Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.06.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2018 Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Sigur Recep Tayyip Erdogan, for- seta Tyrklands og leiðtoga Réttlæt- is- og þróunarflokksins AKP, um helgina tryggir honum ný og yfir- gripsmikil völd í forsetastólnum. Er- dogan, sem er 64 ára gamall, hefur verið forseti Tyrklands frá 2014 og var þar áður forsætisráðherra frá 2003. Kjörtímabil forseta í Tyrklandi er fimm ár og getur Erdogan boðið sig aftur fram árið 2023, þökk sé stjórn- arskrárbreytingum sem samþykktar voru í apríl í fyrra. Því gæti svo farið að Erdogan sitji á valdastóli í 10 ár í viðbót. Umsvifamikil völd til forsetans Með samþykkt á breytingu tyrk- nesku stjórnarskrárinnar í þjóðarat- kvæðagreiðslu í fyrra urðu róttæk umskipti í stjórnkerfi landsins. Fel- ast breytingarnar m.a. í því að emb- ætti forsætisráðherra verður lagt niður, meðlimir ríkisstjórnarinnar verða valdir af sitjandi forseta og völd þingsins minnka á móti auknum völdum forseta í löggjafar- og dóms- valdi landsins. Erdogan var mikill fylgjandi þessara breytinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra og lofaði því jafnframt í sigurræðu sinni í gærmorgun að hann myndi koma þessum stjórnkerfisbreytingum í gagnið eins og fljótt og auðið er. Blikur á lofti í efnahagnum Ýmsir vandar steðja að hagkerfi landsins. Tyrkneska líran hefur fall- ið gríðarlega í verði allt frá valda- ránstilrauninni árið 2016. Hefur Seðlabanki Tyrklands reynt að koma hömlum á lækkun gjaldmiðilsins með því að hækka stýrivexti, en þeir standa í 18%, sem bitnar þó verulega á íbúum landsins, og þá er verðbólg- an 12%. Erdogan hefur tekið fram að hann vilji sjálfur meiri stjórn yfir efnahagsmálum, m.a. stjórn yfir stýrivöxtum. Óttinn um að sjálfstæði seðlabankans sé því í hættu hefur þar af leiðandi dregið erlenda fjár- festa burt frá Tyrklandi, að því er kemur fram í frétt CNN. Erdogan bar sigur úr býtum með tæp 53% atkvæða, en helsti keppi- nautur hans, Muharrem Ince, fékk tæplega 31% atkvæða. Einnig er vert að nefna þann sem varð þriðji í forsetakosningum, Selahattin Dem- irtas, frambjóðanda kúrdíska HDP- flokksins, en hann situr í fangelsi fyrir sakir um að styðja hinn útlæga Kúrdíska verkamannaflokk, PKK. Demirtas hlaut engu að síður 8,4% atkvæða. Samþykkir úrslit kosninganna Helsti andstæðingur Erdogan í forsetakosningum, Muharram Ince, virti úrslit kosninganna og lofaði að halda áfram að berjast þangað til Tyrkland „væri fyrir alla“. Engu að síður sagði Ince að aðdragandi kosn- inganna, alveg fram að lokatölum þess, hefði verið ósanngjarn. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sagði í gær að sitjandi forseti og ríkjandi stjórnmálaflokk- ur, AKP, hefðu „ótilhlýðilega yfir- burði“ gegn stjórnarandstæðingum fyrir kosningarnar. „Þær takmark- anir sem við höfum séð á grundvall- arfrelsi fólks hafa haft áhrif á þessar kosningar. Ég vona að Tyrklandi lyfti þessum hömlum sem allra fyrst,“ sagði Ignacio Sanchez, yfir- maður kosningaeftirlits ÖSE í Tyrk- landi, við Reuters-fréttastofuna. Völd Erdogans aukast enn  Lofar að koma samþykktum stjórnarskrárbreytingum, sem gefa sitjandi forseta aukin völd, sem fyrst í gagnið  Fangelsaður frambjóðandi varð í þriðja sæti AFP Sviptingar Forsetaembættið í Tyrklandi var lengi vel táknrænt, valdalítið hlutverk. Síðustu ár hefur Erdogan þó sankað að sér völdum sem forseti. Evrópusam- bandið hóf í gær refsiaðgerðir í formi ferða- banns og fryst- ingar eigna gegn varafor- seta Venesúela, Delcy Rodrigu- ez, og tíu öðrum opinberum starfsmönnum landsins. Greip ESB til aðgerðanna vegna rétt- indabrota og óreglu í tengslum við endurkjör forseta Venesúela, Nicolas Maduro, en sambandið sagði kosningarnar hvorki hafa verið frjálsar né sanngjarnar. „Manneskjurnar sem aðgerð- irnar beinast gegn eru ábyrgar fyrir mannréttindabrotum og fyr- ir að grafa undan lýðræði og framfylgni á lögum í Venesúela,“ sagði í tilkynningu Evrópusam- bandsins í kjölfar þess að utanrík- ismálaráðherrar þeirra ríkja sem eiga aðild að sambandinu studdu aðgerðirnar eftir fund í Lúxem- borg. Aðildarríkin lofuðu því í síðasta mánuði að refsa stjórnvöldum í Caracas, höfuðborg Venesúela, vegna endurkjörs Maduro for- seta, en hann mun sitja í embætti til 2025. Voru kosningarnar snið- gengnar af helstu andstæðingum Maduro og sögðu mörg nágranna- ríki landsins, sem og Bandaríkin, kosningarnar vera svindl. VENESÚELA ESB refsar ráða- mönnum Venesúela Delcy Rodriguez Margar fjöl- skyldur hafa lagt á flótta frá borginni Daraa, sem er í suðurhluta Sýrlands, rétt við landamæri Jórdaníu. „Við vitum ekki hvað gerðist. Við vorum sof- andi með börn- unum þegar við heyrðum allt í einu svakalegar sprengingar,“ sagði Ah- mad al-Musalima, íbúi í Daraa, við AFP. „Við yfirgáfum húsið og viss- um ekkert hvert við ættum að fara. Við fórum í áttina að sléttunum með börnin grátandi og sprengj- uregnið yfir okkur,“ sagði Ahmad al-Musalima að auki. Að mati sam- takanna Syrian Observatory for Human Rights hafa 29 almennir borgarar látið lífið undanfarna viku. Hefur Sýrlandsher bætt í árásir á borgina undanfarna viku, en borgin er ein fárra undir stjórn uppreisnarhópa. SÝRLAND Fjölskyldur flýja sprengjuregn í Daraa Stríð Fólk leggur á flótta frá Daraa. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Þúsundir fólks söfnuðust saman á götum Teheran, höfuðborgar Íran, í gær og mótmæltu efnahagsstefnu yfirvalda. Mætti það hörku frá óeirðalögreglu, sem beitti táragasi gegn mótmælendum er þeir gengu í átt að þinghúsi borgarinnar. Endurvakning fyrri mótmæla Var þetta annan daginn í röð sem fólk safnaðist saman til mótmæla, en mikil mótmælabylgja gegn yf- irvöldum landsins og slæmum efna- hag braust einnig út víðs vegar um Íran fyrir um hálfu ári. Að sögn BBC voru þetta stærstu mótmæli í Teheran frá árinu 2012, þegar al- þjóðlegar viðskiptaþvinganir gagn- vart Íran vegna kjarnorkustefnu ríkisins gerðu efnahag þess nánast örkumla. Miklar verðhækkanir hafa orðið í landinu síðustu misseri og einnig hefur gjaldmiðill landsins, íranskt ríal, fallið hratt á móti gengi Banda- ríkjadollara síðustu mánuði. Einnig er ótti meðal fólks vegna áhrifa yfirvofandi viðskiptaþvingana frá Bandaríkjunum í ljósi þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti rifti kjarnorkusamkomulaginu svo- kallaða í maí síðastliðnum. Efna- hagsþvingunum á Íran var lyft í kjölfar innleiðslu samkomulagsins árið 2016. Harðorðir í garð stjórnvalda Í myndskeiðum frá mótmælunum má heyra mótmælendur kalla ókvæðisorð í garð stjórnvalda í Ír- an, og að yfirvöld eigi frekar að huga að eigin fólki en skipta sér svo mikið af gangi mála í Sýrlandi. Hafa írönsk stjórnvöld stutt Bashar al-Assad Sýrlandsforseta gífurlega í stríðinu sem þar ríkir, bæði hern- aðarlega og fjárhagslega síðustu ár. Mótmæltu á götum Teheran  Bág staða efna- hagsins vekur upp reiði hjá Írönum AFP Ástand Mikil óánægja hefur ríkt í írönsku samfélagi síðustu misseri. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Níu ríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um að stofna sameiginlegt herlið sem hefur þann tilgang að bregðast hratt og örugglega við mögulegu hættu- ástandi í Evrópu án aðstoðar frá Atl- antshafsbandalaginu. Ríki ESB hafa síðasta áratuginn myndað fjögur hernaðarbandalög, en hermenn hafa aldrei verið kallaðir til. Ítalir bökkuðu út úr viðræðum Var viljayfirlýsing þess efnis undirrituð í Lúxemborg í gær af fulltrúum Frakklands, Eistlands, Belgíu, Bretlands, Þýskalands, Dan- merkur, Hollands, Spánar og Portú- gal. Ítalía dró til baka upphaflegan stuðning sinn eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar en útilokar ekki aðild í framtíðinni. Í grein breska blaðsins The Tele- graph kemur fram að í framtakinu felist sameiginleg varnaráætl- anagerð um til dæmis náttúru- hamfarir, íhlutun í hættuástandi og rýmingu fólks, sem gætu ógnað ör- yggi Evrópuríkjanna. Emmanuel Macron Frakklandsforseti vakti fyrst máls á stofnun á slíku sameig- inlegu herliði í fyrrahaust. Tóku Bretar vel í þá hugmynd til þess að tryggja áframhaldandi varnarmála- samstarf eftir útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. „Evrópsk varnarmál þurfa al- menna herkænskumenningu,“ sagði Florence Parly, varnarmála- ráðherra Frakka, við franska dag- blaðið Le Figaro fyrr í vikunni. „Ákvarðanataka innan Evrópusam- bandsins tekur enn of langan tíma í samanburði við þá neyð sem getur risið snögglega upp í kjölfar alvar- legs ástands sem gæti ógnað öryggi Evrópubúa,“ sagði Parly. Þróunin hefur valdið dálitlum ugg innan Atlantshafsbandalagsins, sem hefur áhyggjur af hvers konar „end- urtekningu“ hlutverka milli banda- lagsins og hins nýstofnaða herliðs nokkurra ESB-ríkja. Einnig hefur Atlantshafsbandalagið áhyggjur af því að Evrópulöndin séu með þessari ákvörðun að fjarlægja sig frá Bandaríkjunum, segir í grein breska dagblaðsins The Guardian um málið. Koma á fót sameiginlegu herliði  Níu Evrópuríki koma að bandalaginu  Macron forvígismaður stofnunarinnar AFP Samstarf F.v. Ank Bijleved, varnarmálaráðherra Hollands, ásamt koll- egum sínum, Ursulu von der Leyen frá Þýskalandi og Florence Parly.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.