Morgunblaðið - 19.06.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.06.2018, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 170. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Íslendingar komu til að eyðileggja … 2. „Falleg aðgerð í minningu bróður …“ 3. Hitinn gæti strítt Íslendingunum 4. Landsliðsmennirnir ekki nógu … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvartett píanóleikarans Árna Heið- ars Karlssonar spilar valda standarda í bland við frumsamið efni á KEX í kvöld kl. 20.30. Auk Árna Heiðars skipa kvartettinn Joakim Berghall á barítónsaxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Standardar og frum- samið efni á KEX  WELTEN, hljóm- sveit ungra, þýskra tónlistar- manna, verður með tónleika kl. 21 annað kvöld í Björtuloftum, 5. hæð í Hörpu. Tón- list sveitarinnar er lágstemmd og hefur verið lýst sem eins konar „in- die“-djass. Tónleikarnir eru á sumar- dagskrá Jazzklúbbsins Múlans. Sér- stakur gestur á tónleikunum verður saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson. Hljómsveit frá Þýska- landi í Björtuloftum  Föregångerskan eða Þær sem mörkuðu leiðina, gamaneinleikur með Catherine Westlin, verður fluttur kl. 17 í dag á Hallveigarstöðum. Verkið fjallar um súffragettur og baráttu fyrir kosn- ingarétti kvenna, en eitt hundrað ár eru liðin frá því konur í Svíþjóð fengu kosn- ingarétt. Einleik- urinn er á sænsku, en gestir fá útdrátt á ensku. Sænskar súffragettur á Hallveigarstöðum Á miðvikudag Vestlæg átt 3-10 m/s og víða bjart veður. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Minnkandi norðvestanátt og styttir upp um landið norðanvert, en rigning syðra. Hiti 5 til 12 stig. VEÐUR „Það getur verið svolítið snúið að mæta Níger- íumönnum því maður getur aldrei verið alveg viss um hvernig þeir muni spila. Meðal annars vegna þess að þeir byggja leikinn oft á hæfileikum einstakra leik- manna,“ segir Lars Lag- erbäck, fyrrverandi lands- liðsþjálfari Íslands og Nígeríu í knattspyrnu, um næsta andstæðing Íslands á HM, landslið Nígeríu. »2 Getur verið snúið að mæta Nígeríu Eftir að hafa náð jafntefli við Lionel Messi og félaga í Argentínu í fyrsta leik á HM þarf karlalandslið Íslands í knattspyrnu næst að kljást við Níger- íu, þar sem John Obi Mikel er leiðtog- inn og fyrirliði. Það er athyglisverð staðreynd að þessir tveir leikmenn voru kjörnir þeir bestu (Messi í 1. sæti og Mikel í 2.) á HM U20- landsliða sumarið 2005. »4 Næsta verkefni er að kljást við Obi Mikel Harry Kane var bjargvættur enska landsliðsins í gærkvöld þegar liðið hóf keppni á HM í knattspyrnu í Rúss- landi með naumum sigri á Túnis, 2:1. Kane skoraði bæði mörk Englend- inga. Romelu Lukaku skoraði tvívegis í öruggum sigri belgíska landsliðsins á Panama en liðin leika í G-riðli eins og Englendingar og Túnisbúar. Svíar unnu nauman sigur á S-Kóreu. »3 Naumur sigur hjá Eng- lendingum á HM ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Mikið er um að vera í leikskólanum Furugrund í Kópavogi um þessar mundir, en skólinn tekur nú þátt í Evrópuverkefni um tilfinn- ingagreind í samstarfi við erlenda grunn- og leikskóla. Nýverið komu í heimsókn 23 kennarar skóla í sjö löndum, Búlgaríu, Ítalíu, Kýpur, Norður-Írlandi, Portúgal, Póllandi og Spáni. Halla Jónsdóttir, umsjónaraðili verkefnisins og kennari á Furu- grund, segir mikinn lærdóm mega draga af samstarfinu. „Þessi þáttur í uppeldi er að verða mikilvægari, maður sér það í umræðunni hjá for- eldrum. Fólk er að opna augun fyrir því hvað þetta skiptir miklu máli upp á sjálfsöryggi barnanna,“ segir hún. „Við teljum að þetta gagnist öllum nemendunum í lífinu. Þetta styrkir þá sem einstaklinga og eflir þá í sam- skiptum,“ segir hún. Átta tilfinningar teknar fyrir Samstarfsskólarnir vinna allir að sama markmiði, að efla félagsþroska og tilfinningagreind barna í skól- unum, en hver og einn skóli fer þó eigin leið að endamarkinu. „Skól- arnir heimsækja hver annan og fyrir hverja heimsókn er fyrirfram ákveð- ið verkefni. Í hverri heimsókn sýnum við síðan afraksturinn af okkar út- færslu og síðan er okkur sett fyrir næsta verkefni,“ segir Halla og nefn- ir að í annað hvert skipti sé haldin vinnustofa í tengslum við verkefnið. „Í þetta sinn vorum við með vinnu- stofur þar sem kennararnir fengu að prófa athafnir með börnunum. Þann- ig fengu þeir betri innsýn heldur en ef það væri bara fundur,“ segir Halla og nefnir að notast hafi verið við tón- list, hreyfingu og listsköpun við kennsluna. „Við erum líka þátttak- endur í vináttuverkefninu Blæ og okkur fannst það verkefni passa svo vel við þetta verkefni að við blönd- uðum því við líka. Síðan höfum við verið í jóga og erum með tvo jóga- kennara í húsinu sem vinna með yngstu börnunum,“ segir hún. Leitast er við að kynna börnunum mismunandi tilfinningar og leiðir til að takast á við þær. Átta tilfinningar eru teknar fyrir: gleði, leiði, reiði, ást, hræðsla, ógeðstilfinning, að fara hjá sér og undrun. „Hvert land fékk eyrnamerkta eina tilfinningu en við eigum að vinna með þær allar. Við vorum með til- finningu mánaðarins í vetur. Þá reyndum við að leggja áherslu á eina tilfinningu í einu,“ segir Halla. Verk- efnið var einfaldað fyrir yngstu börn- in og fjórar tilfinningar teknar fyrir: gleði, reiði, leiði og undrun. Læra að þekkja tilfinningar  Leikskólinn Furugrund tekur þátt í samstarfi Jóga Börnin á Furugrund lærðu m.a. á tilfinningar sínar í jóga, en í leikskólanum starfa tveir jógakennarar. Erlendir kennarar í heimsókn fylgdust með aðferðum kennaranna á Furugrund og höfðu gagn og gaman af. Tilfinningagreind vísar í hæfni til að viðurkenna tilfinningar og tengsl þeirra, en einnig til að byggja rökhugsun og lausnaleit á þeim grunni. Tilfinningagreind fel- ur í sér hæfni til að skynja tilfinn- ingar, samlaga þær, skilja upplýs- ingar sem þær veita og hafa stjórn á þeim. Oftast er talað um að tilfinn- ingagreind skiptist í fimm svið: Sjálfsvitund, sjálfsstjórn, fé- lagshæfni, innri hvatningu og sjálfsaga. Sviðin eru talin nauð- synleg við úrlausn vandamála og ágreinings. Í daglegum sam- skiptum séu slíkar aðstæður óhjá- kvæmilegar og tilfinningagreind sé því grundvöllur þess að ganga vel í daglegum samskiptum og líf- inu sjálfu. Hæfnin kemur fram við tveggja ára aldur, en þá byrja börn að öðlast ákveðna sjálfsstjórn og finna fyrir samkennd. Viðurkenna tilfinningarnar HVAÐ ER TILFINNINGAGREIND?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.