Morgunblaðið - 19.06.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 19.06.2018, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2018 ✝ Hannes Garð-arsson fæddist í Reykjavík 26. des- ember 1950. Hann lést 2. júní 2018 í Sunnuhlíð, Kópa- vogi. Foreldrar hans voru Garðar Hann- es Guðmundsson, f. 13.8. 1917, d. 28.7. 1971, og Berta Guðbjörg Hannes- dóttir, f. 6.6. 1919, d. 10.10. 2002. Systkini hans: Jónína, f. 10.10. 1939, Edda Gerður, f. 20.8. 1943, Guðmundur Snorri, f. 30.9. 1946, d. 4.7. 2014, Guð- 2008. 3) Eva Hannesdóttir, f. 3.12. 1987. Hannes ólst upp á Kambsveg- inum í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Vogaskóla og síðan lá leiðin í Matvæla- og veitingaskólann. Starfsnámið fór fram á Hótel Borg og út- skrifaðist hann 17. nóvember 1971. Hannes starfaði sem mat- reiðslumaður bæði til sjós og lands og rak meðal annars Ár- berg í Ármúla um nokkurt skeið ásamt Herði Héðinssyni. Sam- hliða störfum sínum var hann félagi í Klúbbi matreiðslumeist- ara og einnig spilaði hann golf hjá Nesklúbbnum. Hannes veiktist 2010 og dvaldi hann á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð frá haustinu 2016 þar til hann lést. Útför Hannesar fer fram frá Neskirkju í dag, 19. júní 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. rún Elsa, f. 11.6. 1954, og Erla Gígja, f. 1.4. 1960. Maki Dagný I. Þorfinnsdóttir, þau kynntust 1967 og eignuðust þrjár dætur. 1) Margrét, f. 7.7. 1969, gift Engilbert Imsland, f. 11.7. 1966, börn þeirra eru Dalvin Smári, f. 5.1. 2000, og Dagný Rut, f. 29.10. 2003. 2) Berta, f. 3.7. 1975, sambýlis- maður Gunnlaugur Þór Guð- mundsson, börn: Regína Lilja, f. 11.9. 2002, og Hannes, f. 8.9. Elsku pabbi. Nú þegar komið er að kveðjustund er vert að líta yfir farinn veg. Þú varst alltaf svo skemmtilegur og áttir svo marg- ar góðar sögur. Þú varst prakkari en aldrei hrekkjusvín. Brosmild- ur, sælkeri og passlega kærulaus. Þú sagðir mér ófáar sögur af sjónum og fannst mér sagan af flúrinu merkilegust. En það voru ekki allir sem áttu pabba með húðflúr eins og ég. Þá fóruð þið nokkrir saman af skipinu. Hinir fengu sér flúr á upphandlegginn en þú einfaldlega nenntir ekki að bretta upp ermina nema hálfa leið og fékkst þér flúr á fram- handlegginn. Álit annarra skipti þig litlu máli, þú lifðir þínu lífi og aðrir sínu. Stundum fórum við tvö saman út á vídeóleigu og völdum við oft- ast spennu- eða hasarmyndir. Þá fylgdi alltaf gömul mynd með nýrri og leyfðir þú mér oft að velja báðar. Reglurnar voru oft rýmri hjá þér en mömmu og gátum við þá prakkarast. Þú leyfðir mér stundum að vaka lengur ef eitt- hvað spennandi var í sjónvarp- inu. Ég man ennþá þegar við horfðum á hnefaleikabardagann þegar annar keppendanna endaði eyrnamerktur. Þetta fannst mér alveg magnað en það væri eflaust ekki við hæfi tíu ára barna nú til dags, hvorki sjónvarpsefnið né háttatíminn það kvöldið. Þú fórst oft í sund og golf. Eitt sinn skelltir þú þér á skriðsunds- námskeið og fannst okkur fyndið að heyra þjálfarann segja að þú syntir skriðsundið alveg eins og ég! Golfsveifluna kenndir þú mér en þó svo ég hefði ekki alltaf nennu í 18 holur gerði það ekkert til. Þú varst þolinmóður og góður golfkennari. Forgjöfin lækkaði eftir því sem þú fórst oftar í golf en ég heyrði þig aldrei nefna að það skipti nokkru máli. Þú varst hógvær og þér fannst einfaldlega gaman að æfa þig og kunnir að njóta líðandi stundar. Alltaf eldaðir þú góðan mat, hvort sem það var hamborgar- hryggurinn á jólunum, kalkúnn- inn á gamlárs eða mánudagsýs- an. Þú komst að fjölmörgum veislum og var fólk alltaf ánægt að heyra ef þú myndir kokka í komandi veislum. Matreiðslan var jú þitt fag og vannstu alltaf áreynslulaust og yfirvegað. Nokkur sumur vann ég í Veisl- unni líkt og þú og systur mínar höfðu gert áður. Það er því gam- an að rifja upp þegar þú varst fenginn þangað í aukavinnu og við unnum þar saman í nokkra daga. Þú varst alltaf vel liðinn á vinnustað sem og í leik, hlátur og góðar sögur fylgdu þér hvert sem þú fórst. Það var erfitt að horfa á eftir þér þegar þú veiktist. En allt til síðustu daga varstu brosandi og ljómaðir upp þegar við heimsótt- um þig. Nú ertu kominn á annan stað, eflaust skellihlæjandi að spila kana með nokkrum vel völd- um. Takk fyrir samveruna. Þín Eva. Elsku pabbi. Ég man þegar ég kom til þin upp á Ask heilt sumar ásamt vinkonu minni eftir skóla- garðana sem þá voru í Laugar- dalnum. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur og gafst okkur að borða hamborgara, franskar, kók og auðvitað kokteilsósu. Ég man að vinkona mín spurði mig þarna: „Er pabbi þinn alltaf svona góður og skemmtilegur?“ Já þannig varstu pabbi minn með útbreiddan faðminn, bros- andi og gafst koss á kinn, ég var aldrei að trufla eða tefja þig, þú áttir alltaf tíma. Þú varst óspar á hrós og sagðir okkur systrum oft hvað þú værir stoltur af okkur. Þú varst óhræddur við að prófa nýja hluti, lést oft bara vaða. Fórum til dæmis á sjóskíði þegar við vorum á Benidorm, það fór ekki vel því þú rifbeinsbrotn- aðir og þurftir að vera í teygju- strokk það sem eftir var ferðar. Þá var ég bara tíu ára og man hvað ég vorkenndi þér mikið að geta ekki orðið brúnn á magan- um. Þú lifðir í núinu eins og svo margir keppast við í dag og þú kunnir að njóta stundarinnar og hafðir ekki áhyggjur af morgun- deginum. Ein skemmtilegasta ferðin okkar saman var fimm vikna sigl- ing með Stuðlafossi sumarið ’83. Ég varð auðvitað sjóveik á leið- inni út en alveg laus við hana á heimleiðinni, enda sögðu þern- urnar að sjóveiki væri ímyndun- arveiki! Ég man hvað ég var ósammála þeim. Við sigldum til sjö landa, upp Kílarskurðinn og eftirminnilegastir voru dagarnir í Leningrad að skoða Vetrarhöll- ina og fleira. Þú varst vel að þér í sögu og landafræði, sagðir frá mörgu og fræddir mig í leiðinni. Við spiluðum oft Kana og tefldum en þú hafðir þá nýlega kennt mér mannganginn. Í þessari ferð okk- ar sá ég hvað þú varst léttlyndur, alltaf með fólk í kringum þig segjandi sögur og brandara. Skipverjarnir hændust að þér bæði fyrir góðan mat og húmor- inn þinn, þú varst aldrei einn í eldhúsinu. Varst hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst og hlátrasköllin ómuðu hátt. Mikið varstu stoltur þegar barnabörnin fæddust og gast kallað þig Hannes afa, verst að þau fá ekki meiri tíma með þér. Mér fannst erfitt að sjá þig tapa frásagnarhæfileikunum og getunni til að tjá þig í veikind- unum eftir því sem alzheimer- sjúkdómurinn ágerðist, en alltaf varstu léttur í anda, brostir og gafst koss á kinn þegar ég kom til þín í heimsókn. Þú kallaðir mig svo oft Möggu dúllu, æ hvað ég á eftir að sakna þess pabbi minn. Ég þakka þér fyrir samfylgd- ina pabbi minn og trúi því að þú sért farinn að láta gamminn geisa með fólkinu þínu fyrir handan. Þín Margrét. Elsku pabbi! Að kveðja er allt- af erfitt og það sem ég grét þegar þú fórst á sjóinn í gamla daga. Í lífi fimm ára barns er tíminn lengi að líða og ég man að er við kvöddumst söng ég oft lagstúfinn um „Þegar Stebbi fór á sjóinn“ og breytti textanum í mig og þig: Þegar „pabbi“ fór á sjóinn, þá var sól um alla jörð, og hún sat á bryggjupollanum hún „Berta“. Grét í vasaklút og svuntuhorn og svart- an skýluklút er hún sá á eftir „pabba“ á hafið út. Sem betur fer komstu alltaf aftur heim og það var svo gaman að fara niður á bryggju og bíða spennt eftir skipinu, fá að fara um borð og sjá káetuna þína og eldhúsið þar sem þú eldaðir mat- inn. Mér fannst stórmerkilegt að það væri hægt að elda mat í mikl- um öldugangi sem gekk alltaf vel nema þegar þú fékkst steiking- arfeiti yfir höndina og brenndist illa. Það stórsá á hendinni og hún var alltaf flekkótt eftir þetta, sem gerði þig að algjörri sjávarháska- hetju í mínum augum. Ég á margar góðar minningar af okkur. Við fórum oft bara tvö saman í bíó eða sund. Alltaf var gaman hvert sem við fórum, þú meira að segja náðir að gera heimsóknir til tannlæknis bæri- legar því þú leyfðir mér alltaf að velja mér nýtt barbiedót í dóta- búðinni á móti stofunni. Þú varst stríðinn og eitt af því sem þú gerðir var að bresta í söng þegar við vorum á meðal fólks. Eftir eina bíóferðina var smá gangur að bílnum. Þú söngst alla leiðina niður Laugaveginn, ég gekk hinum megin við götuna og þóttist ekki þekkja þig, frekar vandræðalegt! Þú hlóst mikið í bílnum á leiðinni heim. Ég spurði þig af hverju þú værir með skalla og þitt svar við því var að við systur hefðum erft allt hárið þitt. Ég var alltaf að lesa bókina Svona erum við eftir Joe Kauf- man á þessum tíma og þóttist skilja vel hvernig maður erfir hitt og þetta frá foreldrum sínum, enda við rauðhærðar eins og Magga amma. Ég var með blöndu af móral og þakklæti auð- vitað en þennan brandara leið- réttirðu aldrei og gerðir oft grín að hárleysinu. Að horfa á gamanmynd þér við hlið var stuð því þú hlóst svo inni- lega, fékkst ósjaldan hláturskast og þar með voru kósíkvöld með poppi í skál ómetanleg skemmt- un. Þú varst hress og kátur með mikinn húmor fyrir öðrum og sjálfum þér. Þú sagðir aldrei styggðaryrði um nokkurn mann heldur sást alltaf það góða í hverjum og einum. Brostir og fékkst bros til baka, alveg fram á síðasta dag. Þó svo sjúkdómurinn væri búinn að taka flestallt frá þér gastu alltaf brosað og blikkað mann eins og þér einum var lagið. Nú er komið að erfiðustu kveðju- stundinni, elsku pabbi, og langar mig að kveðja þig með þessu ljóði eftir Úlf Ragnarsson sem mér finnst eiga svo vel við þig og það sem þú gafst okkur. Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest, að fegursta gjöf sem þú gefur, er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki auga sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef því úr sálarsjóði sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Þín Berta. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Já, það er margs að minnast þegar við hugsum til Hannesar bróður okkar. Það er á engan hallað þó við fullyrðum að hann var sá hressi í systkinahópnum. Hann kunni alla brandarana og naut þess að fá fólk til að hlæja. Hann átti gott með að koma auga á það spaugilega í tilverunni. Þannig hafði hann góð áhrif með nærveru sinni. Ýmislegt var brallað eins og gengur í stórum systkinahópi. Við minnumst æskuheimilis okk- ar með gleði. Foreldrar okkar bjuggu okkur heimili þar sem við ólumst upp við öryggi og kær- leika. Hannes lærði kokkinn og var frábær kokkur. Það var allt gott sem hann bjó til. Við systurnar leituðum oft ráða hjá honum varðandi eldamennskuna. Hann var ætíð bóngóður þegar á þurfti að halda. Hannes kynntist Dagnýju þegar þau voru 16 ára. Þau eign- uðust þrjár dætur og nú eru barnabörnin orðin fjögur. Áhugamálin voru af ýmsum toga. Hann las mikið, synti, fylgdist með fótbolta, elskaði að fara í bíó og spilaði golf. Hann fylgdi dætrum sínum eftir á íþróttaviðburði og í öllu því sem þær tóku sér fyrir hendur. Það var mikið reiðarslag þegar hann í blóma lífsins greindist með alvarlegan sjúkdóm. Þó veikindin tækju sinn toll var brosið og létt- leikinn það síðasta sem fór. Við kveðjum bróður okkar með söknuði. Minningin um góð- an dreng lifir í hjörtum okkar um ókomin ár. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Við vottum öllum ástvinum hans innilega samúð og biðjum þeim Guðsblessunar. Edda, Guðrún, Erla Gígja og fjölskyldur þeirra. Leiðir okkar Hannesar lágu saman í níu ára bekk í barnaskóla undir öruggri handleiðslu ofur- kennarans Ragnheiðar Finns- dóttur í Langholtsskóla. Við urð- um strax mjög samrýndir og eyddum öllum stundum saman, í skólanum, sem og utan skóla. Við bjuggum í mjög barnmörgu hverfi og vorum við krakkarnir því mikið saman í útileikjum og allskonar grallaraskap. Aðalúti- vistarsvæðið var róluvöllurinn, eftir að barnagæslu var lokið að degi til og svo um helgar. Svo voru Vatnagarðarnir ævintýra- heimur fyrir unga menn á sumrin og síðan var skautað þar á vet- urna. Hannes var svo gamansam- ur og hress að hann var alltaf í fremstu línu meðal jafningja á öllum stundum. Glaðværðin, spaugsemin og hressleikinn var hans einkennismerki og virkaði eins og segull á vinahópinn. Við Hannes vorum mjög sam- rýndir og nánir. Þegar nafn ann- ars var nefnt, þá var nafn hins yf- irleitt nálægt tungubroddinum. Við áttum með okkur merkjamál, sem var hátt blístur með ákveðn- um hætti, sem gerði hinum ljóst að hinn væri í nágrenninu, eða á leið til hins. Þetta var svo hátt blístur að það heyrðist á milli gatna og jafnvel þó að maður væri inni í húsi. Þegar við hófum okkar nám í framhaldsskóla fækkaði sam- verustundunum þar sem hann fór í sitt kokkanám og ég fór í heima- vist í Samvinnuskólanum að Bif- röst. Atvinnuval okkar stýrði okkur síðan svolítið sínum í hvora áttina. Milli vina myndast hins- vegar svolítið sérstakt samband sem vinalaust fólk skilur ekki. Þeir eiga með sér annað tungu- mál, skilning, dulmál. Þó að nokkur ár liðu án þess að hittast, þá var það alltaf eins og við hefð- um hist í gær og ekkert hefði breyst. Þannig var það einmitt er ég hitti hann síðasta sinni þegar hann leit við hjá mér niðri á Laugavegi í einni af sínum löngu gönguferðum. Heilsaði með bros á vör og kátínu í auga, vinarfaðm- lagið var innilegt og þétt, sest var yfir kaffibolla, spjallað, hlegið og rifjað upp frá gömlum tímum. Minning mín um góðan dreng lifir innra með mér allt mitt líf. Ég þakka vini mínum fyrir sam- ferðina í gegnum lífið og óska Dagnýju og dætrum þeirra, Mar- gréti, Bertu og Evu, guðs bless- unar. Magnús G. Friðgeirsson. Við hjónin vorum komin til út- landa þegar við fréttum af andláti Hannesar, okkar kæra vinar til margra áratuga. Slíkt kemur manni alltaf á óvart þó svo vitað hafi verið af hrakandi heilsufari hans. Lífið getur verið ósanngjarnt en við trúum því að Hannesi okk- ar líði betur núna. Hannes var einhver alskemmtilegasti maður sem hægt var að umgangast. Við kynntumst í eldhúsinu að sjálf- sögðu þar sem Hannes naut sín afar vel, flinkur kokkur og vin- sæll, einlægur og einhver heiðar- legasti samstarfsmaður sem hægt var að hugsa sér, alltaf gott að leita til. Við vorum svo heppin að fá Hannes til starfa hjá okkur bæði í Veislunni og í Heitt og kalt og varði það í nokkur ár, þó með hléum en samgangur var samt alltaf mikill með okkur og vin- skapurinn sömuleiðis. Oft var brallað eitthvað skemmtilegt og skálað, en á þeim stundum kann- ast margir við þegar setja átti í glösin að frá Hannesi heyrðist gjarnan „og ekki mikið kók út í“. Hann var auðvitað alltaf hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom og margar skondnar sögurnar komu frá honum. Hannes var mikil félagsvera og sótti fundi og starfið hjá Klúbbi matreiðslumeistara um árabil og hafði gaman af og allir vita af golfáhuganum hjá honum en í nokkur skipti tókst Hannesi að fá Brynjar með sér út á völl og það voru skemmtilegar stundir en Hannes var sleipur golfari og sinnti því vel meðan heilsan leyfði. Vonbrigðin leyndu sér því ekki þegar hann sagði okkur einn dag- inn að nú væri golfið búið líka eins og hann orðaði það og nú hefur þessi hræðilegi sjúkdómur haft betur gegn vini okkar, langt um aldur fram. Kæra Dagný, dætur og fjölskyldur ykkar, við eigum þess ekki kost að fylgja vini okkar til grafar og því sendum við innileg- ar samúðarkveðjur til ykkar allra og erum viss um að minningin um dásamlegan mann, skemmtilegan og hjartahlýjan lifir áfram. Brynjar og Elsa. Hannes Garðarsson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞORSTEINSSON, fyrrverandi bóndi á Skúfsstöðum, síðar skógarbóndi á Melum, Hjaltadal, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki, 9. júní. Útför hans fer fram frá Hóladómkirkju 21. júní klukkan 13.30. Hólmfríður G. Sigurðardóttir Gunnar Þór Garðarsson Reynir Þór Sigurðsson Una Þórey Sigurðardóttir Rafn Elíasson Njáll Haukur Sigurðsson Arnfríður Agnarsdóttir Inga Sigurðardóttir Stefán Ægir Lárusson Halla Sigrún Sigurðardóttir Birkir Marteinsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.