Morgunblaðið - 19.06.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018
Frískandi húðvörur úr
suðrænum sítrusávöxtum
Hin dásamlega sítruslína frá Weleda inniheldur afurðir úr lífrænt ræktuðum sítrónum
frá Salamita Cooperative á Sikiley. Hún dekrar við og frískar húðina - í samhljómi við
mann og náttúru. www.weleda.is. Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir.
Since 1921
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/WeledaIcelandFunahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
æli- & frystiklefar
í öllum stærðum
K
Einn lést og fjöl-
margra er sakn-
að eftir að ferja
sökk í Toba-vatni
í Indónesíu í gær.
Alls voru 80 um
borð, flestir
þeirra ferða-
menn, og tókst
að bjarga átján
farþegum. Talið
er að ferjan hafi
verið rekin í óleyfi um árabil, en um
er að ræða gamaldags ferju eftir
íslamskri hefð í Indónesíu.
Fjölda fólks saknað
eftir að ferja sökk
Slys Átján hefur
verið bjargað.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Þrír létust og yfir 300 slösuðust í
snörpum og kröftugum jarðskjálfta
í japönsku borginni Osaka snemma
dags í gær. Skjálftinn mældist 6,1
stig og sjónvarpsmyndir sýna háar
byggingar leika á reiðiskjálfi og
sveiflast til hliðanna. Skjálftinn olli
þó engum stórvægilegum skemmd-
um á byggingum og engin flóð-
bylgjuviðvörun var gefin út. Fjöl-
margir eftirskjálftar urðu og búist
er við fleiri næstu daga. Stærsti
eftirskjálftinn í gær mældist 5,3
stig.
Hinir látnu eru níu ára gömul
stúlka sem varð undir vegg og tveir
karlmenn á níræðisaldri, en annar
þeirra varð undir vegg og hinn fest-
ist undir bókahillu á heimili sínu.
Mikill lóðréttur hnykkur
Osaka er næststærsta borg Jap-
ans, en þar búa u.þ.b. tvær milljónir
manna. Varð skjálftinn á háanna-
tíma, um klukkan átta að morgni að
staðartíma, og voru allar almenn-
ingssamgöngur stöðvaðar í kjölfar
hans. Um 80 flugferðum var aflýst
og mikil ös myndaðist á alþjóða-
flugvellinum í Osaka þegar ráðvillt-
ir ferðamenn freistuðu þess að ná
fari með leigubílum í ljósi þess að
almenningssamgöngur lágu niðri.
Stór hluti borgarinnar varð raf-
magnslaus og víða fóru vatns-
leiðslur í sundur með þeim afleið-
ingum að vatn streymdi um stræti
borgarinnar. Íbúum í tólf húsum
var gert að yfirgefa heimili sín
vegna hættu á mögulegum aur-
skriðum og alls hafast um 850
manns við í neyðarskýlum.
Kjarnorkumálayfirvöld í Japan
lýstu því yfir skömmu eftir skjálft-
ann að ekki hefði orðið vart við
vandamál í kjarnorkuverum við
Osaka. Fjöldi fyrirtækja þurfti að
hætta starfsemi vegna skjálftans,
þ.á m. stórfyrirtæki á borð við bíla-
framleiðandann Honda sem rekur
verksmiðju í Osaka.
Shinzo Abe, forsætisráðherra
Japans, lýsti því yfir í gær að líf
borgarbúa væri algjört forgangs-
mál. „Við höfum stöðvað flæði gass
um gasleiðslur til u.þ.b. 100 þúsund
heimila og vatnsskortur er víða á
stórborgarsvæðinu. Við munum
gera allt sem í okkar valdi stendur
til að koma samgöngunum í fyrra
horf og koma gasi og vatni til íbú-
anna,“ sagði hann.
„Gólfið hristist kröftuglega til.
Þetta var mikill lóðréttur hnykkur
og nær allir diskar duttu og
splundruðust á gólfinu,“ sagði
Kaori Iwakiri, hjúkrunarfræðingur
í Moriguchi, bæ norðan við Osaka.
„Ekkert rafmagn er á heimili for-
eldra minna og ekkert vatn. Ég er á
leið til þeirra með vatn,“ sagði hún.
Þrír látnir og yfir 300 særðir
eftir snarpan skjálfta í Osaka
Kröftugur jarðskjálfti, 6,1 stig, á háannatíma Margir án vatns og rafmagns
AFP
Tjón Nokkurt tjón varð á samgönguinnviðum víða um borgina og lögðust almenningssamgöngur af eftir skjálftann.
Fjöldi fólks er án vatns, rafmagns og gass eftir hann og fjölmargir hafa þurft að dvelja í neyðarskýlum.
Rupert Stadler, forstjóri Audi, var
handtekinn í gær í tengslum við fals-
anir móðurfélagsins Volkswagen á
niðurstöðum útblástursprófana á
nýjum díselbifreiðum árið 2015.
Hætta var talin á að hann kæmi
sönnunargögnum undan. Er Stadler
hæst setti starfsmaður samstæð-
unnar sem handtekinn hefur verið
vegna málsins og neitar hann sök.
Upphaf málsins má rekja til árs-
ins 2015 þegar komið var upp um
svindl Volkswagen í prófunum á út-
blæstri nýrra díselbifreiða. Viður-
kenndu forsvarsmenn fyrirtækisins
að hafa komið fyrir búnaði í 11 millj-
ónum bifreiða um heim allan í því
skyni að láta líta út fyrir að þær
menguðu minna en raun bar vitni.
AFP
Handtekinn Stadler er sá hæst setti
hjá VW sem hefur verið handtekinn.
Forstjóri
Audi tek-
inn fastur
Theresa May, forsætisráðherra Breta, lýsti í gær yfir
stuðningi ríkisstjórnarinnar við frumvarp sem gerir
leynilega myndatöku undir pilsfaldi kvenna ólöglega. Í
frumvarpinu er tveggja ára fangelsi lagt við brotum
gegn banninu. Christopher Chope, samflokksmaður
May í Íhaldsflokknum, kom í síðustu viku í veg fyrir að
frumvarpið næði fram að ganga við hörð mótmæli
stjórnarandstöðunnar og jafnréttissinna. „Myndatökur
sem þessar eru niðurlægjandi árás á einkalíf fórn-
arlamba þeirra,“ sagði May í gær.
Ríkisstjórnin styður pilsfaldafrumvarp
Theresa May
Eldvirkni er mikil í jörðu undir Japan enda liggur landið
á Kyrrahafseldhringnum svonefnda (e. Pacific ring of
fire). Um 90% allra jarðskjálfta í heiminum verða á belt-
inu, sem liggur í hálfhring utan um Kyrrahafið, en þar
verða einnig flest eldgos heimsins.
Japan á langa sögu jarðskjálfta af þessum sökum og í
seinni tíð er líklega þekktastur jarðskjálfti sem varð 11.
mars árið 2011, 9,0 stig að stærð. Olli hann tsunami-
flóðbylgju sem skall á ströndum landsins og með miklu
manntjóni, um 15 þúsund manns fórust. Alls misstu um
150 þúsund manns heimili sín og um tvö þúsund manns
er enn saknað eftir jarðskjálftann.
Flóðbylgjan leiddi einnig til þess að þrír kjarnakljúfar í kjarnorkuverinu
Fukushima brunnu yfir og ollu versta kjarnorkuslysi frá Chernobyl-slysinu
árið 1986 og verstu hamförum í Japan frá lokum seinni heimsstyrjaldar.
Löng saga jarðskjálfta
JAPAN LIGGUR Á KYRRAHAFSELDHRINGNUM
Ös Samgöngur
fóru úr skorðum