Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 6
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar Reykjavík „Ég spái því að Ís- land vinni leikinn. Ég held að við náum markmiði okkar og komumst áfram í 16-liða úr- slitin.“ Axel Tauong Spurt í Reykjavík og Rostov: Tekst Íslandi að sigra Króatíu í dag og tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum? Rostov „Ég spái því að Ís- land vinni 2:0 og við förum að sjálfsögðu áfram. Raggi Sig. gerir fyrra markið og Gylfi það seinna.“ Ævar Pálmi Eyjólfsson Reykjavík „Ég hef mikla trú á strákunum og held að þeir vinni þennan leik 2-1. Von- andi mun það skila okkur upp úr riðlinum.“ Sigríður Þorgeirsdóttir Rostov „Ég spái 1:0 fyrir Ís- land og að Alfreð Finnboga- son skori á 93. mínútu! Arg- entína vinnur Nígeríu 1:0 og Ísland fer áfram.“ Unnar Geir Þorsteinsson Reykjavík „Ég held að við töpum leiknum 2-1. Það er engin skömm að því enda lið- ið staðið sig frábærlega á mótinu hingað til.“ Geir Eðvaldsson Rostov „Ég spái 2:1 fyrir Ís- land og að Gylfi geri bæði mörkin. Hinn leikurinn í riðl- inum fer 1:0 fyrir Argentínu og Ísland fer áfram.“ Alexander Breki Jónsson MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018 6 Í ROSTOV Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Sennilega eru engir stuðningsmenn Íslands á HM lengra að komnir en feðgarnir Vilhjálmur Waage og Al- exander Vilhjálmsson. Þeir eru bú- settir í Sydney í suðausturhluta Ástralíu og ferðalagið til Moskvu tók þá 36 klukkutíma. Þeir segja það þó hafa verið vel þess virði um leið og Alfreð Finnbogason gerði markið gegn Argentínu! Feðgarnir flugu frá Sydney til Bangkok og þaðan til Dubai, þar sem þeir biðu í níu klukkutíma áður en haldið var áfram til Moskvu. „Þótt ferðalagið sé langt kom aldrei annað til greina en að fara til Rúss- lands. Við ákváðum það reyndar fyr- ir tveimur árum, í EM-stemningunni á Íslandi, að við færum til Rússlands ef Ísland kæmist þangað,“ sagði Vil- hjálmur þegar Morgunblaðið settist niður með feðgunum í Rostov í gær. Ánægðir í Rússlandi Þeir voru heima á Íslandi meðan Evrópumótið fór fram í Frakklandi. „Alex var búinn að ákveða að fara með konuna og krakkana til Íslands svo ég ákvað að slá til og fara með þeim. Ég sé ekki eftir því vegna þess að stemningin var alveg frábær. Flesta leikina horfðum við á í stof- unni heima hjá frænda hans Alex en leikinn á móti Englandi sáum við á Akureyri, heima hjá Braga Berg- mann, hálfbróður mínum.“ Bragi er raunar með þeim í för í Rússlandi en hafði brugðið sér í göngutúr þegar blaðamaður hitti feðgana í veitingastað við ána Don sem borgin er kennd við. Vilhjálmur og Alexander eru sér- lega ánægðir með dvölina í Rúss- landi. „Það var mikill áróður í Ástr- alíu um að það gæti verið hættulegt að fara til Rússlands og mikil hætta á að fólk lenti í alls konar svindli. Ferðin hefur hins vegar verið mjög vel heppnuð, Moskva fannst okkur alveg frábær og við skoðuðum okkur mikið um þar. Við gengum 26 kíló- metra um borgina 17. júní,“ segir Alex og hlær. „Konan mín spurði strákinn hvort hann ætlaði sér að drepa gamla manninn!“ segir Vilhjálmur hlæj- andi og sonurinn botnar: „Þú varst fljótur að sofna það kvöld …“ Feðgarnir nefna atriði sem marg- ir fleiri landar hafa talað um síðustu daga. „Það er mjög gaman að hér virðast allir elska Íslendinga. Alex- ander ætlaði að kaupa minjagripi handa krökkunum í Volgograd, HM- húfur eða boli merkta Íslandi en það var allt uppselt. Ég er nokkuð viss um að flestir Íslendingar sem eru hér voru með komnir með treyjuna áður en þeir fóru að heiman en við sáum fullt af Japönum, Kínverjum og fleirum í Íslandstreyjum. Þeir virtust hafa keypt allt upp sem til var!“ Vilhjálmur og eiginkona hans, Al- dís Tryggvadóttir úr Vestmanna- eyjum, hafa búið í Ástralíu í áratugi. „Ég flutti 1972, Aldís var með mér en fór heim eftir að hún varð ólétt. Vildi fæða á íslenskum spítala og vera nálægt mömmu sinni. Alexand- er kom til Ástralíu þegar hann var fimm vikna.“ Hann segir son sinn alltaf hafa verið mikinn Íslending í sér þótt hann hafi aldrei haft fasta búsetu á Íslandi. „Kúltúrinn passar vel við hans persónuleika og svo fór hann oft með mömmu sinni heim, um það bil á þriggja ára fresti.“ Íslenska hefur bersýnilega alltaf verið töluð á heimilinu því Alexander talar íslensku eins og innfæddur. „Já, við höfum alltaf talað íslensku og það var mjög sniðugt að jafnvel sem smákrakki hætti Alexander að tala ensku um leið og hann fór upp í flugvél á leið til Íslands. Krakkarnir heima báðu hann oft að segja eitt- hvað á útlensku en hann vildi það aldrei. Afi hans og amma töluðu enga ensku og hann skynjaði snemma að íslenska væri málið sem við töluðum þegar við værum þar.“ Báðir eru miklir áhugamenn um fótbolta, spila sjálfir og Vilhjálmur hefur lengi fengist við þjálfun. „Ég byrjaði að þjálfa þegar Alex var sex ára; fór þá til að skrásetja hann en það virtist eitthvað lítið að ske svo ég fékk bolta og fór að láta strákana spila. Þá byrjaði ég að þjálfa og hafði gaman af, fékk mér réttindi og er nú búinn að þjálfa í 34 ár!“ Gaman að þjálfa Fyrst þjálfaði hann krakka en um tíma þjálfaði hann lið fullorðinna sem hann kallar hálfatvinnumenn. „Þeir fengu borgað fyrir að vinna og þegar þeir gerðu jafntefli, en ekki þegar þeir töpuðu. Alex spilaði ein- mitt hjá mér í yngra liðinu hjá þessu félagi.“ Frá árinu 2000 hefur Vilhjálmur þjálfað knattspyrnulið einkarekins kvennaskóla og segir að sér líki það mjög vel. „Þetta eru 10 til 12 tímar á viku, ég fæ vel borgað fyrir það og nýt þess vel. Standardinn er reyndar ekki sérstaklega hár og stundum getur það verið pirrandi fyrir mig að þjálfa en það er ekkert við því að gera.“ Þeir stunda báðir fótbolta sem fyrr segir, hjá sama klúbbnum. Alex í liði 35 ára og eldri en faðir hans með liði sem skipað er leikmönnum 45 ára og eldri. „Nokkrir eru komnir yfir fimmtugt, nokkrir orðnir 60 ára og ég er sjötugur. Nú viljum við reyna að koma á laggirnar liði 55 ára og eldri.“ Liðið hans keppir reglulega og ár- ið 2009 komust liðsmenn á bragðið í alþjóðlegri keppni þegar það tók þátt í World Masters Games, íþróttaleikum þar sem keppt er í fjölmörgum greinum. „Þá voru þess- ir leikar haldnir í Sydney og menn höfðu svo gaman af að þeir fóru strax að skipuleggja ferð á þá næstu fjórum árum síðar. Þá fórum við til Tórínó á Ítalíu, í fyrra fórum við til Auckland á Nýja-Sjálandi og næstu leikar eru í Japan. Ætli það verði ekki mínir síðustu.“ Þegar talið berst að íslenska landsliðinu segjast feðgarnir býsna ánægðir og bjartsýnir á framhaldið. „Mér fannst strákarnir standa sig mjög vel á móti Argentínu og fyrri hálfleikurinn á móti Nígeríu var líka mjög góður. Ég vildi hins vegar gjarnan fá að vita hvað var sagt í búningsklefa Nígeríumanna í hálf- leik. Þeir komu út eins og allt annað lið í seinni hálfleiknum,“ segir Vil- hjálmur og Alex hefur ákveðna skoð- un á því hvers vegna íslenska liðið lék ekki betur: „Mér finnst áberandi að Aron og Gylfi eru ekki í topp- formi. Þeir hafa verið meiddir svo það er eðlilegt og svo skipti líka mjög miklu máli að Jóhann Berg var ekki með. Það munar rosalega um það þegar lykilmenn eru annaðhvort ekki í toppformi eða ekki með.“ En þeir eru bjartsýnir sem fyrr segir: „Nú verðum við bara að taka Króatana. Við höfum gert það áður og gerum það bara aftur,“ segir Alex. „Tökum bara Króatana aftur“  Ákváðu í EM-stemningunni fyrir tveimur árum að fara á HM ef Ísland kæmist  Ferðalagið frá Sydney til Moskvu tók 36 klukkutíma  Ferðin vel þess virði um leið og Alfreð skoraði fyrsta markið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Langferð Feðgarnir Vilhjálmur Waage og Alex Vilhjálmsson við Don í miðborg Rostov í gær. Völlurinn glæsilegi þar sem keppt verður í kvöld er í fjarska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.