Morgunblaðið - 19.06.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is
Unnið úr 100% náttúrulegum
jarðhitakísil og mangan í
hreinu íslensku vatni.
fyrir uppbyggingu
beina og styrkingu
bandvefjar þ.m.t.
liðbönd, liðþófar
og krossbönd.
Liðir og bein
Repair
Nánari upplýsingar á www.geosilica.is
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands
tekur á miðvikudagsmorgun loka-
ákvörðun um hvort boðað verði til
verkfallsaðgerða vegna kjaradeilu
þeirra við íslenska ríkið. Þetta segir
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formað-
ur samninganefndar ljósmæðra.
„Félagsfundur óskaði eftir þessu.
Klukkan ellefu á miðvikudag eigum
við síðan stöðufund með sáttasemj-
ara og samninganefndinni. Það ætti
að skýrast í vikunni hvernig þetta
verður,“ segir hún, en ljósmæður
hafa ekki fundað með samninga-
nefndinni síðan þær höfnuðu nýjum
kjarasamningi 8. júní sl. „Ég vona
heitt og innilega að þeir átti sig á
stöðunni, taki málin föstum tökum.
Það er ekki hægt að salta okkur fram
á haust,“ segir hún.
Félagsfundur veitti stjórninni um-
boð til að boða til verkfallsaðgerða
og rætt hefur verið um yfirvinnu-
bann í þessu samhengi. „Mér finnst
líklegt að við boðum verkfallsaðgerð-
ir ef viðbrögð yfirvalda verða á þá
leið að það eigi ekki að halda áfram
samtali,“ segir Katrín.
Aðgerðaáætlun á fimmtudag
Yfirstjórn Landspítalans bíður
átekta eftir niðurstöðu fundarins á
morgun. Margar ljósmæður hafa
sagt upp störfum, einkum á með-
göngu- og sængurlegudeild, en útlit
er fyrir að uppsagnir í öðrum deild-
um hafi ekki jafn mikil áhrif og þar.
17 ljósmæður á deildinni sögðu í
upphafi upp störfum, en fjórar
þeirra drógu svo uppsagnirnar til
baka. Ein uppsögn hefur þegar tekið
gildi og að óbreyttu taka níu gildi 1.
júlí, tvær 1. ágúst og ein 1. septem-
ber. Einhverjar ljósmæður meta enn
stöðu sína og því gæti fjöldinn
breyst. Aðgerðaáætlun spítalans
vegna uppsagnanna verður tilbúin á
fimmtudag.
Samráð hefur verið haft við heilsu-
gæsluna og aðrar stofnanir sem ann-
ast nýbura og mæður. Landspítalinn
hefur í gegnum tíðina hlaupið undir
bagga með þessum stofnunum yfir
hásumarið vegna sumarleyfa, en nú
er ný staða komin upp.
„Þetta er mjög snúin staða. Fjöldi
uppsagnanna er dálítið fljótandi,
hann skiptir miklu máli. Hlutirnir
eru að skýrast í þessari viku,“ segir
Anna Sigrún Baldursdóttir,
aðstoðarmaður forstjóra spítalans.
„Við munum ekki geta mannað þess-
ar stöður. Það er auðvitað búið að
auglýsa þær, en þarna er fólk að
ganga út og þá er það einfaldlega
staðan. Við gerum auðvitað allt sem
við getum til að bregðast við, tökum
t.d. starfsfólk úr annarri starfsemi
sem hefur menntun til að sinna þjón-
ustunni,“ segir Anna Sigrún. „Þetta
er allt önnur staða en þegar fólk fer í
verkfall. Þá getum við skyldað fólk
til að koma til vinnu, en það getum
við ekki núna. Við höfum engin tök á
þessu fólki þegar það er farið.“
Í dag hefur verið boðað til sam-
stöðufundar vegna kjarabaráttu
ljósmæðra í Facebook-hópnum
„Mæður og feður standa með ljós-
mæðrum“, í tilefni kvenréttinda-
dagsins, 19. júní. Fundurinn verður
haldinn í Mæðragarðinum í Reykja-
vík, en þar er listaverk Nínu Sæ-
mundsson, Móðurást, sem garðurinn
dregur nafn sitt af.
„Þetta er mjög snúin staða“
Morgunblaðið/Eggert
Mótmæli Ljósmæður deila við ríkið.
Ljósmæður funda með ríkinu á morgun Taka ákvörðun um verkfallsaðgerðir
LSH boðar aðgerðaáætlun í vikunni Sýna samstöðu í Mæðragarðinum í dag
Niðurskurði í starfsemi Landsbank-
ans á Skagaströnd er mótmælt
harðlega í nýlegri ályktun sveitar-
stjórnar þar í bæ. Nú verður banka-
útibúið þar opið frá kl. 12 til kl.15,
en var áður opið frá kl. 9 til 16. Með
því fækkar störfum um eitt og hálft
og um það segir sveitarstjórn að
enn sé störfum í litlum byggðum
fórnað á forsendum þess að tækni-
væðingin leysi fólkið af hólmi. Eng-
inn mótmæli því að tækniþróun
breyti störfum sem megi þó allt
eins sinna úti af landi af reynslu-
miklu starfsfólki þar. Hér hafi
Landsbankinn brugðist og ætli nú
að stefna sem flestu starfsfólki sínu
í musteri í miðborg Reykjavíkur.
Kostnaður við byggingu þess verði
mikill og hagræðing með uppsögn
nokkurra starfsmanna úti á landi
sem séu á taxtalaunum hjákátleg.
„Sveitarstjórn Skagastrandar
skori því á ríkisstjórn Íslands sem
aðaleiganda bankans að taka
stjórnarhætti og hugmyndafræði
stjórnenda bankans til alvarlegrar
skoðunar,“ segir í ályktun.
Landsbanka mót-
mælt á Skagaströnd
Skagaströnd Bankinn opinn skemur.
Áætlað er að framkvæmdum við
Geirsgötu ljúki í haust. Á næstu
dögum verður byrjað að ganga frá
dúk, snjóbræðslu og gangstéttum
sunnan við götuna, þeirri vinnu á
að ljúka í ágúst og þá verður hægt
að opna báðar akreinar götunnar
til austurs, samkvæmt tilkynningu
frá Reykjavíkurborg. Þar segir að
nú sé búið að hleypa umferð á allar
fjórar akreinar Kalkofnsvegar.
Lækjargatan á milli Hverfisgötu
og Geirsgötu verður áfram ein ak-
rein í hvora átt fram eftir hausti. Í
tilkynningunni segir að merkingar
á götum og leiðaskilti verði yfirfar-
in til að tryggja öryggi vegfarenda.
Framkvæmdalok
eru áætluð í haust
ist á 143 km hraða á Reykjanes-
braut og var grunaður um ölvunar-
akstur þurfti að greiða rúmlega
216 þúsund krónur í sekt vegna
hraðaksturs, ölvunar og kostnaðar
við blóðrannsóknar. Einnig voru
nokkrir ökumenn teknir úr umferð
fyrir akstur undir áhrifum áfengis
eða fíkniefna og skráningarmerki
voru tekin af átta bifreiðum.
Undanfarna daga hefur lögreglan á
Suðurnesjum kært rúmlega tuttugu
ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá
sem hraðast ók mældist á 170 km
hraða á móts við Stapann á Reykja-
nesbraut og er hann framvísaði er-
lendu ökuskírteini kom í ljós að
hafði áður verið sviptur ökurétt-
indum sínum.
Erlendur ferðamaður sem mæld-
216.000 kr. sekt vegna ölvunar og hraða
Arnar Þór Ingólfsson
Axel Helgi Ívarsson
Knattspyrnusamband Íslands hvet-
ur fleiri íslenska stuðningsmenn til
þess að fara á heimsmeistaramótið í
Rússlandi og mun aðstoða þá sem
hafa samband við að öðlast stuðn-
ingsmannapassa, eða svokallað Fan-
ID. Með passanum þarf ekki að
hafa almenna vegabréfsáritun til
þess að ferðast til Rússlands.
„Það þyrfti í rauninni bara að
senda okkur fyrirspurn á midasa-
la@ksi.is,“ sagði Klara Bjartmarz,
framkvæmdastjóri KSÍ, við mbl.is í
gær. Miðar á leikina gegn Nígeríu
og Króatíu eru fáanlegir hjá KSÍ og
á vef FIFA.
Frækileg frammistaða íslenska
liðsins gegn Argentínu hefur vafa-
laust aukið enn frekar löngun Ís-
lendinga hérlendis til að grípa tæki-
færið og skella sér til Rússlands.
Næsti leikur er gegn Nígeríu í Vol-
gograd á föstudag og að sögn Klöru
er hægt að fá bæði stuðnings-
mannapassa og miða á leikinn þrátt
fyrir að skammur tími sé til stefnu.
„Við viljum allt til þess gera að
reyna að fjölga Íslendingum á leikn-
um og erum með starfsmenn í þessu
sem eru tilbúnir að hjálpa til eins og
við getum til að liðka fyrir þessu
ferli,“ sagði Klara.
Flugið er aðalflöskuhálsinn
Það dugar þó skammt að vera
með stuðningsmannapassa og miða
á leikinn gegn Nígeríu eða Króatíu,
eða þá báða, ef flug til Rússlands,
nánar tiltekið Volgograd og Rosto
við Don, er ó- eða illfáanlegt. Þá má
taka fram að tæpir 1000 kílómetrar
eru til beggja staða frá Moskvu.
Pakkaferðir Icelandair á leikina
gegn Nígeríu í Volgograd og gegn
Króatíu í Rostov við Don eru upp-
seldar. Uppselt er í flug WOW air
til og frá Volgograd en einhver sæti
eru enn laus í flugið til og frá Ro-
stov við Don. Í ábendingu Gaman
ferða til blaðsins kemur fram að
nokkur flugsæti eru laus til Rostov
við Don og nokkuð af lausum hót-
elherbergjum í Volgograd og Ro-
stov við Don. Ferðaskrifstofan
Tripical býður upp á 7 daga ferð á
leikina tvo og eru örfá sæti eftir í þá
ferð.
Skyndiferð á HM enn möguleg
KSÍ aðstoðar Íslendinga við að nálgast stuðningsmannapassa og miða á leiki
Morgunblaðið/Eggert
Bláa hafið Viðbúið er að bætist í
hóp Íslendinga á HM í Rússlandi.