Morgunblaðið - 19.06.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
Afmælis-
tilboð
Í tilefni 30 ára
afmælisársins verður
30%afsláttur
frá miðvikudeginum 20. júní til
miðvikudagsins 27. júní af öllum
töskum og slæðum
1988 - 2018
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 8.990.-
Str. 36-48
Ermalausir
toppar
Full búð af nýjum vörum frá
Kringlan
Landssamband smábátaeigenda
lagði til við sjávarútvegsráðherra á
fundi á föstudag að hámarksafli
þorsks á næsta fiskveiðiári yrði 289
þúsund tonn. LS bendir á að hlutfall
þess sem veitt hafi verið úr veiði-
stofninum ár hvert undanfarin sjö
ár hafi verið 18,4% að meðaltali, en
í aflareglu sé gert ráð fyrir 20%. Í
bréfi til ráðherra fagnar LS þeim
árangri sem náðst hefur í uppbygg-
ingu helstu bolfiskstofna við landið.
„Tillaga LS er að heimilt verði að
veiða 289 þúsund tonn af þorski á
fiskveiðiárinu 2018/2019, sem eru
24.600 tonn umfram tillögu Haf-
rannsóknastofnunar. Viðbótin er
mismunur á veiðihlutfalli 2017
(afli/veiðistofn) og 20% hlutfalli
sem nýtingarstefna stjórnvalda
gerir ráð fyrir. Ætla má að afla-
verðmæti þessarar viðbótar, ef af
verður, verði um 5,5 milljarðar og
útflutningsverð kringum 12 millj-
arðar. Hér er því um afar mikla
hagsmuni að ræða,“ segir á heima-
síðu LS.
LS bendir á að staða þorskstofns-
ins sé afar góð, fara þyrfti aftur um
tæpa sex áratugi til að finna svipað
ástand. Útlit sé fyrir að veiðar á
árinu 2019 verði bornar uppi af 6
stórum árgöngum, sem eru um það
bil eða allir stærri en langtímameð-
altal nýliðunar 1955-2018.
aij@mbl.is
Vilja að meira verði
veitt af þorski
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Fólk er mjög uggandi út af þessu.
Um 70% sjóðfélaga eru konur sem
að meðaltali fá minna en karlarnir og
meðallaunin eru 170 þúsund krónur
á mánuði. Þetta fólk má ekki við
skerðingum,“ segir Hjörvar O. Jens-
son, fyrrverandi útibússtjóri hjá
Landsbankanum.
Hjörvar mun ásamt hópi eftir-
launaþega í Lífeyrissjóði banka-
manna mæta í afgreiðslu Lands-
bankans í Austurstræti í dag með
áskorun til bankastjórnar. Skorar
hópurinn á bankann að ganga til
samninga við stjórn Lífeyrissjóðs
bankamanna um að bæta forsendu-
brest sem leiddi til skerðingar lífeyr-
is sjóðfélaga í Hlutfallsdeild um
næstum tíu prósent. Stjórn sjóðsins
mun á næstunni höfða mál gegn
bankanum vegna málsins.
Reglugerð um sjóðinn var breytt
þegar Landsbankinn var einka-
væddur. Árið 2006 var samið um að
bankarnir greiddu aukalega inn í
sjóðinn þegar stefndi í verulega
skerðingu réttinda. Árið 2014 voru
réttindi skert um tíu prósent svo
sjóðurinn gæti staðið við skuldbind-
ingar sínar. Hópurinn gagnrýnir út-
reikninga sem þá voru gerðir og tel-
ur að stutt sé í aðra skerðingu.
Hefur verið reiknað út að for-
sendubrestur sem sjóðurinn telur
sig hafa orðið fyrir nemi rúmum
þremur milljörðum króna, miðað við
verðlagsbreytingar til ársloka 2015
en um 5,5 milljörðum króna sé miðað
við breytingar kaupgjalds til sama
tíma.
„Framkoma bankans við fólk sem
hefur flest unnið alla sína starfsævi
þar er ótrúleg. Steinþór Pálsson
setti undir sig hausinn og gerði ekk-
ert. En um leið var fólki sagt upp og
það sent á sjóðinn sem tók við öllum
réttindum og skyldum þess. Lilja
Björk Einarsdóttir vill ekki taka á
móti okkur í dag. Það er ótrúlega lé-
leg afstaða,“ segir Hjörvar.
Í skriflegu svari frá Landsbank-
anum til Morgunblaðsins kemur
fram að Lífeyrissjóður bankamanna
hafi kynnt sjónarmið sín fyrir bank-
anum. „Af hálfu sjóðsins hefur því
verið haldið fram að forsendur
samninga frá árinu 1997 og 2006 hafi
brostið sem valdi því að staða deild-
arinnar sé mun verri en efni stóðu til.
Landsbankinn hefur látið skoða
hvort sjóðurinn eigi lögvarða kröfu á
hendur bankanum. Niðurstaða þess
lögfræðimats var að draga yrði í efa
að slík krafa væri fyrir hendi. Ljóst
er að bankanum ber að byggja af-
stöðu sína til kröfunnar á því hvort
hún sé lögvarin eða ekki. Bankinn
hefur á þessari forsendu hafnað því
að ganga til samninga við sjóðinn um
málið en af hálfu sjóðsins hefur verið
gefið til kynna að hann kunni að vilja
leita réttar síns fyrir dómstólum,“
segir í svarinu.
Morgunblaðið/Golli
Landsbankinn Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði bankamanna vilja semja.
Skora á banka-
stjóra að semja
Skerðing lífeyris félaga skuli bætt
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Haldið er upp á kvenréttindadag ís-
lenskra kvenna í dag, en í dag eru
103 ár liðin síðan íslenskar konur
fengu kosningarétt, þann 19. júní ár-
ið 1915. Í tilefni kvenréttindadagsins
fer fram athöfn klukkan ellefu þar
sem verðandi forseti borgarstjórnar,
Dóra Björt Guðjónsdóttir, leggur
blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéð-
insdóttur og flytur stutt ávarp. Ólöf
Arnalds mun syngja nokkur lög í til-
efni dagsins.
Margra ára barátta
Bríet er grafin í Hólavalla-
kirkjugarði og þar mun athöfnin
fara fram. Bríet lést í Reykjavík árið
1940 en á ævi sinni vann hún þrek-
virki í málum íslenskra kvenrétt-
inda. Meðal annars lék hún lykilhlut-
verk í að koma á réttarbótum fyrir
konur til styrkingar íslensku lýð-
ræði, stofnaði Kvenréttindafélag Ís-
lands og var formaður þess árin
1907 til 1911 og aftur frá 1912 til
1927. Félagið barðist fyrir því að
konur hlytu stjórnmálaréttindi til
jafns við karla; meðal annars kosn-
ingarétt, kjör- og embættisgengi og
vinnuréttindi. Jafnframt gaf Bríet út
tímaritið Kvennablaðið frá árinu
1895. Bríet var ein af fjórum fyrstu
konunum sem kjörnar voru í opinber
embætti á Íslandi árið 1908 í
kvennaframboði í borgarstjórn
Reykjavíkur ásamt Katrínu Magn-
ússon, Þórunni Jónassen og Guð-
rúnu Björnsdóttur. Framboð þeirra
var fyrsta sérframboð kvenna á Ís-
landi og var til þess stofnað með
bandalagi fimm kvenfélaga; Kven-
réttindafélagsins, Thorvaldsens-
félagsins, Hins íslenska kvenfélags,
Hvítabandsins og Kvenfélagsins
Hringsins. Ásamt Bríeti var Guðrún
fulltrúi Kvenréttindafélagsins á list-
anum.
Áfanginn 1915
Giftar konur í Reykjavík og Hafn-
arfirði fengu kosningarétt á Íslandi
19. júní árið 1915 í samræmi við
stjórnarskrárbreytingar í Dan-
mörku. Ekkjur og ógiftar konur
höfðu haft kosningarétt í um ald-
arfjórðung en konur í öðrum sveit-
arfélögum fengu sömu réttindi
tveimur árum síðar.
Athöfnin fer fram í Hólavallagarði
klukkan ellefu og er opin öllum.
Ljósmynd/Úr Fólki í fjötrum
Bríet Athöfn dagsins fer fram við
leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.
Kvenréttindadegi fagnað
Blómsveigur lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur
Dóra Björt Guðjónsdóttir flytur ávarp í Hólavallagarði
Húsráðanda í umdæmi lögregl-
unnar á Suðurnesjum hefur verið
illa brugðið er hann vaknaði um
helgina. Brotist var inn í íbúðarhús
um helgina og talsverðum verð-
mætum stolið. Þjófurinn læddist
inn um glugga á húsinu og lét
greipar sópa um íbúðina á meðan
húsráðandi steinsvaf.
Meðal þess sem þjófurinn stal var
Macbook-fartölva, Nikon-
ljósmyndavél, tugir þúsunda ís-
lenskra króna og nokkur dýr hand-
verkfæri. Auk þess tók þjófurinn
ökuskírteini húsráðandans trausta-
taki og svo kveikjuláslykla að
tveimur bifreiðum. Sem betur fór
reyndust báðar bifreiðarnar vera
óhreyfðar á sínum stað þegar gáð
var eftir að. Málið er nú í höndum
lögreglunnar á Suðurnesjum og
vonast er til þess að þjófurinn náist
og ránsfengurinn verði end-
urheimtur.
Íbúð hreinsuð af
verðmætum