum um fjöl-
miðla. „Við viljum hafa öfluga fjöl-
miðla á Íslandi og það stendur í
stjórnarsáttmálanum að við viljum
styrkja umgerðina í kringum einka-
rekna fjölmiðla. Sú vinna sem á sér
stað núna er liður í því. Það sem
stendur upp úr er sú staðreynd að
staða einkarekinna fjölmiðla á Ís-
landi er veikari en á Norðurlöndun-
um.“ Hún á von á því að tillögurnar
verði afhentar í sumar en meðal við-
fangsefna er staða RÚV á auglýs-
ingamarkaði.
Sambærileg auglýsingasala
Magnús Geir Þórðarson útvarps-
stjóri, segir í svari við fyrirspurn
Morgunblaðsins að RÚV sé stærri
miðill en t.d. N4 og Hringbraut og
því staða þeirra á auglýsingamark-
aði ólík. Hann segir jafnframt aug-
lýsingasölu RÚV í tengslum við
þetta stórmót fyllilega í samræmi við
lög: „Þess má geta að sá rammi sem
RÚV starfar innan á auglýsinga-
markaði var þrengdur með laga-
breytingu fyrir tveimur árum og
þarf RÚV að afla þeirra sértekna
sem því er ætlað að afla, með því að
afla auglýsinga á afmarkaðri hátt en
áður. Fyrirkomulagið á auglýsinga-
sölunni var sambærilegt og þekkist í
kringum slík stórmót, hvort heldur
er á RÚV eða sjónvarpsstöðum er-
lendis.“
Hann segir jafnframt áhuga aug-
lýsenda grundvallast fyrst og fremst
á efninu, þ.e. HM mótinu sjálfu og
landsliðinu, en ekki hvort mótið sé
sýnt á einni stöð frekar en annarri.
Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmda-
stjóri Fjölmiðlanefndar, segir að
nefndinni hafi borist kvörtun er
varðar þetta mál. Málið er í rann-
sókn sem stendur.
RÚV hagi sér eins og fyr-
irtæki á frjálsum markaði
RÚV segist vinna eftir þrengri auglýsingaramma en áður
Magnús Geir
Þórðarson
Lilja
Alfreðsdóttir
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Byggingarfyrirtækinu Byggási ehf.
hefur verið veittur frestur til 29. júní
nk. af Vinnueftirliti ríkisins til að gera
úrbætur vegna ófullnægjandi vinnu-
aðstöðu við Urðarhvarf 6 í Kópavogi,
en frá því segir í tilkynningu á vef
Vinnueftirlitsins.
Unnið hafi verið á óvörðum svölum
við að skipta út flísum, einnig stigum
við neyðarsvalir á níundu hæð húss-
ins, án þess að fallvarnir væru þar
fullnægjandi, skv. athugasemdum
eftirlitsmanns. Öll vinna hefur verið
bönnuð á þeim hluta vinnusvæðisins
þar til bætt hefur verið úr öryggi og
áætlun fyrirtækisins um öryggi og
heilbrigði hefur verið uppfærð að
fengnu samþykki Vinnueftirlitsins á
þeim úrbótum. Guðmundur I. Kjer-
úlf, aðstoðardeildarstjóri fræðslu-
deildar Vinnueftirlitsins, svaraði
skriflega fyrirspurn blaðamanns og
sagði algengt þessa dagana að at-
hugasemdir bærust vegna aðbúnaðar
hjá byggingarfyrirtækjum. „Það eru
helst athugasemdir um fallvarnir,
notkun persónuhlífa og skort á
áhættumati starfa. Umgengni á
byggingarsvæðum er ekki góð og
dæmi eru um að menn vanti réttindi á
vinnuvélar, t.d. körfukrana og bygg-
ingarkrana.“
Í haust hefji a.m.k. fjórir nýir eft-
irlitsmenn störf hjá Vinnueftirlitinu,
heimsóknum og fyrirmælum muni
því fjölga, að sögn Guðmundar, sem
vill vekja athygli á námskeiðum
Vinnueftirlitsins fyrir byggingar- og
öryggisstjóra og bæklingi um fall-
varnir, en oft stafi slys og skortur á
öryggi vinnustaða af vanþekkingu
starfsmanna og ábyrgðaraðila.
Árið 2007 hafi verið metár í vinnu-
slysum en mikil fækkun árið 2009,
m.a. vegna samdráttar í bygging-
ariðnaði. Banaslysum í greininni hafi
fækkað jafnt og þétt síðan árið 1961.
Guðmundur segir að hugarfarsbreyt-
ing hafi orðið í greininni. Slys séu því
ekki lengur algengust í byggingariðn-
aði, heldur hjá hinu opinbera, t.a.m. á
lögregluþjónum, starfsfólki sjúkra-
stofnana og leik- og grunnskóla, og
fari þar vaxandi. Slys í flutningum
fari einnig vaxandi, en það sé talið
tengjast vexti í ferðaþjónustu. Vinnu-
slys séu mun algengari á meðal karl-
manna, þótt dregið hafi saman með
kynjum síðustu ár, útlendingar slas-
ist mun oftar við vinnu hérlendis en
Íslendingar.
Fallvarnir stóð-
ust ekki kröfur
Athugasemdir vegna Urðarhvarfs 6
Morgunblaðið/Þórður A. Þórðarson
Urðarhvarf 6 Fáir yrðu til frásagn-
ar eftir fall af svölum í þessari hæð.